Þjóðólfur - 01.02.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.02.1897, Blaðsíða 2
22 þá er fjárhagstímabilið er á enda, og mun enginn lá honum það, því að óþakklátara starf getur trauðla. Að kenna Corfitzon skipstjóra um flestar eða allar misfellurn- ar á þessari útgerð er hin hlægilegasta fjarstæða, og hinar óviðurkvæmuiegu og freklegu aðdróttanir ísafoldar um hann í síðasta blaði, munu hvívetna mælast illa fyrir hjá öllum, sem hlutdrægnislaust líta á þetta mál. Það er mörgum kunnugt, að „Vesta“ hafði sárlitla „fragt“ (um 10 kr.?) til Vopnafjarðar í síðustu ferð sinni og er skipstjóra alls ekki láandi, þótt hann vildi ekki eiga það á hættu að tefja þar lengi, þá er „Vesta“ ko3tar um 500 kr. á dag, svo að það má fyllilega segja, að hann hafi gætt hagsmuna landssjóðs með því að fara þangað elchi. Það er harla vafasamt, að fyrirtæki þetta mundi græða mikið á því, þótt Corfitzon væri vikið frá, þvi að auk þess sem hann er kunuur að lipurð og nærgætni við farþega, æðri sem lægri, framar flestum eða öllum skipstjórum sam- einaða gufuskipafélagsins, sem hér hafa verið, er fullkomlega ástæðulaust að bregða honum um ódugnað eða varmennsku. Það er eitthvað svo barnalegt og fávíslegt, að þykjast geta lækaað mein landsjóðsútgerð- arinnar með því að setja Corfitzon í gapa- stokkinn og sletta allri skuldinni á hann einan, cins og „ísafold11 gerir. Ferðaáætlun landskipsins „Vestu“ 1897 var send hingað nú með póstskipinu, og af því að búast má við, að landshöfð- ingi samþykki hana óbreytta, birtum vér hér lauslegt ágrip af helztu aðalatriðum hennar. „Vesta“ á að fara alls 7 ferðir milli íslands og útlanda á árinu, þar af 5 þeirra frá Kaupmannahöfn, eu 2 írá Englandi (Leith og Middlesborough). Auk þess fer aukaskip eina ferð frá Höfn. Fyrstu ferðina fer „Vesta“ frá Khöfn 1. marz til Austfjarða og kringum land til Kvíkur (28. marz), aðra íerðina frá Khöfn 18. apríl beint til Rvíkur (26. apríl), og þaðan 1. maí austur um land á ýmsar hafnir til Vopnafjarðar, og snýr þaðan apt- ur til Rvíkur, kemur þangað 9. maí, fer þaðan aptur 12. maí sömu leið til Aust- fjarða allt til Vopnafjarðar, snýr þaðan aptur eigi lengra en til Seyðisfj., og þaðan til Hafnar 17. maí. Priðju ferðina fer „Vesta“ frá Khöfni30. mai beint til Rvikur (7. júní) og þaðan 10. júuí austur og norður um land á fjölda margar haínir, þar á meðal Berufjörð, Borðeyri, Reykjarfjörð, Önund- arfjörð, Patreksfjörð og Flatey, sem sleppt er út úr fyrstu strandferðinni (í marz). Fjórdu ferðina fer aukaskipið frá Höfn 20. júní um Middlesborough á Englandi til Rvíkur (3. júlí) og þaðan 6. júlí vestur og norður um land á allar sömu hafnirn- ar, sem „Vesta“ kemur við á í júníferð- inni. Fimmtu ferðina fer „Vesta" frá Middlesborough 9. júlí til Rvíkur (13. júli) og fer þaðan aptur 18. s. m. til Leith, og frá Leith (§jöttu ferð) 24. s. m. til Rvíkur (28. júlí) og svo þaðan 3. ágúst tll Hafn- ar. Sjöundu ferðina frá Höfn 18. ágúst til Rvíkur (26. ágúst) og þaðan 30. s. m. vestur og norður um land á allar sömu hafnir sem aukaskipið í júlí. Síðustu ferð- ina fer „Vesta“ frá Höfn 9. okt., kemur tii Rvíkur 17. s. m., fer þaðan hinn 21. vestur og norður um land, en sleppir þá úr nokkrum höfnum. Á að koma til Rvikur 10. nóv. og fara þaðan 14. s. m. til Hafnar, og koma þangað 23. nóv. í fijótu bragði skoðað virðist ferðaáætl- un þessi nokkru álitlegri en sú í fyrra, hvernig sem úr henni rætist. Það