Þjóðólfur - 06.12.1895, Side 2

Þjóðólfur - 06.12.1895, Side 2
226 Miklu gjör við munum kynnast málleysi þá kemst ei að, er við síðar fáum finnast; fagra von jeg hef um það. Dr. Ehlers hefur, eins og áður er minnzt á hér í blaðinu, ritað ferðasögu sína í Berlingatíðindin dönsku, og látið sérprenta hana jafnframt í bókarformi. Lætur hann nú vel yfir landinu og þjóðinni, eu minn- ist sárlítið á holdsveikirannsóknir sínar eða mataræði alþýðunnar. Þó getur hann þess á einum stað, að til Norðurlands hafi verið flutt amerískt svínamjöl (!!), og sé það haft til brauðgerðar. Húsakynni þykja honum miklu betri á Norðurlandi en Suður- landi, og Norðlendingar yfir höfuð fjör- meiri og atorkusamari en Sunnlendingar. Þó segir hann á öðrum stað, að norðlenzkir fiskimenn hugsi ekkert um að afla meira, en^ þeir þurfa þá og þá stundina, og kunni ekki að spara eða sjá sér fyrir forða til „vondu áranna“, þeir séu ekki Iengi að dorga við þorskinn, ef hann bítur ekki undir eins á krókinn, en haldi sem hrað- ast í land, og þá er vel aflast og þeir hafa hlaðið bátinn einu sinni, þá detti þeim ekki í hug að róa út aptur eptir nýrri hleðslu, heldur kveiki þeir þá í píp- unni sinni og spígspori fram og aptur á ströndinni. Sé þeim ekki ólíkt farið og hestunum, þeir eigi góði daga á sumrin, en búi við þröngan kost á veturna. Fær- eyinga telur hann miklu duglegri við fisk- veiðar en íslendinga. Þetta o. fl. um norð- lenzku sjómennina, kveðst hann ekki selja dýrara en hann keypti, sér hafi verið skýrt svona frá, og hann ábyrgist ekki, að það sé heilagur sannleiki. Einhver vel- viljaður nánngi hefur víst frætt hann á þessu, til þess að geta sagt eitthvað „skemmtilegt" um landa sína. Það er auð- heyrt, að Ehlers er varfærnari nú í dóm- um sínum en í fyrra, því að þá ritaði hann margt af líku tagi afdráttarlaust og fyrir eigin reikning. — Um náttúrufegurð landsins finnst honum mikið, einkum víð Mývatn, og hvetur erlenda ferðamenn til að skoða það svæði. Er enginn efi á því, að þessi ferðasaga hans vekur eptirtekt útlendinga á náttúrufegurð landsins, enda kvað vera von á allmiklum ferðamanna- straum hingað að sumri fyrir tilstilli danska ferðamannafélagsins. Ferðasagan er lipurt rituð og skemmtileg, og allvíða krydduð smásögum, og hefur þess nokkuð verið áður getið hér í blaðinu. Samskot til holdsveikraspítala hér á landi eru nú hafin á Frakklandi, og gengst landi vor, kaþólski presturinn séra Jón Sveinsson, fyrir þeim. Hann er nú búsettur í Ordrup við Kaupmannahöfn, en kvað jafnvel hafa í hyggju að flytja hingað sjálfur til að hjúkra sjúklingunum. Kvað þegar hafa safnazt allmikil upphæð (um 10,000 franka) til spítalastofnunar- iunar, og eru slík samskot mikilla þakka verð, enda þótt oss sé engin ofætlun að leggja fram nægilegt fé til þess af eigin ramleik, og viðkunnanlegra að gera það án annara hjálpar. Bráðafárið er nú tekið að gera all- mjög vart við sig hér syðra, en þó er það enn miklu vægara en í fyrra. Hvort bólusetning er að verulegu gagni gegn fárinu eða ekki, þykir mjög vafasamt, en þó mun norski dýralæknirinn, sem hér er staddur, helzt hugsa til að kenna mönn- um þá aðferð. Af því að hann ætlar að dvelja hér skamma stund, vill hann ná sem fyrst í bólusetningarefni, en það eru nýru úr nýdauðri bráðasóttarkind, er geymd skulu á svölum stað, og ætlar hann að gera tilraunir með þetta hér, áður en hann ferðast upp um sveitir. Yeikina telur hann vafalaust sóttnæma, og sé því áríð- andi, að stía veiku fé frá heilbrigðu, einnig skuli varast að beita fé á haustum, þá er héla er á jörðu, og gott að taka það snemma á gjöf, eins og áður hefur verið veitt eptirtekt hér og opt tekið fram. Um verulegan árangur af þessari ferð dýralæknisins hingað mega menn trauðla gera sér miklar vonir, en vonandi er, að hann verði einhver. Það má einskis vera ófreistað til að ráða bót á þessu geigvæn- lega fári, sem heggur svo tilfinnanlegt