Þjóðólfur - 13.03.1896, Blaðsíða 4
48
dimmviðri hafa einhvernveginn ónotalegri
áhrif á þá, en þurkur og hreinviðri.
Skottið á hundi Tobíasar. Fyr á
tímum urðu umsækendur um embætti að
vera við því búnir að hafa eitthvað í vasan-
um handa þeira, er embættin veittu. Dansk-
ur maður, sem sótti um djáknaembætti var
þess vegna svo forsjáll að stinga á sig
fáeinum ríkisdölum, áður en hann gekk
til prófastsins. Prófasturinn yfirheyrði hann
og lagði fyrir hann spurningar um hitt og
þetta, er embættið snerti, og leysti hann
greinilega úr öilu, svo að próf. gat hvergi rek-
ið hann í vörðurnar. En loks spurði hann:
„Getur þú sagt raér, hvernig skottið á
hundinum hans Tobíasar var lagað? “Sækj-
andinn þagði, og tók að hugsa sig um,
unz hann áttaði sig allt í einu, og sagði
um leið og hann lagði tuttugu ríkisdali í
röð á borðið: „Það var líkt þessu“. „Ó-jú,
það er líklega hér um bil rétt, en var
ekki eitthvað fleira einkennilegt við skott-
ið?“ spurði prófasturinn. „Jú“, svaraði um-
sækjandinn skjótt, hann hafði gleymt að
láta skottið hringa sig dálítið, og bætti
því fimm ríkisdölum við röðina á borðið.
Jú, það var keiprétt og umsækjandinn
fékk djáknaembættið.
Prestaskólakennari, séra Jón Helga-
son prédikar ekki í dómkirkjnani á sunnudaginn
kemur.
Ollum þeim, er sýndu mér hluttekningu
í sorg minni við fráfall míns elskaða föðurs
Halldórs hreppstjóra Jónssonar og heiðruðu
jarðarför hans 4. þ. m. með nærveru sinni,
flyt eg mitt hjartans þakklæti.
Þormóðsdal 6. marz 1896.
Halldór Halldórsson.
Skemmtifundur
í hinu íslenzka kvennfélagi verður haldinn
miðvikudaginn 18. þ. m. í Goodtemplara-
húsinu, kl. 8 e. h.
Oeir, sem um langan tíma hafa skuldað
mér, verða að koma og semja við mig
um skuldir sínar hið allra fyrsta, að öðr-
um kosti muu eg fá þær málfærzlumanni
til innköllunar.
Sturla Jónsson.
Eg undirskrifaður geri hér með heyrum kunn-
ugt, að eg geng í æfilangt vínbindindi frá 14. marz
næstkomandi.
Yiðvík 20. febrúar 1896.
Guðmundur Loptsson
Mfræðingur.
Hannyrðabókln og Rauðhetta fæst á
skrifstofu „Þjóðólfs".
Rónir og órónir sjóvetlingar
fást í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Pr jónavélar.
Undirskrifaður hefur, eins og hingað
til, aðal-umboðssölu fyrir ísland á hinum
vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen,
og eru vélar þessar að iíkindum þær beztu,
sem fást.
Af vélum þessum eru nú hér um bil
40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki
heyrt annað, en að öllum hafi reynzt þær
mjög vel.
Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og
fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær.
Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir-
leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari.
Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all-
ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á.
Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf
hjá mér, og verðlistar sendast, ef þess er
óskað.
Áreiðanlegir kaupendur geta fengið
borgunarfrest eptir samkomulagi.
Pantanir óskast sendar hið fyrsta til
Nielsen,
Eyrarbakka.
Kona min hefur árum saman þjáðzt af
taugaveiklun og illri meltingu og hefur
árangurslaust leitað ýmsra lækna. Eg réð
því af, að reyna hinn fræga Kína-lífs-
Elixír frá hr. Waldemer Petersen í Frede-
rikshavn, og þegar hún hafði brúkað 5
flöskur, fann hún mikinn bata á sér. Nú
hefur hún brúkað 7 flöskur og er orðin
öll önnur en áður, en þó er eg viss um,
að hún getur ekki verið án elixírsins fyrst
um sinn.
