Þjóðólfur - 08.11.1895, Blaðsíða 1
Arg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Krlendis 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Jftli.
ÞJÓÐÖLFUE.
Dppsögn, bnndin vis kramöt,
ógild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. oktðber.
XLYII. árg. Reykjayík, foatudaginn 8. nóvember 1895.
Bráðapestin.
Eptir norðlenzkan bónda.
Það er alla ekki að ástæðulausu þó
þeir, sem mest og tilfinnanlegast urðu
fyrir tjóni af völdnm pestarinnar síðastl.
vetur, horfi með kvíða fram á hinn komandi
vetur. þar sem þeír geta búizt við, ef til
vill, að verða fyrir engu minna tjóni á
þessum eina aðalbjargarstofni sínum. En
þó allir verði ekki fyrir eyðileggingu og
tjóni af völdum pestarinnar, þá ætti þó
hverjum og einum að vera umhugað um
að koma í veg fyrir og draga sem mest
að auðið er úr hinu voðalega tjóni, er
pestin veidur, bæði hjá sjálfum sér og
öðrum.
Eptirfarandi línur eiga að vera dálítil
tilraun til bendingar í þessu efni.
í góðum árum, þegar grasið sprettur
snemma og mikið, er það eðlilegt, að það
falli einnig snemma. Þegar svo er, verð-
ur það ekki einungis létt og lélegt til fóð-
urs (beitar) og mjög svo snautt af nær-
ingarefnum, heldur líka einnig óhollt og
illmeltanlegt fyrir skepnur, sem á þvi eiga
að lifa. Það er því ekki furða, þó afleið-
ingarnar komi í Ijós á skepnunum.
Þegar líður á sumar undir haustið, og
grasið er farið að falla til muna, má opt
heyra bændur segja sem svo, að það sé
ekki til neins að slá grasið, það sé ónýtt
fóður, eða jafnvel verra en ekkert. Og þó
ætla þeir hinir sömu, að skepnur sínar
geti lifað á þessu fóðri næstum eða alveg
eingöngu, meiri eða minni part vetrarins,
þegar það þó er orðið eðlilega miklu, miklu
verra og óhollara, Er þetta rétt álitið?
Það er mjög almenn skoðun, að bráða-
pestin sé sá eyðileggjari, sem enginn geti
ráðið við, og sá leyndardómur, sem eng-
inn geti þekkt eða vitað um, hvernig sé
í eðli sínu, og er þetta að visu í sjálfu
sér eðlilegt. Fyrst er nú það, að veiki
þessi virðist haga sér opt undarlega, og
vera svo misskæð, þar sem þó allt virðist
vera líkt háttað; í öðru lagi hafa meðul
þau, sem upphugsuð hafa verið til varnar
gegn pestinni, reynzt svo mjög misjafnlega.
Það sem einum reyndist að vera næstum
áreiðanlegt og ugglaust varnarmeðal, reynd-
ist öðrum aptur allsendis gagnslaust. Af
þessu leiddi, að mörgum hefur fundizt
— og finnst enn — að veikin sé óviðráðan-
leg og ólæknandi. Þessi skoðun hefur þó
mikið illt í för með sér, því menn leggja
sig þá eigi eins fram með að reyna að
komast fyrir orsakir veikinnar, og koma
í veg fyrir afleiðingarnar í tíma. Það er
með þenna sjúkdóm eins og aðra sjúk-
dóma, — bæði á mönnum og dýrum — að
menn álíta, að „meðulin“ ein geti dugað
til að lækna, án þess að gera sér nægi-
iega grein fyrir því, að orsökina til upp-
runa sjúkdómsins verður jafnframt að finna
og rýma í burtu, til þess að „meðul" eigi
að geta komið að tilætluðum notum.
Þó þeir hinir mörgu, sem fyr og síðar
hafa rætt og ritað um eðli og orsakir
bráðapestarinnar, sem og meðul og vörn
gegn henni, hafi í fljótu bragði sýnzt hafa
næsta ólíkar og sundurleitar skoðanir, hef-
ur þó flestum — þegar betur er að gætt —
komið saman i aðal-atriðunum. Það er
fóðrið og fóðrunin, sem þessir, og margir
aðrir hafa ýmist ljósari eða óljósari
ímyndun um, að standi í svo nánu sam-
bandi við veikina. Þetta er og ekki svo
mjög ólíklegt, þar sem reynslan virðist
nokkurn veginn greinilega hafa sýnt mönn-
um fram á, að svo væri, að óþarfi sýnist
að óska eptir átakanlegri sönnunum.
