Þjóðólfur - 17.04.1896, Blaðsíða 1
Árg. (60 »rkir) kostar 4 kr
Erlendis 5 krBorgist
fyrir 15. Jdli.
ÞJÓÐÓLFUE,
Urrsögn, bnndin vií 4r»m6t,
ógild nems koml tilðtgefsnds
fyrir 1. október.
XLYIII. árg. ReykjaTÍk, föstudaginn 17. apríl 1896.
Háskólamálið.
Af því að vér höfum heyrt og séð merki
þess í ræðu og riti, að ýmsir, sem á mál
þetta hafa minnzt, hafa annaðhvort mis-
skilið það algerlega, eða þá fært það á
verra veg viljandi eða óviljandi, þá virð-
ist ekki vanþörf á að skýra það dálítið
betur fyrir almenningi í heild sinni, en
gert hefur verið. Að vísu hefur dr. Jón
Porkelsson í Kaupm.höfn ritað áður vel og
ítarlega um mál þetta, og ungfrú Ólafía
Jóhannsdóttir mjög góða grein um það í
Ársriti kvennfélagsins í vetur, en þetta
mál er svo mikið stórmál og svo þýðingar-
mikið, að það verður að sýna þjóðinni fram
á, að hér er um ekkert „humbug" að ræða,
heldur mjög alvarlegt málefni, sem vert
er að íhuga vandlega, málefni, sem henni
er skylt að styðja af fremsta megni, ef
hún vill sjá sóma sinn og nefnast með
réttu „íslenzk“ þjóð.
I.
Þeir eru víst margir, er halda, að hug-
myndin um stofnun háskóla hér á landi
sé svo að segja glæný, og í fijótu bragði
getur sýnzt svo fyrir þeim, sem ekki eru
málinu kunnugir, en það er langt frá því,
að svo sé. Hún er í rauuinni 50 ára gömul,
þótt háskólanafnið sjálft megi ksllast nýtt.
Það er kunnugt, að árið 1845, á hinu
fyrsta endurreista alþingi íslendinga, kem-
uy íram bænarskrá tii þingsins með Jóni
Sigurðssyni frá 24 námsmönnum í Kaup-
mannahöfn pm „að settur verði þjóðskóli
á Islandi, sem veitt geti svo mikla mennt-
un sérhverri stétt, sem nægir þörfum þjóð-
arinnar . Þar 4tti meðal annars að kenna:
heimspeki, guðfræði, læknisfræði, lögfræði
og jaínframt gagnfra;ði. Það var því ekk-
ert smáræði, sem hér var fárið fram á, og
vér viljum biðja menn vel að gæta þess,
®ð það er einmitt þessi þjóðskólahugmynd
frá 1845, sem ekki að eins hinar ítrekuðu
bænir þjóðarinnar um lagaskóla eiga rót
sín» til að rekja, heldur einnig kröf-
ur vorar um háskóla, því á ííkan
hátt, eins og lagaskólamálið sérstaklega
komst í hreyfingu 1855, þá er hinn full-
komni þjóðskóli fékkst ekki, eins er nú
háskólamálið sérstaklega sprottið af því,
að hið minna — lagaskólinn hefur ekki
fengizt. Hér er að eins sá stigmunur, að
þá er þingið 1855 krafðist hins minna, þá
er hið meira fékkst ekki, það er að segja
lcekkaði kröfur sínar, þá höfum vér nú
aptur á móti síðan 1881 krafizt hins meira,
þá er hið minna fékkst ekki, þ. e. að segja
liækkað kröfur vorar í þessu máli, og þó
eru þær enn í raun og veru engu frekari
en 1845, þá er beðið var um þjóðskólann.
Þó varð árangurinn af þeirri beiðni betri
en ekki, því að 1847 var prestaskólinn
stofnaður, en læknaskólinn fékkst ekki fyr
en löngu síðar með lögum 11. febr. 1876,
þótt byrjað væri að kenna læknaefnum
áður.
En lagaskólinn — hann hefur ekki feng-
izt enn í dag, þótt beðið væri um hann á
hverju þingi frá 1855 til 1881, að Bene-
dikt Sveinsson bar fyrst fram frumvarp
um stofnun háskóla, er ekki fól annað í
sér en sameiningu þeirra æðri skóla, er
þá voru til, að viðbættri lagakennslustofn-
un. Frumvarpi þessu var vel tekið í neðri
deild, en svæft í nefnd í efri deildinni.
