Þjóðólfur - 19.06.1896, Síða 2

Þjóðólfur - 19.06.1896, Síða 2
122 stakan og aðra því frelsi, að geta gengið inn í söfnuð þennan, nema þá. að fá prest- inn að nýju staðfestan fyrir sig. En það er ekki trúleg tilgáta, því sú aðferð væri nokkuð nýmóðinsleg, og ekki vel samboð- in þessum tíma, enda mætti þá segja, að skörin væri sett upp í bekkinn. En hvað sem svo því líður, er vonandi, að þessi rekstur geti orðið til þess, að næsta alþing taki utanþjóðkirkjumálið til alvarlegrar íhugunar. Það er undarlegt, að kirkjustjórnin ís- lenzka skuli með tillögum sínum vera að streitast við að spyrna á móti broddunum, hvað kirkjulegar hreyfingar snertir. Hún má þó vita, að hið kirkjulega líf innan vebanda hennar ber víðast hvar auðsæ apturfara- og dauðamerki á sér, jafnvel rotnunar. Og hvaða meining er þá fyrir kirkjustjórnina, að bregða fæti fyrir þá menn, sem vakandi eru og vilja eitthvað leggja í sölurnar tii að hrista alveg af sér svefnmókið í skauti þjóðkirkjunnar ? Ritað í apríl 1896. Austfirðingur. Póstvanskil. Það virðist svo, að vanskil á póstflutn- ingi séu orðin nokkuð tíð hér á landi, einkum hin síðari árin, og lítur út fyrir, að sá, eða þeir, sem þeim vanskilum valda á leiðinni milli Reykjavíkur og Borga í Hornafirði, séu orðnir nokkuð æfðir í list- inni, þar sem peningasendingum er stolið svo þráfalt. En þó að aðrar sendingar vanti, sem minna kveður að, þá mun sjaldn- ast vera skýrt frá því opinberlega. Þó að ekki séu í stórum stýl þau van- skil, sem eg hef orðið fyrir, þykir mér samt rétt að geta þeirra hér. Samkvæmt útsendingaskrá frá hr. Sigfúsi Eymundssyni í Reykjavík, 30. nóv. síðastl., sendi hann mér 10 eintök „Vestur-íslend- ingafyrirl.“, hvert á 30 a. Með 2. póstferð þ. á. sendi herra Sigurður Kristjánsson í Reykjavík mér 10 seðlaumslög. Ekkert af þessu hefur komizt til skila. Eg skrif- aði póstafgreiðslumanninum á Prestsbakka — séra Bjarna Þórarinssyni — frá þessum vanskilum, og sagðist hann ekkert geta upplýst mig um það. — Sumarið 1892 tapaði eg 2 sálmabókum, hvorri á 3 kr., og veturinn næBta eptir tapaði eg 8 lærdóms- kverum Helga Hálfdánarsonar, hvert á 60 aura, og 3 Þjóðv.fél.-AImanökum, hvert á 65 au. Kverin og Almanökin áttu að vera í einum pakka. Þessar síðasttöldu bækur kostuðu 12 kr. 75 au., og með burðargjaldi — sem eg einnig varð að borga — 13 kr. 71 eyri. Allt þetta framangreinda var sent í krossbandi. Eins og kunnugt er, þá eru krossbands-sendingar aldrei skrif- aðar á póstsendingaskrár þær, sem ganga milli póstafgreiðslu- og bréfhirðingastaða, og er því ekki að furða, þótt þjófar reyni &ð ná í þær, þar sem þeir svífast einskis með ábyrgðar-sendingar, sem ná- kvæmlega eru skrásettar. Auðskilið er, að póstsendingar geta ekki týnzt úr læst- um kofíortum. Eg álít mikið spor stigið í áttina, til að koma í veg fyrir vanskil á kross- bandssendingum, ef allir póstafgreiðslu- og bréfhirðinga-menn væru skyldir að rita tölu þeirra á póstsendingaskrárnar; en þá ákvörðun vantar í póstlögin, eins og fleira. Fagurhólsmýri 1. maí 1896. Ari Hálfdanarson. Til „Hóraösbúa“. í 7. tölubl. „Þjóðólts" þ. á,., ritar einhver „Hér- aðsbúi“: „Pistla úr Austfjörðum11. í öðrum pistl- inum gerir hann að umtalsefni búnaðarskólann hér eystra, telur hann hanga „í vesöldinni“, og í nið- urlagi „pistilsins“ getur hann húnaðarfélags, er hafi tekið dreng til verkstjóra, sem ekkert hafi „lært“ að jarðabótum, en orðið að þiggja tilsögn af verkmönnum. Slíkt telur hann geta leitt tll þess, að menn hætti að nota búfræðingana frá skólunum. Með því að „Héraðsb." þekkir ekki nema eitt búnaðarfélag, Bem hefur haft „ólærðan“ mann við jarðyrkjustörf, og búnaðarfélag Fella- og Fram- Tungu hafði næstliðið sumar, einn slíkan, er gefið, að það er félag þetta, sem „Héraðsb.11 á við; annars má mikla fávísi telja, að hann skuli ekki vita, að búnaðarfélög í öðrum fjórðungum lands þessa, hafa allopt „ólærða“ verkstjóra, við ýmsar jarðabætur. Eins ætti „Héraðsb." að vita, að aðalatriðið við jarðabæturnar er ekki það, að mennirnir, sem að þeim vinna séu hálærðir, heldur hitt, að þær séu vel og haganlega gerðar, en það meta úttektamenn þeir, er hlutaðeigandi sýslunefud- ir nefna til. Þá hefði „Héraðsb.