Þjóðólfur - 11.12.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.12.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 arklr) koitar 4 kr. Krlendi* 5 kr.- Borgiit fyrir 15. Júli. Uppiðgn, bnndin vi» úramit, úgild nema komitilútgofanda tyrlr 1. okttbar. ÞJÓÐÓLPUE. XLVIÍI. Árfc- Reykjayík, föstudaginn 11. desember 1896. Nr. 58. Hvernig á að afstýra botnvðrpuYoðanum ? Síðan í vor að botnvörpufarganið hófst fyrir alvöru hér á Faxaflóa, hafa lærðir og leikir verið að brjóta heilann um það, hvernig menn ættu að haga sér til að verj- ast þessari yfirvofandi hættu, og hver ráð væru heppilegust til að afstýra henni fram- vegis. En allar bollaleggingarnar hafa jafn- an borið að sama brunni, allt hefur strandað á sama skerinu: að allar tillögurnar væru jafnþýðingarlausar, og eigi annað fyrirsjá- anlegra, en að vér yrðum að búa undir þessum ófögnuði eptirleiðis, án þess að fá nokkra réttingu mála vorra. Það er sann- arlega ekki glæsileg framtiðarhugsun. Og þá er algert aflaleysi hefur verið að kalla má hér við Faxaflóa á þessu botnvörpu- tímabili, þá er ofureðlilegt, að menn telji fargan þetta eíga mestan þátt í því, og verði alveg vonlausir um afla á þessu svæði framvegis. En auðvitað er þar of- langt farið, eina og opt vill verða, þá er mikil óhugð og ótti gagntekur almenning. Það er engin sennileg ástæða til að ætla, að eigi geti aflazt hér í flóanum eptir sem áður á þeim tíma, sem vér fáum að vera í friði fyrir þessum yfirgangsseggjum. En aflatjónið er eigi að síður mikið og voðinn alvarlegur, þá er tími þessi er svo stuttur, naumast líklega vetrarvertíðin öll, þá er fram í sækir. Þá er sjómenn geta hvorki að vorinu, sumrinu né haustinu, haldizt við með veiðarfæri sín á þeim mið- um, er þeir hingað til hafa sótt afla sinn á, getur engum manni dulizt, að ástandið er harla ískyggiiegt og kvartanir fólksins ekkert barnahjal. Hér þarf einhverra bráðra aðgerða, alveg káklaust, ef duga skal. Ef svo er, 8em því miður mun vera nokkuð hæft í, að ein sveit hér við fló- ann muni jafnvel leggjast í auðn sakir fátæktar og eymdarháttar íbúanna, þá er það ekki efnilegt, þótt botnvörpunum verði sjálfsagt ekki verulega um það kennt. En þær geta ofurhæglega hrundið þvíj alveg um koll, sem komið er að falli, en sem ann- ars mætti ef til vill styðja og reisa við. En hvað á þá til bragðs að taka? Að svara þeirri spurningu svo, að úr- lausnln verði viðunanleg, það er sú þraut, sem menn hingað til hafa alveg geflzt upp við. Málefni þetta er sá ramflókni Gordíonshnútur, sem erfitt mun að leysa. Vér höfum verið fjarverandi nú alllangan tíma. og þess vegna eigi fylgzt svo vel með máli þessu, eða átt kost á að ræða það. Það voru tvenns konar ill tíðindi, er vér heyrðum heiman að á ferð vorri: jarðskjálftarnir í Árness- og Rangárvallasýslum og frámunalegur yflrgangur botnvörpuveiðenda á Faxaflóa. Og öllu verri fregnir gátu oss naumast borizt í senn af ættjörð vorri. En nú mun, sem betur fer, fullkomlega verða ráðin bót á jarðskjálftavandræðunum. En hitt er eptir. Þar hjálpa engin samskot, og ný hallærislán handa sjávarsveitunum eru svo mikil neyðarúrræði, að þá fyrst fer fólkið að taka sína eigin gröf, og get- ur ekki gert sér vonir um, þótt eitthvað rakni úr, að geta lagt neitt af mörkum til vondu