Þjóðólfur - 02.05.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.05.1896, Blaðsíða 2
86 allar sýslur á Rússlandi senda mann til krýningarinnar með brauð og yatn á silf- urdiskum. Og allir þjóðflokkar í hinu mikla ríki, frá Póllandi og austur á Kamt- schaka, norðan frá Bjarmalandi til Dunár- ósa, Kósakkar og Kirgisar, Tatarar og Tjelutsjar og hvað þeir heita, allir senda þeir gjafir og þegnlegar heillaóskir til „föð- ur vors, zarins“ á þessum hátíðardegi. Það hefur löngum verið sagt, aðstjórn- málamenn Rússa væru snjaliastir embætt- isbræðra sinna í Norðurálfunni, og sein- ustu atburðir benda líka á það. Eius og fyr hefur verið drepið á hér í blaðinu, lít- ur út fyrir, að þeir hafi bolað Japönum burt úr Kórea; þeir virtust þó sitja fast- ir eptir alla sigrana í fyrra. En það er álitið víst, að Rússar hafi hrifsað Kóreu úr höndum þeirra, og það orustulaust, að eins með undirróðri og brögðum. Ogí dag kemur sú fregn, að Kínverjar hafi gert þann samnig við þá, að þeir skuli hafa leyfi til að gera járnbrautir, leggja vegi, smíða hafnir, hafa herskip hvar sem þeir vilji í Kína. Það fylgdi þeirri fregn, að Kínastjórn hafi skuldbundið sig til að taka rússneska herforingja í sína þjónustu, og nota þá til að koma kínverska hernum á fastan fót. Allt þetta eigi að útgerast nú í vor, þegar Li-Hung-Sjang kemur til Rússlands. Hann er að vísu á leiðinni til Evrópu, en hvort hann undirskrifar þenn- an samning — það getur verið vafamál. Sé fregnin ósönn, þá sýnir hún samt, hverju menn búast við af Rússum, og hvað menn eru hræddir um. Og eitthvað er sjálfsagt satt í henni. í Armeníu sækjast Rússar líka á, og það er almannamál, að þeir ætli sér þann skika, áður en langt um líður, ef til vill, þegar grimd Tyrkja gengur svo úr hófi, að öllum sýnist allt annað betra en að þeir hafi yfirráð yfir henni lengur. — Fer- dínand Bolgarafursti er í Pétursborg sem stendur, og er þar vel tekið, enda er Stambulov dauður og Rússum opin leiðin að undirróðri í Búlgaríu. Þeir hafa lengi þráð að komast til Miklagarðs, enda lítur út fyrir, að þeir sæki þangað á tvo vegu, að sunnan og norðan. Öflugastir mótstöðumenn þessarar á- gengni Rússa hafa Bretar verið, þeir hafa hvað eptir annað sýnt, að þeim væri illa við, að Rússar kæmust í Miklagarð og nú í vetur seinast ætluðu þeir að gerast odd- vitar Evrópuþjóðanna bæði í Kína og Ar- meníu, en á báðum stöðunum varð ekkert úr aðgerðum þeirra, og öllum kemursam- an um, að Rússar hafi snúið þá af laginu í hvorttveggja skiptið. Bretar fengu líka um annað að hugsa — Yenezuela — og Transvaalhrinurnar; en hvað um það, al- mannarómurinn segir, að þeir hafi orðið undir fyrir Rússum. Nú ætla þeir að ná sér niðri, og festa sig í sessinum í Egypta- landi, hvernig sem það gengur nú; þeir eru ekki byrjaðir fyrir alvöru ennþá, og taka víst ekki til óspilltra máianna fyr en í sumar, þegar regntímanum er lokið. Sem stendur hafa þeir viðbúnað, leggja járnbrautir og búa lið sitt í efra hluta landsins. í Suðurafríku — þeim hluta lands, sem kennt er við Matdbela, og the chartered Company ræður fyrir — er allt í uppnámi. Það kom upp fjárkláði í Iandinu, og Eng- lendingar létu það boð út ganga, að niður skyldi skera, því reiddust Matabelar, og i staðinn fyrir að rífast og hefja blaðadeil- ur um það, eins og siðaðar þjóðir, þá hófu þeir uppreisn. Þar hefur ekkert gerzt sögulegt ennþá, og sjálfsagt endar þetta þannig, að Englendingar brytja niður bæði uppreisnarmennina og féð. Heima fyrir stendur stríðið um skóla- mál. Stjórnin hefur lagt fyrir þingið frum- varp, sem fer fram á að auka vald klerka og auðugra jarðeigenda yfir alþýðu- og barnaskólum, en frjálslyndir menn standa fast í móti, og jafnvel sumir af „Unionist- um“, liðumChamberlains, sambandsmönnum Torya og stjórnarinnar, hafa hafið herskjöld gegn því. Um 14,000 skólakennara hafa mótmælt því. Frakkland stendur með Bússum, eins og kunn- ugt er, og styður þeirra pólitík; það er bvo að Bjá, sem Bretar hafl ekki haft neitt af þeim eptir gauraganginn út af keisarakveðjunni, og þó gerðu þeir hvað þeir gátu