Þjóðólfur - 18.12.1896, Síða 2
234
myndarlegastur í sjón er Rump okkar, en
ekki heyrði eg hann halda ræðu. Hann
er rammasti hægrimaður, en sonur hans
er ákafur sósialisti, og heldur opt ræður
í þeirra flokki. Ætla margir, að það sé
karli mikil hugraun að vita son sinn í
þeim félagsskap, en ungi Rump lætur sig
það engu skipta. Landsþingið hélt sjald-
an fundi, meðan eg var í Höfn, og kom
eg þar ekki. Þeir eiga ekki svo ákaflega
annríkt, lávarðarnir dönsku. Það er svip-
að eins og hjá þeim íslenzku hérna í efri
deildinni. Yiustri pólitik Dana lendir nú
öll í máttlausu stappi, sem vantar allan
merg og krapt. Vinstrimenn eru væng-
brotnir, ósamþykkir innbyrðis og hafa
engan foriugja, sem neitt kveður að. Sið-
an Berg féll frá hafa vinstrimenn ekki
náð sér aptur. Hörup skrifar stundum
dágóðar greinar í „Politiken", en hann
vantar alla flokksíoringjahæfileika, og þá
seiglu og þolgæði, sem þarf til þess að
halda hitanum víð. Hann er góður til
íkveikju, en naumast frekar. Þess má
geta, að blað hans „Politiken" hefur sjald-
an eða aldrei lagt oss íslendingum liðs-
yrði í stjórnarbaráttu vorri, heldur jafnvel
þvert á móti. (Meira).
Bráðapest geisar nú allskæð á Mýr-
unum, einkum í Hraunhreppi og Álpta-
neshreppi, og eins í Hvítársíðu og Staf-
holtstungum. Jón bóndi Samúelsson á
Hofsstöðum í Álptaneshrepp hafði misst
70 fjár úr henni, áður en hann gat komið
bólusetningu við, en eptir það tók alveg
fyrir hrunið í fé hans. Á 2—3 bæjum
þar í grenndinni hafði bólusetningin mis-
tekizt hraparlega, og er það eignað illu
bóluefni, enda kvað það vera mjög misjafnt
að gæðum, og vandhæfi á að velja það
hæfilega sterkt. — í upphreppum Árnes-
sýslu hefur bráðapestin einnig gert all-
mikinn usla. Eptir því sem skrifað er úr
Gnúpverjahreppi 5. þ. m., höfðu margir
bændur þar þá misst 10—20 kindur, en
nokkrir 20—30. Hafði þar verið reynd bólu-
setning í haust, en misheppnazt allmjög,
sem víða annarsstaðar. Eru enn sem kom-
ið er mjög deildar skoðanir manna um,
hvort bólusetning við bráðapest komi að
gagni eða ekki. Af því að fé, sem bólu-
sett var í fyrra, hefur sumsstaðar drepizt
úr pestinni nú í haust, telja sumir bólu-
bólusetninguna hégóma einn og einskis
nýta, en reynsla annara virðist benda á
hið gagnstæða: á mikla gagnsemi þessarar
aðferðar. Það hlýtur að verða eitt aðal-
hlutverk hins nýja dýralæknis, að kenna
mönnum svo óbrigðula aðferð, að féð drep-
ist ekki beinlínis af afleiðingum bólusetn-
ingarinnar, að kenna mönnum að þekkja
gott bóluefni frá illu o. s. frv. Og þetta
þarf að gerast sem allrafyrst. Til þess
eru tækin ný, að notuð séu. Og það væri
minnkun að því, ef einn dýralæknir á
Suðurlandi fengi ekki nóg að gera.
Jarðskjálftakippir. Þeir finnast enn
við og við á jarðskjálftasvæðinu, en eigi
kveður mikið að þeim. Þó hafði einn kipp-
urinn orðið allsnarpur, í Ölfusi aðfara-
nóttina 13. þ. m., svo að ýmsir lausir mun-
ir (bollar og önnur ílát) duttu af hyllum
ofan. Við þann kipp varð einnig vart
hér í bænum. Fólk þar eystra er enn
allhrætt og óttast meiri umbrot, en
sennilegt er, að sá ótti sé ástæðulaus,
þá er svo mjög er tekið að kyrrast, og
vonandi, að hið versta sé þegar um garð
gengið.
„Vesta“ kom hingað norðan og vest-
an um land 14. þ. m. Hafði eigj komið
við á Vopnafirði, Húsavík, Blönduósi, Flat-
ey og Stykkishólmi, sem að vísu stóðu
eigi sem viðkomustaðir í hinni fastákveðnu
ferðaáætlun skipsins þessa síðustu ferð, en
úr því ráðgert var fyrirfram, að skipið
kæmi þar við (auk fleiri aukahafna), hef-
ur það eflaust orðið ýmsum bagalegt, að
svo varð eigi. Meðal annars kvað all-
miklar ísl. vörur hafa legið á Blönduósi,
einkum saltkjöt. Björn Sigurðsson kaupm.
í Flatey beið heima hjá sér albúinn til
siglingar með konu sinni, en Riis frá Borð-
eyri kominn til Stykkishólms í sömu er-
indum o.; s. frv. En það mátti ganga að
því vísu fyrirfram, að „Vesta“ hlypi ein-
hversstaðar yflr nú í svartasta skammdeg-
inu. Nokkrir farþegar komu hingað með
henni, þar á meðal af Austurlandi cand.
jur. Björgvin Vigfússon. „Vesta“ fór héð-
an aptur áleiðis til Hafnar í fyrra dag.
