Þjóðólfur - 12.03.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.03.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Jöll. Uppsögn, bnndin vi8 áramöt, ögild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR. XLIX. árg. Lagasynjanir stjórnarmnar. (NiSurl.). Lagafrumvarp þingsins um kjör- gengi kvenna telur stjórnin nú sem fyrri óþarft og eigi til þess fallið að öðlast laga- gildi, og ráðgjafinn segir, að áskoranir þær, er komið hafi til alþingis frá miklum hluta hinna íslenzku kvenna um aukin pólitísk réttindi, geti eigi haft nein veru- leg áurif á þetta mál. Landshöfðingi hef- ur eigi berlega lagt á móti frumvarpi þessu, en „skýtur því til úrskurðar hins háa ráðaneytis" (þ. e. hvort frumvarpið geti álitizt til þess fallið að verða að lög- um). í bréfi sínu til stjórnarinnar 27. sept. 1893, sem nú er prentað í Stjórnartíðínd- nnum samkvæmt skipun ráðgjafans, getur landshöfðingi þó þess, að það sé mjög ó- víst, að íslenzkar konur þrái mjög þessi auknu pólitisku réttindi, því að kjörgengi í sveitastjórnarmálum og safnaðamálum séu réttindi, sem einnig hafi í sér fólgna skyldu tii að taka á móti kosningu, og þær sýsl- anir, sem konum eigi nú að gefa kost á, séu eigi svo eptirsóknarverðar, að líklegt sé, að konur yfirleitt óski að takast þær á herðar, eínkum eigi þetta heirna um setu í hreppsnefnd. Fimmta lagafrumvarpið, sem stjórnin nú hefur skorið niður er um borgaralegt hjóna- band eða um heimild þeirra manna, sem eru í þjóðkirkjunni til að ganga í þetta hjóna- iSn^ band. Hefur álits bisj^psins verið leitað um mál þetta, samkvæmt tilhlutun ráða- neytisins og hefur hann, að því er sjá má af ráðgjafabréfinu, látið það í ijósi, að hætt sé við, að óvildarmenn kirkjunnar mundu fagna hinni umgetnu breytingu sem óvlnveittri árás á sjálfa kirkjuna, o. s. frv. Bréf landshöfðinga um málið er alllangt, og lýsir hann gangi málsíns á þingunum 1893, 94 og 95, og hvað frumvarpinu sé til stuðnings. Virðist haun vera því með- mæltur, en ráðaneytið vill hvorki heyra það né sjá, og segir, að frv. „eigi ekki við neina almenna þörf eða alvarlega ósk þjóðkirkjumanna yfirleitt að styðjast", og þess getið, að þeir einir muni óska þess- arar breytingar, sem ekki sé mikill slæg- ur í fyrir þjóðkirkjuna, og mundi því eigi vera mikið tjón fyrir hana, þótt þessir Piltar segðu sig úr henni. Og eigi þykir Reykjavík, föstudaginn 12. marz 1897. ráðaneytinu takandi í mál að breyta hinni eldgömlu hjónavígsluathöfn sakir þessara manna, en iandshöfðingi getur þess í bréfi sínu, að sumir kunni að fráfælast „ritus“ kirkjunnar við hjónavígslu. Að síðustu rekur ráðaneytið á rembi- hnútinn með synjun lagashólans enn einu- sinni, og er nú ekki verið að vanda hon- um kveðjurnar, enda gerist þess ekki þörf. Ráðaneytið hefur svo opt snúið hann úr hálsliðunum, að það þykist ekki þurfa að hafa langar „formúlur" fyrir þeirri at- höfn nú orðið. Landshöfðingi fræðir og ráðaneytið á því í bréfi sinu, að ástæður þess gegn stofnun lagaskóla séu óhraktar(!) og það hafi verið greinilega tekið fram, af nokkrum hinna skynsömustu þingmanna í neðri deild, að stofnun þessa skóla yrði að teljast þýðingarlaus nú sem stendur, með því að eigi væri við því að búast, að neinir