Þjóðólfur - 02.05.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.05.1896, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendie 5 kr.— Borgiat fyrir 15. Júli. ÞJÖÐÖLPUE. Uppiögn, bnndln vlt iramöt, óglld nem» komitlldtgefanda tyrir 1. október. XLYIII. árg. Enn um „Vestu“. Farstjórinn hr. D. Thomsen hefur ritað ítarlega skýrsiu i „Stefniu um slys þetta og þær ráðstafanir, er hann hafði í hyggju að gera því viðvíkjandi. Eru aðalatriði þeirrar skýrslu að mestu áður kunn, og virðist því óþarft að birta hana í heilu lagi. En dálitinn kafla úr henni setjum vér þó hér til að sýna, hvernig farstjórinn sjálfur hefur litið á þetta mál. Hann segir meðal annars svo: „Aðalástæðan fyrir slysi þessu er, eptir áliti hinna lögskipuðu skoðunarmanna, ekki fór skipsins gegnum ísinn, heldur gamlir gallar, sem voru á stýrinu. Skipið var skoðað í Kaupmannahöfn á löglegan hátt, áður en það lagði í haf, en helzti gallinn á stýrinu var á þeim stað, er skoðunarmennirnir komust ekki að. Skipið er að öðru leyti svo einstaklega vel út búið, og liggur því næst að skoða galla þessa, sem mjög óheppilega vangá, sem líklega hefur orðið við aðgerð þá á skipinu, sem fór fram fyrir tveim árum. Gufuskipafélagið hefur hingað til haft þann bezta orðstýr fyrir að halda skipum sínum í góðri reglu, og eru skip þess al- staðar álitin sérlega vönduð. Það ætti því ekki að geta átt sér stað, að félagsstjórn- in hafi haft nokkra vitneskju um galla þennan, en eigi er það þó alveg óhugsandi, aö hér sé ef til vill að ræða um óvand- virkni einhversstaðar, en það mun sannast á sínum tima. gf av0 er. þarf rettur hlut- aðeigandi að fa hlífðarlausa hegningu, hver sem í hlut á. Sýslumaðurinn hér hefur sýnt mikla at- orku í uiáli þessu og haldið hvert prófið á fætur öðru til þess að fá nákvæma lýs- ingu af styrinu og skemmdunum á því, og hef eg einnig lagt ýmsar spurilingar fyrjr skoðunarmennina til ítarlegrar skýringar á málinu. Einnig mun eg gera allt það, sem í inínu valdi stendur, til þess að fjárskaði sá, sem af þessu leiðir, verði bættur svo freklega sem kostur er á. öufuskipafélagið hefur skriflega á- byrgzt, að skipið væri í alla staði vel út búið og vel sjófært, og ber því félaginu Keykjavík, laugardaginn 2. maí 1896. að mínu áliti að borga peningatap það, sem stafar af því, að skipið gat ekki full- nægt þessum skilmálum. En óhugsandi þykir mér, að hægt sé að koma fram ábyrgð á móti ráðaneytinu í Kaupm.höfn, sem ásamt mér hefur undir- skrifað samninginn, né móti mér persónu- lega. Það hefur verið gætt allrar varúðar við leiguna, sem hægt var, en eigi er mögu- legt að vara sig á þeim göllum, er skoð- unarmenn geta ekki orðið varir við. í peningalegu tilliti ætti slys þetta ekki að verða eimskipaútgerð hinnar íslenzku landstjórnar að miklu tjóni, en þsð þykir mér sárast, að landar allir hver um sig geta haft mikinn skaða af því, að skipið komi ekki á þeim tíma, sem þeir hafa bú- izt við og hagað ráðstöfunum sínum eptir“. Prófin, sem haldin voru á Akureyri á- hrærandi óhapp þetta, hefur farstjórinn látið prenta, og sést af þeim, að hinir skip- uðu skoðunarmenn (járnsmiðirnir Jósep