Giufuskiplð „Egill“, er fór héðan til
Austfjarða 18. f. m., komst þann dag með
naumindum fyrir Reykjanes, en gat þá
ekki haldið lengra áfram sakir ofsaveðurs
af suðri, og var á hrakningi 2 sólarhringa,
og komst loks vestur undir Suæfellsjökul.
Var það einmitt sömu dagana, sem „Vesta“
var að hrökklast suður í hafi undan
Reykjanesi, en sama daginn, sem hún
komst hingað (20. nóv.), gat „Egill“ náð
aptur fyrir Reykjanes, og kom til Seyðis-
fjarðar 22. s. m. Voru margir hér syðra,
er vissu um útivist „Egils“ í veðri þessu,
orðnir allhræddir um hann, en hann kvað
vera ágætt skip í sjó að leggja, að alira
sögn.
Prestkosning er um garð gengin á
Hjaltastað eystra, og hlaut kand. Oeir
Sœmundsson kosningu með 26 atkv. Séra
Einar Pálsson á Hálsi fékk 23 atkv.
Enn um fráíáll Jens Jafetssonar.
Það hefur orðið mjög tíðrætt hér í bænum um
fráfall Jens heit. Ja'fetssonar. Hafa blöðin farið
nokkrum orðum um það, en eins og vænta má er
þar sumt ranghermt og nokkuð alveg tilhæfulaust,
sérstaklega í „ísafold11. Eg, sem þessar Línur rita,
var, því miður, sjðnar- og heyrnarvottur að því, er
lögregluþjónn Þorvaldur Björnsson tðk Jens heit.
og lét fara með hann upp í hegningarhús.
t>að var daginn eptir hið áminnsta tilfelli, að
eg eptir ósk hlutaðeiganda hins látna gaf þeim
vottorð um, hvernig allt gekk til, frá því að mað-
jrinn var tekinn og þangað til að hann var kom-
inn inn í forstofuna á hegningarhúsinu, en úr því
vissi eg ekkert frekar um hann.
Til þess nú að koma í veg fyrir allan misskiln-
ing, sem orðið hefur téðu málefni viðvíkjandi, leyfi
eg mér hér með að birta almenningi téð vottorð.
Eg sé ekki annað, en að eg sé frjáls að því að
tala sannleika hér sem annarsstaðar; eg hef að
minnsta kosti aldrei forðazt það, hvar sem eg hef
verið staddur.
Vottorðið er þannig:
„Þegar eg í gærkveldi kl. 9V2 ætlaði að ganga
heim til mín, kallaði lögregluþjónn Þorvaldur
Björnsson til min og spurði mig að, hvort eg vildi
reisa mann, er lá þar á götunni (miili Pisehers-
búðar og pakkhúss faktors 0. Ámundasonar), á fæt-
ur, hvað eg gerði strax; að því búnu ávarpaði eg
manninn og spyr hann um nafn hans og heimili,
en hann gaf mér ekki annað svar, en að hann ætti
hér marga kunningja og þekkti hér marga. Þá
spurði eg hann ennfremur, hvort hann ætti ekki
neinn Bérstakan að, er eg gæti hjálpað honum að
komast til, en hann kvaðBt ekki hjálparþnrfi; en
þar sem hann var mjög drukkinn og að mínu áliti
ekki sjálfbjarga, vildi hvorki eg eða lögregluþjónn-
inn láta hann afskiptalausan, og leiddum hann á
milli okkar vestur á móts við hornið á Fiscbers-
búð; tók eg þá við honum og ætlaði að koma hon-
um til einhverra, er hann þekkti, og lagði einn af
stað með hann og kotnst með hann lítinn spöl, þar
til hann lét sér um munn f'ara einhver þau orð,
þótt lítt skiljanleg væru, er að minni hyggju hvöttu
lögregluþjóninn til að snúa aptur og láta fara með
hann upp i htígningarhÚHÍð.
pess skal ennfremur getið, að eg ekki varð var
við annað, en að lögregluþjónninn moðhöndlaði
hann vel, þar til að eg skildi við þá í hogningar-
hússdyrunum“.
betta vottorð hefur lögregluþjónn Þorvaldur
Björnsson lesið í votta viðurvist og viðurkennt það
alveg rétt.
Til skýringar vottorðinu skal þess gotið, að
þegar eg lagði af stað með manninn, sagði eg, að
eg ætlaði að leiðbeina honum, og er lögregluþjónn-
inn sneri aptur, skildi eg hann svo, sem haun léti
okkur afskiptalausa. Það er tilhæfulaust, sem „tsa-
fold“ segir, að þeir, sem með manninum hafi verið,
hafi farið ’með hann upp í hegningarhúsið, af því
að „þeir hafi verið ráðalausir um annan samastað
handa honum“. Að minnsta kosti var eg einfær
um að leiða hann hvert eg vildi, þar sem hann
sýndi mér engan mótþróa, og eg hefði haft nóg
ráð til að hýsa hann yfir nóttina, eða réttara sagt
aðrir fyrir mig, svo marga góða og göfuglynda
menn þekki eg hér í Roykjavík, þótt eg sé hér
helzt til lítið kunnugur.
Nú vilja menn ef til vill spyrja, hvað hafi kom-
ið mér til þess að leiðbeina manni, sem var mér
með öllu ókunnur. Því er fljótt svarað: Það var
meðaumkun, sem kom mér til þess; eg taldi hann