Þjóðólfur - 12.10.1896, Blaðsíða 4
192
töðnræktin geti margfaldazt í landinu, en
ekki kunnum vér að búa til boðlega vöru
úr mjólkinni, og hefur höf. þá skoðun, að
hér á allmörgum etöðum mætti koma upp
mjólkurstofnunum af likri gerð og í öðr-
um löndum. — Þá kemur „Enn um hverfu-
steininn" eptir Hermann Jónasson, og því
næst „Um búpeningsrækt og fénaðarsýn-
ingar“ eptir Skúla Þorvarðarson, „Bréf
um sandgræðslu" eptir Eyjólf Guðmunds-
son, „Nokkur orð um vatnsmylnur" eptir
Eggert Helgason, „Sláturskýrslur" eptir
Hermann Jónasson og „Athugasemd" eptír
sama, og síðast er „Árið 1895“ eptir Bjarna
Símonarson.
Á þessu má sjá, að Búnaðarritið 1896
flytur margar og fróðlegar ritgerðir, og
ætti það að vera eign hvers bónda á land-
inu, ekki sízt þar eð það er hið eina bún-
aðarrit. sem gefið er út á ísienzku; vil eg
fastlega eggja bændur á að kaupa þetta
rit, er færir þeim margar nauðsynlegar
bendingar, sem ættu að vera þeim kær-
komnar. O. Þ.
Ylðgerðin á Ölfusárbrúnni m. fl.
Þá er nú svo langt komið, að lokið er yið
aðgerð á ölfusárbrúnni, og verður ekki annað sagt,
en að það haíi vel tekizt, eptir því sem hún leit
út i fyrstn. Eptir allri grjðt og cements-vinnu
leit Erl. Zakariasson, vegahðtastjðri. Tr. Gunnars-
son hankastjðri brá sér hingað austnr og sá um
smíði á undirviðum á trébrúnni, og var bvo greið-
lega unnið að þeirri viðgerð, að umferð með hesta
teptist að eins 3 daga. Til viðgerðar á Ölfusár-
brúnni tðk Erl. 12 menn af vinnuliði sínu, auk
þeirra unnu og 2 smiðir og fleiri, sem að flutning-
um störfuðu. Allur viðgerðarkostnaður á brúnni
fer nálægt 980 kr. Til viðgerðar á múrverki á
stöplum fðru um 20 tunnur cement, og talið að
meira hefði til þurft, en meira var ekki fáanlegt á
Eyrarbakka. Til ísteypu í atkerisstöplana fðru
nálægt 12 tn., þó nokkuð eptir ðsteypt, sem í vant-
aði. — Skemmdir á veginum frá Hellisheiði austur
að brú hafa ekki orðið neitt stðrkostlegar; voru
það helzt rennur og kampar undir trébrúm, Bem
hrundu, enda var gert við það allt á mjög stutt-
um tíma, og mun kostnaður við það með kaupi 6
verkamanna, sem að því unnu, um 160 kr. — Á
litlum kafla fyrir neðan IngólfBfjall hefur vegur-
inn sigið, þar sem mýrin er blautust, en þð vel fær
eptir sem áður, og að öðru leyti ekki skemmdur.
Nú eru allir í ðða önnum að byggja upp bæi
sína, en lítið farið að eiga við fénaðarhús enn. Hér
í Sandvíkurhreppi og enda víðar mun helzt vanta
vinnukrapt, því um þessar mundir eru réttir og
smalamennska, enda á sumnm heimilum[ekki nema
bðndinn einn, sem að moldarverkum getur unnið,
svo teljandi sé. Þessi áður nefndi hreppur var
fyrir hrunið einn af beztu hreppum sýslunnar, en
er nú efalaust hinn lakasti, þegar litið er til býla-
fjölda, því við nákvæma skoðun, sem hér fðr fram
fyrir stuttu, kom það í ljðs, að 16 býli eru alveg
hrunin, 30 stðrskemmd, 6 lítið eða ekki skemmd,
og er nú allt talið. Víst verður ekki annað sagt,
en að verkamenn þeir, sem ganga milli Sandvíkur-
og Hraungerðis hreppa og voru léðir úr vegagerðar-
flokki Erl. Z., geri mikið gagn, en 6 menn geta
ekki nærri nægt í 2 hreppa; aðrir 6 menn
fðru úr sama flokki í ölfusið og hafa það eitt til
yflrferðar, enda er þörfin fyrir því Böm þar. Þrátt
fyrir þetta eru sumir binna efnaðri og atorku-
samari búnir að byggja upp meiri hluta af innan-
bæjarhúsum.
