Þjóðólfur - 20.12.1895, Blaðsíða 1
Árg (60 arkir) kostar 4 kr,
Erlendis 5 krBorgist
fyrir 15. J41i.
ÞJÓÐÓLFUE.
Uppsögn, bnndin vi8 (iramót,
ógild uemt komi tilútgefanda
fyrir 1, oktðber.
XLVII. árg.
Keykjarík, föstudaginn 20. desemlber 1895.
Nr. 59.
Landsbankinn
verður lokaður frá 23. desbr.
tíl 4. janúar næstkomandi að
báðum dögum meðtöldum.
Reykjavík 17. desbr. 1895.
Bankastjórnin.
„Yggdrasill—Óðins hestr“
Ný skýring hinnar fornu hugmyndar
eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam-
bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm.
Ben. S. Þórarinssyni Reykjavík.
Hugleiðingar
ót af fiskiveíðasamþykktuniim við sunnanverðan Faxaflóa.
Bptir séra Jens Pálsson á Útskálum.
Fiskiveiðasamþykktir, til orðnar samkv.
löguin 30. júní 1879, hafa nú í 10 ár
samfleytt verið í giidi hér í sunnanverð-
um Faxaflóa.
Reykjavík, Seltjarnarnes og öarðnr-
inn eru byggðarlögin, sem jafnan hafa ver-
ið dregin nauðug undir samþykkta-ákvæð-
in. Leiran einnig inn undir samþykktir
þær, er nú gilda. í byggðarlögum þess-
um hefur verið og er ekki að eins megn
óánægja heldur bitur gremja út af sam-
þykktunum og áhrifum þeirra, og hefur
margur í gremju sinni freistazt til, að
drótta óhreinum hvötum að frumkvöðlum
og fylgismönnum þeirra. í hinum byggð-
arlögunum hefur ánægjan með þær ekki
heldur orðið stöðug, sem sjá má af því,
að fyrata neta-samþykktin var eptir nokk-
ur ár gersamlega rifln upp, en þeirri, er
kom í stað hennar, varð jafnharðan að
breyta.
Eg ætla að gauga út frá því, að þeim,
sem mest hafa að samþykktunum unnið,
hafi yfirhöfuð gengið það eitt til, að tryggja
almennirigi (ekki í einstökum hreppi held-
ur í öllum byggðarlögum við sunnanverð-
an Faxaflóa) stöðugri og jafnari, meiri og
arðsamari afla, en menn hefðu áður átt
að venjast.
Er nú að líta yflr 10 árin síðustu og
athuga, hvort og að hve raiklu leyti þessi
góði tilgangur hefur náðzt. Samþykkt-
irnar eru nú búnar að verka í 10 ár sam-
fleytt, og virðist því kominn tími til, að
skyggnast eptir árangri af þeim.
Hefur sjaldnar brugðizt afli þessi áriu
en áður? Hafa hin einstöku byggðarlög
eða svæðið í heild sinni átt jafnari afla
að fagna? Hefur aflinn verið yfirhöfuð
meiri og jafnframt arðsamari, en áður var
hann? Ef menn íhuga þessar spurningar
vandlega og svara þeim með hreinskilni
sannleikanum samkvæmt, þá munu menn
verða færari um að sjá og meta, hvers
virði samþykktirnar eru.
Hér í Garði hefur afli brugðizt ýmist
að miklu, ýmist nálega að öllu leyti ann-
aðhvort ár, síðan samþykktirnar gengn í
gildi; aflinn hefur og verið miklu rýrari
en áður vegna þess, að samþykktirnar
hafa að mestu leyti fyrirmunað þorskveiði
í net, en hér dngar ekkert annað veiðar-
færi, þegar fiskur er vænstur og feitastur.
Um tvö þessara flskileysisára vita menn
með vissu, að mikill netfiskur var þá á
öndverðri vetrarvertíð hvervetna uppi við
landsteina, en netasamþykktin bannaði að
veiða hann, og þar eð rýrari fiskur gekk
þá ekki, brugðust þessar vertíðir með öllu.
