Þjóðólfur - 18.12.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.12.1896, Blaðsíða 4
236 Timbur og þakjárn verður selt mjög ódýrt við Lefoliis verzl- un á Eyrarbakka að vori komanda, 8ér- staklega fyrir peninga. Á fyrsta timbur- farmi er von kringum lok, eða ekki seinna en 20. maí. Þakjárn kemur hér um bil á sama tíma á kolaskipi frá Englandi, og ábyrgist eg, að járnið verður ekki salt- hrunnið. Yiðskiptamenn verzlunarinnar, er hugsa um stœrri timburkaup hjá mér, og sem ennþá ekki hafa sent mér pantanir sínar, eru vinsamlega beðnir að koma þeim til mín fyrir 20. janúar 1897. Eyrarbakka, 28. nóyember 1896. P. Nielscn. W aterproofkápur fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Hús er til :iölu á hentugum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Brúkuð íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hærra verði en nokk- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896. Jön Jönasson y erzlunarstj 6ri. Hér með gefst almenningi til vitundar, að eg tekst á hendur að prjóna alls konar fatnað, sem prjónaður verður í véium, og ábyrgist, að það verði óaðfinnanlega af hendi leyst. Borgun fyrir prjón á hverju einstöku fati tek eg 5 aurum minni en gerzt hefur í öðrum prjónavélum hér í sýslunni. LýtingSBtöðum í Holtum 8. des. 1896. Kristín Þórðardöttir. hefur með ferð gufubátsins „Oddur" frá Reykjavík til Eyrarbakka 14. júlí næstl. 1 pakki með færum, neftóbaki og munn- tóbaki, merktur „H. J. Hafnaleir“. Ná- kvæmar upplýsingar um, hvar pakki þessi sé niðurkominn, verða vel borgaðar og ósk- ast gefnar verzlunarstjóra P. Nielsen á Eyrarbakka eða Jóni Norðmann í Reykja- vik. Brúkuð íslenzk frímerki kaupir nndirskrifaður afar-háu verði. Finnbogi G. Lárusson utanbúðarmaður við verzl. nEdinborg“ 1 Rvik. Hannyrðabókin fæst á afgreiðslustofu E>jóðólfs. Eg undirskrifuð hef þjáðst 14 ár sam- fleytt af maga- og taugaveiklun, samfara magnleysi, matarólyst og uppköstum. Eg tók því að reyna Kína-Lífs-EIixír frá hr. Valdemar Petersen í Frederikshavn, og er eg hafði brúkað 7 flöskur fann eg á mér mikinn bata, og er eg sannfærð um, að eg má ekki vera án þessa ágæta lyfs, en sakir fátæktar minnar get eg ekki full- nægt þörfum mínum að þessu leyti. Sam- kvæmt þeirri reynslu, sem eg hef fengið, vil eg ráða sérhverjum, er þjáist af fyr- greindum veikindum, að reyna þetta á- gæta heilsulyf. Húsagarði 6 Landi 26. febrúar 1896. Ingiríður Jónsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes ÞoriteinBSon, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 102 held að þetta hjarta, sem einu sinni sló svo heitt, verði nú bráðum snortið af kulda dauðans. Guð annist þig, kæra systir......... Systir mín hafði ekki verið sannspá. Þetta bréf var skrifað 2 árum áður en hún dó, en eldri systir hennar, sem bréfin voru skrifuð til, dó á undan henni. Hún hafði erft aptur bréfin sín eptir systur sína látna. Hér lýkur nú þessari litlu sögu. í einverunni og þegar mér leiðist, fer eg opt að hugsa um lífsferil fóður- systur minnar, hugsa um, hvað hún hefði getað gert unnusta sinn sælan, hefðu þau mátt njótast, hvað hann hefði þá orðið meiri og betri maður og hún mikil og góð kona. Bréfin hennar systur minnar hafa opt beint mér á rétta stefnu í hugsunum mínum. Eg ætlaði að geyma sögu þá, sem í þeim felst, sem helgan leyndardóm, en nú vil eg lofa öllum drambsömum mæðrum að lesa hana, og meyjum þeim, sem bera harm í hjarta yfir sviknum ástum. Betur þær gætu allar tekið sömu lífsstefnu eins og hún systir mín. (Eptir n-j-*). Úr „Buch der Lieder“. Eptir Heine. Ástarjátningin. Rökkvaði óðum að aptni, ákafar brunaði flóðið. Sat jeg við ströndu og starði á stormbáru fjörugan danz. Og brjóst mitt svall eins og særinn, og sætvakin, ákafleg heimþrá mig greip, til þín, þú munbliða mynd, er mér svífur hvervetna nær, og hvervetna, hvervetna kallar til mín, í stormþyti, stórsjóar ólgu, og stunum míns eigin brjósts. Með léttum reyr jeg reit á sandinn: „Ranveig, jeg elska þig!“ Illar bylgjur óðar steyptust yfir þá ijúfu játning, og máðu’ hana aptur af. Þú brothætti reyr, þú rokgjarni sandur, þér rennandi öldur, jeg trúi’ yður ei. Himininn sortnar og hjarta mitt tryllist og helafli ríf jeg úr Noregsskógum þá stærstu og sterkustu eik,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.