Þjóðólfur - 13.12.1895, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Krlendis 5 kr.— Borglit
(yrir 15. Júll.
ÞJÖÐÓLFUR.
Oppsögn, bnnðin vií kramót,
ögild nema koml tilútgefanda
fyrir 1. ohtAber.
Reykj arík, föstndaglnn 13. desember 1895,
XLTII. árg.
Bókafregn.
Dönsk lestrarbók eptir Þorleif Bjarna-
son og Bjarna Jönsson I. Rvík 1895.
248 ble. 8. með málfræðiságripi og
orðasafni.
Þetta er fjórða danska lestrarbókin, sem
landar vorir hafa fengið og nokkuð kveð-
ur að. Lestrarbók Sveinbjarnar Hallgríms-
sonar er ágæt bók í sinni röð, og hefur
að sumu leyti þá kosti, er hinar yngri
hafa eigi, en hún samsvarar ekki lengur
þeim kröfum, sem nú eru gerðar. Lestrar-
bók Steingríms er og mjög góð kennslu-
bók og orðasafnið mjög vandað, en hún er
nokkuð þung fyrir byrjendur og fremur
við þeirra hæfi, sem þegar eru nokkuð
komnir niður í málinu. Lestrarbók þeirra
Flensborgar-kennaranna er og góð kennslu-
bók. Báðar þessar bækur hafa hingað til
verið hafðar við kennslu í skólum og
reynzt vel. Það mundi því mörgum virð-
ast að bera í bakkafullan lækinn, að gefa
út enn eina kennslubók í dönsku, en það
hafa þeir kandidatarnir Þorleifur Bjarna-
son og Bjarni Jónsson þó nú ráðizt í, og
leyst það starf vel af hendi. Er bók þessi
frábrugðin hiuum auk annars að því leyti,
að framhaldsins nr. 2 og líklega nr. 3 mun
siðar mega vænta frá þeirra hendi, og að
þeir hlutarnir verði þyngri, svo að þá megi
nota við kennslu á æðri skólum t. 'd. í
efri bekkjum Iatínuskólans, í stað þeirra
kennslubóka, er þar hafa áður verið um
hönd hafðar, eptir danska höfunda. Þessi
1. hluti, sem þegar er kominn út, er ætl-
aður byrjendum, og hefst því á örstuttum
setningum á dönsku og íslenzku til skipt-
is, en smáþyngist, er aptar dregur, unz
íslenzku kaflarnir verða reglulegar stýl-
æfingar, en síðast er þessum íslenzku köfl-
um sleppt og verða þá dönsku kaflarnir
þyngri. Er þetta samkvæmt, hinni nýj-
ustu aðferð, er nú þykir hentugust á
kennslubókum. Síðast eru nokkur dönsk
auðveld smákvæði. Valið á lestrarköflunum
virðist hafa tekizt vel; er þar á meðai
allmargt úr grísku goðafræðinni. stutt
en þó allgreinilegt málfræðiságrip ásamt
orðasafni fylgir bókinni. Á einstöku stað
í orðasafninu hafa höfundarnir ekki gætt
þess, að leggja dönsku orðin út á íslenzku,
eptir því sérstaka sambandi, er þau standa
í sumstaðar í bókinni, svo að það er að
eins hin almenna þýðing danska orðsins,
er nemandinn fær skýringu á, en ekki sú,
er á við eptir setningaskipaninni í bók-
inni. En auðvitað hefði orðasafnið lengzt
allmikið, ef flestum sérstökum einkenni-
legum orðasamböndum hefði verið snúið
í heild sinni á íslenzku. Þetta kemur og
heldur ekki svo víða fyrir, að það spilli
fyrir notkun bókarinnar, og gerir lítið til
með tilsögn kennara, en við sjálfsnám
byrjenda getur það verið lakara. Það
eru margir, sem alls ekki geta átt kost á
neinni munnlegri tilsögn. En í heild sinni
er bókin vel úr garði gerð, og það er
enginn efi á, að sá sem les hana vandlega
ofan í kjölinn, enda alveg tilsagnarlaust,
getur fleytt sér dável í málinu á eptir.
