Þjóðólfur - 25.10.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.10.1895, Blaðsíða 4
204 Foreldrar hans voru Stef&n Arngrímsson bóndi & Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal og Sigríður Yigfús- dóttir frá, Skeiði í sömu sveit. Foreldrar Stefáns voru Arngrímur bðndi Arngrímsson á Þorsteins- stöðum og Sigriður dðttir séra Magnúsar Einars- sonar skálds á Tjörn í Svarfaðardal (j-1794). Jðhannes sál. dó ðkvæntnr, barnlaus. Hann var mikið veiklaður á geðsmunum, söngmaður gðður, siðprýðismaður og hvers manns hugljúfl. Frá systr- um hans og fóðurfrændnm er mikill ættbálkur nyrðra. Aðfaranðtt 6. júli andaðist úr lungnabólgu ept- ir vikulegu að heimili sínu Glæsibæ í Reynistaðar- sókn Crísli Þorlcelsson bðnda frá Flatatungu, Páls- sonar hreppstj. frá Syðribrekkum í Skagafirði Þórð- arsonar bónda frá Hnúki í Svarfaðardal. Kona Þorkels Pálssonar er Ingibjörg Gísladóttir stðrbðnda frá Flatatungu, sem dó þar 1881, Stefánssonar frá Flatatungu Guðmundssonar (af Laxamýrarætt). Gísli sál. var rúmlega tvítugur að aldri og mesti atgervismaður til sálar og líkama. Hann keypti verzlunarleyfisbréf næstliðið ár og settist að sem borgari hjá mági sínum Sigurjóni bónda Bergvíns- syni í Glæsibæ, sem er giptur Önnu systur hans. (G- H-)- í fjarveru minni veitir bókhaldarí minn Albert Þórrfarson forstöðu verzlun minni og undirritar fyrir mina hönd pr. procura. Akranesi 21. okt. 1895. Thor Jensen. Hauchs lestrarbók i latínu Nr. 1, síðari útgáfa, óskast keypt á skrifstofu Þjóðólfs. Nokkrar birgðir eru enn til af hinu alþekkta, góða, skozka haframjÖli, sem eg sel með mjög vægu verði. — Tveir nýir, góðir magazinofnar til sölu fyrir lágt verð. — Lagleg og sterk járngirðing um graf- reit, stærð 12 álnir, með hurð, er einnig til sölu með góðu verði. Akranesi 21. okt. 1895. Thor Jensen. Ærede Frimærkesamlere bedes sende Frimærker og Helsager fra Island i Bytte for Mærker fra Skandi- navien — efter Mancoliste — til Áksel Walbum, Nakskov, Danmark. HÚS til SÖlu, lítið en laglegt, á góð- um stað í bænum; lágt verð, góðir borg- unarskilmálar. Ritstj. vísar á. í Suðurgötu nr. 5 er í óskilum poki með undirsæng í, svo og nokkrir tómir pokar bundnir saman í eitt bindi. Eéttur eigandi vitji þangað. Úr ^vörugeymsluhúsum Fischersverzlunar hefur glatazt poki með kvennmannsfötum í, ull, matvæl- um og ýmsu fleiru. Yið pokann átti að hanga spjald, merkt: „Ingunn Þorsteinsdóttir", og kom pokinn með „Elín“ 8. sept. í haust. Sá Bem vita kann, hvar poki þessi er niðurkominn, láti vita af því í Suðurgötu nr. 5. Fundur í stúdentafélaglnu i kveld kl. 8V2 Fyrirlestnr: JJm lœkna- skipun á Islandi. Fjármark séra Filippusar Magnússonar að Stað á Beykjanesi er: geirstýft bæði eyru; brenni- mark: Filipp. (Þakkarávarp). Þegar eg á næstl. vetri varð fyrir því óhappi, að missa þær fáu sauðkindur með tölu, sem eg átti, úr bráðafárinu, þá urðu margir, eða svo að segja flestir samsveitungar mínir til þess að taka þátt í kjörum mínum, sem er fátæk ekkja og hef haft tvö börn að annast, síðan faðir þeirra andaðist. Þessi bróðurlega og kærleiksfulla hlut- tekning lýsti sér