til þess að vingast við þá. Það er eins og menn trúi illa Jóni Bola, og sjálf- ur sagði hann í vetur, þegar hæst lét í kringum hann, að hann gæti verið kunningi þjóðanna á meginlandinu, en að gera samband við þær — það dytti honum aldrei í hug. Hann hefur líka orðið að standa einn i vetur gagnvart Rússum, og orðið að hopa fyrir þeim, meðal annars af því, að Frakk- ar studdu þá. Heima á Frakklandi siturBurgeis ráðherra .með sína sveit, fastari í sessi en nokkurn tíma áður. Efri deild (Senatið, öldungadeildin) hefur hvað ept- ir annað lýst því yfir, að hún beri ekki traust til ráðaneytisins, en hann hefur neðri deild með sér og situr kyr, hvað sem öldungadeildin segir. Er nú enginn maður jafnfrægur á Frakklandi, sem hann, og þykir öllum hann furðu kænn og sniðug- ur. Og það er ekki að efa, að hann kann mjög vel tökin á þinginu, og er héðan af sjálfsagður höfðingi hinna „rauðu“. — Nú sem stendur er hlé á sókninui, en hráðum hefst hún á ný, og þá nm tekjuskattinn. Þykir mönnum vanséð, hversu fara muni, og líklegast, að sundurlyndið milli deildanna aukist, og striðið komi tii að standa um, hvort afnema skuli öldungadeildina eða ekki. Diinmörk. Þingið kom saman aptur eptirpásk- ana, til þess að gera út um skólafrumvarpið. Og úrslitin urðu þau, að ekki gekk saman með deild- unum. Þeim kom ekki saman um 5 atriði; neðri deild slakaði til i 4, til þess að reyna að bjarga málinu, en efri deild vildi hafa sitt mál fram að öllu leyti og hvergi slaka til, svo að frumvarpið er sjálfsagt úr sögunni. Þetta eina atriði, sem málið strandaði á, var þetta: að hægri menn vildu breyta gildandi lögum á þá leið, að klerkar hefðu meiri áhrif á skólana eptir en áður — eins og menn sjá, sama atriðið sem frjálslyndir menn eru að berjast á móti í Englandi. Hér í landi höfðu skólakennarar skorað á fólksþingið, að gefa eptir þessi 4 atriði, en ef landsþingið ætti að hafa 5. atriðið í gegn, þá kærðu þeir sig ekki um neina launahækkun, né annan hagnað, sem þeir hefðu af að frv. kæmist í gegn. lngerslev ráðgjafl varð bráðkvaddur í gær- kveldi. Hann var ekki eingöngu verzlunarráðgjafi, heldur líka æzti ráðamaður yfir þeim störfum rík- isins, sem „tekniska11 þekkingu þarf til (járnbraut- um, gufuferjum o. s. frv.) eða eins konar viðskipta- og samgangnastjóri. — Ingerslev tók við innan- ríkismálum 1885 eptir Hilmar Finsou; var veikur hin síðustu árin og í hitteð fyrra var embættinu skipt í tvennt. Hann var hægrimaður, en fús til málamiðlunar, vinnumaður mikill og árvakur, þótt- ist einn allt vita, ef í það fór, en var þó vei liðinn yfir höfuð. Ekki var hann kallaður vitur maður né mikill skörungur og þó mætajvel að sér í sinni mennt. Blöðin segja: „Svækkelse" á hinu veika ráða- neyti R. Thotts. — Innanríkisráðgjafinn hefur tekið við embættinu og gegnir því fyrst um sinn. 22/4. Látinn er Sofus Tromliolt, sá sem heima var, vel þekktur um öll Norðurlönd af tíðum ferð- um og fyrirlestrum um stjörnur og himinljós. Er kallaður gáfumaður að uppruna, en orðið lítið úr þeim. Kallaður undarlegur í skapi og síóánægður með sjálfan sig. Hann gaf út bók eptir íslands- förina: „Under Nordl. Straale", og þótti allmerkileg. Barón Hirsch, hinn nafntogaði auðmaður af ísrael, sem keypti land i Ameríku handa öyðing- um, þegar þeir voru reknir úr Rússlandi, og studdi þá með stórfé, — er dauður. Hann græddi fé sitt á því, að leggja járnbrautir í Tyrklandi. Leon Say, franskur stjóinmálamaður, er dauður. Kunnur af mótstöðu gegn tollum. Fjármálaráðgj. 1872—3, þegar Frakkar guldu Þjóðverjum hinn geysilega herkostnað, og frægur siðan. Brezka fjárflutningsbanniö er ekki útkljáð enntil fullnustu. Er eigi talið alveg vonlaust um, að ísland verði undanþegið banninu, enda hafa verið gerð- ar ýmsar tilraunir til, að sveigja þingið til tilslökunar, að því er ísland snerti. Bæði hafa þeir Zöllner & Vídalín gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið, og Schierbeck verið sendur til Englands til vitnisburðar og nú síðast hofur landi vor meistari Eirík-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.