skarð í fjárstofn bænda á hverju ári, Jón Jakobsson alþm. (frá Víðimýri) er orðinn aðstoðarbókavörður við landsbóka- safnið í stað Pálma Pálssonar, sem fengið hefur kennaraembætti við latínuskólann. Nýtt dagblað, „Dagskrá“ að nafni, ætlar kand. Einar Benediktsson að stofna hér í bænum næstkomandi vor. Alþýðufyrirlestrar stúdcntafélagsins. Vér viljum vekja eptirtekt lesenda vorra á auglýsingu um þessa fyrirlestra hér apt- ar í blaðinu. Er enginn efi á því, að þessu nytsama fyrirtæki félagsins fátækri alþýðu til fræðslu og skemmtunar verði vel fagnað hér í bænum, því að hingað til hafa fátæklingar ekki átt kost á neinum gagnlegum, menntandi skemmtuuum, nema fyrir ærna peninga, og til að ráða bót á þessu hefur félagið ráðizt í þetta. Gorgeir og grænka. Það er harla skoplegt að sjá aðra eins hring- landa-þvættu, eins og fsafold, dreifa þeirri drauga- fýlu framan i almenning, að hún sé svo ákafiega stefnu- og sannfæringarföst með geysimiklu þori og þreki, fari ekki í manngreinarálit og sé þess vogna í ákaflegu miklu gengi hjá þjóðinni (!) Skelfing hlýtur ritstj. ísaf. að vera einfaldur, ef hann held- ur, að fólkið sé staurblint, og hafi ekkert vit á, að sjá hvaðan vindurinn blæs i ísafold, nfl. ávallt á ýmsuin áttum. Hún er eins konar lítill flug- belgur eða vindskjóða, þar sem ýmist eigin hagn- aður, persónulegt hatur tíl einstakra manna eða smásálarskapur situr við stýrið, en af því að veð- urbreytingar og vindstaða ráða svo miklu við þetta loptfar, er ritstj. ávallt að spreyta sig á líkinda- reikningi fyrir fram um veðrabreytingarnar, en fer harla opt flatt á því, eins og eðliiegt er, og lendir því annarsstaðar en hann ætlaði sér, og opt nokk- uð óþægilega. Að vísu hefur hann sjálfur allmiklar byrgðír af vindi, en því er nú miður, að sá vind- ur hefur svo nauðalítil áhrif í bvo lítilli skjóðu. Þó kastar tólfunum, þá er ísafold er að tjá sig um, að hún sé ekki stjórnarblað — blessað fólkið megi ekki trúa því illmæli, enda sé bezta sönnunin gegn því, að stjórnin hafi ekki farið að ráðum hennar núna síðast með bráðabirgðarfjárlögin. Og ritstj. er ákaflega hróðugur af þessari sönnun. Hann varar sig ekki á því, að hér kemst einfeldn- in á hæsta stig. Er ísaf. svo blágræn, að hún ímyndi sér, að stjórnin hlaupi eptir öllum vitleys- um blaðsins, þótt hún bó svo náðug að lofa því að hanga aptan í skikkjulafinu sínu og fleygi í það molum frá borði sínu við og við fyrír trúa sain- fylgd, alveg eins og smaladrengur lætur vel að hvolpinum sinum og þykir skemmtilegra að hafa banu með sér en ekki, þótt hann ef 'til vill geri honum óleik með óþarfa gjammi og útúr- dúrum, Bem smalanum kemur auðvitað ekki til hugar, að gefa uokkurn gaum að. — Alveg á sama hátt er sambandi stjórnarinnar og ísafoldar varið. Stjórninni er auðvitað hlýtt til hennar, þótt hún elti hana ekki út á fen og forræði, því að eins og smalinn er hvolpinum vitrari, eins er stjórnin miklu skynsamari en Isafold; það má stjórnin eiga, þótt léleg sé að ýmsu leyti. Það er heldur engiu hætta á því, að nein snurða hlaupi á samvinnuna millum þeirra framvegis, út af þessum síðustu vonbrigðum blaðsins — bráðabirgðarfjárlögunum. ísafold er tengd svo traustum böndum við þessa matmóður sína og jábræður hennar, að hún siitnar ekki aptan úr þeirri trossu fyrir það fyrsta. Hversvegna skríður Isaf. nú í felur, og þorir ekki að líta upp sakir sneypu út af þessu síðasta gönuhlaupi sínu? Hvar er nú allt þrekið og öll karlmennskan, sem hún er að guma af? Varð lík- indareikningurinn dálítið öfugur í þetta skipti sem endraruær? Rosmhvalanesi, 15. nóv.: „Það horfðÍBt óvænlega á í fyrra vor í þessum byggðarlögum. Sjórinn brást með öllu, en á honum lifir allur al- menningur. Það hefur þó ræzt betur úr en áhorfð- ist, því engin vandræði hafa enn þá orðið fyrir fólki, að aíia sér hins nauðsynlegasta,i Sumarið í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.