Hvort aðrar byggðir við Faxaflóa hafa
sætt jafnþungum búsifjum af netasam-
þykktinni, skal eg iáta ósagt; en úr því
að fengsælasta byggðarlagið, sem næst er
„gullkistunni“, Garðsjónum, hefur hreppt
5 flskileysis-ár af 10 samþykktaárum, þá
má mikið vera, ef færri árin hafa brugð-
izt í öðrum byggðarlögum. Eða hve mörg
þessara 10 ára skyldu hafa verið góð afla-
ár á Inn-nesjum? Mér telst svo til, að
ekki hafi þau verið fleiri þar en hér. En
telji þeir sældarárin sín saman sjálfir, sem
þar húa, og dæmi svo um, hvort sam-
þykktirnar hafl dugað eða muni duga til
að tryggja þeim aflabrögðin.
Á aflaárunum hafa hlutir verið æði-
misjafnir hér í Garði. Sama hef eg
spurt úr öðrum byggðarlögum. Svo hefur
og aflazt miklu betur í einu byggðarlagi
en öðru. Þannig mun og jafnan hafa ver-
ið. — Hitt fullyrða menn, að þessi afla-
leysisár hafl aflaleysið verið jafnara en
áður, og leiðir það af því, að samþykktin
ónýtir öllum mönnum, jafnt yzt við flóann
sem innst, að miklu leyti netfiskjar ver-
tíðirnar.
Engar dulur skal eg á það draga, að
eg sé engan arð af samþykktunum, og
minna en engan, — einbert tjón og ekk-
ert annað. Minnst tjón hygg eg þær hafi
gert Vatnsleysuströnd og Njarðvíknm, en
miklu meira Seltjarnarnesi og Reykjavik,
Álptanesi og Hafnarfirði, enda segja mér
svo kunnugir menn, að sjávarútgerð á
opnum skipum hafi hnignað í byggðarlög-
nm þessum, og arður af henni rýrnað mjög
síðan samþykkta-öldin rann upp. Leirn
og Keflavík eru nú-gildandi samþykktir
og mjög skaðlegar. En það fullyrða marg-
ir, að samþykktirnar frá fyrstu hafi komið
allra harðast niður á Garðbúnm, enda var
það opinberlega viðurkennt, þegar þeim
var veitt einkaleyfi til lóðarbrúkunar á af-
mörkuðu svæði, einmitt til að bæta ofur-
lítið úr skák.
Til stuðnings þessu áliti mínu á sam-
þykkta-árangrinum, vil eg benda á megun
manna og efnahag, þar sem samþykktirnar
hafa verkað í 10 ár samfleytt; eins og
liver önnur lög þekkjast þær bezt af á-
vöxtum þeirra.
Því verður ekki neitað, að drykkju-
skaparóregla og eyðsla hefur þverrað mjög
meðal almennings á samþykktasvæðinu
þessi síðustu 10 árin, að garðrækt hefur
aukizt að miklum mun, að verzlun hefur
yfir höfuð verið hagfeldári, og að sumar-
atvinna manna hefur verið meiri og arð-
samari en áður var húu. En hvernig er
nú efnahagur manna og ástæður. Eiga
ekki hinir efnaminni menn flestir að búa
við sult og seyru? Eða þá bændurnir,
sem á jörðunum búa, og hafa auk land-
búnaðarins einnig sjávarútveg, hafa þeir
yfir höfuð grætt fé á samþykktatímabil-
inu? Og loks hinir stærri efnamenn, hinir
fáu jarðeignamenn, sem bæði búa til sjós
og lands, skyldi þeir hafa auðgazt mikið,
eða skyldi þeim hafa gengið betur að auka
efni sín 10 samþykktaárin, en 10 árin hin
næstu þar á undan?
Ef þeir hafa rétt fyrir sér hinir mörgu,
sem fullyrða, að öllum þessum flokkum
manna haíi gengið ver, en áður, þrátt fyr-
ir meiri reglusemi, aukna jarðyrkju, betri
sumarvinnu og hagfeldari verzlun, þá lít-