Þjóðólfur - 31.07.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.07.1896, Blaðsíða 3
147 brunuðu á land, eins og þær ætluðu að gleypa allt og eg hljóp lengra upp eptir hlíðinni. Síðar komst eg að því, að við fyrsta brestinn hafði myndazt ný eldgjá undir Krakatoa, en við hinn næsta klofnaði hin mikla ey Dwers-in-de Weg í sundur, svo að breitt sund greindi hina tvo eyjar- hluta. Um sama ieyti hvarf eyjan Legundi í útnorður frá Krakatoa og öll vesturströnd- iu á Java hér um bil á fimm mílna svæði kiofnaði að endiíöngu og sökk. Ymsar nýjar eyjar komu upp, en hurfu síðan aptur. Eg reikaði í einskonar rænuleysi iengra inn í laudið eptir þjöðveginum frá Anjer til Serang. Á ieiðinni varð fýrir mér hús og ætlaði eg að ieita þar hælis gegn hin- um óttalega lopthita, en þá er eg kom inn var húsið autt og bláleitan loga lagði upp um sprungurnar í gólfinu. Þar lá kvenn- manuslík. Jarðeidurinn hafði einnig gert vart við sig þeim megin fjallsins. Eg flýtti mér brott þaðan og varð þess seinna á- skynja, að þetta var hús Frankels umsjón- armanns, er stóð næst fyikisstjóranum að embættistigu. — Þegar eg komst til Ser- ang um kvöldið, hugðu menn, að eg væri vitstola; eg vakuaði hvað eptir annað af svefnmóki með angistarópi. Loksius varð eg þó fær um að halda áfram ferð minni til Batavíu. Þá er eg síðar hvarf aptur tii eldstöðv- anna fékk eg Ijósari frognir um hina voða- legu umturnuu af völdum náttúrukrapt- anna. Við Merah hafði stjórnin ioptþrýsti- vél til að kljúfa kletta og hafðí hún skoll- ið svo hart upp við hamrana, að hún varð þar að einni klessu. Við Lambah lá hol- l^nzkt herskip úr tré og tvö vöruskip drekk- hlaðin salti og fundust þau öll aptur 150 fetum fyrir ofan sjávarmál uppi í fjaiis- hlíð, þar sem öídurnar höfðu sett þau af sér. Nokkra dag.i á eptir lá þykkt hvítt öskulag yfir allri Java; jörðiu var brenn- heit og skrjáíþur og allur gróður sviðnaður. í 160 mílna fjariægð urðu menn að vinna við ijós allan daginn. Eg mældi 100 feta sjávardýpi, þar sem bærinu Aujer hafði áður staðið. Ströudin hafði færzt hálfri mílu lengra upp á Iand- ið, þar sem Nýja-Anjer nú er reist. Hér Um bil þriðji hluti af Prinsius eyju Var horfinn og öll útuorðurstrandlengjan á Java tii St. Nikulásarhöfða. Eg gizka á, að 100,000 inanns að minnsta kosti hafi far- izt á Java í eldgosi þessu og jafnmargir við Lombokflóann á Sumatra. Nokkrir smábæir hurfu gorsamlega. í Lombokfló- auum var vikurlagið svo þykkt á sjónum, að sigiingar tepptust um stund. Ameriskt herskip, er kom til Anjer tveim dögum síðar hafði séð sundurtætt bambusviðarhús og brunnin iík fljóta þúsundum saman á sjónum. Á megiulandi Ameríku urðu menn varir við öskufail nokkrar vikur. Suðurinúlasýslu (Mjóafirði), 12. júlí: Helztu fréttir héðan eru algert fiskileysi um alla Austfirði, og talsvert almennur beituskortur, þar byrgðir Bum- ra írostbúsanna eru þrotnar, en sumra skemmdar. Br bér þvi meira í húfl, sem ðvenjumargt sumar- fólk befur leitað hingað til að fá sumaratvinnu. Gizkað er á, að 13—14 hundruð Sunniendinga bafi Ieitað hingað i Múlasýslur í vor. Útlit er að graB- vöxtur verði í betra lagi, og grastíð befur verið góð frá sólstöðum. Yflr höfuð má heita mannheilt. Mislingasótt befur þó flutzt moð Bæreyingum að Brimnesi í Seyðisflrði, en ekki breiðzt þaðan út svo vitanlegt sé. Gufubátur vor Anstfirðinga og Norðl- inga, „Bremnæs“, er nú á annari norðurgöngu sinni, befur haldið allvel áætlun og sjálfsagt tekið spor af mörgum töltandi ferðalang og sparað þannig skóleður landsmanna, en ekki munu aliar ferðir hans til