Þetta get eg vitnað af beztu sannfær-
ingu, og mæli eg því með heilsubitter þess-
um við alla, sem þjást af svipuðum sjúk-
dómum.
Norðurgarði 14. des. 1895.
Einar Árnason.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lifs-elixír, eru kaupendur beðnir að
líta vel eptir því, að VFP' standi á flöskun-
um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar
Petersen, Frederikshavn, Dann.ark.
Tapazt hefur úr heimahögum frá Kollafossi
í Miðfirði i Húnavatnssýslu, nokkru fyrir slátt næst-
liðið sumar, rauðjörp hryssa, 6 vetra gömul, með
mark: blaðstýft fr., biti a. h., fremur lítil og nokk-
uð tannlág, loðafrökuð. Hryssan er ættuð frá
Tjarnarkoti í Njarðvíkum. Hver, sem hitta kynni
hryssu þessa, er vinsamlega beðinn að koma henni
til mín eða að Tjarnarkoti.
Kollafossi 27. des. 1895.
Bjöm J. Jósafatsson.
Jens Hansen
Vestergatle 15, Kjöbenhavn K
hefur hinar stærstu og ódýrustu birgðir í
Kaupmannahöfn af eldavélum, ofnum og
steinolíuofnum. Eldavélarnar fást hvort
menn vilja heldur fríttstandandi eða til
þess að múra upp og eru af mörgum stærð-
um frá 17 kr. Yflr 100 tegundir af ofn-
um. Magasinofnar, sem hægt er að sjóða í,
Iíka öðruvísi útbúnir frá 18 kr. af beztu
tegund; ætíð hinar nýjustu endurbætur og
ódýrasta verð. Nánari upplýsingar sjást á
verðlista mínum, sem er sendur ókeypis
hverjum, er þess óska og sem skýrir frá
nafni sínu og heimili. Verðlistinn fæst
einnig ókeypis á skrifstofu þessa blaðö.
(Þakkarávarp). Með viðkvæmri tilfinningu vott-
um vér herra kaupmanni Chr. Pttpp á Sauðárkrók
vort innilegt hjartans þakklæti fyrir þá hlutdeild,
sem hann hefur tekið í kiörum vorum á næstliðinni
Jólahátíð, þar sem hann hefur útbýtt oss svo
mörgum höfðinglegum gjöfum, og það í þeim mun-
um, sem gleðja og styrkja fátæka til að gota fylgzt
með í því, að t.aka þátt í hátíðahaldinu um minn-
ingu frelsara mannkynsins.
Vér minnumst þess með virðingu og þakklæti,
að foreldrar þessa manns, hinn framliðni fyrir-
rennari hans Ludvig Popp og frú háns Emilía Popp,
sem nú er búsett í Kaupmannahöfn, ruddu braut
góðgerðaseminnar hér gagnvart fátækum.
í sambandi við þetta minnumst vér einnig heið-
urskvenna þeirra, sem bæði nú og í fyrra vetur
hafa um jólahátíðina glatt börn vor með jólatrés-
samkomu og gjöfum.
Öllum þeim, sem þannig hafa stutt að, að gleðja
obs og börn vor um næstliðnar hátxðir og endrar-
nær, árnum vér í sameiningu alls góðs, og vonum
vér, að hver og einn, sem temur sér að lita til og
gleðja fátæka, uppskeri þau laun, sem vara lengur
en tímanlegur hagnaður.
11. janúar 1896.
Fátœklingar á Sauðárkrólci.
Næsta blað (aukablað) kcmur
út á þriðjudaginn 17. þ. m.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Uannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmifijan.