Þjóðólfur - 26.03.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.03.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arfeir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. J4U. Uppsögn, bnndin viS Aramót, ögild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. ÞJÖÐÓLFUE. XLIX. árg. Reykjayík, föstudaginn 26. marz 1897. Nr. 15. Nýir markaðir fyrir íslenzkt sauðfé. Hr. D. Thomsen farstjóri hefur sent ritstjóra þessa blaðs svolátandi bréf, dags. í Kaupmannahöfn 13. þ. m.: Eins og yður er kunnugt, lítur út fyr- ir, að bændur fái mjög lítið fyrir það fé, sem þeir ætla að selja í haust, hvort held- ur þeir vilja senda það lifandi til Englands, til slátrunar við komu þess þangað, eða selja það kaupmönnum til slátrunar. Inn- flutningsbannið á Englandi hefur í för með sér, að að eins það allra vænsta úr bezta fénu verður flutt út lifandi, og verðið á þessu fé hlýtur að verða talsvert lægra en áður, þegar enskir bændur hafa keypt það til að ala fram eptir vetrinum. Út- flutningur á saltkjöti hlýtur að aukast stórum, en þá lækkar verðið, og einkum verður ástandið ískyggilegt, ef iagt verð- ur innflutningsbann á saltkjöt í Noregi, þar sem það hefur verið selt mest áður. Til þess að bæta úr þessum vandræð- um, þarf að fá nýja markaði fyrir lifandi fé frá íslandi. Það eru floiri lönd, en England, sem kaupa fé. Til Belgíu verða á ári hverju flutt inn um 340,000 fjár, en af þessum ósköpum verða aptur um 150,000 flutt út til Frakklands. Til Dunkerque á Frakk- landi verða árlega, að eins frá Argentina, flutt inn um 76,000 fjár, en þessi innflutn- ingur er að aukast ár frá ári. Þetta fé þykir lélegt, en selzt samt fyrir 30—32 franka hver kind. — Þessar upplýsingar eru að vísu fáar, og geta því út af fyrir sig að litlu gagni komið. Það þarf að safua nákvæmum skýrslum um markaði þessa, til þess að hægt verði að dæma um, hvort flytja megi fé frá íslandi til þessara landa með góðri Von um ábata, og ef það sannast, að þol- unlegt verð geti fengizt fyrir féð, þarf að fóa að því öllum árum, að tilraun verði £erð til að flytja íslenzkt fé þangað. Mér þykir mál þetta mjög svo þýðing- armikið, og hef eg því ásett mér, að leggja miun skerf til þess, að koma máli þessu áfram. Eg ætla mér á rnorgun að leggja af 8tf4ð í ferð til Belgíu og Frakklands, Þi þess að safna svo miklum upplýsing- um um fjármarkaði þar, sem hægt er á I stuttum tíma, og mun síðar gefa skýrslu um ferð mína. Herra Zöllner hefur í vetur gert lofs- verðar tilraunir til að senda íslenzkt fé til Frakklands, og það hefur komið til tals, að hann fengi „Vesta“ til þess að flytja fé þangað frá íslandi í haust, og að ódýr- ara aukaskip verði fengið til þess að fylgja fram áætlun „Vesta“, að minnsta kosti að því er síðustu ferðina snertir, og mun með því um leið mega spara talsvert af út- gjöldum þeim fyrir eimskipaútgerðina, sem haustferðirnar hafa haft í för með sér. Hvernig úr þessu rætist, er enn bágt að segja, en að minnsta kosti vænti eg þess, að mönnum heima muni þykja fróð- legt að sjá skýrslur um þetta efni. Eg get um leið tilkynnt yður, að félag íslenzkra kaupmanna hér gerir tilraunir til að semja við danskt félag, „Landhus- holdningsselskabet1', sem hefur það fyrir mark og mið, að bæta efnahag bænda, og eru góðar Iíkur til, að þeim