Þjóðólfur - 19.02.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.02.1897, Blaðsíða 3
35 Verð á innleudum vörum félagsins hefur áður verið talið í blöðunum og þarf því ekki að takast hér upp. Því miður skuldaði félagið mikið í þetta sinn, en öll þau ár, sem það hefur verzl- að, hefur það átt til góða og fengið í pen- ingum margar þúsundir króna, nema árið, sem sauðirnir féllu sem mest í verði, en strax var sú skuld borguð, og meiri hlut- inn er borgaður nú af skuld félagsins til Zöllners, svo ekki nær það til Stokkseyrar- félagsins þar sem „Dagskrá“ segir, að félögin séu bundin á skuldaklafa við um- boðsmenn sína, og er mér vel kunnugt, að þau hafa átt stórfé til góða flest árin; síðast í fyrra munu þau hafa flutt inn rúma hálfa miljón króna, en það köllum við hinir efnaminni engan skuldaklafa. Orsökin til þess, að Stokkseyrarfélagið skuldaði í þetta sinn, var það fyrst, að algert aflaleysi varð á Stokkseyrarfélags- svæðinu, svo að eigi var um fisk að tala sem vörutegund, og í öðru lagi treystu menn á fjárkaup Thordahls og héldu eptir sauðum og ætluðu að selja honum, sem þeir ætluðu eða áttu að láta í félagið, en mjög höfðu menn illt af því, og ætlar mönnum seint að lærast að varast slíkar óhappaflugur. Ráðgert er, að félagið haldi áfram verzluu framvegis, en mjög verður það í smáum stýl, sem mest stafar af því, að sauðainnflutningnum til Englands er lokað. Líka ætla víst sumir að slá sér saman við annað félag, sem er yngra, því að hugsa til að halda saman félagsskap til lengdar hér á Suðurlandi, hefur reynslan sýut að gengur ekki, en hversu óheillavænlegt það er, að skipta litlu verzlunarmagni á marg- ar hendur, þarf ekki að lýsa hér. Hala 1. febrúar 1897. Þ. Guðmundsson (formaður Stokkseyrarfélagsins). Fiskisamþykktarbreyting. Á fjöl- mennum héraðsfundi í Hafnarfirði 12. þ. m. var samþykkt nálega með öllum at- kvæðum að leggja mætti þorskanet í sjó 20. marz í stað 1. apríl, og lóðir 1. maí í stað 11. Eðlilegast hetði verið, að tíma- takmarkið fyrir þorakanetalagningu hefði verið sett 14. marz, eins og í lögum er úkveðið, en breytingamennirnir munu ekki hafa þorað að fara fram á svo mikla færslu. En fleiri og fleiri verða þeir, sem telja samþykkt þessa yfirhöfuð „humbug“ eitt, eða réttara sagt, að slík takmörkun sé mjög óheppileg. Dáin hér í bænum 14. þ. m. frú Bagn- heiður Christianssen ekkja Kristjáns Krist- jánssonar ammtanns nyrðra á 73. aldurs- ári, fædd hér í íteykjavik 22. nóv. 1824 og voru foreldrar hennar Jón Þorsteinsson landlæknir (f 1855) og Elín Stefáusdóttir amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum Ólafssonar stiptamtmanns. í hjónabandi sínu varð henni ekki barna auðið, en hún ól upp nokkur börn, þar á meðai Kristján Kristjánsson stud. med. við háskólann. Frú Ragnheiður var gáfuð kona, frábær- lega glaðsinna og lipur í umgengni. Eptirmæli. Hinn 23. maí f. á. andaðist að heimili sínu, Bjargi á Kjalamesi, merkisbóndinn Þórður Ás- mundsson. Hann var fæddur að Bjargi 20. júlí 1836, og vorn foreldrar hans: Ásmundur Gissurarson skipasmiður (d. 1867), og kona hans Guðrún Þórð- ardóttir bónda Ólafssonar frá Saurbæ. Yorið 1865 tók Dórður sál. við búsforráðum á Bjargi, og kvæntist um haustið Málhildi Jónsdóttur | frá Arnarholti, sem enn lifir; þau eignuðust saman tvö börn, sem bæði eru á lifi. Þórður sál. var hinn mesti iðju- og dugnaðarmaður, smiður góður bæði á tré og járn, en einkum lagði.hann fyrir sig skipasmíðar á yngri árum sínum, meðan heilsa hans leyfði. Hann var mjög.heilsutæpur alla æfi, en vann þó verk sinnar köllunar, með frábærri elju og atorku, meðan heilsa og kraptar leyfðu, (Á. Þ.). Hinn 4. nóv. f. á. andaðist að Arnarfelli í Þingvallasveit konan Ouðríður Hálldórsdóttir. Hún var fædd á Hvítanesi í Kjós í septemberm. árið 1826. Voru foreldrar hennar Halldór Steina- son og Guðfinna Pálsdóttir, sem þar bjuggu um hríð. Fimm ára gömul fluttist hún að Þingvöllum til móðurbróður gins, prestsins séra BjörnsIPálsson- ar og ólst síðan upp hjá honum fram á tvitugs- aldur Síðan fór hún að Skálabrekku til bóndans Einars Jónssonar, sem hún gekk að eiga árið 1846 þá á 20. ári. í því hjónabandi eignaðist hún 5 börn: 4 