Þjóðólfur - 14.02.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.02.1896, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. BrlendiB 5 kr.— Borgi»t fyrir 15. Júli. UppBögn, btmdin yi8 Aramðt, ógil d neroa komi tllútgefanda iyrír 1. oktöber. ÞJÓÐÖLPUR XLYIII. árg. ftoykj»rík, föstudagÍHn 14. febrúar 1896. Nr. 8. Sitt sýnist hverjum. Eptir Pétur kennara Ouðmundsson. I. Eg hef fyrir nokkru síðan lesið grein í „Heimilisblaðinu“, eptir Jón skólastjóra Þórarinsson, „Um handavinnu í skólun- uin". Við grein þessa vildi eg gera eina leiðréttingu, og nokkrar athugas8mdir. Á einum stað í greininni kemst höf. þannig að orði: „Sem stendur er ekkert kennt til handanna í barnaskólunum, svo kunnugt sé, ekki einu sinni borið við að kenna stúlkubörnum prjón og sauma- skap, nema í einum einasta skóla (barnaskóla Garðahrepps)“. Pað eru þessi orð höf., sem eg viidi leiðrétta, af því þau eru ekki rétt. Síðan 1876, eða í samfleytt 20 ár, hefur stúlkubörnum verið kennt að sauma, bæta föt og hekla í skólanum á Eyrar- bakka; að vísu hefur sú kennsla aldrei verið launuð af landsfé, en hún hefur víst komið að góðum notum engu að síður. Það var frú S. Thorgrimsen að þakka, að kennsla þessi komst á hér í skólanum; lét hún dætur sínar kenna, síðustu 12 árin, sem hún var hér, fyrir aJls ekki neitt; gaf og opt hinum fátækari stúlkum efni í flíkur þær, sem saumaðar voru í skólanum. Eptir að hún flutti til Reykjavíkur, gekkst dótt- ir hennar, frú Nielsen, fyrir því — ásamt nokkrum konum öðrum — að kennslunni yrði haldið áfram, og gerir það enn í dag. Öll stúlkubörn, sem hafa verið við bók- legt nám í skólanum, hafa átt kost á að njóta þessarar tilsagnar að auki; en auk þeirra hafa og margar stúlkur lært þar til handanna, sem hafa numið hið bóklega í heimahúsum. Tvo undanfarna vetur áttu foreldrarnir að borga 1 krónu í kennslukaup fyrir 5 tíma tilsögn á viku hverri í 6 mánuði. Afleiðingin varð sú, þótt borgun þessi væri svona sáralítil, að miklu færri stúlkur not- uðu kennsluna en áður. í vetur er aptur kennt fyrir ekki neitt, og eru stúlkurnar 25, sem nú njóta tilsagnar, eða því nær helmingi fleiri en í fyrra vetur. Auk þessa, sem hér er sagt, hef eg heyrt, að stúlkum séu kenndar ýmsar hannyrðir í skólanum á Útskálum. — Það er þannig ekki eini skólinn, sá þarna í Hafnarfirði, sem veitir stúlkum þessa handavinnu-tilsögn, þótt svo sé gefið í skyn í „Heimilisblaðinu“. n. Hvað handvinnukennslu þessa snertir yfir höfuð að tala — einkum fyrir pilta — með tilliti til hinna íslenzku barnaskóla, þá er eg á þeirri skoðun, að hún verði okkur allt of dýr, að minnsta kosti víðast hvar, í samanburði við gagn það, sem af henni mundi leiða. Ef eg man rétt, þá kosta áhöld þau, sem notuð eru við kennsl- una í skólunum í Danmörku,“ þar ®sem kennsla þessi er komin á, allt að 400 kr. Auk þeirra yrði að koma upp herbergi, eða sérstöku húsi, til að kenna í, því frá- gangssök má kalla það, að nota kennslu- stofur skólanna til þess. Eptir því sem mér er kunnugt um efnahag íslenzkra skóla, mun hann hvergi svo góður, að skólanefndin geti bætt á hann svona gífarlegum útgjöldum. Það er og mjög vafasamt, hvort það væri hyggilegt, þótt svo væri, að kostnaðurinn yrði kloflnn. Eg þori að vísu ekki að spá í eyðurn- ar um það, hvort hampspuna við sjóinn og ullarvinnu í sveit mundi fara fram, ef handvinnu-kennsla yrði tekin upp í skól- unum, en tel það þó töluvert efasamt, því bæði er það, að hvorugt mundi verða kennt í skólunum, og þótt svo færi, að það yrði kennt, þá mundu öll sveitabörn fara á mis við þann lærdóm. Aptur er það að hinu Ieytinu engin furða, þótt hampspuni leggist niður við sjóinn, ef segl- garn og snæri er bændum ódýrra að til- tölu en hampurinn óunninn. Ekki heldur hef eg mikla trú á því, að karlmennirnir mundu hætta að horfa á stúlkurnar sækja vatn og gera það sjálfir, þótt þeir lærðu eitthvað til hand&nna sjálíir í skólunum. Til þess að læra það verk, þarf engan skóla; það er bara hugsunarháttur karla, sem þarf að breytast ofurlítið; mætti ætl- ast til þess af hverjum kennara, að liann með vinsamlegum orðum beindi huga drengja þeirra, sem hann kennir, í þá átt, að þeim sé sæmilegra að taka slík verk af stúlkum, en standa auðum höndum; til þess að venja drengina á þann sið, mundi þó ekki sízt duga, ef kennarinn sjálfúr tæki sér eittbvert verk í hönd, svo þeir sæju, t. d. sækti vatn, ef ekki væri annað hendi nær. Eg er höf. samdóma nm það, að fjöldi íslenzkra karlmanna kann ekki annað en hina almennu sveitavinnu og sjávarvinnu, enda er það allt annað en undarlegt, þeg- ar þess er gætt, að þetta eru aðalatvinnu- vegir vorir, og það því nær þeir einu; en all-ókunnuglega farast höf. orð, ef hann ætlar, að almenn sveitavinna sé ekki ann- að og meira en „að slá gras“. Eg hef sjálfur verið um nokkur ár vinnumaður í sveit, og er því nokkurn veginn kunnugur vinnubrögðum þar; veit eg það, að sá maður hefði aldrei fengið hátt kaup, og líklega ekkert, er ekki kunni annað en „slá“. Þar sem eg þekki til í sveitum, kann að minnsta kosti einn karlmaður á flestum heimilum — auk heyverka, fjár- geymslu og ferðalaga, sem allt eru áríð- andi störf og vandasöm — eitthvað til smíða, eða þá vefnað, og stundum hvort- tveggja. Þau sveitaheimili eru víst ærið fá, þar sem ekki eru smíðuð amboð, hesta- járn, meisar o. fl.; það mætti og æra ó- stöðugan, ef þetta ætti allt að sækja til annara, því opt brotna og bila þessi áhöld, sem von er til. í sjóþorpunum hef eg opt — eins og höf. — séð menn ganga dögum saman iðju- lausa; en ekki hafa það ávallt verið menn, sem enga vinnu kunnu að vinna; nei, langt frá. Eg hef ekki svo sjaldan orSið var við handverksmenn í þeim hóp, t. d. tré- smiði, járnsmiði og skósmiði. Af hverju? Af því, að þeir gátu ekki fengið neitt að gera. Þeir, sem þessar iðnir hafa lært, eru sumstaðar orðnir svo margir, að þeir geta alls ekki haft ofanaf fyrir sér með þeirri iðn, sem þeir hafa varið mörgum árum til að nema, af þeirri einföldu á- stæðu, að vinnuþörfina vantar. Mundi handvinnu-kennsla skólanna bæta úr þeirri þörf? Mér skilst, að hún mundi ekki geta það. Því meir, sem eg hugsa um þetta mál, því betur sannfærist eg um það, að hand- vinnukennslu fyrir drengi getur aldrei orðið ^ð verulegum notum í skólunum hér á laiuii, nema því að eins, að atvinnu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.