1883 var frumvarp þetta aptur borið fram,
en þá var nafninu breytt í „landsskóla“,
því þá þegar þótti sumum nafnið „háskóli"
of virðulegt. Þetta frumvarp var sam-
þykkt af þinginu. 1885 var frumvarp um
iandsskóla borið aptur upp, en var þá
fellt, og í þess stað komið með frumvarp
um lagaskóla, og aptur 1887 og þá sam-
þykkt af þinginu. 1889 er hvorki borið
upp frumv. um lagaskóla eða háskóla, og
hafði þó Þingvallafundurinn árið áður skor-
að á þingið að taka háskólamálið fyrir.
1891 var enn borið upp háskólafrumvarp
í neðri deild og samþykkt þar, en efri deild
felldi það, en skoraði á stjórnina að leggja
frumv. um lagaskóla fyrir næsta þing, en
þessu neitaði ráðgjafinn í bréfi 24. maí 1893
samkvæmt bréfi frá landshöfðingja 12. des.
1892, þar sem eindregið var lagt á móti
lagaskóla. Þá er þingið 1893 sá, að ekki
tjáði lengur að halda fram lagaskóla í
sama formi sem fyr, þá var loksins, þó
eptir harða rimmu, samþykkt frumvarp
um háskólastofnun, mjög likt frumvarpinu
frá 1881, nema að því leyti, að ekki var
ákveðið, hvar kennslan ætti fram að fara,
en eptir frumvarpinu 1881 átti hún að fara
fram í alþingishúsinu. Þessu frumv. var
Nr. 19.
synjað allrahæstrar staðfestingar niður-
skurðardaginn mikla 10. nóv. 1894. En
eigi mun synjun þessi verða rothögg máls-
ins, því það mun optar verða borið upp,
þótt eigi væri það gert á síðasta þingi, af
því að þá var snúið aptur að lagaskóla-
málinu enn einu sinni.
II.
Af þessu örstutta yfirliti yfir gang máls-
ins sést Ijóslega, að í kröfu vorri um há-
skóla felst fyrst og fremst krafa um laga-
skóla. Hann er aðalundirrótin, aðalhyrn-
ingarsteinninn í háskólanum, og myndar
hinn aðallega grundvöll hans ásamt prcsta-
skóla og læknaskóla. Hitt, sem hlaðið
verður utan um þessar þrjár aðaldeildir,
t. d. heimspeki og önnur vísindi, er kenna
skal á háskólanum, þá er stundir líða, er
að eins aukalegt. Það kemur svo framar-
lega til skoðunar, sem efni og aðrar kring-
umstæður leyfa, alveg á sama hátt, eins
og háskólar í öðrum löndum hafa byrjað
með fáum greinum í fyrstu, en fjölgað
þeim svo smátt og smátt. Kaupmanna-
hafnarháskólinn var fc. d. ekki mikilfeng-
legur í byrjuninni, þar voru að eins 3
kennarar í fyrstu, og það liðu svo nær-
fellt 2 aldir, að hann komst ekki í við-
unanlegt lag, og þótt ekki sé einhlítt nú
að miða við þann tíma, þá getum vér
sannarlega gert oss ánægða með háskóla,
þótt vér yrðum að bíða nokkuð lengi, þang-
að til hann kæmist í viðunanlegt horf.
Það er víst enginn, sem gerir sér í hugar-
lund, að vér getum sett hér á stofn há-
skóla, er standi jafnfætis háskólum annars-
staðar í Norðurálfunni, er flestir hafa stað-
ið um margar aldir. En er það þá rétt
álitið, að vér fyrir þær sakir eigum ekk-
ert um þetta að hugsa, aldrei að byrja á
því? Vér segjum nei og aptur nei. Ef
fylgja ætti þeirri reglu, að ráðast aldrei í
neitt, sem ekki gæti þegar í stað hlaupið
fram albrynjað eins og Míuerva úr höfði
Júpíters, þá væri varla unnt að stiga eitt
einasta spor á framfarabrautinni, og sam-
kvæmt því hefði t. d. aldrei átt að stofna
hér prestaskóla eða læknaskóla, eða yfir
höfuð nokkurn annan skóla, því að allar
þessar stofnanir hjá oss ern að meira eða
minna leyti ófullkomnar, og geta ekki öðru-
vísi verið samkv. ástæðum og staðháttum.