Þjóðólfur - 19.06.1896, Side 3

Þjóðólfur - 19.06.1896, Side 3
123 sama ár (?) Guðrúnu Þðrðardótt.ur bónda í Staf- holtsey (Hún var systir Jöns hreppstjóra í Norð- ttmgu). Þau bjuggu 6 ár í Máfahlíð, en fluttust Bíðan að Kvígstöðum í Andakíl og bjuggu þar 30 ár. Þá brá liann búi og fór tii dóttur sinnar að Svarfhóli í Hraunbrepp í MýrasýBlu og var hjá henni 11 ár; en þá fór hún til Ameríku með allt sitt. Þangað vildi Símon ekki fara, og iiuttist bann þá austur í Áruessýslu til annarar dóttur sinnar, er býr í Móhúsum. Hjá henni dvaldi hann til dauðadags. Símon sál. var meðalmaður á vöxt, fríður sýn- um á yngri árum, dugnaðarmaður mikill og fram- faramaður; bætti hann jörðina Kvígstaði til mik- illa muna, bæði með brúagerðum og túnasléttum; hann var og hinn fyrsti, er fékk heiðurslaun úr gjafasjóði Kristjáns 9. Hann var fróður maður og hneigður til bóknáms, skáldmæltur vel og skemmti- legur í umgengni, stillingarmaður, ráðvandur og hinn reglusamasti, tryggur vinum BÍnum og vel metinn af öllum, er hann þekktu. (Br. J.) Hinn 20. janúar síðastl. andaðist að heimili sínu Stóru-Yatnsleysu Jón Jónsson frá Skálanum á 74. aldursári. Hann var fæddur á Stóru-Vatns- leysu 2. nóvbr. 1822. Foreldrar hans voru: Jón Jónsson, er lengi bjó á Stóru-Vatnsleysu, merkur bóndi á sinni tíð, og Ingveldur Þorleifsdóttir, ætt- uð frá Arakoti á Skeiðum. — Jón Bál. ólst upp hjá föður sínum, og kom það snemma í ljós, að hann var mjög hneigður til lærdóms, en á þeim tima var ekki almennt að setja ungmenni til mennta, og gat hann því ekki notið þeirrar menntunar, er hug- ur haus þráði, en aflaði sér þó meiri menntunar, en almennt var á þeim tíma. Annars var aðal- lifsstarf hans sjómennska, sem honurn lukkaðist mjög vel. Um þrítugs aldur byrjaði hann búskap á Stóru-Vatnsleysu og reisti þar stóran og vand- aðan bæ. Um sama tíma var hann skipaður hrcpp- stjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, en tókst ekki þann starfa á hendur Bökum þess, að hann varð þá yfirfallinn af einkennilegum andþrengsla-sjúk- dómi, or lagði hann í rúmið um 6 ára tíma. — Hinn 19. nóvbr. 1862 gekk hann að eiga bústýru BÍna Guðlaugu Arnoddardóttur, og lifðu þau sam- an í farsælu hjónabandi í nál. 15 ár. Þeim hjón- um varð 8 barna auðið, 2 þeirra dóu í æsku, en 2 uppkomna syni sína — 24 og 25 ára að aldri — missti hann i sjóinn hinn 9. des. 1880, báða hina mannvænlegustu monn, og fókk það Bár mjög mik- ið á hinn aldraða föður, sem eðlilegt var. Á lifi eru 4 uppkomiu og mannvænleg börn hans, einn sonur giþtur, Guðjón bóndi og skipasmiður á Stóru- Vatnsleysu, og 2 dætur giptar, og 1 ógipt. Jóu Bál. mátti telja með hinum greindustu og fróðustu leikmönnum, var hann mjög einarður, og skemmtinn i viðræðum og sífellt ungur í anda. Hin siðustu ár æfi sinnar var hann þjáður af sín- um foma sjúkdómi, og dvaldi þann tíma að mestu hjá Guðjóni syni BÍnum. (í. H.). Hinn 23. febr. síðastl. andaðist að heimili sinu, Þormóðsdal í Mosfellssveit, Halldór Jónsson hrepp- stjóri. Hann var fæddur í Þormóðsdal 12. okt. 1841. Foreldrar lians voru Jón bóndi Magnússon og síðari kona hans Þóra Jónsdóttir yngra í Skrauthólum, ÖrnólfsBonar í Álfsnesi, Valdasonar á Rauðará (-þ 1764), Örnólfssonar, en Jón yngri var bróðir Jóns eidra Örnólfssonar, föður Kristínar móður Bone- dikts sýslumanns Sveinssonar. Hinn 20. okt. 1866 kvæntist Halldór sál. systkinabarni síuu Þóru Hall- dórsdóttur frá Hvammi í Kjós, Jónssonar, Örnólfs- sonar. Þau bjuggu saman 28 ár, unz hún andað- ist 4. okt. 1894. Áttu þau saman einn son, Hall- dór, sem nú býr í Þormóðsdal. Halldór heit. bjó all- an sinn búskap rausnar- og sæmdarbúi i Þormóðs- dal, eins og faðir hans og afi höfðu gert. Má ó- hætt fullyrða, að meiri regla og fegurri umgengni sjáist ekki á sveitaheimili en var að sjá i Þor- móðsdal undir stjórn H. sál. Hann var og mesti reglumaður í öllu, sem honum var falið. Hrepp- stjórn hafði hann á hendi i 28 ár, Bveitarstjórn