“ átt að vera það kunnugt, að starfsmaður félagsins var fullþroska maður, gerðarlegur í verkum og uppalinn á mynd- arheimili, er árlcga vann að jarðabótum, cinkum túnasléttu, bvo maður þessi var fyllilega þvx starfi vaxinn, að vinna og stýra þeim verkum, sem bæði félag þetta og önnur samkyns félög starfa mest að, nefnilega túnasléttu og garðahleðslu, enda full- yrði eg, að til þessa er hann jafnoki margra þeirra pilta, sem útskrifast frá þeim skóla, er „Héraðsb.“ farast svo orð um: „skólinn þarf . . . þá fengju piltar viðunandi verklega æfingu“. Hvaðan kemur „Héraðsb.“ sá fróðleikur, sem mér er ókunnur, að umræddur starfsmaður hafi þegið tilsögn af verkmönnum? Fræða vil eg „Hér- aðsb.“ um, að þó búnaðarfélag Fella- og Framtungu hafi „ólærðan“ mann við jarðyrkjustörf, þá mun það ekki leita til hans, að segja fyrir þeim störf- um, er félagið framkvæmir. Að búnaðarfélagi Fella- og Fram-Tungu hafi reynzt vel hinn „ólærði“ starfsmaður þess á næst- liðnu sumri, sannar „Héraðsb.“ órækast með því, að búast við, að önnur búnaðarfélög fari eins að, því það ætla eg honum ekki, að telja tramkvæmd- ar-nefnd nokkurs búnaðarfélags svo fáráða, að taka það eptir, er illa gefst. Og þó nærsveita búnaðar- félög félagsins semdu sig eptir þvi, að því leyti, að ráða árlangt einn verkmann hvert, hafa þá við jarðyrkjustörf ylir sláttinn og sjá þeim fyrir sam- kyns starfi yfir veturinn, þá er það fjarri mér, að telja framkvæmdar-nefudir nokkurs þessa félags, svo skammsýnar, að gera þetta að sínu ráði, ef það hefði verið óheppilegt. í síðustu málsgrein „pistilsins" segir „Héraðsb.“: „Eg kalla það óhagsýni, að hafa búnaðarskóla, en nota lítið þá, er af honum komu“. Þetta er sú mesta mótsögn, samanborið við það, sem hann Beg- ir áður, að piltar þurfi að fá meiri verklega æfingu, til að vera færir um að leiðbeina bændum. „Héraðsb.11 Bendir forstöðumönnum búnaðarfé- lags Fella- og Fram-Tungu þessi vinaryrði: „Er slíkt alleinræn stjórn, og eykur lítt álit forstöðu- manna“. Þó það hryggi „Héraðsb.11 þá get eg þess, að forstöðumenn félagsins muni halda þeirri stefnu, hvað stjórn þess snertir, er þeir hafa haft; og eins get eg hins, að fyrir álit tómt gefa þeir ekki einskilding. „Héraðsb.11 má þeirra vegna, sigla fullum seglum fyrir einskæru áliti, 1 hverja átt sem honurn sýnist. Hafrafelli 28. marz 1896. Runólfur Bjarnason. (form. búnaðarfél. Fella- og Fram-Tungu). Eptirmæli. Hinn 13. nóv. f. á. andaðist að Þorgautsstöðum í Hvítársíðu Davíð bóndi Þorbjarnarson. Hann var fæddur að Lundum í Stáfholtstungum 28. ágúst 1817. — Foreldrar hans voru Þorbjörn „ríki“ gull- smiður á Lundum Ólafsson smiðs á Lundum Jóns- sonar, og Málfriður Sigurðardóttir frá Fljótstungu Halldórssonar. — Hann ólst upp á Þorgautsstöðum, Reykholti og Lundi í Lundareykjadal. Byrjaði bú- skap 1842, flutti 1843 að Brennistöðum í Flókadal og þaðan 1847 að eignarjörð sinni Þorgautsstöð- um, og bjó þar til dauðadags, eða í rúm 48 ár. 1842 kvæntist hanu Málfríði Þorsteinsdóttur frá Hurðarbaki Þiðrikssonar og Steinunnar Ásmunds- dóttur, dugnaðar- og ráðdeildarkonu. Þeim hjónum varð 7 barna auðið; eru 4 þeirra lifandi: 1. Þor- steinn hreppstjóri og sýslunefndarmaður á Arnbjarg- arlæk; 2. Ólafur, ógiptur heima hjá móður sinni á Þorgautsstöðum; 3. Þorbjörn húsmaður á Spóamýri; 4. Ingibjörg kona Ólafs hónda Eiríkssonar á Grjóti. En 3 eru dáin: 1. Davíð hóndi á Háreksstöðum; 2. Málfríður kona Friðriks Ólafssonar bónda á Sleggju- læk; 3. Steinuun, fyrri kona Jóns óðalsbónda Skúla- sonar á Söndum i Miðfirði. Davíð heit. var mikill búsýslumaður og búhöld- ur. Var heimili hans ætíð með hinum fremstu heim- ilum í Borgarfirði að dugnaði, reglusemi, þrifnaði og gestrisni. Ábúðarjörð sína bætti liann mjiig bæði með túna- og húsabótum. (B. D.). Hinn 31. deBember f. á. andaðist að Mðhúsum í Stokkseyrarhverfi merkis-öldungurinn Símon Sig- urðsson, rúmlega 86 ára, fæddur 18. ág. 1808 í Munaðarnesi í Mýrasýslu; ólst upp með foreldrum Bínum, lengst af á Laxfoasi þar í sýslu, til þess er hann var 18 ára, 1826, þá fluttist hann með þeim að Máíahlíð i Borgarfjarðarsýslu, var þar hjá þeim 14 ár; en tók 1840 við jörðinni og giptist

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.