Þjóðólfur - 04.09.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.09.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 arhir) fcoatar 4 kr Krlendis 5 kr.- BorgUt íyrir 15* J^U. Crradgn, bnndin vií Iramðt, ýgild nsna hoœi tildtgefanda fyrir 1, ohtibor. ÞJÖÐÖLEUE. Iieykjavík, föstudaginn 4. september 1896. Nr. 42. XLVIII. árg. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 14. ágúst. Friðþjdfur Nansen kominn. Það var á jónsmessu 1893, að hann lagði af stað frá Kristjaníu. Allur hinn menntaði heim- ur hafði fylgt undirbúningnum með hinum mesta áhuga, því að sá er ráða skyldi för- inni, Dr. Friðþjófur, hafði áunnið sér traust a]]ra þeirra, er þekktu til hans, og meðal þeirra voru hinir frægustu norðurfarar, svo sem Nordenskiöld og Mac Clintock. Friðþjófur reiddi sig á, að straumar rynnu frá Síberíu8tröndum til heimskautsins, og þvi væri ráðið, að láta sig reka með þeim straumum; menn voru lítt trúaðir á það í fyrstu, en svo fór, að hann sannfærði alla um það, kunnuga og ókunnuga. En það var ekki nóg, þó þessir straumar væru til — það þurfti að finna ráð til þess að forðast íshættuna, því að það hafði flest- um á kné komið, að skipin þeirra hafa brotnað í ísnum. Þá var það, að Friðþjófur fann upp skipalag, sem héðan af mun verða brúkað í norðurförum; það lag var á skip- inu hans „Fram“, og segir hann sjálfur, að hann álíti það nær óvinnandi af ís. — Útgerðina kostaði landssjóður Noregs að sumu, en sumt var goldið með samskotum, og gáfu margir auðugir menn stórfé. Vist- ir höfðu þeir til 5 ára, ailur búnaður var hinn bezti, bæði tól og annað, en fyrir því væntu menn helzt árangurs, að for- inginn var öruggur, þrekmaður hinn mesti og vitur maður, eins og sýndi sig. Þann 4. ágúst 1893 sáu menn síðast til þeirra félaga, að þeir sigldu í norð- austur til Síberíu. Þann 14. ágúst 1896 tók Friðþjófur land í Noregi við 2. mann. Á þessu þrigg)a ara ^ili gerðist það, sem bér segir að neðan, auðvitað að eins þráð- urinn, aðalmergurinn kemur ekki fyr en seinna, að ferðasagan kemur út. Á austurleiðinni fundu þeir margar eyjar, sem ekki þekktust áður, og kort,- settu þær, 0g enn fundu þeir eyjar, eptir að þá tók að reka í norðvestur með straumnum, sem Friðþjófur hafði gert ráð fyrir. Á 133. stigi austurlengdar og 78. norðurbreiddar festu þeir „Fram“ við ís- iaka, og voru þá ísi horfnir á alla vegu, hvergi land, hvergi haf, ekkert annað en kvik íshrönnin, stnndum nokkurn veginn sljett, en optar var þó jakaferð á undir- ísnum; mátti þá opt heyra skruðninga, er jakarnir kollsteyptust eða rákust á, og ekki var þá hættulaust. En „Fram“ reynd- ist afbragðsvel, eins og þegar er sagt; einu sinni fór að þeim jakaflóð svo geig- vænlegt, að þeir gengu af skipinu og hugð- ust aldrei mundu sjá það aptur, þá var „Fram“ gaddaður níðri í 30 álna þykk- um is, er jakarnir ruddust að honum, en við aðganginn losnaði hann úr ísnum og lyptist hægt og hægt upp við þrýstinginn, einmitt eins og til var ætlazt; það gerði, að hann hefur flatan botn og hliðarnar eru mjög skáhallar. Það var 22. sept. að þeir festust við ísinn og rákust með honum fram eptir vetrinum; heldur var kalt þar nyrðra; mesta frost var 52 stig, en vikum saman var kvikasilfrið frosið. En ekki létu þeir það á sig bíta, þeir báru sig vel, og segir Friðþjófur, að varla muni