Þjóðólfur - 12.10.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.10.1896, Blaðsíða 2
190 fólk rakaði, en aðrir voru að breiða drýli, er var hingað og þangað á sléttunui. Þá er sunnar dró (nær Mannheim), tóku við tóbaksakrar, og var þar verið að vinna að uppskeru. — Frá Mainz til Heidelberg er 2 kl.st. ferð með hraðlest. Bærinn Heidelberg liggur við fljótið Neckar, og eru afarháar skógi vaxnar hæð- ir umhverfis. Gengum við þar upp á eina hæðina, og var þaðan fagurt útsýni yfir fljótið og bæinn. Það er einkennilega fall- egt í Heidelberg, enda hefur fleirum þótt svo en okkur. Frá Heidelberg fórum við kl- 1 í dag og komum hingað til Stuttgart eptir 4 kl.- st. ferð. Þær eru ekki lengi að hlaupa með mann, járnbrautirnar, því að þær fara opt harðara en góður íslenzkur hestur á stökki, — í dag hefur verið rigning, og er það fyrsti rigningardagurinn, sem við höfum fengið á ferðinni. vn. Miinohen 8. sept. Eg lauk þar síðast máli mínu, er við félagar vorum nýkomnir til Stuttgart, höf- uðborgar Wurtembergsríkis, laugardags- kveldið 5. þ. m. Var rigning allmikil þann dag, eins og fyr er getið um, og þá er minnst varði, skall á ógurlegt þrumuveður um kveldið. Var allur himininn í einum leipturloga, en hver þórdunan rak aðra, svo að það var eins og samfelld stórskota- hríð, en steypiregn fylgdi þrumunum, og þóttumst við heppnir að vera í húsum inni. Þá er veðrinu slotaði, ókum við út í bæ- inn til að skyggnast um. Fengum við inngöngu í konungshöllina, því að konung- ur var ekki heima. Þótti okkur fallegt um að litast þar inni í herbergjum hans, og datt mér í hug, að eigi mundu laun landshöfðingjans á íslandi, þótt mikil séu, hrökkva langt til að greiða ársleigu af slíkri íbúð, því að í höllinni eru 365 her- bergi og flest afarskrautleg með geysi- stórum málverkum, er taka yfir heila veggi, þar á meðal mörg eptir Gegenbaur (f 1876). Þar eru og margar marmaralíkneskjur, sumar ljómandi fallegar, einkum eptir hinn fræga ítalska myndasmið Canova. Þar eru og mörg minningarteikn um Napoleon mikla m. m., er oflangt yrði að telja. — Daginn eptir gengum við út í hallargarð- inn, og tekur hann yfir afarstórt flæmi. Eru þar tjarnir millum trjánna með fögr- um gosbrunnum, en marmaralikneskjur allt umhverfis og svo hingað og þangað við gangstígana, einkum margar Venus- myndir eptir hina frægustu myndasmiði. í Stuttgart sáum við fyrst rafmagnsspor- vagna, og renna þeir mjög hart eptir göt- unum. Eru Þjóðverjar komnir miklu lengra á leið í notkun rafmagnsins en Englend- ingar eða Frakkar. Einnig eru Þjóðverj- ar teknir að leggja rafmagnsjárnbrautir á ýmsuiii stöðum, og er rafmagn miklu ódýr- ara hieyfiifl en gufan, svo að telja má víst, að þtð útrými henui með tímanum að me.-4u leyti. Fra Stuttgart fórum við með járnbraut- inni hiugað til Miiuchen í fyrra dag. Ligg- ur leiðin um bæinn Ulm, er stendur á nyðri bakka Dónár, eu Nýja-UIm hinum megin á syðri bakkanum, og er hún miklu minni en gamli bærinn. Við stigum þar ekki út úr járnbrautinni, en sáum að eins turninn mikla á dómkirkjunni þar gnæfa yfir öll hús, og annað markvert er naum- ast þar að sjá. — Þá er suður á Bayern kemur, eða frá Dónárbökkum við Ulm alla leið suður til Múnchen, má heita, að landið sé marflatt, það er séð verður, en fer auðvitað smáhækkandi, eptir því sem nær Alpafjöllunum dregur. Nam járnbrautar- lestin litla hríð staðar í Augsburg, er stendur á sléttu allmikilli á vestri bakka árinuar Lech, er kemur sunnan úr Alpa- fjöllum og rennur norður í Dóná. Augs- burg er nafnkunnur bær í sögu