Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 3
115 i gildru. Honum er ekki hægt að búa til ný lög um botnvörpuveiðarnar, en lionum ætti að vera hugleikið, að þeim aumingja lögum, sem til eru um það efni, sé rækilega fylgt. Eða hafa Álptnesingar og aðrir rétt tii að vera í skipum þessum nætur og daga? Getur sóttnæmi ekki flutzt þannig frá þeim til landsins ? Eða hverjir læknar hafa skoðað heilbrigðisástand á meðal þeirra? Eg hef ennþá hvergi séð það auglýst, að búið væri að útrýma „fransós“ (,,syphilis“) úr Evrópu, og þó ekki væru aðrir næmir sjúkdómar á meðal botnvörpuveiðaranna, þá er það nóg. Það vantar nú ekki annað, en landsmenn sæktu þessa voðaveiki vestur á Svið, í staðinn fyrir það, að þessir spillvirkjar eyðileggja þar allar fiskiveiðar okkar(!), því karl- menn geta sýkzt af „fransós“ án þess að koma nærri kvennmanni. Tillaga okkar hér er þessi, og væntum við, að herra landshöfðinginn verði með okkur í því: að fara þess á leit við ensku stjórnina, að hún afnemi þetta veiðarfæri (botnvörpurnar). Eða getur danska stjórn- in ekki með iögum bannað þetta veiðar- færi við ísland? Getur þingið ekki bannað það veiðarfæri líka hér umhverfis landið, þar sem einhver liiun mesti voði og fyrirsjáanlegur manndauði fleiri þúsund landsbúa stafar frá, ef þessar aðfarir halda áfram framvegis umhverfis strendur lands- ins ? En takist ekki að leiða athygli ensku stjórnarinnar, að þessari áskorun okkar, að afnema þetta marg-umtalaða veiðarfæri, getur þá þingið ekki samkvæmt beiðni landsmanna stækkað landhelgina 10, 20 eða 30 mílur frá yztu annnesjum? Með því væri þó mikið unnið. Eg hætti nú í þetta skipti og bíð á- tekta, að eitthvað verði reynt að sporua gegn slíkum voða, sem er komiun í dyrn- ar, og inn í hýbýli manna hér umhverfis Faxaflóa, og útlit fyrir, að framhald verði á, só ekki einhver bót á ráðin svo fljótt, sem unnt er. Það ætti að vera verka- hringur landsstjórnar okkar, að vera sam- taka með að gera allt, sem hún framast megnar að gera í þá áttina, því ekki missir landssjóður svo lítils í, ef „FIóinn“ yrði eyddur að íslenzkum fiskiföngum, þar sem útflutningstollurinn reunur í landssjóð af fiski, lýsi, sundmaga og gotu (já, vís- dómslega niðurraðað: fjórir tollar af sömu skepnunni (11). §vo bætist ofan á, að kaup- menn hér í kring hætta að flytja vörurn- ar, þegar ekkert er fyrir þær að láta, og þá hverfur líka tollaða varan til lands- sjóðsins, meir að segja húu hverfur fyr en vörurnar. Landstjórnin er vinnumaður land- sjóðsins, því hann mjólkar henni mánaðar- dropanum, en hætti fleiri þúsundir manna, vegna efnaskorts, að mjólka í landssjóð- inn, þá getur hann ekki heldur staðið sig við að mjólka frá sér í embættismennina. En að líkindum unir landsstjórnin ekki við, að tóra við sult og seyru, eins og yfirborðið af innbúum hér við Flóann nú gerir. Áreiðanlegt er það, að vorið nú hefði orðið aflasamt hér, ef þessir morðvargar væru ekki hér á beztu flskimiðum, sem verið hafa frá alda öðli, fyrir 7 hreppa, og sleppi eg þó syðsta hluta Rosmhvala- ness og Mýrahreppunum, sem opt hafa aflað á vorin; ennfremur hafa Kjósar- og Mosfellshreppar haft óbeinlínis mjög mikil not af afla í flóauum. Að endingu verður nú að gera það í fjörbrotunum, sem hægt er að gera, já, og þó ekki sé eða verði hægt að gera það. Hvorki landsstjórnin né við ættum að Iáta eptirkomendurnar segja um okkur, eins og Þórir viðleggur sagði forðum: „Setið er nú meðan sætt er“, og Þorgríma galdrakinn: „Verið er nú meðan vært er“, eða Þóroddur bóndi: „Fátt hygg eg hér friðar, enda flýjum nú allir“. En að þess- um boðum er að bera og er þegar borið, nema bráðlega sé úr ráðið. Og að end- ingu skora eg á alla skynsama menn, að láta til sín heyra í dagblóðum okkar, um þetta voðalega efni, sem hér um ræðir. Sjónarhðl, 27. maí 1896. L. Pálsson. * * * Fáeinar athugasemdir við grein þessa koma í næeta blaði. Ritstj. Laudssjóðsskipið „Yesta“ (kapt. Corfitzon) kom hingað aðfaranóttina 10. þ. m., og með því 56 farþ., þar