lærisveinar færu á þann skóla fyrst um sinn. Þetta er að eins örstutt ágrip af síðasta syndaregistri landstjórnarinnar. Það ligg- ur í augum uppi, að meðan þessi stjórn situr við stýrið, ætlar hún sér að knésetja oss sem óvita börn og fetar Rump að því leyti í fótspor Nellemanns fyrirrennara síns. En vér verðum að setja hart á móti hörðu og eigi bugast láta. Yér verðum að beita kröptum vorum gagnvart stjórninni ein- mitt á því sviði, er hún treystir sér ekki til að beita ofurvaldi sínu, en það er í fjárlöqunum. Vér eigum að gera þau sem allra viðtækust, að unnt er, því að þá má mörgu koma þar að, er vér getum eigi fengið framgengt á annan hátt, að minnsta kosti öilu, sem stendur í einhverju sambandi við fjárveitingu eða fjárframlög til þjóðþrifa, og er þá mikið unnið. Og hvað bráðabyrgðarfjárlög snertir, þá mun stjórnin hvorki þora að beita þeim, né nokkurt íslenzkt blað framar dirfast að eggja hana á það. Landráðapólitík stjórn- arblaðsins, sem mörgum mun í fersku minni síðan í hitt eð fyrra, var óþokkalegur draug- ur, er snöggvast gægðist upp í birtuna, lengst neðan úr Djúpadal, en var að vörmu spori svo gersamlega kveðinn niður, að sá Vondi sjálfur gleypti hann með húð og hári, og mun trauðla vilja senda þann pilt úr sér aptur upp í dagsljóslð. Háskalegra Nr. 12. heimskuflan hefur sjaldan nokkurt blað álpazt út í. Eða hvað er ódrenglegra og svivirðilegra en að spana útlent drottnun- arvald til að fótumtroða helgustu réttindi umkomulítillar þjóðar? Því níðingsbragði ætti enginn sannur íslendingur nokkru sinni. að gleyma, því það á að geymast í sögunni sem óafmáanlegur biksvartur blettur á pólitiskum skildi hlutaðeiganda, honum til ævarandi smáuar, en öðrum til viðvörunar. Þjóðmálefni og þingmálafimdir. Eptir Sighv. alþm. Arnason. IV. Fátækralöggjöfin. í ýmsum kjördæmum landsins hefur því verið hreyft bæði fyr og síðar, að öll þörf væri á því að taka fátækralöggjöfina til gagngerðrar endurskoðunar, sökum þess, að hún væri að” sumu leyti óhagkvæm, úrell, og á víð og dreif. Þessum hreyf- iugum hefur fylgt sú tillaga, að sökum þess, að málið væri umfangsmikið, mundi vera vel til fallið að skipa í það milliþinga- nefnd til að rannsaka það og undirbúa til næsta þings. Þessar raddir hafa borizt fyrir nokkru síðan inn á þingið og þar verið bornar upp tillögur um milliþinganefnd í málið, en ekki fengið framgang. Á þinginu 1893 var á ný borin upp tillaga um þetta, sem fór á sömu leið, og enn á ný á síðasta þingi var borin upp tillaga um milliþinganefnd í málið, sem fékk talsvert fylgi, on þó ekki nóg til þess að því yrði framgengt á þingiau. Flestir þingmenn hafa ávallt játað, að fátækralöggjöfin þurfi umbóta við, en hafa þó ekki getað komið sér saman um að- ferðina. Þingið hefur auðvitað veigrað sér við jafuumfangsmiklu máli, sem ekki er láandi, þegar haft er íyrir augum að taka það fyrir í einni heild, en þó ekki getað verið á eitt sátt um milliþinganefnd í það. Sumir þingmenn hafa nfl. þá skoðun, að heppilegra muni vera að laga þennan kafla löggjafar vorrar smátt og smátt án þess að umsteypa honum öllum í einu. Þessar tvískiptu skoðanir í þinginu, einungis um aðferðina, hafa þing eptir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.