Rétt í því að eg er að enda þessar línur, fer
hinn svo nefndi Barnavagn hér hjá, fullfermdur af
börnum fátæklinga og annara, sem hús sín hafa
misst, og var mér sagt, að þetta væri 6. vagninn
héðan úr Býslu, er færi með barnafarm til Reykja-
víkur. Eg get ekki dulizt þess, að ýms orð flugu
fyrir í fjölmenni því, er við var, um það, að Eyr-
bekkingar mundu nú eptir öllum ástæðum hafa átt
eins hægt með að taka, þð ekki hefði verið nema
4—6 börn, eins og Seítirningar og aðrir snnnan-
menn, eptir öll flskileysis- og báginda-árin, — eða
þá ljá nágrönnum sínum vinnu-styrk fyrir sann-
gjarna borgun, — það kann að verða síðar, en
bráöa-þörfina er mest að meta. — Hins vegar sagt
hefur verzlunarstjðrínn þar, P. Nielsen, hjálpað
stðrkostlega, lánað út timbur svo þúsundum kröna
skiptir, sömuleiðis tjalda-efni víða um sýsluna o. fl.
Vegna alls þessa var bætt við byggingu á stðru
og vönduðu íshúsi, sem hlýtur að koma sér mjög
bagalega. Sagt er og, að hreppstjðri Guðm. ísleifs-
son hafi sent 7—8 verkamenn austur og ábyrgzt
þeim sanngjarna borgun.
Selfossi 28. sept. 1896.
Símon Jórmon.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmi 8j an
70
m.
Öfundssýkin.
Á búgarði einum var stór hópur af hænsnum. Meðal
þeirra var hani einn, sem hafði það fram yfir aðra hana,
að á höfði hans var tvöfaldur kambur. Honum fannst
svo mikið um þessa tvöföldu, rauðu kórónu sína, að
hann áleit það sjálfsagt, að hannn ætti að vera konung-
ur yfir öllum hænsnahópnum. Hænurnar töldu honum
líka trú um að svo væri, því þær voru allar bráðskotn-
ar í rauðu kórónunni. Reyndar vildi það til stundum,
að einhver gáskafullur og metnaðargjarn hani gat ekki
sætt sig við að vera undirlægja hanans með tvöföldu
kórónuna, og þóttist sjálfur vera eins hæfur til að vera
konungur, en sú máldeila endaði ætíð með því, að máls-
aðilar börðust með nefi og klóm um yfirráðin, og ef
hænurnar sáu, að konungur þeirra ætlaði að bíða ósig-
ur, hjálpuðu þær honum, og leikurinn eDdaði ætíð svo,
að óeirðarseggurinn lagði á flótta, fjaðralaus og blóð-
ugur. Og á endanum hættu aiiir að ýfaet við hanann
með tvöfalda kambinn, og hann sat einvaldur í tign
sinni. Þegar hann galaði, fór haDn ætíð upp á taðhaug-
inn, þar sem hann var hæstur, og teygði úr hálsinum,
eins og hann gat, svo allir sæju sem bezt kórónu hans
Hann var duglegri en aliir aðrir hanar í að róta sund-
71
ur mykjunni, og alla stærstu og digrustu ormana áskildi
hann sér til að færa þá vildarhænum sínura. Og þegar
hann hafði um langan tíma setið í þessari tign sinni,
þá bar svo til, að ein hænan ungaði út nokkrum eggj-
um, og einn unginn var undur fallegur hani með gulls-
litan fjaðraham og tvöfalda kórónu á höfðinu. „Lítið
á“, sagði móðir hans við hinar hænurnar. „Þessi hani
verður fallegri en gamli haninn okkar. Skoðið þið tvö-
falda kambinn á höfði hans og gullna fjaðrahaminn
hans“. „Svei“, sögða hænurnar, „sá held eg verði
kóngur“, og fóru svo og sögðu gamla hananum frá, að
ungi haninn þættist honum jafnsnjall, eða meiri. „Það
skal reynt verða“, sagði hann og flaug þangað, sem
litli haninn var, og réðist þegar á hann með nefi og
klóm, en allar hænurnar horfðu á. Ungi haninn veitti
fyrst viðnám, en varð brátt ofurliði borinn og flýði.
Gamli haninn fór upp á taðhauginn, barði vængjunum
og galaði þrisvar eptir unninn sigur. „Heldur er hann
tignarlegur þessi“, sagði hann háðslega og leit til unga
hanans, sem hann hafði slitið af hverja fjöður, og tætt
í sundur á tvöfalda kambinn; „sá held eg verði kóngur";
og hann galaði aptur af ánægjnni. „í þetta skipti hefur
þú borið hærri hlut", sagði litli haninn, „og leikið
mig hraklega. En þó þú hafir skemmt minn gullna
ham, og tætt í sundur kambinn á höfði mér, þá. mun