Þjóðólfur - 21.02.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 21.02.1896, Blaðsíða 4
36 var Rósantason (Ólafssonar), var staddur í Yatns- hól, er hann fyrirfór sér (18. nóvember), (átti þar ekkert skyldmenni, og því síður á Þóreyjarnúpi), var á 28. ári, hafði i mörg ár borið á geðveiki í honum og enginn vissi til, að hann setti að neinu leyti fyrir sig það, að nokkuð afheyjum fóður hans brann i haust(!). Svona er þessi stutta ísafoldar- grein öll á apturfótunum. ísafold ætti sannarlega ekki að bera á borð fyr- ir kaupendur sina, aðrar eins vitleysur eins og hún stnndum gerir, að ógleymdum öðrum óþokka, því vinsældir hennar eru vart ofmiklar fyrir því. Rúnvetningur. Kristín Jakobsson í Landakoti veitir bæði börnum og fullorðnum kennslu í teikning og málaraiist á hverjum virk- um degi frá kl. 10—12 í húsi W. Ó. Breið- fjörðs (stóra salnum). Kennslugjald 5 kr. á mánuði, fyrir einstaka tíma 25 aurar. Þeir, sem vilja taka þátt í kennslunni, gefi sig fram fyrir lok þessa mánaðar. Sálmabækur í flauelsbandi og ‘chagrin’-skrautbandi, gylltar í sniðum, fást hjá Arinb. Sveinbjarnarsyni, Skólastræti 3. Fataefní og tilbúinn fatn- aður nýkominn í verziun Sturlu Jónssonar. Saumayélin „Peerless44. Yér undirritaðar, sem í mörg ár höfum átt þessar vélar, vottum hér með, að þær hafa reynzt oss bezt af öllam saumavél- um, og að þær eru jafngóðar ennþá eptir margra ára daglega brúkun. Reykjavík 5. febr. 1896. Anna Pétursdóttir. Jórunn Sighvatsdóttir• Oróa Andersen. Hólmfríður Bjarnardóttir. Vilhelmina Sveinsdóttir. Vigdís Ólafsdóttir. Undirritaður vottar hér með, að af öll- um þeim saumavélum, sem eg hef séð og gert við, er sú frá M. Johannessen, „Peer- less“ kölluð, mest vönduð hvað frágang- inn á öllu saumaverkinu snertir, svo eg álít hana endingarbezta, fyrir utan hvað hún saumar létt, fljótt og skröltlaust. Reykjavík, d. n. s. Markús Þorsteinsson. Með því, að eg nú fæ „Peerless^-vélina beint frá verksmiðjunni, get eg selt hana ódýrara en áður, og í vetur selzt hún með 10°/0 auka-‘rabati’ móti peningum út i hönd. Reykjavík 10. febr. 1896. M. Johannessen. Fjármark Brynjólfs Magnússonar á Laugar- vatni er: sýlt, fjöður apt. h., oddfjaðrað fr. v. PrjónaYélar. Undirskrifaður hefur, eins og hingað til, aðal-umboðssölu fyrir ísland á hinum vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen, og ern vélar þessar að líkindum þær beztu, sem fást. Af vélum þessum eru nú hér um bil 40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki heyrt annað, en að öllum hafi reynzt þær mjög vel. Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær. Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir- leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari. Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all- ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á. Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf hjá mér, og verðlistar sendast, ef þess er óskað. Áreiðanlegir kaupendur geta fengið borgunarfrest eptir samkomulagi. Pantanir óskast sendar hið fyrsta til I3. Nielsen, Eyrarbakka. „Yggdrasill—Óðins hestr“. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Eirík Magnússon bókavörð í Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm. Ben. S. Þórarinssyni, Beykjavík. Kona mín hefur árum saman þjáðzt af taugaveiklun og illri meltingu og hefur árangurslaust leitað ýmsra lækna. Eg réð því af, að reyna hinn fræga Kína-lífs- Elixír frá hr. Waldemer Petersen í Frede- rikshavn, og þegar hún hafði brúkað 5 flöskur, fann hún mikinn bata á sér. Nú hefur hún brúkað 7 flöskur og er orðin öll önnur en áður, en þó er eg viss um, að hún getur ekki verið án elixírsins fyrst um sinn. Þetta get eg vitnað af beztu sannfær- ingu, og mæli eg því með heilsubitter þess- um við alla, sem þjást af svipuðum sjúk- dómum. Norðurgarði 14. des. 1896. Einar Árnason. Kína-Iífs-elixírinn fæst hjá flestum kanpmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að ~P' standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumlðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. C. ZIMSEN hefur einkaútsölu fyrir fsland á Quibells Sheep Dip &íCattle Wash. Ágætt baðlyf á kindur og aðrar skepnur. Reglum fyrir brúkuninni útbýtt gefins. Baðmeðul. Glycerin Naftalin í 1, 2, 4 og 5 pd. dósum í */, og ljt fl. er nú komið. Reglur á íslenzku fyrir brúkuninni út- býtast gefins. Bað þetta er alþekkt fyrir, hvað það hreinsar vel ullina. EÍDka-útsölu fyrir ísland hefur Th. Thorsteinsson (Liverpool). Tóbak og vindlar. Allir vita, að þessar vörur eru lang- beztar og ódýrastar hjá B. H. Bjarnason. Sundkennsla byrjar að Reykhólum 15. júní næstkomandi og helzt til 15. júli. Þeir, sem vilja njóta kennslunnar, geta fengið upplýsingar hjá undirskrifuðum, og eiga að senda honum skriflegar umsóknir fyrir 15. maí. Austur-Barðastrandarsýslu-búar verða látnir ganga fyrir öðrum, ef of margir Reykhólum 30. jan. 1896. Bjarni Þórðarson. Gentlemenn! Vandaðastar og fjölbreyttastar tegundir af BaJchnífum og Vasahnífum hjá B. H. Bjarnason. • u Ekta anilínlitir W •(H i-H fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og W er*- 80 s í verzlun » ts í Sturlu Jónssonar a n -*-s Aðalstræti Nr. 14. i— M* r+- Saumakonur, Skæri úr ekta stáli af ýmsum stærðum ódýrust hjá B. H. Bjarnason. Rigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnaaon, cand. theol. FélaKBprentBmi öj an.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.