Þjóðólfur - 17.03.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.03.1896, Blaðsíða 3
51 og var nokkuð drukkinn, var svo fylgt þaðan af 2 stúlkum síðla dags, inn í hraun- ið og hefur víst ætlað að ná að Kolbeins- vík (næsta bæ), en hafði komizt á stekk- inn skammt frá bænum, og orðið þar úti; hann fannst eptir nálægt vilcu, og var þá berhöfðaður, og pjönkur hans og stafur skammt þar frá. Skagaflrði 22. febr.: „Fréttafátt, enda stutt síðan eg sendi línu síðast. Tíðin hefur verið hin inndælasta, sí- felldar hlákur og blíða, ár eru orðnar ís- lausar út í sjó, og opt í flóðum, eins og á vordag. Nú þessa dagana er verið að halda sýslufund, en fáí'örult er, og því ekkert frétzt af honum enn. Úr sveitinni fátt, sem tíðindum sætir. Þö hafa verið hér óvanalega tíðir mannfundir og nóg af fyrirlestrum, sumpart til að fræða, sum- part til að finna að háttum alþýðunnar. Þetta eru ávextir góðærisins, og máske vaxaudi menutunar. Nú voru menn vel ánægðir með pönt- unarfélagið, það flutti mikla peninga inn í sýsluna, bæði sem pantaðir voru og af- gangs voru af sauðaverðinu, hér um bil 3—4 kr. á kind. Mönnum brygði því við, ef innflutningsbann á sauðfé kæmist á í Englandi og Skotlandi. Menn hafa allan vilja á að bæta verzlunina, en í því tilliti má segja, að „íslands óhamingju verði allt að vopni“, og verst er, ef' skammsýni og tilgangslaus eyðslusemi, sem í engu bætir lífskjörin, væru hin skæðustu vopnin“. „Verði ljós!“ köÍlunt0eðal annars unnið að verki sinnar lýsandi k' k' at með tveimur smágreinum um ,,páfa(!)- ir juna á Norðurlöndum" og „evangelisku kirkj- Tr ríTmðfUrlÖndUm“' Eg Wð ritstjðrann að lj& ™. ., ?íir fáeinar atkugasemdir, er bregða ljósi yfir upp!y«ngar jjær( fir lj6sboðinn flyfnr_ , ? aptan efninu. Fyrir þá, er verið a a i 1 s um löndum og séð kirkjur þær, sem prótestantar hafa byggt; avo sem fyrir fordi]dar sakir, standa þar sem syrgjandi 6byrjurj eða séð þær undir uppboðsbamrinum eða þá niðurrifnar (svo sem Valdensakirkjuna i Röm, 8em með slíkri hæ. versku, sem ekki er dæmalaus annarsstaðar, bar á euui sér yfirskriptina: lux in tenebris Iucet = ljósið skm í myrkrinu), og íyrir þá, sem muna meira en Pað, sem bar við í gær, og minnast þe88) hvernig bin ensku trúboðsfélög aftóku eða minnkuðu fjár- styrkinu til trúboðsins í ítalíu, sökum þess, að rann- sðkn sú, sem var hafin þar syðra, hafði slegið ð- frægilegu Ijósi yfir sigurfregnir kristniboðanna — fyrir alla þessa menn verða hinar háu tölur, er „Verði ljós‘‘ flytur, hrein og bein opinberun. Og að þvi er snertir þessa 100,000 prótestanta á Spáni, t»á hlýtur blaðið annaðhvort að telja þar með Hu- guenotta-leifarnar í norðurfylkjum Spánar, eða það hefur lagt trúnað á sögur Fliedners, Madridar-trú- boðans; en sé svo, þá vil eg vara blaðið við hon- um, ef það „ljós“, sem „verða“ skal, á að verða sannleikans ljós; því að blaðinu er ef til vill eigi ókunnugt um, að hr. Fl. hefur fengið dóm fyrir því, að hann fari með ósannindi. Ritstjóri sá, er hlut átti að máli, og hafði nefnt hann lygara, var