Þjóðólfur - 08.11.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.11.1895, Blaðsíða 3
211 nöfnunum, sem er mjög afsakanlegt. Þór- ólfur Finnsson, faðir Finns Muhle, lærði í Skálholtsskóla, og hefur annaðhvort náð þar stúdentsprófi 1731 eða farið þá úr skóla, en ekki verður það séð með vissu. — í viðbætinum (bls. 194) getum vér ekki betur séð, en að hinn háttvirti vinur vor, dr. J. Þ., haíi þar misskiiið eiua setningu í bréfi Espólíns til Boga Benediktssonar ds. 17. apríl 1833. Espólín segir þar, að hann hafi samantekið „drög til árbóka til næsta árs“. Hér getur ekki verið átt við drög til árbóka til næsta árs á eptir (o: 1834), heldur muu það einmitt eiga að skiljast um næsta ár á uudan því, er bréfið var ritað (o: 1832), og þessi „drög“ eru þá einmitt tvær síðustu deildir árbók- anna (11. og 12.), sem prentaðar eru, og dálítið aptan af 10. deildinni, því að eins og menn sjá, nefnir Espólín þetta sjálfur „drög til árbóka til undirbúnings seinni mönnum“, allt frá ársbyrjun 1771 til 1832, þar sem hann lætur staðar nema fyrir fullt og allt, eins og sjá má á síðasta kapítulanum. Höf. hefur því villzt á orða- tiltæki Espólíns „til næsta árs“, enda er það óvenjulega orðað í fljótu bragði sam- kvæmt almennri málvenju nú. Vér höfum ekki minuzt á þessi örfáu atriði til að hnekkja gildi sögunnar eða ritsafnsins yfir höfuð, enda eru þau smávægileg, og sama er að segja um smávegis ónákvæmni i sögu Gísla, sem dr. J. Þ. hefur víðast hvar athugað. Sagan er skemmtileg og allvel rituð, ein með hinum allra-beztu frá Gísla hendi, enda frásögn Espólíns sjálfs eflaust rækilega þrædd. Annað heptið í ritsafni þessu er saga Magnúsar hins prúða (sýslumanns í Bæ á Rauðasandi, ý 1591, bróður Staðarhóls-Páls) með mynd hans, og hefur dr. Jón Þor- kelsson sjálfur samið söguna. Er hún að miklu leyti byggð á bréfum frá þeim tíma, og lýsir allvel aldarhættinum og róstum höfðiugja um þær mundir. Eru þar preut- uð mörg bréf og dómar, þar á meðal skýrsla Eggerts lögmanus Hauuessonar um ránskap útlendinga í Bæ, og ýmsan annan fróðleik er þar að finna, eins og vænta má, þar sem jafu margvís maður sem dr. J. Þ. á hlut að máli. Þó virðist oss, að höt'. hefði getað skýrt dálítið ítar- legar frá afsprengi Magnúsar prúða, því að margir mætir menn eru af honum komnir aðrir en Magnús Stephensen landshöfðiiigi. Þetta hefði ekki þurft að lengja mikið söguna. Að lokum má þess ekki vera ógetið, ef allt skal telja, að ofmargar prent- villur eru hingað og þangað í heptum þessum og sumar allmeinlegar, en ef til vill er þetta að nokkru leyti prenturunum að kenna, því að sögurnar eru prentaðar í Kaupmannahöfn. Yér óskum þessu nýja fyrirtæki hr. Sig. Kristjánssonar alls góðs geugis, svo að hann geti haldið áfram að birta á prenti fieiri æfisögur ýmsra merkismanna vorra, íslenzkri sögu til stuðnings og bókmennt- um vorum til sóma. Að því ættu allir sögu- og menntavinir að stuðla af fremsta megni. Uni læknaskipun á íslandi hélt hr. Guðm. Björnsson settur héraðslæknir fyrir- lestur í stúdentafélaginu 25. f. ra. Hann gat þess, að máli þessu hefði ekki áður verið hreyft opinberlega, en eigi er það alls kostar rétt, því að séra Jóhannes Jó- hannsson á Kvennabrekku hefur tvisvar ritað um þetta mál í „Þjóðólfi“ bæði í 35. tölubl. (27. júlí) f. á. (áskorun til þingsins um að taka þetta mál þá til meðferðar) og sérstaklega allítarlega greiní 11. og 12. tölubl. (8. og 15. marz) þ. á., og hefði vel mátt geta þess, einkum þá er greinar þess- ar leggja aðaláherzluna á hið sama, sem hr. G. B. taldi brýnasta nauðsyn á að kippa í lag, nfl. jafnari skiptingu á læknahéruð- unum og ákveðna bújörð