Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 1
irg, (60 arkir) kostar 4 kr, Krlendis 5 kr.-Borgi«t fyrir 15. J411, Upr«8gn, fcnndin vi# 4ram6t, ógild nema komltillitgefanda lyrir 1. októfcer. ÞJÖÐÓLFU lí. XLVIII. árg. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 2. júni. Krýningin. Eins og lög gera ráð fyrir hafa öll blöð verið full af frásögnum um alla þá dýrð og viðhöfn, sem voru samfara keisarakrýningunni í Moskva. Hér er ekki rúm nema fyrir lítið eitt af öllu því máli. Aðalhátíðin var 26. maí. Vikan á und- an gekk til undirbúnings, aðflutninga her- manna og löggæzluliðs, ráðagerða um til- högun á öllu saman o. s. frv. Þá fastaði keisarinn og þá fór Moskva í sparifötin. Þá streymdi að aðallinn og biskupar hvaðan- æfa úr hinu mikla ríki, æztu menn úr her og flota, sendimenn frá stéttum og héruð- um, sendiherrar frá öllum löndum; þarvar Li-Hung-Sjang frá Kína, konungasynir, þar var Friðrik Danaprinz og margt annað stórmenni. — Frá hinni miklu keisarahöll íKreml er gerð brú, 2 álna há og 10 álna breið, klædd purpura, til dómkirkjunnar í Moskva. í sjálfri höllinni safnast saraan allt stór- menni Rússlands og tignir aðkomumenn, sem eiga að vera við krýninguna. í miðri höllinni eru 2 hásæti, sett gulli og gim- steinum; þangað eru 10 tröppur upp að ganga, og gylltar grindur í kring. Þar sezt keisari og drottning hans, en öll höll- in er skipuð tignu fólki, konum í fornum rússneskum búnaði, og körlum í einkenn- isbúningi. Þar voru prestar og biskupar næstir hásætinu, í hvítum og svörtum bún- ingum, með mítur, sett perlum og gim- steinum. — A tilteknum tíma gaf keisar- inn merki, og skrúðgangan hófst. Fyrstir fóru ýmsir embættismonn við hirðina, þá hershöfðingjar, og báru sumir öndvegis- liimininu, on aðrir sessuruar, öndvegissúl- urnar og annað slíkt, þá kammerjunkarar og — herrar, marskálkar og yfirmarskálk- ar. Þá kom keisari og kona hans. Hún var í hvítu silki, silfurofnu, fór laushár og Haut hárið um herðarnar. Næst þeim fór foringi fyrir lífverðinum með alvæpni og brugðið sverð. Þá hver að öðrum, sendi- menn og embættismenn, Kósakkar og rnargir aðrir — yfir tvær þúsundir manna. En er fylkingin steig á brúna, skein sólin, og segja blöðin, að þá hafi verið því líkast, sem hverjum manni hefði verið sökkt í Reykjavík, föstudaglnn 12. júní 1896. bráðið gull; kirkjuklukkurnar glumdu og húrrahrópin og fallbyssuskotin. í dómkirkjunni var hásæti reist gegnt altarinu, þar settust hjónin. Biskupinn úr Kænugörðum gekk fyrir þau, og skoraði á keisarann að segja fram trúarjátninguna; Nikulás keisari þuldi hana hárri röddu. Þá var borin fram krýningarskikkjan, og keisarinn færður í hana, þá tók hann kór- ónuna, af glóandi gulli og gimsteinum, og setti á höfuð sér, þá tók hann ríkiseplið og veldissprotann og settist í hásæti, en klukknahljómur og fallbyssuskot boðuðu lýðnum, að nú væri keisarinn krýndur. Hann stóð strax upp aptur, lagði af sér epli og sprota, tók af sér kórónuna, bar hana að enni drottningarinnar, og setti hana síðan upp aptur. Siðan var drottn- ing vígð á sama hátt, nema að keisarinn setti á