er eigi unnt að semja svona lagaða áætlun við allra hæfi. Aðalgallinn er, að svo dýru skipi er ætiað að koma við á ofmörgum smáhöfnum, í stað þess að hafa strand- ferðabáta til að annast flutninga þangað af stærri höfnunum. En í þetta sinn verður að láta sér þá tilhögun Iynda. Póstskipið „Laura“ kom hingað í gær og með því 7—8 farþegar, þar á meðal frá Englandi Benedikt Þórarinsson kaup- maður og frá Ameríku séra Jón Clemens prestur íslendinga í Argylebyggð (sonur Jóns Þorkelssonar snikkara og Ingibjargar Jónsdóttur frá Elliðavatni, er fluttu héðan úr bænum með börn sín tii Chicago fyrir mörgum árum). Embættispróf. Við háskólann hefur Haraldur Níelsson tekiðyrbfíguðfrœði með 1. einkunn og Hélgi Jónsson meistarapróf í grasafrœði með beztu einkunn. l)r. Edv. Ehlers og Sveinn bróðir hans gengust fyrir, að haldinn var sam- söngur í Höfn um jólaleytið til ágóða fyr- ir holdsveikisspitala hér á landi, og varð ágóðinn af samsöng þessum 12—1300 kr. ILeiðursmerki. Sigurður Sverrisen sýslumaður í Strandasýslu og Christiansen skipstjóri á „Lauru" eru orðnir riddarar dannebrogsorðunnar, en Jónas Helgason orgauisti dannebrogsmaður. Vikið frá embætti af landshöfðingja 29. f. m. er Halldóri prófasti Björnssyni í Presthólum bæði frá prests- og prófasts- embættinu um stundarsakir. l)áinn 21. f. m. af heilablóðfalli Porkell Jónsson á Vestri-Móhúsum við Stokkseyri á 74. aldursári. Hann var fyrrum hrepp- stjóri og bjó því nær allan sinn búskap rausnar- og fyrirmyndarbúi í Óseyrarnesi. Uin baðanir á sauðfé. Samkvæmt vilja almennings, sýslunefnda og amtsráða hafa amtmennirnir skipað fyr- ir að baða fé, á því svæði, sem grunur er á, að kláði sé, og á böðunum þessum að vera lokið fyrir lok þessa mánaðar. HræJdur er eg um, að allir séu ekki sem bezt undir þetta búnir. Að vísu áð- varaði sýslunefniu hér í Strandasýslu all- ar hreppsnefndir sýslunnar um, strax í vor i apríl, að sjá um, að næg baðmeðul yrðu fengin, ef sem líkindi væru til, að haustbaðanir yrðu fyrirskipaðar. Hvort allar hreppsnefndir sýslunnar hafi pantað nægileg baðmeðul í'yrir hreppana get eg ekki sagt um, eu það veit eg, að hrepps- nefndin hér í Bæjarhreppi pautaði mikið af karbólsýru, það er lika bráðum búið að baða allt fé í hreppnum. Það er nú lakast, að margir þekkja ekki fjárbaðanir nema að nafninu, hafa litla hugmynd um, hvað til þess þarf, og hvernig á að framkvæma það. Þ«ð hefði þvi eigi veitt af að prenta náhvœman leið- arvísi um það efni, og útbýta honum, að minnsta kosti til allra, sem eiga að sjá um framkvæmdir á kláðalækniugum, því ritgerðir, t. d. Suorra sál. dýralæknis, um kláðalækningar eru í fárra höndum, en blaðið, sem kom út í sumar „um karbóisýru- böð“, er svo ófullkomið, að ekki er hægt að hafa verulegt gagn af því. Þar er líka gert ráð fyrir miklu sterkara baði, en Snorri sál. dýral. áleit að nægði móti kláða, sem sé 1 pund af karbólsýru og */, pund af grænsápu í 20 — 25 potta vatns og kúahlands (2/g vatu */,, kúahl.). Það er varasamt að ráðleggja stcrkt bað á meðau að menn eru öllu óvanir, því karbólsýran er hættulegt efni fyrir menn og skepnur, ef ógætilega er með hana far- ið. Einnig er i blaði því, sem áður er nefnt, ógreinilega sagt frá baðkerinu, og skal eg þvi benda á þau baðker, sem eg hygg, að séu hentugust, og er lagið á þeim þannig: Baðkerið sé 1 al. og 16—18 þml. langt, og 1 al. að ofan, og 18 þml. breitt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.