áranna. Líflð verður þá stöðug ölmusuþága, sem drepur niður allan kjark, allt sjálfstæði og allan áhuga til að bjarga sjálfum sér. Ef það er eina ráðið til að bæta úr vandræðunum, þá eru íslendingar langt leiddir. Að fara lagaveginn til að afstýra botnvörpufarganinu hér í flóanum, er vitanlega þýðingarlaust og hefur verið margtekíð fram, svo að þau ráð hjálpa ekki. Og þá er hin gildandi lög um þetta efni eru eigi frekar í heiðri höfð en svo, að lögreglustjórum er gefin vísbending um að framfylgja þeim ekki, og stjórnin veitir þar að auki lögbrjótunum, sem sekt- aðir voru samkvæmt lögunum, uppgjöf allra sekta, svona alveg upp úr þurru, þá má nærri geta, hve mikils trausts og halds vér megum vænta frá slíkri stjórn. Sú hjálp, sem hún veitir oss til að vernda fiskveiðar vorar, hún er sannarlega ekki á „marga fiskau. Það má eins vel stryka hanfi alveg burtu sem framkvæmdar- og verndarvald, því að hún er hvergi til nema á pappírnum í þessu máli, situr hjá og horfir á, hvernig Englendingar sópa björginni frá svöngu fólki, af því að hún getur ekkert, þótt viljinn væri, sem lík- lega er óhæfa að efast um. Að vonast eptir nokkrum alþjóðasamn- ingum oss í vil í þessu máli, er, eins og áður hefur verið tekið fram hér í blaðinu, lítt hugsanlegt, auk þess, sem þær bolla- leggingar og vífillengjnr taka svo afar- langan tíma, að vér höfum ekki þolgæði til að bíða eptir þeim úrslitum, sem eflaust einnig yrðu til lítilla bóta. Sama mun vera að segja um það, sem einstökum mönnum mun hafa flogið í hug: að fara bónarveg til ensku stjórnarinnar eða senda erinds- reka á fund hennar og biðja hana um að friða Faxaflóa fyrir botnvörpunum, gegn því að leyfa þeim veiðiskap í landhelgi fyrir Skaptafellssýslum (við Portland og víðar), sýnandi henni fram á, að svo marg- ir menn lifðu af sjávarafla við Faxaflóa, og þar væri svo lítið svæði fyrir botn- vörpuveiðar til frambúðar, en eystra væri allt öðru máli að gegna og þar væri út- rýmið nóg o. s. frv. Setjum nú svo, að enska stjórnin gengi að þessu og færi að banna sínum eigin þegnum þessar veiðar á Faxaflóa, sem er reyndar harla ólíklegt að hún gerði, skyldi þá ekki verða hið sama ofan á, eins og við botnvörpusamn- inginn góða í sumar, að ensku fiskiskipin notuðu sér að eins hlunnindin og veiddu bœði í landhelgi fyrir Skaptafellssýslum og á Faxaflóa. Og hver ætti að hegna þeim fyrir það brot? Enska stjórnin mundi trauðla ganga svo Iangt í tilslökunum, að senda varðskip til að gæta þess strang- lega, að botnvörpuveiðarar fiskuðu ekki á Faxaflóa, og því síður mundi hún gefa „Heimdal" umboð til þess að sekta skipin. í sjálfu sér gæti enska stjórnin alls ekki bannað þegnum sínum veiðar utan land- helgi í flóanum, því að hún hefði ekki vald til þess, án þess að brjóta bág við alþjóðaréttinn, en innan landhelgi eigum vér að vera friðhelgir og höfum lög til að verja oss á því svæði, og það er ekkert annað en heybrókarhátt dönsku stjórnaí- innar að kenna, ef þeim lögum er ekki fylgt. Enska stjórnin hlytur að sætta sig við það, og mun aldrei fara að leggja „danskinn“ undir sig, þótt stjórnin þar framfylgi þessum lögum vorum. Þá er öllu er á .botninn hvolft, verður það niðurstaðan, að allar málaleitanir, bæn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.