Þjóðólfur - 17.04.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.04.1896, Blaðsíða 3
75 áliti þeirra manna, er bezta þekkingu ættu á því að hafa, þótt full vissa sé ekki enn fyrir því fengin. I þessari stabhæfing um pestnæmi kláðans, svona alveg að ósönn- uðu máli, er einmitt sök eða yfirsjón kon- súlsins fólgin, og það getur hann aldrei úr skafið, þótt hann troðfylli heil númer af „ísafold" endanna á milli með afsök- unum og vífilengjum. Þetta biðjum vér menn vel að athuga. Svona löguð stað- hæfing frá fulltrúa ensku stjórnarinnar hér á landi, er ein út af fyrir sig (þótt engin „prívat“-bréf væru til!) auðvitað fullkom- lega nægileg til að gera stjórnina laf- hrædda, og knýja haua að vörmu spori til að banna allan fjárflutning héðan, því að hvað er eðlilegra, en að hún ímyndi sér, að þessi pestnæmi kláði, er konsúll- inn skýrir frá, sé samskonar eða jafn- voðalegur sem fjárkláðinn mikli 1875, og þá er engiu furða, þótt stjórnin kippi að sér hendinni og vilji vernda England fyrir slíkri landplágu. Að svo mæltu kveðjum vér konsúlinn, um leið og vér dirfumst að leggja það ó- hræddir undir úrskurð hiunar íslenzku þjóðar, hvorn okkar hún telur fremur mak- legan að setjast í gapastokkinn fyrir af- skiptin af þessu máli. Og lítt mun það gagna konsúlnum, þótt hann hjúfri sig hvað eptir annað undir handarkrika „ísa- foldar“-ritstjórans, því að piltur sá á fullt í fangi að halda sjálfum sér á floti í al- menningsálitinu, hvað þá heldur öðrum. Látinn er 10. þ. m. merkisbóndinn Hélgi Jónas Þbrarinsson í Rauðanesi á Mýrum (f. 26. júní 1845), sonur Þórarins próf. Kristjánssonar, er síðast var í Vatns- firði, og bróðir séra Kristjáns Eldjárns á Tjörn í Svarfaðardai. Hann var kvæntur Jórunni Jónsdóttur yfirsetukonu, og áttu þau ekki börn saman, en ólu upp mörg munaðarlaus börn. Helgi heit. var sæmd- armaður í hvívetna, vel viti borinn, skemmt- inn og glaðlyndur. Allalaust er enn að kalla má, hér að innanverðu við flóann, en dálítill reiting- ur í Garðsjó og þó mjög óverulegur. Eng- inn afli á Miðnesi og í Höfnum, að því er sagt er. Austanfjalls einnig kominn mjög lítill afli á þessari vertíð, nema í Þorlákshöfn, og þó misjafn þar. Útlitið í veiðistöðunum hér syðra er því mjög illt, og horfir til vandræða, ef ekki raknar því betur úr von bráðar. Hrukknun. Laugardaginn ll.'jþ. m. drukknuðu 2 menn af bát á^KolIafirði, á heimleið héðan úr Reykjavík upp á Kjalar- nes, Sigurjón Jónsson og Guðmunckir Ás- grímsson, báðir bændur í Saltvík. Hafði sést til bátsins af landi, er hann var að slaga sig þar upp að nesinu, en hvarf svo allt í einu. Veður var allhvasst, og hef- ur bátnum líklega hvolft við mikla ágjöf eður á annan hátt. Danska varðskipið „Heimdallur“ (yfirmaður Schwanenflugel) kom hingað í gær. Hafði lagt af stað frá Höfn 4. þ. m. Fer aptur héðan á mánudaginn (20. þ. m.) fyrst til Stykkishólms. Frá útlöndum bárust nokkur blöð með „Heimdal". Helztu tíðindi eru þau, að Englendingar og Egyptar hafa sent her- flokka gegn hinum ofstækisfullu Múha- meðstrúarmönnum í Súdan, er kenna sig við Mahdíann, sem Englendingar fyrrum áttu i höggi við, og fóru heldur halloka fyrir, misstu þar t. d. ágætismanninn Gor- don, og hafa enn ekki getað gleymt því. Þessir grimmdarseggir hafa nýlega gert sig líklega til að ráðast á Egyptaland annarsvegar og ítali hinsvegar, sem nú eru í mestu kröggum í Abessiníu eptir ófarirnar miklu fyrir Menelik konungi. Hafa því Englendingar hafið herferð þessa bæði til að verja Egyptaland, vernda ítali gegn Mahdíum og jafnframt til að hefna sín. Þykir sennilegt, að nú dragi til alvarlegra tíðinda þar suður frá. ít- alska þingið hefur sent þakkarávarp til Englands, og fullyrt er, að Vilhjáimur keisari hafi sent Salisbury bljúga aísökun fyrir frumhlaupshraðskeyti sitt til forset- ans í Transval, og sé mjög ánægður yfir þessu nýja fyrirtæki Englendinga. — Mælt er að ítalir vilji gjarnan semja frið við Menelik, og bjóðast til