Þjóðólfur - 14.02.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.02.1896, Blaðsíða 2
30 vegir vorir breyttust að miklum mun; t. d. þannig, að hér kæmist á verksmiðjuiðn- aður; en þaðánú líklega því miður langt í land. Það er rétt, sem höf. segir, „að ná- graunaþjóðirnar leggi meiri og meiri stund á skólaiðnaðinn“. En við megum ekki gleyma því, að hjá þeim hagar allt öðru- vísi til en hér. Þegar börnin hafa lokið námi sínu í skólunum þar, vinna þau að ýmsu því, sem ekki er eins ólíkt skóla- iðnaðinum, eins og sveita- og sjávarvinn- an er á íslandi. Þá er og hinn árlegi námstími þar svo langur, að börnunum er hin líkamlega áreynsla eflaust nauðsynleg. Ennfremur er skólagangurinn reglulegur, og námstíminn að minnsta kosti 6—7 ár, svo líkur eru til, að þar geti börnin náð nokkurri kunnáttu í skólanum, í þessari grein eins og öðrum, sem þau nema. En samt sem áður, kemur nágranna- þjóðunum þó ekki enn þá að öllu leyti Baman um nauðsyn eða ágæti skólaiðnað- arins. Til sannindamerkis þar um, set eg hér nokkur orð, eptir Otto Jensen for- stöðumann hins konunglega uppeldishúss í Khöfn, tekin úr skýrslu hans um stofn- unina fyrir síðastliðið ár. Hann segir svo í skýrslu sinni: „Slöidkennslan hefur ver- ið lögð niður að sinni, með því að hún reyndist allt of dýr, í samanburði við gagn það, er af henni leiddi. Eigi slöidkennslan að hafa nokkra verulega þýðingu, þannig, að nemendurnir bæði nái nokkurri verk- legri kunnáttu og hafi hennar not í heil- brigðislegu tilliti, verður að verja til henn- ar, að minnsta kosti einni stund daglega; þetta yrði kostnaðarsamt, nema því að eins, að öðrum námsgreinum væri hafnað; og hverjar ættu þær þá að vera? Ef tími og fé væri nóg fyrir hendi, mætti efl&ust fullnægja nýmóðins kröfum þeim, sem nú eru gerðar til kennslunnar í skól- unum; en á meðan taka verður tillit til þessara tveggja höfuðskilyrða (tíma og peninga), verður að gæta varúðar í því, að bæta nýjum námsgreinum við á lestr- artöflurnar. Það gseti orðið nokkuð kostn- aðarsamt, að gera tilraunir í þá átt“. Þannig farast þessum manni orð um slöidkennsluna, sem í 22 ár er búinn að veita þessari ágætu uppeldisstofnun for- stöðu, og sem eg ætla, að mörgum betur geti um það dæmt, hvað nemendunum er fyrir beztu, af því að hann veit, hvað þeim líður — ekki að eins í kennslustundunum heldur og utan þeirra — þar sem dreng- irnir eru öllum stundum í sama húsinu og hann, sofa þar og matast, og lesa undir tímana, ýmist undir umsjá forstöðumanns- ins sjálfs eða einhvers kennarans. Blaðamennska og blaöakaup m. fl. Bréfkafli úr Dalasýslu 29. jan. Tíðin hefur síðan um þrettánda verið heldur úfin, snjókomur og rigningar, en stundum stormar, en þangað til vóru líka miklar blíður. Heilsufar í mönnum og skepnum er fremur gott. Raupfélögin eru með góðu lífi og hafa nýlega verið haldn- ir aðalfundir í þeim. Við Zöllner verzlar allur vesturhluti sýslunnar og margir að sunnanverðu, en við Björn Kristjánsson verzla Miðdælingar eingöngu og nokkrir úr Hörðudal, Haukadal og Laxárdal með þeim. Verðið í báðum félögunum nú mjög svipað, og þykir því betra að þau séu tvö en eitt, enda er þá síður hætt við ein- okun, er einnig getur komizt að í pönt- unarfélögum. Nú búast menn við, að skip komi inn á Hvammsfjörð í vor bæði frá Zöllner og Birni, enda er það nú hægra héðan af fyrir það, að Björn fékk í fyrra skipið vátryggt inn á fjörðinn, sem aldrei fyrr hefur