reyndar dæmdur í 10 ríkismarka sekt, en þannig rökstudda, að þótt framburður hr. Fl. hefði reynzt alveg rangur, þá væri ekki óhugsandi, að honum hefði skjátlazt. Ef háskólakennari sá, sem blaðið getur um, að sé orðinn prótestant, hefði verið nokkru eldri, þá hefði nafnið getað heimfærzt upp á háskólakennara í kirkjurétti, sem eg sjálfur hef hlýtt á, og sem þrem árum síðar var kominn á vitlausraspítala. En hann var, eins og eg þegar hef sagt, nokkrum ár- um eldri en þessi maður er sagður. En hvernig sem það nú er, þá býð eg blaðinu samvinnu mína og skal, svo fljótt sem unnt er, útvega því allar nauðsynlegar og áreiðanlegar skýringar á þessu máli, því hvernig sem þessu svo er varið, þá hef- ur það jafnlítil áhrif á oss kaþðlska menn og kirkju vora, eins og það hafði á trú Páls postula, að hann varðað tilkynna biskupunum, að meðal sjálfra þeirra mundu rísa upp menn, er færu með ranga lærdóma. En ef svo er, að blaðinu finnist það hugsunarrétt, að hin kaþólska kirkja sé fánýt, sökum þess, að einn kaþólskur prestur hefur orðið mótmælandi, þá á eg, eins og blaðið ef til vill veit, mjög hægt með að færa nógar þess konar spánnýjar sannanir fyrir því, að hin prótestantiska kirkja ekki hafi aðra þýðingu en þá, að vera ríkisstofnun. Þá er kaþólska kirkjan á Norðurlöndum, sem óneitanlega hefur náð nokkrum vexti. Um þetta atriði er svo frá sagt, að stórbæirnir séu þar aðal- stöðvar vorar, af því þar sé áhugaleysið mest. En ætli það geti ekki öllu fremur stafað af því, að þar sé fólkið flest ? Að öðru leyti vil eg trúa blaðinu fyrir því, að eg hef tekið inn í kaþólsku kirkjuna eigi allfáa, en aldrei verið þjónandi prestur i höf- uðborg. í Óðinsvé voru t. d. eigi alls fyrir löngu 100 menn kaþólskrar trúar, nú eru þeir yfir 300, í Svendborg 2, nú 180, og þennan lista mætti Iengja að mun. Og þó hlyti viðgangur vor að verða miklu meiri, ef áhugaleysið væri sú rétta „fiskistöð“ hinnar kaþólsku kirkju. Heldur blaðið annars, að menn af áhugaleysi leggi á sig föstur og skriptir o. s. frv., eða að prótestantiskir prest- ar af áhugaleysi afsali sér tekjuháum brauðum? Ef svo er, þá verð eg að játa, að trú þess er sterk, og óska innilega, að þar verði meira ljós. Þá er oss gefið að sök, að vér „köstum skarni á minningu Lúthers11. Það sem vér höfum gert, er hvorki meira né minna en það, að vér höfum verið svo djarfir að rannsaka sagnirnar um Lúther (Lúthersmýþuna), og oss er eigi sök á því gefandi, þótt maðurinn ekki þoli, að hann sé færður úr föt- unum. Eða vill blaðið, að vér klöppum lof í lófa, þegar vér heyrum hann leyfa hertoganum í Hessen tvíkvæni, eða verðum hrifnir af hinum alræmdu hjúskaparráðleggingum hans, og fleiru þess konar sælgæti ? Því næst er oss prestum borin sú kænska á brýn, að vér meðal mótmælenda fyrst fram berum einungis það, er eigi láti illa i eyrum þeirra. Slíkt mundu reyndar einungis vera vanaleg hyggindi; en að öðru leyti höfum vér eigi neitt, er vér þurf- um að stinga undir stól. Að móðir guðs og helgir menn séu í heiðri höfð (dýrkaðir, en ekki