Þjóðólfur - 19.02.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.02.1897, Blaðsíða 2
34 Landshöfðingi hefur á næstl. ári leitað álits allra sýslunefnda um nýja skipun læknahéraðanna, samkvæmt þingsályktun alþíngis 1895, og hlýtur það að verða góð teiðbeining fyrir málið um niðurröðun hér- aðauua, þegar til kemur, þrátt fyrir það, þótt tillögur þessar kunni að reynast nokk- uð sundurleitar á sumum stöðum. Aðalaugnamið margra með þetta mál mun vera það, að afnema aukalæknahér- uðin og raða öllu niður, eptir því sem haga þykir, í ný læknahéruð með fullum laun- um og eptirlaunarétti. Læknskipunarlög vor frá 15. okt. 1875 ákveða 20 læknahéruð á öllu landinu, sem eru fiest með 1500 kr. launum, og síðan hafa myndazt ár frá ári 16 aukalækna- héruð með 1000 kr. launum, án eptirlauna, alls 36 læknaumdæmi. Nú mun mega gera ráð fyrir, að ekki sé gerlegt að fækka héruðunum úr þessu yfir höfuð, heidur jafna þau eptir því sem bezt má verða. Ef aukahéruðin verða látin fara úr sögunni og héraðatölunni haldið með 1500 kr. launum, þá yrði sú launa- hækkun á öllu landinu 8000 kr. árlega, og hjá því mun trauðlega verða komizt, nema hvað hugsanlegt er, að ekki beri nauðsyn til að afnema öll aukahéruðin, þar sem svo er háttað, að þau geta eins vel átt við eða jafnvel betur, og gæti það verið nokkur sparuaður. Heyrzt hafa raddir um það, að hafa héruðin enn þá fleiri, 40—45 og jafnvel allt að 60, svo og að hækka laun lækna allt að 2000 kr., sér í iagi í kaupstöðum. Vitaskuld er það, að héraðslækna- embættin eru langerfiðust ailra embætta á landinu, og ver launuð en mörg önnur miklu hægari; en menn kunna að segja, að þau séu aptur óþarfiega hátt launuð sum hver, og að læknar hafi líka marga aukagetuna. Látum svo vera, en óneitan- legt er það, að jafnara mætti skipta slíku, hvað launin snertir. En hitt er satt, að Iæknar hafa talsverðan styrk aukreitis fyrir störf sín og ferðalög, en þess í stað fá þeir þreytu og slit á sjálfum sér fram yfir hina, og það svo, að ef læknirinn er skyldurækinn, þá er hann ef til vill út- slitinn og uppgefinn á miðjum aldri eða fyr, en sliku fer fjærri með flesta embættis- menn vora. Á hinn bóginn verður það að líkindum ísjárvert, bæði að fjölga héruðunum og hækka laun lækna, en vera kann þó, að það komi í ljós, þegar til kemur, að ekki verði umflúið að fjölga héruðunum lítið eitt úr því sem er (36) til þess að við megi una og ekki verði ástæða til fyrst um sinn að kvarta yfir læknafæðinui, eins og þrávallt hefur verið gert undanfarið með bænarskrám um aukalækna þing ept- ir þing. Dr. Heusler um ísland. Þess hefur áður verið minnzt í Þjóð- ólfi, að dr. Andreas Heusler háskólakenn- ari í Berlín, er ferðaðist hér um land sumarið 1895 hafi skrifað langa og merka ritgerð um land vort og landshætti í tíma- ritið „Deutsche Rundschau“ næstl. ár. Nefnir höf. ritgerð þessa „Bilder aus Is- land“ (Myndir frá íslandi,) og lýsir í fyrri hluta hennar (í ágústhepti tímaritsins) einkum landslaginu, en í síðari hlutanum (septemberheptinu) þjóðinni í heild sinni. Með því að ritgerð þessi er svo löng, er eigi unnt að taka verulegt ágrip af henni hér. En örfá atriði úr henni hing- að og þangað munu geta gefið lesendum vorum dálitla hugmynd um aðalstefnu hennar og álit höfundarins á landi voru og Þjóð. Að því er snertir náttúrufegurð lands- ins getur höf. þess, að margar ferðabækur gefi öldungis ranga hugmynd um hana með því að leggja áherzlu á hið „stórkost- lega og óttalega" í þessari