handa læknum, en þar sem séra Jóhannes álítur 1200 kr. laun nægja handa læknum, og vill ekki láta eptirlaun vera fastákveðin, þá stakk hr. Gt. B. upp á því í fyrirlestrinum, að aukalæknar hefðu 1500 kr. laun og rétt til eptirlauna, eins og reglulegir héraðs- læknar. Jafr.framt vildi og hr. G. B. bæta kjör þeirra með því, að hækka taxtann fyrir læknishjálp, en þótt sá núgildandi taxti sé eflaust fremur lágur, þá mundi sú hækkun mælast misjafnlega fyrir. Að- alnýmælið í fyrirlestrinum, er mesta eptir- tekt hefur vakið, var uppástungan um niður- lagning læknaskólans, en séra Jóhannes telur sjálfsagt, að hann haldist. Að vísu hefur Ásgeir læknir Blöndal áður stungið upp á því, að læknaskólann ætti að leggja niður, en hann mun hafa fengið fremur fáa á sitt mál, enda virðist það allóviður- kvæmilegt að leggjaniður innlendar mennta- stofnanir, er vér loks höfum fengið eptir lauga baráttu, einkum þá er vér erum að keppa að því marki, að draga hina æðri vísindalegu kennslu sem mest iun í landið, sem að vorum og margra annara dómi er fyllilega rétt stefna og í samræmi við bar- áttu vora fyrir meiru sjálfstæði, meiri sjálf- stjórn. Það getur vel verið, að Iæknaskól- inn geti ekki veitt læknaefnum jafnalhliða, fjölbreytta þekkingu sem Hafnarháskólinn, en mjórra muna mun þó vant um það, ef kennslukraptar hér eru góðir, eins og allir viðurkenna að nú sé. Lakast er auðvit- að spítalaleysið og sjúklingafæðin, en það geta kandídatarnir unnið töluvert upp, ef þeir nota vel þetta eina ár, sem þeim er ætlað til frekara náms að afloknu burtfar- prófi hér. Eptir því sem „ísafold“ skýrir frá ummælum lækna hér í bænum o. fl., sem við lækuaskólann eru riðnir, mun þessi uppástunga hr. G. B. ekki hafa mik- inn byr. Hinsvegar munu allir fallast á það, að brýna nauðsyn beri til að gera breytingar á læknaskipuninni og bæta kjör læknanna, og það er enginn efi á því, að næsta þing muni taka það til alvarlegrar íhugunar; því var meira að segja bein- línis lýst yfir á þingi í sumar, að þetta mál lægi við borð, en þingmenn munu ekki þótzt hafa nægilegan undirbúning, til að taka það þá þegar til meðferðar. Það út- heimtir líka rækilegan undirbúning, ef það á ekki að fara í handaskolum. Fyrirlestur um Vestur-íslendiuga hélt hr. Einar Hjörleifsson í Good-templar- húsinu 2. þ. m. Eins og vænta mátti var lífinu þar vestra Iýst allglæsilega, sárfárra annmarka getið, en hitt allt dregið fram, er Vestur-íslendiug.ir hefðu grætt á flutn- ingnum, þeir væru fríðari, upplitsbrattari, einarðari og menntaðri, en þeir mundu hafa orðið hér heima, almúgamenn læsu þyngstu kvæði eptir Tennyson sér til skemmtunar o. s. frv. Sérstaklega lagði E. H. mikla áherzlu á, hvað þeir vestra hefðu rnikið og gott að borða, það mundi verða kallað hreinasta óhóf hér. En hins vegar gerði hann ekki svo mikið úr auðlegð manna. Um hina kirkjulegu baráttu þar fór hann eðlilega mjög hlýjum orðum, og gerði lítið úr deilunum. Pólitiskan áhuga kvað hann þar miklu meiri en hér, og það er líklega eitthvað hæft í því; það þarf heldur enga sérlega pólitíska garpa, til að jafnast við landa vora hér heima í þeim efnum. Ætt- jarðarástina til forna Fróns kvað liann vera mjög ríka í brjóstum Vestur-íslend- inga, en hún væri að öllu leyti „róman- tisk“ tilfinning. Engan efa taldi liann á því, að Vestur-íslendingar mundu geta haldið þjóðerni sínu og tungu, en kvað það hrakspár eiuar, að þeir mundu glata hvorutveggju. Hann minntist og lítið eitt á ríg þann, er verið hefði milli Austur- og Vestur-íslendinga, og lauk máli sínu með því, að hvetja meun til að knýta bræðra-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.