geta röskari menn í svaðilfarir en félaga sína. Þeir létu reka allt árið 1894, og var drjúgur skriður á ísinum; þann tíma fengust þeir við vísindaleg störf, könnuðu sjóinn og loptslagið, strauma og vinda. Lætur Frið- þjófur vel yfir árangrinum. Eitt undruð- ust þeir mest, hve lítill gróðurinn var á sjávarbotni. Sú kom, tíðin, að „Fram“ var hættur að ganga í norður; annar straumur hafði tekið við honum, og í marz 1895 var hann kominn á suðurleið; þá hafði hann borizt 450 mílur í vestur og 45 í norður; Frið- þjófur vildi komast lengra norður, og þá var það, á 83. stigi norðurbreiddar, að hann staðfesti með sér að fara af skipinu og halda lengra norður fótgangandi. Einn af skipverjum, Johansen, gaf sig til fylgd- ar við hann. Sverdrup tók við yfirstjórn á „Fram“, en foringinn sjálfur lagði á ís- inn þann 14. marz 1895 með 28 hunda, 3 sleða, 2 boldángskænur, mat handa hund- unum í 30 daga og 100 daga forða handa sér og félaga sínum. Fyrstu vikuna fóru þeir rúmar 2 mílur á dag og gengu þó allan daginn frá morgni til kvölds eða óku, en aðra vikuna var svo mikill skrið- urinn á ísnum suður á bóginn, að þeir komust ekki meira en 3 rastarfjórðunga á dag, þá var jakaflug og broti mikill, og erfitt að sækja fram með sleðana; þó héldu þeir fram um stund og allt til 7. apríl; þá sneru þeir við á 86° 14', og er það nál. 40 mílum nær heimskautinu en nokk- ur annar maður hefur komizt fyr. Ekki sáu þeir land og ekki haf; grá ísbreiðan á alla vegu. Þá var kalt, um 40 stig á hverjum degi, og þeir félagar höfðu ekki annað en ullarföt; feldina höfðu þeir látið eptir, þóttu þeir of þungir í sleðunum. Það var mestur hiti -s- 20 stig en 45 stig minnstur. Þegar sótti fram í apríl tók færðin að versna, þá stönsuðu úrin hjá þeim, og eptir það vissu þeir ekki upp á víst, hvað langt þeir fóru í austur og vestur. Þegar vora fór, urðu fleiri og fleiri vakir fyrir þeim, vistir þurru, og nú slátruðu þeir flestum hundunum, og i sláttarbyrjun í fyrra vor voru þeir svo heppnir að skjóta 3 ísbirni og 1 útsel; selspikið höfðu þeir fyrir viðbit. Þá héldu þeir kyrru fyrir um stund, unz snjóa leysti, enda voru þeir villtir og færð hin versta. í allt fyrra sumar voru þeir á ferða- lagi, ýmist í kænum eða þeir stikluðu á ísnum og sóttist þeim seint, en hitt var verra, að nú voru þeir ramvilltir, því að kortið (kennt við Payer) reyndist rangt; ekki gáfust þeir upp að heldur, fóru eptir hugviti sínu og útreikningum og létu landabréfin eiga sig. Land fundu þeir og kölluðu Hvítaland. 26. ágúst í fyrra sett- ust þeir loks um kyrrt á 81° 12' n. og 56° a., bjuggu sig undir veturinn, byggðu kofa, saumuðu húðföt og feldi; að mat höfðu þeir bjarnarkjöt hrátt og selspik. „Yeturinn gekk vel“, segir Friðþjófur, „og við vorum við beztu heilsu“. Um vorið lögðu þeir aptur af stað og fóru ýmist á ísi eða reru, og stefndu til Spitzbergen, en miðja vegu, á 81° n., mættu þeir mönnum, Jackson, enskum norður- fara, liann flutti þá til Spitzbergen, og þaðan komu þeir til Yardö í Noregi, 14. ágúst, sem fyr segir, eptir 3 ára og 10 daga útivist. Þetta er í stuttu máli sagan af för hins fræga manns. Haun komst að vísu ekki að heimskautinu, en eigi að siður er mikið unnið, margt ransakað og margt íundið, sem engiun vissi um áður. Og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.