fegurð, er hvergi eigi sinn líka, því að þessu sé ekki þann- ig varið, fegurð landsins sé ekki fólgin í háfjalladýrð eða tindaljóma, eins og í Mund- íufjöilum eða Noregi, heldur í hinum eiu- kennilega fögru litbrigðum, samræmi heild- arinnar og himinfegurð. er hafi mjúk og þægileg áhrif í för með sér, og kveðst höf. að eins geta borið það saman við náttúru- fegurð ítaliu._fTjtsýnið sé t. d. hvívetua víðtækara og breytilegra en í Mundíufjöll- um, enda hafi hann eigi séð þá sveit á íslandi, er líkist dölunum þar syðra að neinu ráði, nema Yxnadal, og mundi eng- inn þýzkur maður takast ferð á hendur á eigin kostnað til að skoða landslagið hér, ef allt landið væri í því móti steypt. Af einstökum fjallgörðum þykir honum Reykja- nesfjallgarðurinn tilsýndar frá Reykjavík minna á Berneralpana. Kriugum Þing vallavatn og við Almannagjá þykir honum einkar fagurt, en hrifnastur er hann af útsýninu frá Reykjavík yfir höfnina og til fjallanna umhverfis. Þá er hann hefur lýst því ítarlega með allskáldlegum orðum segir hann að lokum: „Fegurri blettur en Reykjavik er ekki á íslandi, og hvort nokkursstaðar í heimi geti fegurri legu verður sá að skera úr, sem ferðazt hefur um allan hnöttinn“. — Honum finnst og mikið til um fegurð Búðahrauns á Snæ- fellsnesi og gróðursins þar, og líkir því við „afskekktan, umgirtan töfragarð“ er menn reiki um í einskonar Ieiðslu. Það sagði og kona hans við okkur ferðalang- ana, er við hittum þau hjón í Berlín í haust, að á öllum ferðum sínum hefði hún hvergi séð yndislegri stað en á Búðum og hvergi vildi hún fremur búa. En svo djúpt tók maður hennar ekki í áriuni, og við sögð- um, að henni mundi skjótt leiðast þar. (Meira). V erzlunarskýrsla. Hér með vil eg biðja yður, herra rit- stjórí, að ljá eptirfylgjandi verðl igsskýrslu Stokkseyrarfélagsins rúm í yðar heiðraða blaði Þjóðólfi, svo menn, sem standa fyrir utan það eða kaupfélögin, geti séð með eigin augum, hvaða kjör félögin geía, og hversu mikið verzlunarmagn þau hafa, og menn þurfi ekki eingöngu að blína á þær illkynjuðu árásir, sem ár hvert eru að vekjast upp til að reyna að eyðileggja þessa nytsömustu framfarastofnuu, kaup- félagsskapinn. Aðalfundur Stokkseyrarféiagsins var haldiun að Hala í Ásahreppi 15. og 16. desember síðastl., og voru þar mættir allir deildarstjórar, 23 að tölu. Yerzlunarupp- hæð félagsins næstl. ár var um 100,000 kr., þar af um 20,000 kr. í timbri, og kom það sér mjög vel, að félagið hafði flutt svo mikið timbur, eins og ástandið var á jarðskjálftasvæðiuu, og hefðu víst margir orðið mjög nauðulega staddir, hefðu ekki aðrar eius birgðir verið hjá félaginu. Verð á hinum helztu vörum félagsins með álögðum kostnaði, að frátöldum deild- arstjóralaunum, er þetta (kornvaran er tal- in í 200 puudum): Rúgur 12 kr. 20 a., rúgmjöl 12,56, bankabygg 17,46, grjón 17,08, heilbaunir 17,80, mais 12,86, hafra- mjöl 24,56, hveiti nr. 2 13,70, flórmjöl 20,80; kaffi nr. 1 0,85 pd., nr. 2 0,79, Export 0,38^/a kandís 0,22, melís 0,21, rulia 1,35, rjól 1,01, spritt 1,08 pt., romm- spritt 1,03, grænsápa 0,19 pd., hvítt garn 0,77, brúnt garn 1,11, rúsínur 0,15, stanga- járn 0,11, hófíjaðrir þús. 3,13, saumur frá 0,19—1,80 eptir lengd, 3 álna þakplötur rifflaðar 1,57, 4 álna do. 2,07, steinolía 0,14Va, strákaðall 0,31 pd., tjörukaðall 0,29. Margar vörutegundir flutti íólagið, sem eg vil ekki eyða rúmi til að telja upp, en þetta eru aðalvörurnar, að frátöldu timbri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.