Þjóðólfur - 17.03.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.03.1896, Blaðsíða 1
Arg. (GO arkir) kostar 4 kr. Krlendis 5 kr.-Borgist fyrir 15. Júll. ÞJÖÐÓLFUE. Uppsögn, bnndin viA kramót, Agild nema komitildtgefanda fyrir 1. oktöber. XLYIII. árg. Roykjarík, þriðjudaglun 17. marz 1896. Nr. 13. Nýir kaupendur að þessum 48. árg. Þjöðólfs (1896) fá í kaupbæti ókeypis og kostnaðarlaust sent: Fjögur bindi af Sögusafni Þjóðólfs 1892, 1893, 1894 Og 1895. Alls um 500 bls., auk 4. heptis sögunnar af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum, er kemur út í vor. Til 1. maí þ. á. geta og nýir kaupendur átt kost á að fá keypt 1., 2. og 3. hepti þessarar sögu fyrir 1 kr. 75 a. öll, og send- ist sú borgun jafnframt pöntuninni, ef hún kemur ekki frá útsölumönnum blaðsins, eða öðrum reyndum skiptavinum þess, því að þá verður þessa ekki krafizt fyr en um leið og andvirði árgangsins er greitt. Útlendar fróttir. Kaupmannahöfn 29. febr. Friðþjófur Nansen. Um miðjan þenn- an mánuð kom sú hraðfrétt frá Irkutsk, höfuðborginni í Austur-Síberíu, að Frið- þjófur Nansen liefði komizt að norðurheim- skautinu, og væri þegar á heimleið aptur. Eins og vænta mátti, vakti frétt þessi afarmikla eptirtekt, og síðan hefur verið stælt um það í blöðunum fram og aptur, kvort fregn þessi mundi sönn eða ekki. Menn hafa áður rekið sig á, að ýmsum 'ygafregnum hefur verið hleypt af stokk- unum Um þessa heimskautaför Nansens. Oí? þessi síðasta frétt er einnig dálítið vafasöm, þVj ]ian 8tafar ekki frá Nan- sen sjálfum, heldur að því er menn frek- ast vita frá einhverjum manni nyrzt í Síberíu austanverðri, er kvað hafa léð Nansen hunda o. fl. 4 norðurför hans. Enn hefur engin áreiðanlegri frétt komið, en sent hefur verið austur í Síberíu, til þess að vita með vissu, hvernig á fregninni stendur. Ef til vill fréttist hið sanna svo fljétt, að það geti borizt heim með „Vesta". Norðmaðurinn Eyvindur Astrup, sem er kunnur af Grænlandsför Peary’s, er dauð- ur, 24 ára gamall, nýkominn til Noregs frá Ameríku. Hafði hann farið að heim- an einn dag milli jóla og nýárs, og ætlað að taka þátt í skiðför með kunningjum sínum, en yfir fjallveg var að fara. Þá er ekkert spurðist til hans í 3 vikur, var loks tekið að leita hans með mannsöfnuði, og fannst hann þá dauður í dalverpi nokkru. Féllst Norðmönnum allmikið um fráfall hans á svo ungum aldri, því að hann var talinn líklegur til mikils frama og jafnoki Nansens að óbilandi kjark og þreki. Kosningin í Yalbæ. Hér er ekki um annað talað, og glaðir eru frjálslyndir menn. Dr. Oscar Eansen hlaut kosningu með á- Iitlegum meiri hluta. Hægri menn naga neglurnar og rífast sem mest þeir geta. „Ungir hægri menn“ með Scavenius í broddi fylkingar ryðjast um fast, og er ekki annað sýnna, en að þeir nái yfirráð- um í hægra flokknum. Þessir ungu hægri menn eru engan veginn miklir fyrir sér, og hafa því síður nokkur veruleg mál að berjast fyrir. Flokkurinn virðist vera kominn upp við miðlunina, mest fyrir for- göngu Scaveniusar. Þeir þykjast vilja „reformera“ hægra liðið, og blása lífi í hina trénuðu apturhaldsmenn. Það væri auð- vitað engÍD vanþörf á því, en það er lítil