Þjóðólfur - 11.10.1895, Blaðsíða 4
196
bil þrítugur að aldri, stilltur maður og
hæglátur".
HÚS til SÖlu, litið en laglegt, á góð-
um stað í bænum; lágt verð, góðir borg-
unarskilmálar. Ritstj. vísar á.
Farfi, fernisolía, terpentína, kítti,
kopaliakk og rúðugler íæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Takið eptir!
Bg undirskrifaður tek að mér alls konar að-
gerðir á úrura og klukkum og einnig hef eg út-
sölu á úrum og keðjum.
Byrarbakka 4. sept. 1895.
Jóhannes Sveinsson,
úrsmiður.
Fataefiii mjög góð og 0-
dýr fást í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Nú eru til
óþrjótandi byrgðir af hinum um land allt
að gæðum þekkta vatnsstígvélaáburði.
Rafn Sigurðsson.
Eyðublöð fyrir útsvarsseðla, prestsseðla o. fl.
eru til sölu hjá Símoni Jónssyni á Selfossi.
Hannyrðabókin og Rauðhetta fæst á
skrifstofu „Þjóððlfs".
Aktiengesellschafi vormals
Frister & Rossmann í Berlín
selur hinar beztu
Singers-saumavélar.
Einka-útsölumaður á öllu íslandi:
Sturla Jónsson.
NB. Pöntunum á ísafirði veitir móttöku
Magnús Árnason kaupmaður.
Heimskringla (ritstjóri Eggert Jó-
hannsson), 4 síður, 6 dálkar (1&X/2X131/,
þumlungur) ásamt mánaðarritinu Öldin,
16 síður (78/4X51/4 þuml.), send kaupend-
um á íslandi fyrir 6 krónur. Öldin sér-
stök 3 krónur. Engin blöð send nema
borgað sé fyrirfram.
Borganir má senda í póstávísunum, eða
bankaávísunum frá Landsbanka íslands á
Bank of Scotland, London, England, borg-
anlegum á Canadian Bank of Commerce,
Winnipeg, Man., Canada.
Ávísanir verða að stýlast til
The Manager of the Heimskringla
Prtg. & Publ. Co.
P. 0. Box 305. Winnipeg, Man., Canada
E. Olafsson.
Vottorð.
Eg undirskrifuð hef í mörg ár verið
sjúk af taugaveiklun, og hef þjáðzt bæði
á sál ok líkama. Eptir margar árangurs-
lausar læknatilraunir, reyndi eg fyrir 2
árum „Kína-lifs elixír“ frá hr Waldemar
Petersen í Frederikshavn, og þá er eg
hafði neytt úr fjórum flöskum varð eg
undir eins miklu hressari. En þá hafði
eg ekki föng á, að kaupa meira.
Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, og
má sjá af því, að batinn var hinum ágæta
bitter að þakka.
Litlu-Háeyri, 16. jan. 1895.
Guðrún Símonardóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi,
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-
lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að Iíta vel eptir
því, að F standi á flöskunum í grænu lakki, og
eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið
Yaldemar Petersen, Frederikshavn, Danmark.
Harðfiskur, saltflskur og trosfiskur
fæst í
verzlun Stnrlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaðnr:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
Félagsprent smiðj an.
58
að blæddi úr. En samt sem áður hélt hún enn tökum
og baðst fyrir.
En ávallt var tekið fastara og fastara í strenginn
og hærra og hærra sveiflaðist klukkan í lopt upp, og
slöngdi Blanche ýmist upp undir rjáfur, eða niður að
gólfi. Hún fann, að kraptar hennar voru að þrotum
komnir.
Þá í sama bili, sem hún ætlaði að verða örmagna,
hættu sveiflurnar, en hávaði og kliður heyrðist niðri í
kirkjugarðinum. Loptið endurhljómaði af fagnaðarópum,
og blys blikuðu úti fyrir klaustrinu, um leið og Hinrik
Evenden reið þar að á fleygiferð og veifaði hattinum
fyrir ofan höfuðið. Neville Audeley var leystur úr lifs-
hættu. Játvarður konungur hafði veitt honum líf og
frelsi fyrir bænastað Beaufort’s lávarðar.------
Það var komið miðnætti, áður en hringjaranum eða
nokkrum öðrum loksins kom til hugar, að klukkunum
hefði enn ekki verið hringt þetta kveld. Allir, sem
ásamt hringjaranum og Hinrik Evenden höfðu skemmt
sér nokkrar stundir í veitingahúsinu „Rósin“ Audeley
til heiðurs, gengu nú til kirkju og hringdu öllum klukk'
um svo ákaflega, að þorpsbúar hugðu, að bæði eldsvoða
og herhlaup hefði að höndum borið.
Nokkrum vikum síðar hljómuðu klukkurnar í Cherts-
ey, með fegurri hreim, og að nýju lustu bændurnir upp
59
fagnaðarópum, því að þá voru þau Audeiey og Blanche
gefin saman í hjónaband í helgidómi drottins, og til
minningar um snarræðisbragð hennar, er bjargaði lífi
Audeley’s, lét hann höggva á rönd klukkunnar þau orð,
er þar sjást enn letruð: Ora mente pia pro nobis virgo
Maria (þ. e.: Bið huglátlega fyrir oss heilaga María
mær).
Ambáttin.
Tyrknesk sagra.
Eg var seld mansali í Kákasus, er eg var 6 ára
gömul. Föðurbróðir minn Handi Bej, sem fékk ekki
annan arf eptir bróður sinn, en 2 ungbörn, reyndi
til að losast við okkur eins fljótt og hann gat.
Ali bróðir minn komst í hendur tyrkneskra munka í
klaustrinu í Yeni Cheir, og eg var send til Konstan-
tinopel. Þar komst eg til konu einnar aldurhniginnar,
er rak ambáttaverzlun. Hún kunni ekki móðurmál mitt
og hlaut eg því að læra tyrknesku til þess að geta
skilið hana. Það kom mesti sægur af skiptavinum
hennar þangað, og á hverjum degi hlaut eg að sjá á