Þjóðólfur - 11.10.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.10.1895, Blaðsíða 3
195 skamms, cf hann heldur lengi áfram í sama tón, eins og hann hefur raulað næstliðið sumar. Þá er eg og ýmsir kunningjar mínir lásum greinina sælu, um bráðabyrgðarfjárlögin, sem Þjóðólíur með réttu hefur kallað „óviðjafnanlega endemisgrein“, jiá kom okkur alvarlega til hugar, að senda gamla mann- inum, þessum nýja kóngslalla, einskonar kveðju, á- þekka því sem Jón sýslum. Guðmundsson reit Jör- undi hundadagakongi hérna á árunum, en ætlum að fresta því nú um sinn, þangað til lallinn er hú- inn að vindþurka isuroðið sitt enn betur í grinda- hjalli stjórnarinnar. Dað hýrnaði dálítið yiir okk- ur í vor, þá er vér fréttum, að einhverjir svart- álfar hefðu farið á gandreið til Furðustranda og sótt þangað dverg nokkurn, mesta furðuverk nátt- úrunnar og ramfjölkunnugan, er vera skyldi kapellán hjá „gamla manninum11 og honum til að- stoðar í elli hans og andlega hrumleika, en þessi nýja bót á gamla fatið, hefur ekki samsvarað til- gangi sínum, þótt sami sé liturinn, því að glopp- urnar hafa orðið enn stærri en fyr, svo að nú má heita, að ekki sé heil brú í „ísafoldar“-dulunni, sem hún veifar á báðum öxlum til að hylja sína andlegu nekt og vesaldóm. í samanburði við fjár- lagagreinina, þótti oss það lítil tiðindi, þótt „Elín“ hlypi á þurt á Straumfirði, því að það varð hún að gera fyr eða síðar, úr því að „ísafoldar“-skjall- ið reyndist ónógt til að halda henni á floti. Meiri tíðindi þóttu það, er biskup landsinB primsigndi dr. Ólsen og biskupsmágurinn fann Laugardalinn, sem var stórmerkileg uppgötvun, þá er alfaraveg- urinn frá Reykjavík til Geysis liggur um dalinn. Það hafði nfl. enginn ferðazt þar fyr með opin augun. En þótt vér íslendingar séum ef til vill blindir fyrir því, sem fagurt er, þá erum vér hins vegar furðu glöggskyggnir á það, sem ljótt er og ósæmilegt hverjum manni, sem þykist vera íslend- ingur, eins og t. d. á hegðun og atferli ísafoldar- ritstjórans í velferðarmálum landsins. Hann sýpur líklega seyðið af þeirri framkomu sinni, áður en langt um líður, ef annars nokkuð er spunnið i þjóðina. Þennan pistil bið eg yður, herra ritstjóri Þjóð- ólfs, að birta í blaði yðar. Eg tala í margra nafni. Ef til vill meira síðar. Verið þér sælir. Njörður í Nóatúnum. * * * Jafnvel þótt vér séum samdóma hr. Nirði íöll- um aðalatriðum, að því er ísaf. snertir, finnst oss, að hann hefði getað orðað grein sína kurteislegar, því að „kennir hvað sín“ o. s. frv. Vér höfum jafnan leitazt við að áminna nágranna vorn, ísaf. ritstj., hóglega og ofsalaust, visa honum á rétta leið, er hann hefur farið villur vegar og reynt að kenna honum góða siðu í rithætti, framgöngu o. fl., og það hefur tekizt vonum framar að ýmBu leyti, því að fáeina ósiði hefur hann lagt niður síðan við kynntumst. Um aðstoðarmann hans verð- ur ekki annað sagt, en að hann hafi hegðað sér fremur skikkanlega, síðan hann kom hingað. En eitt finnst oss vanta hjá hr. Nirði, er hann minn- ist á merkustu tiðindi síðari tíma, og það er blást- urinn út af Garðaprestskosningunni og allt góðgæti ísafoldar um það mál, er „Kirkjublaðið“ varð svo bálskotið i og þakkaði auðmjúklegast fyrir i nafni prestastéttarinnar. Vonandi að ráðgjafinn sannfær- ist, er hann hefur lesið „ísafold“ og „Kirkjublað- ið“ og sjái svo um, að séra Jens fái trúrra þjóna verðlaun. Bitstj. Báturinn „Elín“ er nú algerlega orðinn að strandi, eins og ætla mátti, og verður skrokkurinn seldur við