fjár. Plutningsþörfin virðist furðu litil, en allt er þetta í bernsku og fæstir eru kornnir á lagið með að nota slík flutningsfæri. Landsbankinn befur nú keypt verzlunarbfts þau hér í bænum, er Þorl. Ó. Johnson átti fyrrum, með tilheyrandi grunni fyrir 7000 kr., og þar að auki verzl- unar- og íbftðarbfts Steingr. Jobnsen með ölium tilheyr- andi grunni nema dáiitlum stakkstæðisblett austan- við Brydesbftð, allt fyrir 11,000 kr. Með því að bank- inn bafði áður keypt Knudtzonshúsiu fyrir 25,000 kr., er hann nft orðinn eigandi allrar spildunnar að norðanverðu við AusturBtræti, allt að fjörumáli, austan frá Barnaskólabftsi vestur að böð Eyþórs Pel- ixsonar, að uudanskildu íbúðarhúsi OlafB gullsmiðs Sveinssonar og binu gamla húsi hans. — Mnn það vera tilgangur bankastjóruarinnar með stórkaupum þessum, að hafa nægan grunn til umráða handa væntanlegum stórhýsum og snotrum íbftðarhtisum, svo að þetta svæði bæjarins verði ásjálegra með tímanum. Bf skipakví kemst hér á, getnr og eign þessi orðið bankanum mikilsvirði. Yfirleitt geta kaup þessi talizt heppileg ekki að eins fyrir bank- ann, heldur fyrir bæinn í beild sinni. Lælmafundurinn, sem iandiæknirinn hafði boð- að til í vetur, hef'ur verið haldinn hér i bænum næstl. 4 daga. Sóttu hann að cins 5 héraðslækn- ar utan Eeykjavikur (Gísli Pétursson, Guðm. Hann- esson, Páll Blöndal, Þórður Thóroddsen og Þorst. Jónsson) og tveir aukalæknar (Ól. Finsen og Sig. j Magnússou), en alls voru 13 læknar á fundinum að landlækni meðtöldum. Með því að fund&rgerðirnar munu verða preutaðar í heild sinni sérstaklega mun almenningi gefast kostur á að kynnast þeim síðar. Einlileypur, veglusamur og æfð- ur YcrzlUnarniaður, óskar að fá atvinnu við vcrzlun lielzt seni bóklialdari. Nákvœmari upplýsingar fást hjá rit- stjóra þessa blaðs, er einnig tékur á móti tilboðum innan loka natstkomandi ohtóber- mán. þ. á. Gott nærfatavaðmál óskast til kaups. Eitstjóvi vísar á. Steinolía bezta tegund fæst í _______verzlun Sturlu Jónssonar. Járn og stál fæst í verzlun Sturiu Jónssonar. Farfi, kítti, rúðugler, þurkandi, kópallakk fæst i ____ verzlun Sturlu Jónssonar. Soment, ls.all£ og múrsteinn íæst í verziun Sturlu .Jónssonar. Allskonar járnvara nýkomin í verziiin Sturiu Jónssonar. Ýmisleg kramvara nýkomin í verzlun Sturlu Jóussonar. Singers saumavéiar nýko uiiirtr i vcrziun Sturlu Jónssonar. Ódýrari en nokkru sinni áður. Fataeftii < g tiltoú- inn fatnaöur fæst í verzlun Sturiu Jónssonar. • Ekta anilínlitír teí •fH t»r fást hvergi oius góðir og ódýrir eina og rP & NH •pH Ö 53 í verzlun Sturlu Jónssonar Sö ts N— H\ C« AH M w Aðalstræti Nr. 14. t* H— H <HL ■J1UIUJTTUB Laukur, ananas, perur, nautakjöt, sardínur, lax, ostur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Kjöbenhavn N. Clir. Funder tilbyder ai Frihavnen 8° Brændevin 20 0ro pr. Pot; Cognac og Rom fin Kvalitet 30 0re pr. Pot; Portvin og Kirkevin 25 0re pr. Pot, do i extra- fiu Kvalitet 40 0re pr. Pot; Solbærrom, Kirsebærvin, Likörer og Saft, Rom-Punsch, Arrac-Punsch, svensk Banco 60 0re pr. Pot, pins Tolden i isi. Havne. Forsendes mod Efterkr->v i Ankere á 40 Pot, som betales med 240 0re. P8T Brúkuö íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hærra verði en nokk- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. jftní 1896. Jón Jónasson verzlunarstjóri. „Yggdrasill—Óðins hestr“. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Firík Magnússon bókavörð í Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm. Beu. S. Þórarinssyni, R'ykjavík.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.