mjög vel með samskotum þeim, sem gerð voru mér til handa, sem sumpart greidd- ust í peningum og sumpart í kaupstaðarreikning, sem nú mun mestpart komið til skíla. Upphæðin varð samtals rúmar 120 kr. og er mér það sér i lagi tilfinnanlegt að sjá hvað margir hinna fátækari hafa lagt sinn skerf fram af litlum efnum, en eg óska og vona, að himnafaðirinn láti þá ekki líða skort þar fyrir. Án þess að nafngreina þessa heiðrnðu gefendur, votta eg þeim öllum hér með mitt virðingarfullt og innilegt þakklæti, bæði ríkum og fátækum, æðri og lægri, sem af veglyndi og kærleika hafa rétt mér hjálparhönd, treystandi þvi, að góður guð endurgjaldi þeim þeirra góðverk. Narfeyri á Skógarströnd, í sept. 1895. Steinunn Jósepsdóttir. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagsprentsmiSjan. 62 „Hvaðan er þessi stúlka?“ sagði einn þeirra, er hann hafði virt mig vandlega fyrir sér. „Hún er frá Kákasus og hefur orðið mér æði dýr. Eg keypti hana fyrir fjórum árum og hef veitt henui ágætt uppeldi. Hún er einstaklega skynsöm og verður fyrirtaks fríð. „Bir elmay“ (sannur gimsteinn)“, sagði hún í hálfum hljóðum. „Feliknaz, dansaðu og sýndu okkur, hvað þú ert liðug“. Eg roðnaði, dró mig í hlé og sagði: „Hér er eng- inn hljóðfærasláttur“. „Það er sama. Eg skal syngja. Farðu nú að dansa Feliknaz11. Eg hneigði mig þegjandi, gekk því næst lengst út í horn á herberginu, dansaði síðan fram á gólfið og heilsaði til beggja handa, en gamla konan barði bumbu og söng með hásum róm. Enda þótt andstyggð sú, er eg hafði á svertingjunum lýsti sér í dans mínum, leit samt svo út, sem þeim geðjaðist hann mæta vel. „Við kaupum Feliknaz", sagði einn þeirra. „Hvað á hún að kosta?“ „Tólf kesatchies1. Af og frá minna“. Svertinginn tók nú stóra pyngju upp úr vasa sínum og taldi fram peningana. Þegar húsmóðir mín hafði hirt þá, sneri hún sér til mín 0g sagði: ’) Einn „kesatchie" er hér um bil 90 krónur. 63 „Mikil er hamingja þín, Feliknaz. í fyrsta sinni sem þú ert höfð á boðstólum, kaupir þig hið auðuga tignarmenni Sa'id Pascha og þú átt að þjóna yndislegri yngismey á aldur við þig. Mundu mig nú um að vera hlýðin Feliknaz, því ambátt hlýðir ekki annað. Eg laut niður til að kyssa hönd húsmóður minnar, en hún tók undir höku mér og kyssti mig á ennið. Þessi vinahót þoldi eg ekki, eins og þá stóð á og fór að gráta. Ástarkröfur munaðarleysingjans hrópa hátt og verða aldrei niður þaggaðar; munaðarlaus börn, þrælar og ambáttir geta bezt um það borið. Svertinginn hló að viðkvæmui minni og hratt mér á dyr, en einn þeirra sagði: „Þú hefur viðkvæmt hjarta og fallegt andlit, en hvorttveggja mun breytast með árunum“. Eg gegndi engu, en gekk með þeim hljóð og í þungu skapi. Eg var að hugsa um, hvernig þessu kvennabúri mundi vera háttað, sem eg nú átti að dvelja í og mér varð ósjálfrátt að segja: „Ó AIIah!“ Eg horfði upp til himins og bað í kyrþey, og eg veit, að guð heyrði mig. öamla sölukerlingin hafði haft rétt að mæla. Þessi nýja húsmóðir mín var einstaklcga góð við mig og enn geymi eg endurminningu hennar í þakklátum huga.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.