Þjóðólfur - 12.10.1896, Síða 3
191
kvæmlega. Er hestum beitt fyrir hann,
°g Vil eg sérstaklega ráða mönnum til að
reyna þetta verkfæri, þar sem því verður
við komið, jafnvel þ6 engin vatnsveiting
eigi fram að fara. Þar sem svo hagar
tii, að engið er jafnt iiatlendi með lágum
mosaþúfum, sem gera bæði slátt og rakst-
ur seinlegaö, þá færi bezt á því, að bera
þessar mosaþúfur Baman og brenna, en
dreifa síðan öskunni um engið. Höf. á
þakkir skilið fyrir þessa ritgerð, sem er
mjög góð og lýsir mikilli þekkingu í þess-
ari grein. — Þá er næsta ritgerð: „Hvernig
er eignarrétturinn á sauðfé verndaður?
Um fjármörk, markbreytingar o. fl.“ eptir
Pétur Hjálmsson. Álítur höf. að eignar-
rétturinn á sauðfénaði sé miður vel vand-
aður með því fyrirkomulagi, sem nú er,
°£ kyggUr hann, að því megi breyta án
pHkils kostnaðar. Siðast í ritgerðinui sýn-
lr höí., hvernig frumvarp til laga um sauð-
fjármörk o. fl. mætti vera orðað; er sýnis-
horn af frumvarpi þessu mjög likt að efni
Því, sem lesa má í „Þjóðólfiw, 47. árg., nr.
25—27, en er þó að nokkru aukið. — Þá
hemur „Um girðingar" eptir Sigurð Sig-
hfðsson, sem sýnir, hve mikla þýðingu það
hefur, að hafa vel girt bæði tún og annað
*æktað land, og telur höf. upp nokkra
helztu kosti girðinganna. Heldur þykir
mér höf. gera lítið úr girðingum úr tún-
sniddu, og má vera, að hann hafl ekki
mikla reynslu í því efni. Tei eg þá girð-
iugu góða, el garðurinn er 6 feta þykkur
að neöan og 4—41/, fet á hæð; er reynsla
feDgin fyrir því, að slíkir garðar geta
staðið 20 ár eða meira, en því má ekkí
gleyma, sé girðing þessi slegin, að bæta
heni i það upp með því að bera á hana
góðan áburð á hverju ári. — Þá kemur
„Faein orð um fjárhús" eptir sama, stutt
ritgerð, bendingur um það, hvernig byggja
megi garðahús og um kosti þeirra. — Þá
kemur „Hver eru hin helztu ráð til að
koma í veg fyrir vorlamba dauða?" spurn-
ing til Búnaðarritsins, sem Hermann Jónas-
son svarar með ritgerð þessari. — Þá kem-
ur „Fannar-Hatta“ eptir sama, sagnir um
það, hvað sauðkindur geti iengi Iifað í
fönn. Er þar ein merkileg saga um á
eina tvævetra, er lifði 18 vikur í fönn,
og eptir það var gefið nafnið „Fannar-
Hatta“. — Þá kemur ný verkunaraðferð á
sauðataði til eldsneytis“ eptir Benóní Jón-
asson. Er sú aðferð, sem þessi ritgerð
lýsir, fundin upp af sýslumanui Sigurði
E. Sverrissou, og er að mun fljótlegri en
sú, sem áður var kunn, en óskandi væri,
að sem fæstir þyrftu að brenna sauðataði
sinu. — Þá kemur „Um þann hugsunar-
hátt og þau einkenni íslendinga á liðnum
öldum, er mestu hafa ráðið um meðferð
þeirra á landinu" eptir Sæm. Eyjólfsson.
Þetta er löng ritgerð og fróðleg, svo sem
vænta mátti af hinum góðkunna höfundi;
lýsir hún því, hvernig landsfólkinu hafl
verið farið um manndóm, þjóðrækni og
ættjarðarást á liðnum öldum, og má hví-
vetna finna það á ritgerðiuni, að þjóðin
hefur átt allt of lítið af þessum kostum,
til þess að landið geti haidizt í því ástandi,
sem það var í á landnámstíð. í niðurlagi
ritgerðarinnar kemur fram sú skoðun höf.,
að á seinni tímum hafi mikill umbóta- og
framfara áhugi átt sér stað og komið í
ljós í ýmsum framkvæmdum, svo sem vega-
gerð, brúm, samgöngubótum, aukuum þil-
skipaútvegi, síldarveiði o. fl., en landbún-
aðinum álítur hann að lítið hafl farið fram,
með því að áhuginn og umbóta viðleitnin
sé svo afarlítil, að því er hann snertir,
að telja megi búskapinn í öllum aðalatrið-
um öldungis með sama sniði, sem fyrir
mörgum öldunr siðan; auðvitað hafi nokk-
ur ný verkfæri flutzt frá búnaðarskólun-
um, sem ekki þekktust áðun. Höf. getur
þess, að öllum muni koma saman um, að
72
bvorttveggja aptur vaxa og verða fegurra en áður, því
eðli mínu færð þú ekki raskað. Skal eg þá muna þér
viðureignina í dag. Sá er munur á okkur, að þú hef-
Uf nú lifað hið fegursta af æfi þinni, og náð aiiri þeírri
virðingu, sem þú munt ná, en eg hef alla æfina fyrir
framan mig, og hún er eins björt og skínandi, eins og
fagri hamurinn minn var, sem þú spilltir fyrir mér“.
Ekkja Kildenbauers.
(Lauslega þýtt eptir L. Dilling).
Já, Kildenbauer varð auðvitað dáinn, en ekkja hans
flfði. Kildenbauer var nú orðinn engill. Það sagði
Pfesturinn, sem hélt líkræðuna, og þá er það víst satt,
^ menn eiga ætíð að trúa því, sem presturinn segir.
|a Kildenbauers var alls ekki engill. Köna mál-
*7man-in* fullyrti, að hún væri hið gagnstæða, en
611 . > 6r nn ekki rétt að trúa því. Konunum er svo
tamt aí b.kblta l(ycr ^
r cnl,auer hafði rekið mikla verzlun með nýlendu-
vörur í höfuðborginni, 0g þar að auki hjálpað náunganum
um peningalán, en vextirnir voru reyndar 50 af hundraði.
69
til bæjarins með tíu dollara í vasanum til að festa með
kaup í uppskeruvél, en geflð þá alla til fátækra. Dómarinn
og þeir, sem viðstaddir voru, brostu að slíkri sögu og
álitu hann hinn mesta erkilygara í borginni. Að hugsa
sér nokkurn mann svo brjóstgóðan, að gefa allt, sem
hann hafði, til fátækra, það fannst þeim jafnmikil fjar-
stæða eins og ef einhver hefði sagt þeim, að þeir væru
ekki beztu mennirnir í borginui. Hafði hinn ákærði
nokkra peninga uú? Nei, enga. Þá var hann líka flæk-
ingur, og það eitt var nægileg sök á hendur honum, en
svo þegar það bættist ofan á, að hann hafði reynt að
stela, þá leiddi af sjálfu sér, að hann hlaut að sæta
refsingu.
Eptir nokkrar málalengingar dæmdi dómarinn hann
til að greiða hinu opiubera 12 dollara eða fjögra daga
fangelsi og vera að því búnu rekinn úr bænum sem
flækingur. Og af því hann hafði ekki peniuga til að
borga með sektina, þá varð hann að sætta sig við fang1
elsi í fjóra dega, og fékk þannig næði og nægan tíma
til að íhuga með sjálfum sér, hvernig heimurinn launar
velgerðir.