Þjóðólfur - 26.03.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.03.1897, Blaðsíða 2
58 að allur þorri Norðurálfunnar, eða réttara sagt mannúðartilfinning þjóðanna er ber- sýnilega örikkja megin í þessu máli, þótt stjórnendurnir og stjórnirnar virðist skella skolleyrunum við þeim röddum og gera sig líklega til þess smánarverks að fara með herskildi á hendur Grikkjum tíl þess, að Tyrkir missi einskis í og geti haldið áfram hryðjuverkum sínum gagnvart Kríteyingum og Armeningum. Einkum hefurÞýzkalands- keisari reynzt soldáni hin mesta hjálpar- hella á neyðarinnar tima, og vill nú láta þýzka þingið veita sér 183 miljónir rikis- marka til að bæta við nýjum herskipum, sjálfsagt í þeim tilgangi að ögra hinum stórveldunum, ef þau vilja ekki fylgjast að í því að kúga Grikki, og þykir öli fram- koma hans í þessu máli frá því fyrsta hin óviðurkvæmilegasta og eigi samboðin göfuglyndum stórhöfðinga. Þýzkir menn, búsettir í Aþenu, hafa einnig orðið að súpa seyðið af þessu framferði keisarans, og hafa þeir orðið að flýja úr borginni, og með naumindum haldið lífi og limum fyrir ofsóknum landsmanna. Það er ekki óhugsandi, að af þessu öilu leiði aimennt ófriðarbál í Evrópu. Að minnsta kosti hefur friðnum sjaidan verið meiri hætta búin en einmitt nú. Líkiega koma stórveldin sér þó loks saman um að leysa þennan hnút á friðsamlegan hátt. En það er eigi svo auðvelt fyrir þau að sameina það tvennt, að gera G-rikki ánægða og breiða jafnframt yfir vansæmdina af frum- hlaupinu — hótuninni gegn Grikkjum. Það stendur á því að finna nú einhver ráð til að smokka sér úr klípunni, svona nokkurn veginn sómasamlega. Prófastur í Dalasýslu er skipaður séra Kjartan Helgason í Hvammi í stað séra Ólafs á Hvoli, er hefur sagt prófasts- embættinu af sér. Um Norðurmúlasýslu sækja: Eggert Briem settur sýslumaður þar, Jóhannes Jóhannesson settur sýslumaður í Húna- vatnssýslu og Páli Einarsson sýslumaður Barðstrendinga. Póstskipið „Thyra“ kom hingað að- faranóttina 24. þ. m. Farþegar með því voru: ekkjufrú María Finsen, Oddur Gíslason kandídat í lögfræði, Valdi- mar Thorarensen stud. jur., Thor Jensen kaupm. af Akranesi, Ólafur Árnason kaupm. frá Stokkseyri, Popp kaupm. frá Sauðár- krók, N. P. Nielsen verzlunarm., Samúel Richter (sonur S. Richter frá Stykkishólmi). Einnig flutti „Thyra“ hingað frá Kaup- mannahöfn lík Ó. Finsen póstmeistara. Aflabrögð. Suður í Garðsjó hefur afl- azt dável í þorskanet undanfarna daga, 100—200 og jafnvel hátt á 3. hundrað á dag í eina trossu. Einnig sagður dágóð- ur afli á færi í Miðnessjó. — Þilskip þau, sem inn hafa komið, hafa einnig aflað dável, eingöngu á síldarbeitu, eða því sem næst. Skiptapi varð á Stokkseyri 20. þ. m. Fórst þar áttæringur með 9 mönnum á, og varð engum bjargað. Formaður Torfi Nikulásson búsettur þar í hverfinu. Lét eptir sig konu og 5 börn í ómegð. Einn hásetanna var Bjarni bóndi Eiríksson frá Túni í Hraungerðishreppi, dugnaðar- og ráðdeildarrnaður. Hann dó frá konu og 11 börnum, og eru að eins 4 þeirra upp- komin. Allir voru menn þessir hinir mann- vænlegustu, og flestir þeirra kvæntir eða fyrirvinnur hjá foreldrum sínum hrumurn. Mun þetta vera 9. skiptapinn á Eyr- arbakka og Stokkseyri síðan 1878, og eru það stórkostlegar slysfarir á jafnfáam árum. Hann tók það til sín. Eins og kunn- ugt er, auglýsti ritstj. ísafoldar 13. þ. m., að hann ætlaði að lögsækja ábyrgðarmanu „Þjóðólfs“ út af dýrðlegri (!!) hugvekju í blaði hans daginn áður o. s. frv. Menn ráku upp stór augu, og fóru að pískra saman um, hvað það væri í „Þjóðólfi“, er sært hefði svona hroðalega hinar viðkvæmu