uppboð 15. þ. m. líýjan bát til milliferða hér um Faxa- fióa hefur eigandi „Elínar“, Fr. Fischer stórkaupmaður, boðizt til að útvega, ef hann fær nægilegan styrk (12,000 kr.) til útgerðarinnar. Báturinn á auðvitað að vera stærri og fullkomnari en „Elin“. Til- boð þetta hefur verið lagt fyrir bæjar- stjórnina, og hefur hún kosið nefnd til að íhuga það. Mjög hætt við, að hlutaðeig- andi sýslufélögum þyki styrkkrafan ærið há, enda þótt landssjóður leggi til helm- ing upphæðarinnar. Slysför. Af Eyrarbakka er ritað 7.þ.m.: „Hinn 23. f. m. týndist maður, sem var á ferð austur í Skaptafellssýslu, Eiríktir Jónsson frá Stíghúsi hér á Eyrarbakka, var vinnumaður í Hrísnesi í Skaptártungu í fyrra og ættaður þar að austan. Hann hafði ætlað skemmri leið en samferðamenn hans austur í Skaptártunguna og er talið víst, að hann hafi drukknað í svokölluðu Sandvatni á Mýrdalssandi; hesturinn komst heim að Hrísnesi. Mannsins hefur verið leitað, en ekki fundizt. Hann var hér um 60 bak nokkrum stallsystrum minum, er nýir eigendur höfðu á brott með sér. Ó hve mér virtist það aum kjör að vera ambátt — ekkert nema ambátt. Þar eð eg var ambátt, varð eg að falla til fóta skiptavinum húsmóður minnar að henni ásjáandi, og sí og æ var hún að áminna okkur um, að vera glaðar og brosleitar, hvað mikið sem skipta- vinirnir settu út á okkur. Eg var að eins 10 ára, þegar eg í fyrsta sinni var látin fara inn í söluherbergið. Eg þótti forkunnar fög- ur og var svo búin, að eg var í blómofnum kjól úr baðm- ullarvefnaði. Neglur mínar höfðu verið litaðar og hár mitt var kembt; bjóst húsmóðir mín við, að eg yrði keypt háu verði. Mér hafði verið kennt að dansa, að hneigja mig fyrir karlmönnunum og kyssa kjóla kvenn- fólksins, að falla á kné fyrir gestum og bjóða þeim kaffi eða þá að standa út við dyr með krosslagðar hendur á brjósti, reiðubúin til að svara öllu, sem eg var spurð um. Þetta var ekki mikil kunnátta, en þar eð eg var barn að aldri, ætluðust menn ekki til meira, og svo bætti það líka um fyrir mér, að eg var hörundsbjört og íturvaxin, og hafði dökk augu og fagrar tennur. Mér er alls^ekki-unnt að lýsa tilfinningum míuum, er eg stóð þarna meðal hinna ambáttanna og beið eptir 57 komið þar einu sinni áður fyrir mörgum árum. Hún komst brátt upp á fyrsta þrepið, og við ofurlitla ljós- skímu fann hún stigann, er gekk lengra upp. Leður- blökur sveimuðu umhverfis höfuð hennar og hún þóttist heyra allskonar undarleg hljóð, en hún Iét ekki hug- fallast, því að ástin knúði hana áfram. í kolniðamyrkri þreifaði hún fyrir sér, unz hún fann stigann, er lá upp á þriðja og efsta þrepið, og að vörmu spori var hún komin upp í klukknastúkuna. Ofurlitla ljósskímu lagði gegnum hina stóru hljómglugga á stúkuuni, svo að hún sá greinilega klukkurnar, er enn héngu þegjandi og óhreyfðar. Þá féll hin unga stúlka á kné og baðst fyrir inni lega: „Ora mente pia pro nobis virgo Maria!“ En þegar að vörmu spori tók önnur klukkan að hreyfast, hin stóra saxneska klukka, er hringt var jafnan á kvöldin. Það brakaði í rjáfriuu og rambaldinn, er klukkustrengurinn var festur við, snerist til hálfs í hring. En áður en kólfurinn skall við klukkuna, hafði Blanche náð handfesti á honum og hélt honum kyrrum með örvæntingarinnar afli og öliurn líkamsþunga sínum. Það var tekið enn öflugar í strenginn, svo að enn meira brakaði í bjálkunum, og klukkan sveiflaðist enn hærra, en brúnin á henni nerist um handleggi Blanche’s svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.