Þjóðólfur - 28.08.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.08.1896, Blaðsíða 3
163 góðir og þjóðræknir landar vestan um haf- ið kunni með tíð og tíma að vinna land- inu engu síður gagn, en íslendingar í Kaup- mannahöfn. — Sýnist þér nú ekki, eins og mér, Þjóðólfur minn, að hér sé nokkuð að athnga fyrir þig, svo roskinn og ráð- inn sem þú ert, og þó svo víðförull. Mér flnnst þú vera í þínum fulla rétti sem skynsamiega apturhaldandi öidungur, að kalla „inn á hvert einasta heimili“, þar sem verið er að velja hinum uppvaxandi efnilegu sonum v<g að uppbyggilegu æfi- starfi, að vegurinn gegnum embættaskól- ana sé þegar allt of íjölfarinn. — Sjáið þér ekki, ungir og gamiir, hve hörmulega atvinnuvegirnir liggja í kaldakoli? Ónum- ið land, enginn iðnaður, engin sjósókn í samanburði við annara þjóða athafnir í þeim greinum. — Ef þið, hinir uppvax- andi landsins vinveittu synir, í stað þess að beita hæfilegleikum ykkar þessum at- vinnuvegum til viðreisnar, þyrpist þannig meira og meira á lærðu skólabekkina, er kynslóðinni fyrirbúið ástand það, sem Niels sálugi Klim fyrir hitti í undirheimaförsinni, er hann kom í land heirnspekinganna, eða með öðrum orðum: sorgleg landauðn. Á þessa leið óska eg þú talir einu sinni, já, jafnvel upp aptur og upp aptur, til þjóðarinnar, og muntu heiður af hafa, nema hjá Önundi, og ætla eg þig litlu skipta, hvað hann kann að hugsa eða segja. ^ J. H. Útlendar fréttir. í enskum blöðum, er komu með „Quairing", eru þau tíðinái, að [Priðþjðfur Nansen var kominn til Noregs (til Varðeyjar), og annar af fórunautum hans með honum, lautenant Johannsen. !>eir komu á skipinu „Windward" með Mr. Jackson, sem hafði hitt þá 17. jöni þ. á. nauðulega^stadda. En því vék svo við, að þeir félagar Nansen og Johannsen höfðu farið af „Fram“ 14. marz 1895 á 83. 59\n. br., er skipið var fast orðið i ísnum, bvo það komst ekki lengra, komust til Franz’Jósepslands og gerðu sér þar vetrarbúðir; lögðu þaðan á stað með marga hunda og ðku á sleða eptir ísnum norður eptir, unz þeir komust 86° 14' norður á bóginn; þá urðu þeir aptur að hverfa. Lifðu þeir á þessari ferð á bjarndýrakjöti, er þoir skutu. Þá er þeir voru komnir aptur til Fr. Jósepslands lögðu þeir á stað þaðan, og fóru á sleðum fyrst, en siðan á húðkeip- um; vildi þá til, að þeir rákust á Jackson. Skipið „Fram“ kom á eptir þeim til Noregs til Skjervöe (milli Tromsöe og Nordkap) 18. þ. m. — Ekki ætla menn að verði af loptfars-ferð Andrées þetta árið (frá norðurströnd Spitzbergens), enda er misjafnlega spáð fyrir henni — Á Kúba hafði orðið orusta nokk- ur milli uppreisnarmanna og Spánverja, eigi all- mikil, en vottur um að fremur er sókn en vörn af hálfu uppreisnarmanna. — Grimdarverk framin af Tyrkjum í MaBedóniu, en þar er sem stendur uppreisn. Vardskipið „Heimdallur“ kom hingað 23. þ. m. og fór aptur héðan til Austfjarða 26. þ. m. Gufuskipið „Quairing", er Thordal hef- fengið til vöruflutninga, kom nú aptur hingað 25. þ. m. moð steinolíu, kol o. fl. Auk Thordals kom hingað með þvi dr. Jón Stefánsson frá London og nokkrir Englendingar. Jarðskjálpti. Að kveldi hins 26. þ. m. kl. tæpl. 10, í mesta blíðviðri, kom hér jarðskjálpti allmikill, og morguninn eptir urðu menn varir við tvo smákippi. Einhleypur, reglusamur og æfð- ur rerzlunarmaður, óskar að fá atvinnu við verzlun lielzt sem bóklialdari. Nákvæmari uyplýingar fást hjá rit- stjbra þessa blaðs, er einnig tekur á mbti tilboðum innan loka nœstkoniandi oktbber- mán. þ. á. Hið íslenzka kvennfélag. Sökuui þess að ailmargar íéiagskonur eru íjarverandi nú sem stendur, verður ársfuudi félagsius frestað til haustsins. p(T Brúkuð íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hærra verði en nokk- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896. Jbn Jbnasson verzlunarstjóri. 66 Áttavitinn er þeim týndur, eða gagnslaust bendir á Strendur, sem þeir segl með rifin síðan aldrei framar ná. Þá fer helkalt hrímfrost sálar hjarta vort að nísta skarpt; Annars sorg það sízt má finna, sjálfs böl dreyma þorir vart, Þvi und ísinn ljósan leggur lindir vorra tára þá, Og þótt augað enn þá bliki, er það að eins frostsins gljá. Fyndin orð þó fljúgi af vörum, fái snöggvast örfað lund Miðja um nótt, er ei sem áður anguriausan færir blund, Viðlíkt er sem viðarbendi vaxi um turnrúst, frjótt og dátt, Fagurgrænt er allt hið efra, undir sallað, hrörnað, grátt. Ó að enn sem fyrrum fengi’ eg fundið til í brjósti mér, Eður grátið eins og áður yndi margt, sem horfið er, Líkt og sölt lind sands í auðnum sáraþyrstum verður mæt, Eins í lífs míns eyðimörku yrðu mér þá tárin sæt. Stgr. Th. Spakmæli. 0rði“ eru fyrir hugsanirnar það sem gullið or fyrir deinantana. pess þarf með í umgerðina utan um þá, en það þarf ekki mikið 1)V1' (Voltaire). Slitnaður vinskapur hnýtÍBt aldrei svo vel saman aptur, að ekki verði vart við hnútinn. 53 E. S. Ekki er gamla konau mjög veik í augunum, því eptir að hafa þvingað mig til að skrifa fyrir sig, er húu alltaf að lesa sand-smáu skriptina frá Ameriku. Bréfrit. „Nú mátt þú til að skrifa bræðrunum“, segir Anna, og afsaka við þá systurnámið“. * * * Saga þessi er þegar á enda. En ef yður, lesari gcður, fýsir að fyigja oss enn eitt sinn heim að Grrund, þá skulum vér velja til þess laugardagskvöld eitt, um haustið eptir það að bréfið var skrifað, sem nú var getið um. Tún og engjar var alslegið, hlöður fullar og auka- hey við tvær. Búsmalinn hefur verið rekinn heim og liggur með spekt fyrir utan túngarð. Heim að bænum ganga fjórir karlmenn og bera rekur og kvíslar; fyrir þeim fer ungur maður þreklcga vax- inn, með hæglátlegan en íbyggiiegan svip. Þeir bera verkfæriu inn í skemmu, ganga svo í bæinn. Stundu síðar kemur ungi maðurinn út aptur, þveg- inn og greiddur. Við hlið hans gengur kvennmaður, hár en grannur, með djarflegu uppliti. — Þau ganga út eptir túninu. Rökkrið færist hægt og hægt upp eptir hæðum og hlíðum; hér og þar glittir í gulbleika runna í skógin-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.