tilfinningar ritstj. Jú, það kom þá upp úr kafinu, að hann þóttist hafa þekkt mark- ið sitt og „ísafoldar" á niðurlagsorðum í pólitiskri grein um „Lagasynjanir stjórnar- innar“ í 12. tbl. „Þjóðólfs", þar sem minnst var á afskipti stjórnarblaðsins af fjárlög- unum 1895 og þau vítt að verðleikum með nokkrum almennum orðatiltækjum, án þess „ísafold" eða nokkur einstakur maður væri nefndur á nafn. En Björn tekur alla súp- una til sín, og er það dálítið broslegt fyr ir þá, sem lesa greinina. En hver er sín- um hnútum kunnugastur og úr því að hann þykist þekkja markið sitt svona greinilega, þá þykir „Þjóðólfi" ekki gustuk að svipta hann eignarréttinum. Honum er guðvel- komið að fá helgað sér það, fyrst hann langar svo ósköp mikjð til þess. Mál þetta er algerlega pólitisht og snert ir eingöngu bráðabyrgðarfjárlagajlan nísa- foldar“ (sbr. „ísafold“ 25. sept. 1895), og hefðu því sumir í ritstjórans sporum haft hægt um sig, og eigi liirt að rifja þetta upp aptur með jafnflekkóttan málstað að bakhjalli. En þetta er ágætt ráð og harla viturlegt(!), sem hann hefur tekið til þess að halda þessu fjárlaga-frægðarstryki sínu á lopti um aldur og æfi. Það er einnig meir en hæpið, að hann hafi nokkurn skap- aðan hlut upp úr þessu flani, því að svipuð pólitisk mál hafa áður verið fyrir dómstól- unum og hinir stefndu alsýknaðir, enda liggur það í hlutarins eðli, að það sé íylli- lega leyfilegt að víta opinberlega pólitiska framkomu manna. Eða hvað skyldi mega freinur vita, en tiilögur blaðs um að svipta umkomulitla þjóð dýrmætum réttindum eða spana erlent drottnunarvald til þess? Sé þess konar „kritiku óleyfileg, þá er póli- tiskt málfrelsi hér á landi orðið harla litils virði. Að sinni verður eigi skýrt frekar frá þessari hlægilegu málshöfðuu stjórnarblaðs- ritstjórans, en geymt er ekki gleyrnt. Það verður vikið að þessu síðar, ritstjóra „ísa- foldar“ til ánægju og hughreystingar. En svo mikið er víst, að með svoua löguðum barnaskap bera menn vopn á sjálfa sig eu ekki aðra. Þeir sápast ekki burtu svörtu blettirnir á pólitiskum skildi nokk- urs manns með jafu-óhyggilegu fiani, sem þeasu. Þeir verða bara grómteknari eptir en áður og stimpillinu skýrari. Að síðustu skal þess getið, að ritstjóri „ísafoldar" verður lögsóttur fyrir ummæl- in í „ísaf.“ 13. þ. m. um leið og hann aug- lýsti málshöfðunina gagnvart „Þjóðólfi11. Það er óvandari eptirleikurinn. Yöruverð í kaupfél. Árneslnga 1896: Bankabygg, 100 pd., á kr. 8,00. Flórmél 9,60. Hveiti nr. 2 6,06. Klofnar baunir 8,18. Búg 5,45 Búgmél 5,62. Olíusæta, 5 pd. dunkar, 2,09. Kafl'i, pd. 0.82. Kandis 0,2iy2. Melis 0,20VS- Neftóbak 0,99. Munntóbak 1,32. Ljáblöð, hvert 0,72. Þak- jám, 4 al. plata 2,03. Do. 3 al. plata 1,52. Naglar 4" (500) 0,88. Do. 3" (500) 0,47. Do. 2" (1000) 0.49Vj. Hófljaðrir (1000) 2,88. Vefjargarn, hvítt, pd. 0,75. Do. brúnt 1,08. — Þetta er verð- ið með öllum kostnaði innlendum og útlendum. — Félagið fékk í haust 7*/j þúsund krónur i pening- um; hefur alltaf verið skuldlaust. — Félagið held- ur viðskiptunum áfram næsta ár, og ætlar að senda nokkur hundruð sauði út eins og að undanförnu. í „Umboðsverzlun Árnesinga", sem hefur herra Björn Kristjánsson fyrir erindreka, var verð á út- lendum vörum mjög líkt, á sumum vörum lítið eitt lægra. Það félag ætlar einnig að halda áfram næsta ár og eykur viðskiptin að mun. »■/8. ’97. M. „Yesta“ kom norðan og vsstan um land í morgun. Hafði gengið ferðin ágætlega. Farþegar allmargir frá ýmsum höfnum, þar á meðal Benedilct sýslum. Sveinsson snöggva ferð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.