að sleppa öllu því, sem barizt hefur verið um og Menelik hef- ur krafizt um leið og þeir afsala sér öll- um kröfum til yfirráða í Abessiníu. En Húmbjartur konungur kvað ekki enn hafa viljað samþykkjast þessu, og vill ekki kalla herinn heim. Treystir líklega því, að Englendingar hjálpi sér gegn Menelik, en sú von bregst eflaust. — Uppreisnin á Kúba rekur hvorki né gengur, en hinn nýi aðalforingi Spánverja þar sýnir miklu meiri rögg af sér, en fyrirrennari hans. — Nú minnast blöðin ekki lengur á Nansen, og virðast þau hafa sprungið á honum. Er svo að sjá, sem allar fregn- irnar um fund norðurheimsskautsins og heimför hans, hafi reynzt hégóminn ein- ber og uppspuni eiun. — Mikið talað um ný furðuverk í sambandi við Röntgens- geislana. Meðal annars sagt, að tekizt hafi að sjá skrifaða bókstafi gegnum þykkt bréfumslag, en þess jafnframt getið til huggunar fyrir bréfritara, að ekki þurfi annað en vefja bréfið innan í silfurpappír, þá geti sjálfur Röntgen ekkert séð. — Um fjárflutningsbannið enska hefur ekkert frétzt frekara nú að þessu sinni. Snæfellnessýslu (Skógarströnd) 14 marz: „Það er ekki opt sem blöðin færa fréttir tir sýslu þessari og þvi leyfi eg mér að senda þér þessar línur Þjððólfur minn! og biðja þig að ótvega mér skiprtim hjá htisbónda þinum, því þú veist það bezt sjálfur, að eg hef optast hýst þig á hverju ári síðan á dögum Sveinbjarnar Hallgrimssonar, en eg man ekki hvað það var löngu eptir landnámstíð, því eg er nú bráðum hálfáttræður og farinn að verða minnislitill. — Fréttir eru hér þessar: að allt er stórslysalaust, heilsufar gott bæði á mönnum og skepnum, því þó bráðafárið hafi gert vart við sig, þá er það að eins á fáum kindum, og stöku bæ í samanburði við það i fyrra. Árgæzkan eins og allir vita í sumar og það sem af er vetrinum, líka fram yfir áramót, þá umhleypingasamt, eink- um á þorranum, og gæftaleysi við sjóinn, fiskilaust undir Jökli, en eptir síðustu fréttum einhver reit- ingur kominn nýlega. Hvergi er að frétta að fjár- kláða verði vart, og hafa þó almennar skoðanir fram farið eptir sýslumanns skipun, sein einnig hefur stránglega skipað fjárböðun í umdæmi sínu, sem þó er enn ekki verklega framkvæmt. Hann Lárus þykir hér röggsamt yfirvald og koma vel fram, siðan hann tók til starfa. „Pólitík" heyrist hér ekki nefnd, en misjafnt dæmt um alþingi í sumar; þó hef eg engan heyrt svo smásálarlegan, að blása í kaun, út af þessum krónum, sem það veitti Skúla, né heldur ámæla honum, þó hann vildi ekki missa dráttinn undan borði, hann ætti því betur að hlynna að málefnum fóstru sinnar, og þá er hann því betri drengur, sem betur er endurgoldið. Heldur þykjast sumir finna til óværu af öðru flóabiti: t. d. Fensmark, sem nti kvað lifa með fullu fjöri á fátækrasjóði í ísafjarðarkaupstað, svo ef hann næði aldri þeim,. sem sumir hlutu á dögum gamlatestamentisins, gæti það orðið allstór „summa“, að því meðtöldu, sem hann borðaði af landssjóði, já, og varð gott af (!!!). Hvað kemur til þess, að hann fær ekki eptirlaun líkt og sumir aðrir embættismenn? Nei, sveitarsjóðurinn er álitinn ramari á bragðið, þó hann Bje tekinn tir sama vasa. — Þá er að geta þess, að sumir aka sér út af einhverju lítilræði, sem „Sktilamálið11 tekur ór landssjóði, og þykir mörgum svíða meira undan þessu hvorutveggju, heldur en því, er þingið veitti Skúla. — Margir brosa að Þorláksmessu eða biskups-hneykslinu og þykir ritstj. ísaf. hafa gert sig lubbalegan, ef hann hefur sýnt kvæðið eða blaðið, sem það var ritað á, áður en það var sent til prentunar; þeir eru hársárir, sem ekki þola að hcyra svo græzkulaust gaman. Bn það er ekki svo gott, að binda fyrir kjaptinn á skáldunum og nú kunna margir hér „biskupshneykslið" utan að. — Illa bíta monn á brisið, ef fjárflutningsbannið nær hingað til lands, pöntunarfélögin komast þá í hann krappan. Torfi í Ólafsdal hefur nti boðað fund þann ‘24. þ. m. til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.