samningum lykti svo, að flutt verði lifandi íslenzkt fé einnig til Danmerkur á þessu komanda hausti. * * * Hr. D. Thomsen á þakkir skilið fyr- ir þann áhuga, er hann sýnir á þessu þýðingarmikla velferðarmáli. Væri ósk- andi að honum tækist að útvega hagfelld- an markað fyrir íslenzkt sauðfé í Belgíu eða annarsstaðar. Eins og sjá má af dönsk- um blöðum, hefur það einnig komið til tals, að landbúnaðarfélagið danska gengist fyrir því, að keyptir væru hestar héðan af landi, samkvæmt tillögum Feilbergs, er hér var í fyrra. Hyggur hann, að íslenzk- ir hestar geti komið að góðum notum í Danmörku. Hefur skrifari landbúnaðar- félagsins, Rudolf Schou, ritað um þetta efni og fellst algerlega á tillögur Feil- bergs um leið og hann lætur þess getið, að félagið hafi tekið til íhugunar, hvað gera ætti til að efla og bæta hestarækt- ina hér á landi. Ritstj. Frá útlöndum bárust þau tíðindi nú með „Thyru“, að Grikkjakonungur hefur neitað að hlýðnast skipun stórveldanna um að kveðja herinn heim frá Krit, en stingur upp á því, að Kríteyingar verði látnir !ýsa þvi yfir með almennri atkvæða- greiðslu, hvort þeir vilji ganga i samband við Grikki og vera lausir ailra mála við Tyrkjann. En stórveldunum líkar þetta ekki allskostar vel og vilja fá hann til að kveðja herinn fyrst burt af eynni og láta því næst ganga til atkvæða, en að því vill kóngur ekki ganga, og þykir vissara að láta eigi Vassos hopa af eynni, fyr en fullnaðarúrslit eru komin á þetta mál. Meðan á þessum bollaleggingum stendur hervæðast Grikkir í ákafa, og er öll þjóð- in sem einn maður, og allt landið í upp- námi af vígamóði. Grískir auðmenn leggja fram stórfé af sjálfsdáðum til herbúnaðar, og það svo ríflega, að Grikkland hefur borgað áfallnar rentur af ríkisskuldum sínum. Sjálfboðalið drífur að úr öllum hér- uðum Grikklands, þar á meðal 300 munk- ar frá Aþosklaustri í Makedoníu. Einnig frá öðrum löndum streymir sjálíboðalið þangað. Og mikla eptirtekt hefur það vakið, að Menotti Garibaldi sonur frelsis- hetjunnar ítölsku, Guiuseppe Garibaldi, var samkvæmt síðustu fréttum um það leyti kominn af stað frá Ítalíu með her manns, sem allt er sjáltboðalið. Þjóðirnar á Balk- ansskaga: Serbar, Bosnar og Búlgarar og jafnvel Svartfellingar hervæðast einnig, og Grikkir telja þá sjálfsagða til liðveizlu við sig gegn Tyrkjanum. Öllum meginher Grikkja er stefnt austur á bóginn til landa- mæranna í Þessalíu. En Tyrkir hafa einnig viðbúnað hinsvegar og þar á landamærunum hefur þegar slegið í skær- ur nokkrar, millum Tyrkja og Grikkja að sögn, en fréttirnar þaðan að sunnan yfir- höfuð nokkuð villandi og það borið aptur með hraðskeyti annan daginn sem fullyrt er hinu. En áreiðanlegar fregnir eru um það, að bardagar miklir og blóðsúthelling- ar hafa átt sér stöðugt stað á Krít rnill- ura uppreisnarmanna og Tyrkja. Hafa upp- reisnarraenn og Grikkir í sameiningu sprengt þar vígi eitt í lopt upp með „dyna- mit“ og urðu Tyrkir hamslausir af því ódæði. Grimmdin er fjarskaleg á báðar hliðar, og eru hinir kristnu að því leyti alls eigi eptirbátar Múhameðsmanna. Það er lengi alin heipt og rótgróið hatur gegn Hundtyrkjanum, sem nú brýtzt út í voða- legu grimmdaræði, eins og þá er stýfla er tekin úr á. Það er víst óhætt að segja,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.