Þjóðólfur - 21.02.1896, Side 1

Þjóðólfur - 21.02.1896, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. jöli. nppsögn, bnnðin viö ftramft, óglld nema koml tilfttgefanda tyrir 1. oktéber. ÞJÖÐÖLFUK. XLYIII. árg. ReykjaTÍk, föstudaglim 21. febrúar 1896. Nr. 9. Þjóðafargið. Pað gengur bersýnilega hin rammasta apturhalds- og ófrelsisalda yfir Norður- álfuna um þessar mundir. Víðast hvar hafa þeir orðið efri, er andhverfir hafa verið allri framsókn og fjarstæðastir öllum breyt- ingum á hinu núverandi ástandi. Og þetta er alls ekki undarlegt, þá er vel er að gætt, því að svo lengi má þreyta, kúga og þjá þjóðirnar, að allur dáð og dugur níðist úr þeim um stundarsakir, og þær missi allan þrótt og vilja til veru- legra framkvæmda sjálíum þeim til gagns, en hugsi ekki um annað, en láta allt halda sér í gamla horfinu, til þess að geta mókt í næði. Og þá er eðlilegt, að þeirra manna gæti mest, er fráhverfastir eru öllum breytingum og framsóknarhreyfingum. í flestum löndum álfu vorrar er ástand- ið hið ískyggilegasta nú sem stendur, en það er að eins millibilsástand. Fólkið vaknar. Það getur ekki öllu lengur risið undir þeim álögum og ólögum, er það nú á við að búa. Það hlýtur að vera í að- sigi geysilegt stórflóð, er sprengir sundur stýflurnar og veltir sér óstöðvandi yfir löndin, rifandi með sér alla fúadrumba, er nógu lengi hafa staðið sem eins konar naerkikerti og andlegar óheillavörður á a,f'araveginum, að eins til fyrirstöðu eðli- leSn framsókn þjóðanna, en eigi þeim til ieiðbeiningar eða neinna þrifa. Þá mundu menn draga andann léttara, og íá hreinna lopt inn i inngun, en hið fúla stöðupolla- loþt' er úienn nú anda að sér. En af því að stjórnendnmir eru lafhræddir við fyrir- sjáanlegar byltingar> ef stýflurnar eru ein- hversstaðar opnaðar, þá streitast þeir við í lengstu lög að halda öllu kyrru, vit- andai samt sem áður, að það hlýtur að verða skammgóður vermir, 0g að þeir innan skamms geta við ekkert ráðið. Hvort Það verður heldur fyrir eða um næstu aldamót, að blásið verður í herlúðurinn her í aifu, veit enginn, en langt fram yfir aldamót getur það trauðla dregizt. Og þótt svo fari, að stjórnendunum takist að sporna gegn ófriði þjóða á milli, þá er naumast hugsanlegt annað, en að almennt borgarastríð hefjist einhverstaðar innan 10—20 ára í lengsta lagi, og það getur fengið alvarlega útbreiðslu, því að slíkar hreyfingar eru næmar. Þá mættu lík- lega kongar og keisarar og aðrir stór- furstar gæta sín, að þeir hrapi ekki úr sessinum. Að ísland hefði nokkurn hag af al- mennri Evrópustyrjöld, er auðvitað harla tvísýnt, en eigi er að vita, að hverju barni gagn verður. Hernaðarfréttirnar mundu þó vekja oss um stundarsakir að minnsta kosti, svo að vér svæfum ekki alveg á meðan, og þá væri þegar nokkuð unnið, því að allt er betra en algert áhugaleysis- mók eða andlegar svefnhrotur. Hvað hinar pólitisku framtíðarhorfur lands vors snertir nú sem stendur, þá eru þær engan veginn glæsilegar eða heilla- vænlegar, ef ekki breytist veður í lopti. Það er að læðast yfir okkur smátt og smátt heljarþung mara, er mun troða oss svo óvægilega, að vér bíðum þess aldrei bætur, ef vér verðum ekki samtaka að hrinda henni af oss í tíma. Og þessi mara kemur fram í ýmsum myndum í þjóðlífi voru. Vér munum síðar láta þess getið, hvað vér eigum að varast í sjálf- stjórnarbaráttu vorri, og hvers vér eigum að gæta til að geta leitt hana heppilega til lykta. Sitt sýnist hverjum. Eptir Pétur kennara Ouðmundsson. m. (Siðasti kafli). Áður en ráðizt er i það, að fá nýjum og kostnaðarsömum námsgreinum bætt við það, sem skólarnir eiga að inna af hendi, væri líklega hyggilegra að athuga betur en gert hefur verið ennþá, hvort þeir eru færir um, að fullnægja þeim kröfum, sem með sanngirni má af þeim heimta, þó ekki sé nú um aðrar námsgreinir að ræða en þær, sem þegar hafa um langan tíma verið kenndar í þeim. Eg fyrir mitt leyti verð að játa það, að mér virðast svo margir og stórir gall- ar á flestum barnaskólum okkar, að eg hygg, ad þeir komi ekki að hálfum notum fyrir þá skuld. Eg held því, að okkur væri langtum nær að reyna til að bæta úr brestunum, sem á skólunum eru, held- ur en að bæta káki á kák ofan, því ann- að gæti iðnaðarkennslan ekki orðið, meðan ástand skólanna er, eins og það er nú. Sumir þeirra eiga nú ekki þak yfir höfuðið, ekki einu sinni að nafninu til; hafa þá ýmislega gerð herbergi á leigu; um áhöld, t. d. borð og bekki í þeim stofn- unum, er ekki margt að segja; það þykir gott, ef eitthvað fæst til að sitja á, og einhver borðmynd til að sitja við; stund- um er það nú samt af svo skornum skammti, að raða verður börnunum við eitt borð — kannske allt að 20 — og láta andlitin vita saman, til þess að drýgja borðrúmið sem mest. Þá eiga nokkrir skólar skýli, öllu held- ur en skólahús; því varla má það hús nefnast, þar sem vatn flæðir um herberg- in í hverri skúr og vindar næða inn um rifur á þaki og veggjum. Sumstaðar hef- ur verið komið upp allgóðum skólahúsum með ærnum kostnaði, en fyrir vanhirðu og sóðaskap má sjá þau að nokkrum ár- um liðnum eins og skáldaðar húðarbikkj- ur. Það er líka von, því opt er það að eins snjór, vindur og regn, sem heldur húsiiiu við að utan, en oftiarnir mála þá aptur að innan, þegar illa gengur að halda lifandi í þeim, sem ekki er svo fágætt. Sumstaðar eru þeir nú reyndar engir til, en þá prýðir hrím eða slagningur veggina. Á nokkrum stöðum eru skólahúsin björt, hlý, fokheld og rúmgóð, og fyrir flestra hluta sakir, eins og vænta má, en víðast mun þó vanta framhýsi fyrir yfirhafnir, höfuðföt og skó barnanna; verða þau því optar að hafa þetta allt með sér inn í kennslustofunni, opt blautt og óhreint, og má nærri geta, hve hollt það er fyrir heilsu þeirra. Marga skóla vantar hin allra nauðsyn- legustu kennsluáhöld. Borð og bekkir er sumsstaðar því nær hið eina, og þó stund- um allt brotið og bramlað. Náttúrusaga er lögskipuð námsgrein, eins og menn vita, en óvíða munu vera til hinar nauðsynleg- ustu myndir, sem þarf við þá kennslu, því síður nokkur önnur áhöld, eða steina- eða dýrasafn. Evrópukort munu flestir skólarnir eiga, og þá eru nú landafræðis-áhöldin talin,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.