hana kórónuna. Þá settust þau í hásæti undir sálmasöng. Nú var hin heilaga smurning eptir. Keisarinn er smurður á enni, augu, munn, brjóst og hendur með hinni heilögu olíu; drottningin að eins á ennið. Þegar það var búið, hvarf keisarinn inn í það allra- helgasta og meðtók altarissakramentið, að því búnu settist hann í hásætið hjá drottn- ingunni. Þá var það seinasta eptir: keisarinn féll á kné, en allir aðrir stóðu —: þaðátti að tákna kristilega auðmýkt; þegar hann stóð upp, féll allur mannfjöldinn á kné—: það átti að tákna viðurkenningu um, að hann væri æztur maður yfir kirkju og ríki á Rússlandi. Seinna um kveldið var Moskva ljósum prýdd, og hafði það verið fögur sjón, að sjá raflogin á hinum gullnu hvelfingum í Kreral. En sögunni er ekki með öllu lokið. Þessari glæsilegu og dýrðiegu krýningu fylgdu voðaleg eptirköst. Á víðum völlum fyrir utan Moskva átti að gefa alþýðufólki gjafir: blikkbolla með fangamarki keisarans, kökubita, bjúga og bjór; þar að auki átti að skemmtaþví með leikjum og hljóðfæraslætti. Þeg- ar þetta heyrðist streymdi þangað múgur og margmenni daginn áður, og lá á völl- unum um nóttina. Kl. 5 um morguninn Nr. 29. tók lýðurinn að streyma þangað úr borg- inni, og segja menn að þar væri saman- kominn um 400,000 manns. Hundrað manns voru settir til að afhenda gjafirn- ar, og sérstakt lögreglulið var sent út þangað. Fyrir framan gjafabúðirnar var djúpur skurður. Vagnar fóru í gegnum mannfjöldann í sólarupprás, fullir af ýmsum hlutum. Þeir sem með fóru urðu hræddir, köstuðu út því sem þeir höfðu meðferðis — og voru þegar troðnir undir. Sem eldur í sinu fór sú fregn, að nú væri byrjað að skipta gjöfunum; allir geystust til tjaldanna, þeir sem fjarri voru ýttu þeim, sem fyrir þeim voru, þeir lirundu aptur frá sér, og nú varð geysiþröng. Lög- gæzluliðið réði ekki við neitt og sendi ept- ir hjálp. Þeim semnæstir stóðu gryfjunni var hrundið í hana, og tróðst múgurinn yfir á mannabúkum. Þá var óp og vein um alla völluna og orrahríð, því að hver barðist fyrir Iífi sínu. En er þröngin barst að búðunum, brotnuðu veggirnir og féll þar fjöldi manns, þar var löggæzlumaður á hesti og tróðst undir bæði hestur og maður. í þeirri svipan kom Kósakkasveit og reið í mannfjöldann, og varð hlé á. En er múgurinn sá vegsummerki og vitkaðist svo að hann fann blóðlyktina, trylltust margir af ótta og flýðu sem fætur tog- uðu, en aðrir tíndu upp bein hinna hel- troðnu, og könnuðu valinn, þar lágu um 3000 manna dauðir eða limlestir, eptir því sem yfirvöldin segja. Líklega eru þeir langtum fleiri. Þeir verða jarðaðir á kostnað keisar- ans, og hvert bú, sem misst hefur fyrir- vinnu sína fær 1000 rúblur. Löggæzlustjórinn reyudi að ráða sér bana. Keisarinn fór og leit yfir valinn, og grét. Allir góðir menn fylltust sorg og meðaumkvun en hjátrúarfullur lýðurinn ótta og skelfingu og ætlar þetta fyrirboða stórra tíðinda. Þar sem krýningardýrðin stóð, fer líkfylgd og 1300 svartar kistur innan fárra daga. Samsærl með írum. Það hefur kvis- azt, að Feniar séu komnir á kreik, og ætli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.