Þjóðólfur - 17.01.1896, Page 2
10
fleygt í sjóinn þorskanetum svo þúsundum
króna nemur, af því einstakir fáir menn
hafa þessi ár lagt net sín árangurslaust
eða árangurslítið, sökum þess, að enginn
eða sáralítill netfiskur hefur gengið. Sein-
ast í fyrra vetur er sagt, að bóndi af
Miðnesi liafi lagt þorskanet að heiman frá
sér inn í Garðsjó. En hver varð árangur-
inn? Afli enginn, en netin ónýttust. Hann
var þá ekki kominn í marzmánuði, sá
guli.
Hvað botnvörpuveiðendur snertir, þá er
eg á sama máli og presturinn í því, að
þeir eru voðaiegir félagar í fiskiveiðum
vorum á því svæði, sem þeir fara yfir.
En að hugsa, að það bæti nokkuð úr skák,
ef hið eina svæði, sem þeir ekki geta lagt
undir sig í öllum flóanum (Garðsjórinn),
væri fyllt með net og lóðir, einmitt um
það tímabil, sem fiskurinn ætti að ganga á
grunn. Þar er eg þvert á móti.
Það sýndi sig í sumar er leið, að botn-
vörpuveiðendur fóru aldrei suður fyrir hinn
svonefnda „Leiruklett“. Þar fer að koma
hraunbotn, sem þeir munu vilja forðast.
Þeir héldu sig mest, þar sem nefnd er
„Sandaslóð“, og á „Bollasviði“, því þar er
mjúkur leirbotn. Það er mjög líklegt, að
þeir geri oss og Álptnesingum, jafnvel líka
Seltirningum, voðalegt tjón, sérstaklega
hvað vorafla snertir. En færum við svo
með netum og lóðum að hjálpa þeim til
að raka flskinum, ekki upp í jskip vor
— eins og þeir með botnvörpum sínum —
heldur burtu til hafs, eins og straumar
venjulega bera veiðarfærin á þessu svæði,
þá kalla eg „bætt gráu ofan á svart“.
Um eptirlit það, sem séra Jens minn-
ist á að vænta mætti af gufubátnum
„Oddi“ frá Eyrarbakka, með netalögnum,
netaskemmdum og myrkraverkum í Garð-
sjónum, ætla eg sem minnst að ræða í
þetta sinn. Eg hygg, að flestum útvegs-
bændum, sem nokkuð þekkja til þorska-
uetaútgerðar, muni þykja kostnaðurinn,
sem hún hefur í för með sér ærið þung-
bær, þó ekki væri bætt ofan á gufubáts-
útgerð, með lærðum löggæzlumanni, eða
réttara sagt dómara.
Svo skil eg heldur ekki vel í því,
hvernig hr. „Oddur“ ætti að hafa eptirlit
með hinum svo nefndu myrkraverkum, sem
áður fyrri tíðkuðust á djúpmiðum, svo að
gagn gæti orðið að. Meðan „Oddur“ væri
t. d. að rannsaka og dæma mál manna,
vörðuna út um Lambastaði eða Hof, gætu
aðrir fiskibátar staðið í illdeilum, jafnvel
áflogum og barsmíð fyrir innan „Setur",
svo „Oddur“ hefði ekkert af að segja, þó
um hábjartan dag væri.
Eins og eg þykist vita það með vissu,
að engum þeirra manna, sem að flskiveiða-
samþykktunum hafa stutt, hafi gengið ann-
að en gott til, og eins og eg enn þáekki
hef séð, að þær hafi. valdið hinu minnsta
tjóni hér í veiðistöðum flóans, heldur þvert
á móti, komið miklu góðu til leiðar, með
því að hepta árangurslausar netalagnir, sem
valdið hefðu stórtjóui fyrir útgerðarmenn,
fælt flskigöngur burt og eyðilagt fiskmark-
að vorn, — eins er eg líka sannfærður
um, að sr. Jens á Útskálum ritar ekki um
þessi fiskiveiðamál vor af neinum óhrein-
um eða illgjörnum hvötum. Hann er allt
of góðviljaður til þess.
En maðurinn er alókunnugur því mál-
efni. Hann þekkir ekki þorskaneta kostn-
að af eigin reynd, og því síður það tjón,
sem það veiðarfæri getur valdið og hefur
valdið, þegar það er notað á því svæði
hvar struumar og brimalda ráða að öllu
leyti niðurlögum þess, hvernig sem menn
reyna að halda því kyrru. En mig furð-
ar á, að sóknarbörn hans, sem þekkja
þetta allt af eigin reynd, — að minnsta
kosti þeir eldri — skuli ekki hafa leitazt
við að leiðbeina presti sínum, því ekki
hefur hann reynzt mér svo þrár í samræð-
um, að hann ekki taki til greina hógvær-
lega framsettar, skynsamlegar ástæður.