á meðal farstjórinn sjálfur D. Thomsen, frk. Ágíista Hallgrímsdóttir (biskups), frk. Valgerður Zoega, frk. Elisabet Árnadóttir (frá Chicago), kaupmennirnir J. Vidalín og frú hans, H. Th. A. Thomsen, H. Bryde, Lefolii frá Eyrarbakka, 0. Olavsen frá Kefla- vík, dr. Þorvaldur Thoroddsen (til rannsóknarferða hér um land), cand. mag. Bogi Melsteð, cand. jur. Steingrímur Jónsson, Ólafur Haukur Benediktsson, stúdentaruir Ágúst Bjarnason, Jón Kunólfsson og Knud Zimsen, Torfi Magnússon frá Chicago og kona hans, alkomin hingað, Englendingurinn Howell, sem gekk upp á Öræfajökul hérna um árið, Vaug- han brúarsmiður (frá Newcastle) o. fi. í fyrradag bauð farstjóri allmörgum bæjarbúum út á skipið til að skoða það, og mun öllum hafa litizt mjög vel á það, enda er það hið vandaðasta að öllum frágangi og útbúnaður hinn bezti. Far- stjóri mælti fyrir minni alþingis og Árni Thorsteins- son landfógeti fyrir minni farstjóra og þessa nýja fyrirtækis, landssjóðsútgerðarinnar. Vesta lagði aptur af staðhéðaní gæraustur um land á hringferð sína. Landsbankinn hefur nú keypt húseign og lóð P. C. Knudtzons verzlunar hér í bænum fyrir 25,000 kr., og er í ráði að þar verði meðal annars reist hús handa bankanum. Eru kaup þessi einkar hag- feld og heppileg á jafn hentugum og góðum stað i bænum. Hin biksvarta, fornfálega girðing norðan- vert við Austurstræti, verður að minnsta kosti ekki bænum lengi til vanvirðu og óprýði úr þessu. Hafi bankastjörinn þökk fyrir þau kaup. Fjárffutningsbaunið var um það leyti sam- þykkt til fullnustu í enska parlamentinu þá er Vesta fór frá Englandi. Hafði máli þessu verið hraðað meir upp á siðkastið en menn bjuggust við. Breytingartillaga þeirra Bryce o. fl. um að þiggja ísland undan banni þessu, var felld eptir allharð- ar umræður með 105 atkv. gegn 42. Er þvi öll von úti um nokkra linun fyrir íslands hönd. Eigi ætla menn þó, að lögin verði látin ganga í gildi fyr en 1. nóv. þ. á., svo útflutningur fjár héðan af landi getur orðið næsta haust, og er það auðvitað betra en ekki, þótt skammgóður vermir sé. Eptir- leiðis hafa þeir Zöllner & Vídalín í hyggju að flytja að eins vænstu sauði héðan, slátra þeim á Eng- landi í lendingarhöfn, og selja kjötið nýtt, en geyma í frystikúsum það er eigi selst jafnharðan. Virð- ist það fyrirkomulag vera hið eina tiltækilega, ept- ir því sem nú hagar til og áhættuminnst, enda til mikilla bóta. Lausn frá embætti hefur Einar Thorlacius sýslumaður i Norðurmúlasýslu loksins fengið en auðvitað með eptirlaunum. Dannebrogsmenn eru orðnir bændurnir: Árni Jónsson á Þverá í Hallárdal, Ingimundur Eiríksson á Rofabæ í Meðallandi og Þórður Þórðarson á Bauðkollsstöðum. Próf í dýrahjáikrunarfræði við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannaböfn hefur tekið Magnús Einarsson með 1. einkunn. Hitt dýralæknisefnið Karl Nikulásson hefur eigi enn lokið prófi. Látinn er i Ameríku Pórðwr Magnússon, er fyr bjó í Hattardal vestra og var þingmaður ísfirðinga 1881, 88 og 85. Eigi þótti mikið að honum kveða á þingi, en ýmsir munu kannast við nafn kans af Þórðar sögu Geirmundarsonar. Næsta blað Þjóðólfs (aukablað) kemur út á þriðjudaginn. ( Reykjavíkur Apotheki fæst: Kreolin til fjárböðunar eptir dýralæknis dr. Brulands fyrirsögn. Nýjar sprautur (ekki með belg) til að bólusetja kindur með við bráðapest, á 7 kr. Brúkuö íslenzk frímerki kaupir undirskrifaður afar-háu verði. Finnbogi G. Lárusson utanbúöarmaður við verzl. „Edinborg" i Rvik. Týnzt hefur frá Laxnesi í Mosfellssveit þ. 5. þ. mán. brúnn reiðhestur, alinn, fallogur og fjörug- ur, 8 vetra gamall, aljárnaður, nýlega kominu norð- an úr Skagafirði. Mark heilrifað vinstra. Finn- andi er beðinn að koma hesti þessum hið fyrsta gegn sanngjarnri þóknun til Páls Vídalíns í Lax- nesi eða Jóns JakobBsonar i Landakotivið Beykja- vik. Komi hesturinn fyrir norður i landi, er finn- j andi beðinn að koma honum til Þorvaldar bónda. Arasen á Viðimýri í Skagaiirði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.