Jó- hannesson og Sigurður Sigurðsson og Snorri Jónsson skipasmiður) hafa borið það fyrir rétti, að stýrið hafi verið gamalbrotið, verið svo soðið saman aptur og á annan hátt skóbætt, en hroðvirknislega, og járnið í stýrinu yflr höfuð mjög lélegt. Auk þess voru stýriskrókarnir svo langir, að þeir komust ekki upp úr lykkjunum, þá er stýrið var komið svo hátt, sem unnt var að lypta því, og kváðu skoðunarmennirnir það mjög óvenjulegan útbúnað, Kom skoð- unarmönnum og skipverjum saman um, að eigi væri unnt, að gera við stýrið á ann- an hátt, en að setja járnspengur yfir það þvert og festa í þær járnhlekki, svo að stýrt yrði með hjóltaugum. Og þessi við- gerð reyndist viðunanleg, þá er „Vesta“ brá sér dálítinn kipp út í fjörðinn til reynslu eptir viðgerðina. Þess hefur verið áður getið, að viðgerð- in á stýrinu hafi kostað 2000 kr., og þótt auðvitað hátt sett, en eptir því sem kunn- ugir menn hafa skýrt frá, mun einnig hafa verið fólginn í þessari upphæð sá kostnaður, er leiddi af ítrekuðum tilraunum til að lypta stýrinu af, og til þess gekk langur tími með allmiklum mannafla, svo að upp- hæð þessi hefur að líkindnm eigi verið neitt ósanngjörn. Nr. 22. Með „Laura" í fyrra dag komu nánari fregnir um „Vestu". Hún lagði af stað frá Akureyri ásamt „Agli“ eins og ákveðið var 14. f. m., en komst ekki fyrir Langa- nes sakir íss, og urðu bæði skipin að hverfa aptur til Hríseyjar. Lagði „Vesta" aptur af stað þaðan 19. f. m. og gekk þá allt vel, en „Egill“ dróst aptur úr. Kom „Vesta“ þá eigi við á Seyðisflrði til að tefja ekki ferðina, kom snöggvast við í Færeyjum (á Trangisvog) og Iét eitthvað gera við stýrisumbúnaðinn, er farinn var eitthvað lítið eitt að bila, hélt svo áfram ferðinni og kom til Leith 24. f. m. Er ætlazt til, að hún leggi af stað frá Höfn 1. júní, og taki þá 3. ferðina samkvæmt hinni upphaflegu ferðaáætlun. En til að fara 2. ferð „Vestu“ hefur Thor. Tulinius stórkaupm. leigt skip, er „Otra“ nefnist, hjá Chr. Salvesen norskum kaupmanni í Leith; átti það að fara frá Höfn 26. f. m., og ætti því að koma hingað að 2—3 dög- um liðnum. Ennfremur kvað „Egill“ vera væntan- legur hingað innan skamms norðan og vestan um land með vörurnar úr „Vestu". Má telja mjög vel farið, úr því sem komið var, að ferðir þessar geta komizt svo fljótt í samt lag aptur, eins og nú er útlit fyrir. Útlendar fróttir. Kaupmannahöfn 21. aprll. Kússland. Keisarakrýningin fer í hönd. Hún á að fara fram í gamla höfuðstaðn- um, hinni turngullnu Moskva. Viðbúnað- urinn hefur staðið yfir í meir en ár, og ekkert verið tilsparað, er ætla mátti að gæti gert athöfnina veglegri og rausnar- legri. Eins og menn vita, getur keisar- inn sótt peninga í landssjóðinn, þegar hon- um liggur á, eða þegar hann vill, svo það má nærri geta, að hann vantar ekki skild- inginn. Menn þykjast sjá fram á það, að krýningin muni kosta svo tugum miljóna skipti, og af því fé gengur ekki lítill hluti til að vernda líf keisarans fyrir þeguun- um. En jafnframt því hafa þegnarnir viður- búnað mikinn, safna fé til þess að gefa keisaranum, enda er það gamall siður, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.