Eg get nú ekki að því gert, að lykt-
um að lýsa því yfir, að eg er á allt ann-
ari meiningu í þessu fiskiveiðamáli en Út-
skálapresturinn, og kemur það af þeirri
einföldu ástæðu, að eg (og fleiri sveitung-
ar mínir) hef enn ekki séð annað en gott
eitt Ieiða af samþykktunum; og nú hafa
nokkrir Garðbúar meiningu með, að ýsu-
lóðin og ekkert annað, hafi eyðilagt haust-
vertíðar aflann hjá þeim og okkur síðastl.
haust.
Að síðustu vil eg benda þeirri spurn-
ingu að prestinum: Hverjir eru, eða hafa
verið þeir efnamenn í Garðiuutn, sem geta
með réttu sagt, að þorskanetin hafi sett
undir þá fæturna?
Landakoti, 4. janúar 1896.
Guðm. Guðmimdsson.
Árnessýslu, 6. jan.: „Hér er fremur
tíðindafátt um þessar mundir. Jolin voru
mjög skemmtileg og gerði hin mikla veð-
urblíða sitt til þess, því hér eins og víðar
til sveita eru aðalskemmtanir fólks kirkju-
ferðirnar, enda voru allar kirkjur troðfull-
ar um bátíðirnar. Munu þeir, er heilbrigð-
ir lifðu þessi jól lengi minnast þeirra sem
hinna skemmtilegustu.
Á jólaföstunni dreif niður snjó mikinn
og gerði haglaust yfir allt, en um sólstöð-
ur tók snjóinn upp með öllu og helzt jörð
auð enn. Er því allur útifénaður Iéttur á
um þessar mundir.
Hvergi vart við bráðapest í sauðfé, svo
efasamt er, hvort dýralæknir J. N. Bru-
land getur fengið innyfli úr pestardauðri
kind til rannsókna og getur slíkt orðið
bagalegt, þar eð tími sá, er Iæknirinn dvel-
ur hér er bráðum á enda.
Heilsufar fólks gott, enda þakka þetta
sumir Lárusi homöopata, er var hér á ferð
um þessar slóðir siðastl. haust og hafði
aelt þeim vanheilu meðul fyrir krónur svo
hundruðum skipti. Sumir af þeim van-
trúuðu þakka heilsufarið allt öðru en með-
ulum Lárusar og mun það réttara.
Fátt markvert rætt viðvíkjandi rpoli-
tíkinniu eða þinginu í sumar. Jú, ein-
staka menn eru að stinga saman nefjum
um, að þingm. okkar einkum nr. 1 hafi
komið illa fram í samgöngumálinu, eink-
um þá er rætt var um, að landsmenn kost-
uðu sjálfir strandferðir og millilandaferðir
m. m., og telja þeir sömu þessa framkomu
þingm. ólíka því, er þeim var lofað lieima
í kjördæminu. Vill því sá hluti, sem ó-
ánægðastur er með þetta háttalag skora á
þingm. nú þegar, að leggja niður þing-
mennskuna fyrir næsta þing, og sjá hvað
þeir taka þá til bragðs.
Enn eru nokkrir, sem telja þetta eltki
illa meint og álíta réttara, að þingm. fái
að sitja út kjörtimabilið og þeim sé lofað
að vera óáreittum, svo þeir geti því betur
látið náttúruna ráða(!), enda ekki ómögu-
legt, að skynsemi þeirra umþokist í frjáls-
lyndari átt. í sambandi við hið áður sagða
má geta þess, að til eru þeir og ekkí all-
ir af verri endanum, er telja þingið í sum-
ar fyrirmyndar þing að ýmsu leyti, og
segja, að þingm. okkar hafi orðið til að
auka orðstír þess, eigna þeim einkum öðr-
um fremur afdrif stjórnarskrármálsins.
Hinir sömu segja og, að kaup eða leiga á
eimskipi sé glæíraráð, sem hverjum skyn-
sömum þingmanni hafi borið að vera á móti
að svo stöddu, og fl. fagurt er talið um
framkomu þeirra sem þiugm. Svona er
nú blikan í loptinu hérna.
Af Eyrarbakka er fátt að frétta. Vöru-
birgðir nægar. Góður fiskafti þegar róið
er og þá kelzt ýsa. Haía sumir formeim
á Stokkseyri um 1400 til klutar eptir haust-
5ð og er það óvenju mikill afli þar um
þann tíma. Sjónleikir kaía verið haldnir