syni og 1 dóttur, einn soninn missti hún á unga aldri; en hin 4 eru á lífi, þar á meðal Halldór sýslunefndarmaður á Brúsastöðum. í þessu hjónabandi var hún 20 ár, þá missti hún mann sinn; en ári síðar 1867 giptist hún eptirlifandi manni sínum Bjarna Sigurðssyni og lifði í hjóna- bandi með honum nærfellt 30 ár, eignaðist með honum son og dóttur, sem einnig ásamt eldri syst- kinum sínum harma nú ástrika móður. Guðríður sáluga hafði mikla hæfileika af skaparanum þegið, hún hafði liprar sálargáfur, var sérlega glaðlynd og gamansöm og gerði því öðrum lífið ánægjulegt og skemmtilegt. Hún var mjög gestrisin og góð- gerðasöm við fátæka, þó aldrei hefði hún af mikl- um efnum að taka; hún bjó lengst af sínum húskap í þjóðbraut, og gat því fengið tækifæri til að sýna hjálpsemi sína og greiðvikni, og sjaldan mun hún hafa verið með glað-ira bragði, en þegar hús henn- ar var fullt af gestum og þurfamönnum. Hún fékkst einnig talsvert við ljósmóðurstörf og hafði svo mikla heppni með sér, að sjaldan þurftu þar aðrir að að koma. Hún var guðhrædd og trúuð kona, mjög þolinmóð i hinum langvinna sjúkdómi sínum. Hennar er almennt saknað og þakklátlega minnzt af þeim hinum mörgu, sem þekktu hana. (X.). Hinn 21. jan. síðastl. andaðist Bj'órg Jónasdótt- ir að heimili sínu Garðhúsum á Eyrarbakka eptir 12 daga legu. Hún var fædd í ágústmánuði 1830 að Mörk í Laxárdal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Jónas hreppsstjóri Einarsson Jónssonar og Guðrún Illhugadóttir Ásmundssonar, er bjuggu allan sinn búskap á Gili í Svartárdal, og ólst Björg sál. þar upp, frá því hún var á öðru ári, þangað til hún giptist 22 ára gömul Einari Guðmundssyni (bróður séra Jónasar Guðmundssonar siðast prests að Stað- arhrauni); fyrst bjuggu þau í Þverárdal i Laxár- dal, síðan i Kálfárdal og síðast að Gili. Þau eign- uðust 9 börn: 5 pilta og 4 stúlkur, þar af eru að eins tvö á lífi: Gnðrún kona Halldórs trésmiðs Gíslasonar á Eyrarbakka og Ingibjörg kona Krist- jáns Loptssonar á Brimilsvöllum í Snæfellsnessýslu. Síðustu 11 ár æfi sinnar dvaldi Björg sál. hjá þeim góðkunnu heiðurshjónum Haiidóri og Guðrúnu dótt- ur sinni og naut þar ástríkrar umhyggju þeirra; á þeim tíma varð húu fyrir þvi sorglega mótlæti að missa uppkominn son sinn Jónas, mjög efuileg- an og greindau maun, er drnkknaði á Eyrarbakka 12. april 1890. Björg sál. var sannkölluð sæmdar- kona, góðum gáfum gædd, vel að sér til munns og handa, framúrskarandi guðhrædd og hjálpsöm við alla þá, er eitthvað áttu bágt og um sárt að binda. Margvíslegt mótlæti, er henni bar að höndum svo sem að missa ástrikan eiginmann sinn, er um langan tíma lifði við mikinn heilsubrest, og börn sín, er svo sviplega sviptust henni, bar hún með stakri hugprýði og þolinmæði. Hún var mjög þrifin, iðin og reglusöm, síglöð í anda, umhyggju- söm móðir barna sinna og ástríkur ektamaki; henn- ar er þvi að maklegleikum sárt saknað af öllum þeim, er henni kynntust tjær og nær. (.].). Hinn 25. jan. þ. á. andaðist að Oddhól á Kang- árvöllum Sigurður Einarsson, 55 ára að aldri, er lengi bjó í Fróðholti á Bakkabæjum. Kona hans var Anna dóttir Guðmundar bókbindara Pétursson- ar á Minna-Hofi, og andaðist hún sumarið 1882. Með henni átti hann 5 syni, sem nú eru allir upp- komnir og efnilegir, þar á meðal Sigurður, sem nú er við bókband í Reykjavík. Sigurður sál. var sér- staktega vandaður maður til orða og verka, trúmaður mikill, reglusamnr og hinn mesti iðjumaður. (N.j. Vottorð. Út af grein séra Skúla Skúlasonar i Odda og vottorði bréfhirðingamannsins á Seljalandi, sem prentað er í 22. tölubl. Þjóðólfs f. á., hefur herra Jón Sigurðsson í Syðstu-Mörk sent eptirfarandi vottorð til birtingar: I. Bækur þær (Saga Magnúsar prúða, saga Jóns Espólíns og Auðnuvegurinn), er eg sendi herra Jóni Sigurðssyni á Syðstu-Mörk, voru af mér látn- ar á pósthúsið hér í Reykjavík 2. desbr. 1895. Reykjavík 16. júlí 1896. Arinbj. Sveinbjarnarson. II. Næstliðinn vetur, að mig minnir, kom hingað (eg man ei, hvort það var frá Odda eða Prestsbakka) blaða- eða bókapakki til Jóns Sigurðssonar á Syðstu-Mörk, sem auðBÍáanlegt var, að hafði farið of-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.