Það eru kannske ekki margir, sem hafa
þá skoðun, að það sje hér um bil undan-
tekningarlaust hreint og beint fjármannanna
og bænda skuld, ef bráðapestin gerir milcið
tjón og drepur til lengdar hjá sama manni.
Þó kind og kind farist með löngu milli-
bili, sem þá líka getur orsakazt af öðrum
veikindum (lungnaveiki, lungnabólgu af
innkulsi í slagviðrum og kulda) og fleiru
þess háttar, það er annað mál, og er naum-
ast unnt að koma í veg fyrir það. Auð-
vitað dettur engum í hug að segja, að
neinn hagi sér í þessu efni vísvitandi
þvert á móti betri vitund, eða viðhafi ekki
þau varnarmeðul, er hann heldur að geti
dugað.
Reynslan virðist ómótmælanlega hafa
sýnt og sannað, að mögidegt sé þó að koma
i veg fyrir mikið tjón af völdum pestar-
innar sé allrar varúðar gætt og skyn-
samlega aðfarið með tilliti til fóðrunar og
allrar meðferðar fjárins, og að mörgum
Nr. 53.
hafi tekizt það. Og sé nú svo, því ætti
þá hinum öðrum ekki einnig að geta tek-
izt það, ef þeir hafa sömu aðferð?
Það er víst, að hin ýmsu svo kölluðu
inngjafa-meðul hafa opt sýnzt koma að
liði til varnar gegn pestinni. En margt
hefur borið til þess, að þau hafa reynzt
ekki nærri eínhlit.
Yíðast mun fóður og önnur hirðing
fjárins hafa þá verið lík eptir að pestin
fór að gera vart við sig, eins og endrar-
nær, og eins og engin hætta væri á ferð-
um. Opt hefur þá tíðin og fleira hjálpað
til.
En þótt áhrifamikil hreinsunarmeðul
opt geti komið að liði, að minnsta kosti
í svipinn. og þó menn geti varnað því, að
skepnurnar missi lífið, þá líður þeim ekki
vel, þegar þær til lengdar eiga að lifa á
hinu óholla og næringarlitla fóðri. Og
menn verða vel að gæta þess, að þessi
meðul (að fráteknu lýsi) þau geta éUki lcom-
ið i stað hinna vantandi efna í hinu ncer-
ingarlausa og óholla fóðri, liéldur verður
að bæta þá vöntun upp méð hollu og nær-
ingargóðu fóðri.
Að sumrinu, þegar heyin eru bundin
inn, ættu allir að hugsa fyrir því, og haga
svo til, að hægt sé að ná í gott, velverk-
að og snemmslegið hey, til að gefa með
að haustinu og framan af vetrinum, Til
þess er hentugt sinulaust og kyngott mýr-
ar-smáhey, eða valllendishey, er sé ekki
puntmikið. Góð taða, fremur smá og punt-
litil. mun einnig góð, og má þá auðvitað
gefa minna af henni. Þetta hey skyldi
ætíð salta nokkuð, annaðhvort með þurru
salti, sem þó ekki kernur að notum — renn-
ur ekki — nema hitni í heyinu, ellegar með
saltlegi, ef heyið er mikið þurkað.
Ef ekki er saltað að sumrinu eða þá
að eins svo, að þess gæti mjög lítið, er
gott og enda nauðsynlegt að væta hey
það, sem gefið er með fyrst, í saltpækli.
Ef kostur er á, er auðvitað ágætt að gefa
lýsi, þannig, að láta það drjúpa i heyið
og brjótast og jafna sig i því áður gefið
er.1 Þetta, að gefa meðalið inn daglega
með heyinu, er miklu hægra, betra og
áreiðanlegra, heldur en að „gefa inn“ öllu
') Sömu aðferð skal viðhafa, þegar vætt er í
saltlegi.