von, að þessir menn fái nokkru veru- legu áorkað, þótt þeir séu háværir og Iáti mikið yfir sér. Á þinginu er tíðindalítið. Yinstri menn samþykkja fjárveitingar til víggirðinganna, og dró það til sundurþykkju með þeim og sósíali8tum. En vinstri menn segja sem svo, að annaðhvort sé, að hefja deiluna á ný, eða láta undan síga, og þeir taka hið síðara. Enda er það víst, að ef fólksþingið veitti ekki féð, þá mundi stjórnin taka það samt móti öllum lögum, og þá væri hríðin skollin á. Svo óeðlilegt og auðvirðilegt er stjórnarfarið í Danmörku um þessar mundir. Um ráðaneytið er ekkert að segja öðru nýrra;. engin veit með vissu, hvenær það fer, allir óska, að það verði sem fyrst, því að það er nógsamlega búið að sýna og sánna vanmátt sinn. Innflutningsbaimið. Dr. Schierbeck hefur verið sendnr af ráðaneytinu fyrir ísland, til þess að sannfæra ensku stjórn- ina um, að kláði og klaufasýki sé ekki til á íslandi. Eða, ef kláði sé til, þá svo meinlaus, að það standi engin hætta af honum. Það fé, sem flutzt hefur til Eng- lands, hefur verið tekið holt og bolt, og aldrei skoðað af dýralækni áður eu það er flutt út, og þó hefur það aldrei Jcomið fyrir, að kind frá Islandi hafi „smittaðu. Það ‘ virðist benda á, að þó að kláði só til á íslandi, þá sé hann mjög meinlaus og fátíður. — Vér getum ekki annað, en lokið lofsoiði á stjórnina fyrir þessar til- tekjur; þó að þetta ráð komijekki að haldi, sem óvíst er; þá gat hún ekki betur gert. Eptir því sem vér höfum heyrt, þá á hr. Jón Vídalín uppástunguna, og bauðst til að ábyrgjast hr. landlækninum kaup, ef al- þingi vildi ekki borga það úr landssjóði. Yfirlit. í hinum enska heimi hefur ver- ið órói og miklar uinræður um þau mál, sem sagt var frá í Þjóðólfl síðast: Transwaátr og Venezuélamálin. Og það líturút fyrir, að af þeim muni spinnast merkilegir at- burðir og þýðingarmiklir fyrir framfarir mannkynsins og framrás viðburðanna á seinni tímum. Vér eigum við, að England og Ameríka gangist fyrir stofnun gerða, þannig, að í stað þess, að vopnin ykeri úr: deilum, eíns og hingað til hefur átt sér stað, komi nefndir manna, sem dæmi um þær og skeri úr þeim. Venezuelaþræt- an virtist ætla að vekja stríð milli Ame- ríkumanna og Euglands, en þá reis upp fjöldi manna í báðum löndum, sem hét á alla góða menn, að koma í veg fyrir það. Sögðu, að það væri svo mikil ógæfa, að hún mundi aldrei bætt verða, ef fræna- þjóðirnar bærust á banaspjótum. Ogjafn- framt lýstu þeir framtíðarleiðum beggja þjóðanna svo glæsilega, að öllum gekkst hugur við. Þeir sögðu, að nú ætti Eng- land og Ameríka að gera samband sín í milli, að allar þjóðir sem ensku töluðu ættu að ganga í bræðralag, þar ætti að vera ein hjörð og cin höfuðborg; London. Þá yrðu enskir menn voldugastir allra þjóða og gætu boðið byrgin hverjum sem vera skyldi. Þá væri ekki nema um tvö stór- veldi að gera: Rússland og hina ensku þjóð. Þýzkaland, Frakkland, Austurríki, Ítalía yrðu þá smáveldi í samanburði við þessi tvö heimsveldi. Þau tvö mundu skipta heiminum á milli sín. Eins og nærri má geta er þetta styrkt með tölum og útreikningum. En hvað um það, þó &ð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.