siðbótar- innar, því að þar var ríkisdagurinn hald- inn 1530 og Ágsborgarjátningin afhent, eiis og mönnum er kunnugt. En eigi kveður nú mikið að þessum bæ. Hér í Múnchen, höfuðborg Bajaralands, er margt markvert að sjá. Eru hér mörg skrautleg stórhýsi, enda spöruðu þeir kon- uugaruir Lodvík 1. og Lodvík 2. ekki skildinginn til að skreyta bæ þennan, og þótii mörgum við of og eigi með fullri skynsemd, enda lauk svo æfi Lodvíks 2., að hann drekkti sjálfum sér og Gudden lækni í Stamborgarvatni, eins og kunnugt er. Og nú ber vitskertur maður konungs- nafn í Bayern, en þykir ofbrjálaður til að hafa stjórnarstörf á hendi, og stjórnar því annar landinu í lians nafui. Við sáum ekki þennan konung, því að hann er lát- inn vera einhversstaðar fyrir utan bæinn. En við þorðum ekki að spyrja mikið um hann, því að við voruin smeikir við að komast ef til vill í klærnar á lögreglunni, ef við létum á öðru bera, en að konung- ur landsins væri með fullu ráði. Eitthvert hið einkeunilegasta minnis- merki, er Lodvík 1. hefur reisa látið í Múnchen, er „Bavaria". Er það afarstór kvennmannsmyud úr járni, er á að tákna sigurgyðju eða vonargyðju Bajaralands. Er hún hol iunan og liggur stigi upp eptir henni. Gengum við allt upp í hausinn á henni og geta 5 menn setið þar uppi. Er þaðan hið bezfa útsýni yfir bæiun gegnum glugga eða göt á höfðinu. Þótti okkur allkyulegt að sitja þar innan í nefinu á stúlkumynd þessari. í súlnahöll þar hjá eru marmaramyudir af frægum bajerskum mönnum. Eg leiði alveg minn hest frá að lýsa málverkasöfnunum hér í Múnchen, enda mundu fæstir lesendur „Þjóðólfs“ hafa mikið gagn af því, þótt talið væri upp eitthvert hrafl af stórkostlegustu mál- verkunum t. d. i „Altes Pinakotck". — í gær heimsóttum við Konrád gamla Maurer, sem mörgum íslendingum er kunnur af ritum sínum um íslenzka réttarsögu að fornu m. fl. Tók hann hið bezta við okk- ur og var hinn málhreyfasti, en eigi þótt- ist hann geta talað islenzku, kvaðst vera orðinn svo stirður í henni. Sagði hann, að nú væru flestir kunningjar sínir á ís- landi dauðir, nema Jón rektor Þorkelsson, dr. Björn Ólsen rektor og dr. Þorv. Thor- oddsen. Kvaðst hann nú ekki geta ferð- ast lengur og til lítils fær vera fyrir elli- sakir, enda er hann nú 73 ára gamall. Þó er hann allern að sjá. Bað hann okk- ur að skilnaði að bera kveðju sína til gamla íslands og kunningjanna þar. Búnaöarritiö, 10. árg., útgefandi Hermann Jónasson, er nýkomið, og hefur inni að halda margar og nokkrar mjög góðar ritgerðir. Fyrsta ritgerðin er „Um vatnsveiting- ar“ eptir Aðalstein Halldórsson. Skýrir höf. þar frá því, hve afar-þýðingarmikið það sé, að gera vatusveitingar, þar sem því verði vel við komið, þar eð það sé undir- staða kvikfjárræktarinnar, en hún aptur aðalatriði landbúnaðarins. Getur höf. þess, hve þekking vor á vatnsveitingum sé á lágu stigi, og er eg fullkomlega sam- dóma um það, euda er sú vanþekking eðlileg, þar sem lítil reynsla er fengin, en staðlegar ástæður valda því, að vér getum ekki vel notað þekkingu þá, sem aðrar þjóðir hafa fengið í þessu efni. Höf. lýsir jarðveginum og vatninu og getur þess, að það hvorttveggja hafi mjög mikla þýðingu fyrir vatnsveitiugarnar. Þá lýsir höf. þeim tveim greinum, sem vatnsveitingin skiptist í, nfl. stýfluveitu og seitlveitu. Þar sem svo hagar til, að seitlveita er gerð, er bezt að engið sé slétt, og ef svo er ekki, þá er nauðsynlegt að taka þúfurnar burt; til þess beudir höf. á eiukar hentugt verk- færi: „þúfnaskerann“, sem hann lýsir ná-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.