Þjóðólfur - 08.11.1895, Side 2
210
fénu meðalið sér á parti með styttra eða
lengra millibili; því þannig lagaðar „inn-
gjafir“ verða að ítrekast opt, ef duga skulu,
helzt á hverri viku, en þá minna í senn.
Ef nú bráðapest fer að gera vart við
sig fyrir alvöru hjá einhverjum búanda,
svo að ein eða fleiri kindur drepast eða
veikjast á hverjum sólarhring, mun mega
ganga að því vísu, að fleira og færra af
fénu er orðið veikt fyrir (magaveikt) og
móttækilegt fyrir veikina. Þá er hætta á
ferðum. Og sé nú ekki við gert, og öll var-
kárni við höfð með fóður og hirðing fjárins
yfir höfuð, er vísast, að tjón hljótist af, og
féð þá hrynji niður. Það er því óhultast og
réttast að hætta alveg að beita fénu, eða
að minnsta kosti draga mikið úr beitar-
tímanum, og gefa þá með svo gott hey,
sem kostur er á, en gefa lítið. Þetta er
áríðandi, því féð, sem þá að undanförnu
hefur orðið að lífa, kannske eingöngu, á
óhollu og illmeitanlegu fóðri, er orðið melt-
ingarveikt, og þolir því ekki nema lítið
og auðmelt fóður meðan það er að ná sér
aptur. Það verður því að skoða þessar
skepnur sem sjúklinga og haga meðferð-
inni eptir því.
Þegar nú fénu hefur verið gefið inni
lengri eða skemmri tíma, og ef veikin er
þá hætt, má auðvitað fara að beita því
aptur, en þó með varkárni fyrst, einkum
ef því ekki verður beitt á krafsjörð, en
jörð er auð og þur; sé svo, er hætt við,
að sæki í sama horfið, þegar frá líður.
Það hefur verið og er enn almennt
álitið gott, að gefa fé að morgninum með
útbeit. Þetta er að vísu líka rétt. En
það mun margur fjármaður ef til vill hafa
flaskað á því, að hann hefur álitið nægja
að gefa fénu vel, það er að segja nógu
mikið, án þess kannske að hugsa út í það,
að jafnframt því að auka heygjöfina, þurfti
í sama hlutfalli að stytta beitartímanu, og
þar með koma í veg fyrir, að það ofí'yllti
Big á hinu ónýta og óholla útbeitarfóðri.
Enn mun það, að margur fjármaður hefur
ekki athugað sem skyldi, hvernig heyið
var að gæðum, sem gefið var, heldur tek-
ið það, sem fyrir hendi var og náðist í.
Það er enn eitt atriði, sem vert er að
minnast á með fám orðum, og það er, að
hafa svo goða reglu, sem unnt er, við alla
hirðing og fóðrun fjárins, hvort sem beitt
er úti eða gefið inni; hér með er meint,
ekki einasta það, að hafa tímann reglu-
bundinn, heldur líka, að fóðrið sé eklci
meira einn daginn en annan, heldur sem
allra-jafnast að mögulegt er. Þetta er
áríðandi bæði í tilliti til heilsu og þrifa
fjárins yfir höfuð, og eins í tilliti til bráða-
pestarinuar. Þetta vita nú og viðurkenna
allir góðir fjármenn og haga sér eptir því,
enda eru furðu nærfærnir í því efni.
Nákvæmni, eptirtekt, og velvild til
skepnanna, ásamt þoliumæði við alla hirð-
ing þeirra, eru kostir, sem hver fjármað-
ur þarf að hafa til að bera, og allir sannir
og góðir fjármenn eru gæddir þessum
kostum.
Eins og að framan hefur verið minnzt
á, virðist reynslan benda á, að koma megi
í veg fyrir mikinn skaða af pestinni. Allir,
sem verða íyrir veikinni, ættu því að reyna
eptir megni að koma í veg fyrir mikið
tjón. Ættu menn að kynna sér ritgerðir
um það efni bæði í blöðum og timaritum,
og færa sér í nyt ráð þau og bendingar,
sem í þessum ritum eru gefin, og sem
gefizt hafa vel. Ein af þessum ritgerðum,
sem út hafa komið í seinni tíð, er í 5. árg.
„Búnaðarritsins41 og mörgum mun líklega
kunnug. Ritgerð þessi er að mörgu vel
samin. En ráð þau og varnir gegn veik-
inni, sem þar eru tekin fram, eru reynd-
ar áður að mestu kunn; en aldrei er góð
vísa of opt kveðin, og seint verður of opt
eða ítarlega brýnt fyrir mönnum, að fara
vel með skepnur þær, sem þeir hafa und-
ir hendi og lifa af.