tilbeðn- ir) í hinni kaþólsku kirkju, er rétt, því vér erum þeirrar skoðunar, að guð vilji, að móður sinni og vinum sé heiður sýndur. En þar sem blaðið segir, að það vitanlega sé „höfuðstyrkur hinnar kaþólsku kirkju“, þá hlýt eg óneitanlega að ganga villur vegar í guðfræði minni, og þar sem sagt er, að fagnaðarboðskapurinn ekki hljómi hjá oss, þá er það rétt, ef átt er við þennan fagnaðarboðskap: syndga þú drjúgum en trú þvi heitar! eða kenninguna um nauðungarvilja mannsins og annað þess konar. En sé hér átt við fagnaðarboðskap Jesú, þá geta menn sjálfir komið upp í Landakot og tekið eptir, hvort hann ekki er þar fluttur. Eg skal ekki verða of „kænn“. Að lokum kvartar blaðið yfir því, að vér nefn- um hina prótestantisku trú villutrú (Vrangtro). Heimtar það máske, að vér gefum henni prófsvott- orð með „láði“ ? Það er að síðustu mjög einkenni- legt, og að líkindum sérstaklegt fyrir blaðið „Yerði ljós“, að það í sömu andránni nefnir hina kaþólsku trú „heiðindóm“ — ef til vill eitt af þeim ónytju- orðum, sem örðugt verður að bera ábyrgð á. Landakoti, 10. marz 1896. Joli. L. Frederiksen. Fornar menjar. Á næstliðnu vori var verið að grafa hér fyrir heyhlöðu, sem ekki er í frásögur færandi, og var hún grafin 4 álnir í jörð niður; þá varð fyrir okk- ur hleðsla, er við fórum að rannsaka, því við héld- um, að við værum komnir i neðanjarðargöng, er Iægju eða hefðu legið í jarðhús, er forfeður vorir höfðu stundum til að forða sér í, þegar háska bar snögglega að höndum. Við höfðum ekki lengi mokað, áður en við komum á stafn í göngum þess- um, og hugsuðum við þá, að þetta muudi vera gröf, sem líka sannaðist að var rétt, því gröfin var ekki ein, heldur tvær, og þannig lagaðar, sem nú skal greina: Grafirnar lágu í stefnunni mitt á milli norðurs og norðvesturs og til stefnunnar suðurs eða lítt austar hvor við endann á annari. Veggirnir voru hlaðnir á sig úr tómu grjóti, botninn hellulagður, og hellur yfir. Nyrðri gröfin, sem var 4V2 al. á lengd, l’/a al, á breidd um miðjuna, var mikið mjórri í norður- endann, en breiðari í hinn. Syðri gröfin, sem var miklum mun minni, að eins 2‘/2 al. á lengd og l1/, alin á breidd, var mjórri í suðurendann, en víðari í hinn, þar sem þær komu Baman. — Það lítur því út, eins og höfuðin hafi verið lögð saman í gröfun- um, þar sem breiddin var mest. í gröfum þessum fannst grotnað hold og bein, og þó það væri orðið að mold, sást þó, að það gat ekki annað vorið. í báðum gröfunum fanst hér og mikið af ístru, sem hvorutveggju sannaði, að þar hefðu menn verið grafnir. Miklar líkur eru á því, að menn þessir hafi verið grafnir í öllum fötum, þar eð mikið fannst þar af fúnum dulurn, er allar duttu í sundur, er við þær var komið. Hvenær þessir menn hafi verið grafnir þarna, og það á svona undarlegan hátt, verður nú eigi sannað, en mjög líklegt er, að grafir þessar séu æfagamlar, ef til vill frá landnámstið, enda þðtt engir forngripir fyndust þar. Eiríksstöðum á Jökuldal 17. nóv. 1895. Friðrik Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.