fengizt. Um almenn landsmál er harla lítið rætt, enda eru mannfundir fátíðir um þetta leyti. Flestum líkar samt miður snúning- ur þingmanna í stjórnarskrármálinu og á- líta enda miðlunaraðferðina, sem dæmd var til dauða hér um árið miklu betri, en þessa tillögutilraun, sem líklega gerir eng- um manni gagn, þótt stjórnin kunni að svara henni. Talað er hér um samtök (hvað sem úr því verður) að hætta að kaupa Isafold. Þykir öllum góðum drengjum, sem eitt- hvað eru hugsandi um velferð lands og lýðs, óhæfilegt að styrkja það blað með kaupum þess, er prédikar, að stjórnin eigi að gefa út bráðabyrgðarfjárlög að þarf- lausu og fremja þannig stjórnarskrárbrot á þjóðinni. Eitthvað verður líklega úr þessum samtökum, en þótt þau aldrei verði almenn, hefur blaðið samt tapað stórum áliti hér, það er mér óhætt að segja. Stefni kaupa hér fáir, en sumir af þeim vilja nú eigi halda hann lengur, þykir hann bæði lélegur og svo líkar þeim, sem einhvern snefil hafa af ást á kristinni trú eigi við sumt í því blaði og álíta ekki vert að styðja að útbreiðslu annara eins hneykslisgreina, sem þeirra, er blaðstjórn- in glæptist á að láta blaðið flytja árið sem leið eptir Jóhannes Þorkelsson. Annars er það sorgleg grunnhyggni hjá blaðamönnum að halda, að þeir megi bjóða lesendum sinum allt; auðvitað er þeim kunnugt, að deyfðin og hugsunar leysið er mikið, en samt er eigi fyrir að synja, að menn einhvern tíma vakni. Enda er svefninn fastur, ef sú þjóð, sem þykist vera að berjast fyrir frelsi sínu, eigi reið- ist við þau blöð, er vilja nema burtu það litla frelsi, sem fengið er, og illa kristnir eru þeir menn, er þola með jafnaðargeði, að sú trú, er þeir játa sér að vera helga, sé svívirt í ritum, er þeir sjálfir halda líf- inu í með peningum síuum. Eg álít nauðsynlegt, að blaðstjórar gæti þess vel, að eigi er sama, hvað borið er á borð fyrir fólk, þeir hafa sjálfir bezt af því. Talað er um að fá hér vegabót á póst- leiðinni, enda er þar eigi vanþörf á. í syðri hluta sýslunnar er alls enginn veg- ur fyrir póstinn, heldur verður að fara hér og hvar yfir ófæra flóa, og svo er Haukadalsá á þeirri leið, versta vatnsfail í sýslunni, sem nauðsynlega þarf að brúa. Það er líka hægt, því beint undan Stóra- skógi eru há gljúfur að henni báðu rnegin, en sú leið liggur beinna við, en það sem nú er optast farið. Á Svínadal og Brun- árbeltum þarf líka að bæta suma kafia. Ný lög. Hinn 13. des. f. á. voru stað- fest af konungi þessi lög frá síðasta al- þingi: 13. Lög um skrásetning skipa. 14. Lög um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavíkurkaupstað. 15. Lög um breyting á 1., 5., 6., og 8. gr. laga 13. jan. 1882 um borgun til hreppstjóra og annara, sem gera rjettar- verk. 16. Lög um staekkun lögsagnarumdæmis og bæjarfélags Akureyrar kaupstaðar. 17. Lög um að stjórninni veitist heim- ild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 18. Lög um breyting á 2. gr. laga nr. 13. 3. okt. 1884 (um eptirlaun prests- ekkna). 19. Lög um breyting á 1. gr. laga 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (að jörð- in Hrafnagil leggist til Grundarþinga og Akureyrar prestakall fái 150 kr. úr land- sjóði). 20. Lög um lækkun á fjárgreiðslum þeim, sem hvíla á Hólmaprestakalli. 21—25. Löggildingar 5 nýrra verzlun- arstaða (Bakkagerði i Borgarfirði, Hvamms- tangi við Miðfjörð, Salthólmavík í Dala-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.