Höfundarnir eiga því beztu þakkir skilið
fyrir verk sitt. Þeir hafa viljað „upplýsa
landið" með þessari bók sinni, því að síð-
ustu vísuorðin í henni
„Lys over Landet
det er det vi vil“
þau skoðum vér sem einkunnarorð þeirra,
og þessa bók að eins sem upphaf lýsing-
arinnar, enda hafa þeir á titilblaðinu gef-
ið von um „meira ljós“.
Yggdrasill Óðins hestur. Eptir Eirík
Magnússon M. A. í Cambridge Rvík
1895. 64 bls. 8.
Ritgerð þesssi er upphaflega fyrirlestur,
er höfundurinn hélt í málfræðingafélagi í
Cambridge, og lét hann síðan prenta þann
fyrirlestur á ensku, en þessi íslenzka út-
gáfa er allmjög aukin og breytt. Aðalefni
þessarar ritgerðar er að sýna fram á, að
Yggdrasill sé = Óðins hestur, en það sé
rangt, að nefna askinn, er breiddi limar
sínar of heim allan, Yggdrasil, þótt svo
standi i fjörum handritum. Þessi Óðins
hestur eða Yggdrasill, sé hinn áttfætti
hestur Sleipnir, en þessir átta fætur hans
tákni hina átta vinda, sem norrænir forn-
menn þekktu og þessi áttfætti hestur sé
því vindurinn, hann sé hestur hins ægi-
lega guðdóms lopts og storms, Óðins, og
verði þá ljóst, hvað askur Yggdrasils sé
nfl. askur Óðins hests, Sleipnis. vindarins:
„hinn himinhái askur. er limum dreifir
Nr. 58.
yflr allan heim og vindur vakir í eilíflega".
Segir höf., að allt bendi til þess, að ibúar
Noregs hafi fyrstir manna og síðastir gert
sér þá hugmynd, að loptsins mikli guð
færi um geima veldis síns á áttfættum
stormjó, því að þessarar fógru og skáld-
legu hugsjónar finni hann hvergi getið í
goðsögnum annara þjóða.j Höf. færir og
rök til þess, að þaðj sé sprottið af mis-
skilningi og afbökun á fornritunum, að
skoða Óðinn sem hengdan guð, af því að
menn hafi viljað setja þetta í samband við
krossfesting Krists. Færir hann ýms rök
fyrir þessari skoðun sinni, er hér verða
ekki talin. Þar sem höf. óskar upplýs-
inga um orðið „Lokalykt" eða hvort nokkr-
ar þjóðsögur séu við það riðnar, þá vilj-
um vér leyfa oss að benda honum á, að
þessa er stuttlega getið í ísl. þjóðsögum II.
bls. 558. Þetta er eins konar „drauga-
fýla“ og ýmist nefnd „LokaIykt“ eða „súr-
smérslykt", og er þá jafnan eitthvað óhreint
í nánd. Opt verður vart við hana í tjöld-
um t. d. á grasafjalli fjarri mannabyggð-
um og stafar þá af útburðum. Slokkna
þá öll ljós í tjaldinu, jafnóðum sem þau
eru kveykt, en mara treður tjaldbúa í
svefni allóþyrmilega og er það útburður-
inn.S' Þarf naumast að geta þess, að þetta
muni stafa af eðlilegum ástæðum t. d.
þungu hráslagalopti, þar sem margir menn
liggja í kös, ef til viil í vætu og hrak-
viðri.^^TT'
Þessi ritgerð meistara Eiríks ber vott
um allmikla þekkingu og glöggskyggni
höf. í norrænni goðfræði, og sérstaklega
er orðfærið mjög vandað, hæfilega fornt,
en tilgerðarlaust. Er þessa einkum getið
sakir þess, að nú er svo fágætt að sjá
vandaða íslenzku á nýjum ritum.
„Listin að lengja lífið“.
Hinn 8. þ. m. hélt Ouðmundnr Björns-
son læknir hinn fyrsta alþýðufyrirlestur
Stúdentafélagsins fyrir miklum fjölda á-
heyrenda í Good-templarahúsinu, og kom-
ust færri að en vildu, enda var nmræðu-
efnið svo valið, að búast mátti við, að
margir vildu á það hlusta. Sérhver mað-
ur með heilbrigðri sál vill gjarnan Iæra
„listina að lengja lifið“, og þótt mörgum