fleirum sinnum o. fl. Allt þetta rækti hann með alúð, ástundun og samvizkusemi. Mátti óhætt telja hann með mestu og Btyrkustu Btoöum sveitar sinn- ar um meira en fjórðung aldar, og væri hvert það sveitarfélag vel skipað, sem hefði mörgum slíkum mönnum á að skipa í einu sem öðru. Hann var guðhræddur maður og hinn vandaðasti i allri hegð- un, stilltur og siðprúður og kom hvívetna vel fram. __________ (X.) Gufuskipið „Nora“ kom hingað í gær beint frá Newcastle með vörur til Sturlu kaupm. Jónssonar, kaupfélags Árnesinga, og kaupfélaganna á Vestur- og Norðurlandi, er skipta við Zöllner & Vídalin. Það fer héðan upp á Akranes og það- an norður og vestur um land. — Frá útlöndum engar nýjar frettir markverðar. Mahdíarnir fara halloka fyrir Kitchener á Bgyptalandi. Jules Simon, frakkneskur rithöfundur og alkunnur verkmanna- og friðarvinur, er látinn, kominn yfir áttrætt. Einnig er látinn gamli Chr. Drewsen, pappírsverk- smiðjueigandi danskur, nálega 97 ára (f 1799)> mikils metinn karl og einkennilegur. Prófastur skipaður I Norðurmúlasýslu af biskupi 3. þ. m. séra Einar Jónsson í Kirkjubæ, er verið hefur þar settur prófastur um hríð. Settur prófastur í Vestur-Skaptafellssýslu er séra Bjarni Einarsson á Mýrum. Prestaskólakennari, séra Jón Helgason pré- dikar í dómkirkjunni á aunnudaginn kemur ekki kl. 5, heldur kl. 12 á hádegi. íslenzk frímerki borgar Guðm. bóksali Guðmundarson á Eyrarbakka 10°/0 hærra, en nolihur ann- ar hér á landi, að undanskildum 3 aur. guium, 10 aur. rauðum, 5 aur. grænum og 6 aur. gráum, sem borgast eins og aðrir borga þau bezt. LEIÐARYÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsyn- legar upplýsingar. " ...........— Rauður hestur, merktur J. P. á lendinni, er I óskilum á Lækjarbotnum. BHT Brúkuö íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hærra verði en nohk- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896. Jon Jónsson verzlunarstjóri. Lífsábyrgðarfélagið „Star“. Umboðsmenn félagsins eru: Borgari Vigfús Sigfússon, Vopnaíirði. Verzlunarm. Ármann Bjarnason, Seyðisfirði Verzlunarm. Grímur Laxdal, Húsavík. Ritstjóri Páll Jónsson, Akureyri. Verzlunarm. Kristján Blöndal, Sauðárkróki. Séra Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði. Verzlunarm. Jón Egilsson, Blönduósi. Bókhaldari Theodor Ólafsson, Borðeyri. Sýslumaður Skúli Thoroddsen, ísafirði. Séra Kristinn Daníelsson, Söndum í Dýraf. Kaupmaður Pétur Thorsteinsson, Bíldudal. Kaupmaður Björn Sigurðsson, Flatey. Kaupmaður Bogi Sigurðsson, Skarðstöð. Bóksali Gísli Jónsson, Hjarðarholti í Dalas. Verzlunarm. Ingólfur Jónsson,StykkishóImí. Kaupmaður Ásgeir Eyþórsson, Straumfirði. Kaupm. Snæbjörn Þorvaldsson, Akranesi. Læknir Skúli Árnason, Hraungerði, Árness. Verzlunarm. Magnús Zakaríasson, Keflavík. Ólafía Jóhannsdóttir, Reykjavík. Skrifstofa félagsins er í Kirkjustræti 10, opin hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 og 5—7 e. m. Yfirlýsing, Að hvarf það á 200 krónum í pening- um, sem af vangá var tilkynnt sýslumann- inum í Kjósar- og Gullbringusýslu, að skeð hefði á heimili okkar síðastliðinn maímán- uð — votturn við hér með sé tilhæfu- iaus lygi. Hofi á Kjalarnesi, 6. júní 1896. Bjarni Sigurðsson. Vigdís Sigurðardóttir. í Reykjavíkur Apotheki fæst: • Kreolin til fjárböðunar eptir dýralæknis dr. Brulands fyrirsögn. Nýjar sprautur (ekki með belg) til að bólusetja kindur með við bráðapest, á 7 kr. Síðast í þessum mánuði kemur kolafarinur frá Dyesert, sem selst mjög billega gegn peningaborgun strax. Rvík 18-/e. ’96. Björn Guðmundsson. Brúkuö íslenzk frímerki verða jafnan keypt. Verðskrá send ókeypis. Olaf Grilstad, Trondhjem. Ágæt kýr, 5 vetra gömul, sem á að bera í 7. viku vetrar, fæBt til kaups nú á lestum. Ritetj. vísar á seljanda. TJudirskrifaður kaupir IIÆSTA VEKDI alls- konar gamlar bækur, handrit og skinn- blöð. Rvík "/s ’96. Beu. S. Þórarinssou kaupm.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.