Ef framfarirnar í jarðyrkjunni væru
nú komnar svo langt áleiðis hjá oss ís-
lendingum, að vér gætum fóðrað fénaðinn,
þó ekki væri nema að einhverju leyti
nokkurn tíma, á garðjurtum og káljurtum,
og þar með bætt upp hið óholla fóður, sem
því er ætlað að lifa á, þá mundi það mik-
ið gera til með að draga úr þessari veiki
og eí til vill fleiri kvillum. Eu hvað
verður langt að bíða þess?
Meðan framfarirnar eru ekki komnar
svo langt áleiðis, að hinir litlu blettir, sem
eiga að heita ræktaðir, túnin, eru ekki
umgirt og friðuð fyrir stórskemmdum af
ágángi fénaðarins, eða aukin svo út, að
þau nándarnærri séu svo stór, sem þau
voru hjá forfeðrum vorum fyrir jafnvel
fleiri öldum síðan, meðan vér eigum eng-
in verkfæri, sem teljandi sé til að létta og
flýta fyrir vinnunni, heldur látum okkur
nægja með að berja og pæla svo að segja
með tómum höndunum hið litla, sem okkur
kemur til hugar að gera að jarðabótum,
meðan bændur almennt ekki hirða nema
að eins nokkurn hluta af þeim áburðar-
efnum, sem þeir hafa ráð á og geta veitt
sér svo að segja kostnaðarlaust, og fleygja
þannig frá sér mörgum tugum króna ár-
lega — meðan svona stendur, er ekki þess
að vænta, að jarðrækt og fjárrækt standi
á háu stigi.
Bókmenntir.
Það var þarft verk af hr. Sigurði bók-
sala Kristjánssyni, er hann tók að gefa
út íslendingasögur í ódýrri alþýðu-útgáfu,
því að sögur þessar falla aldrei úr gildi
meðan íslenzk tunga er töluð, og þær
verða jafnan hinn dýrmætasti gimsteinn
þjóðar vorrar, og hinn frægasti vitnisburð-
ur um líf og háttu forfeðra vorra á liðn-
um öldum, er sérhver íslendingur ætti að
kynna sér sem bezt, enda hafa sögur þess-
ar sérstaklega leitt til þess að vekja at-
hygli erlendra vísindamanna á hinum af-
skekkta þjóðflokk vorum og einkennilega
þjóðerni. Nú hafa þegar verið gefnar út:
íslendingabók og Landnáma, Harðar saga
og Hólmverja, Egils saga Skallagrímssonar,
Hænsna-Þóris saga, Kórmaks saga, Vatns-
dæla, Hrafnkels saga Freysgoða, öunn-
laugs saga ormstungu, Njála, Laxdæla og
Eyrbyggja. Tvær hinar síðastnefndu hafa
verið gefnar út á þessu ári; en eins og
menn sjá, eru enn margar eptir óprentað-
ar. Bækur þessar eru svo ódýrar, að eng-
um alþýðumanni mun ofvaxið að eignast
þær, og er það afarmikill kostur, þvi að
áður, er þær voru gefnar út sín í hverju
lagi, var verðið miklu meira, og sumar
hafa leugi verið ófáanlegar, hvað sem í
boði befur verið.
Þessi sami bóksali (S. Kristjánsson) hef-
ur nú tekið að gefa út nýtt ritsafn jafn-
framt hinu, og nefnist það: Æfisögur ís-
lenzhra merlcismanna. Eru þegar komin
út 2 hepti. Fyrra heptið er saga Jóns
Espólíns hins fróHa, rituð upphaflega af
honum sjálfum í dönsku máli, en hinn
aikunni fróðleiksmaður Gísli Konráðsson
hefur snúið henni á íslenzku, og annar
fjölfróður maður, dr. Jón Þorkelsson í
Kaupuiannahöfn, búið haua undir prentuu
og ritað við hana formála og viðbæti. Eru
formálsorðin sérstaklega mjög fróðleg, eink-
um að því er snertir íslenzka stúdenta við
háskólann eptir miðbik 18. aldar og félags-
skap þeirra, er „sakir“ nefndust. Nokkr-
ar ártalsvillur höfum vér þó fundið í skýr-
ingargreinunum, og einn stúdent, Finnur
Þórólfsson Muhle, er þar talinn skakkt til
ættar (bla. XIV). Þórólfur faðir hans var
Finnsson Nikulássonar prests í Flatey öuð-
mundssonar, en Þórólfur Einarsson, sem
þar er nefndur faðir Finns var miklu fyr
uppi, og átti hann einnig son, er Finnur
hét, sem dó ungur; hefur höf. því villzt á