Þjóðólfur - 02.04.1897, Page 3

Þjóðólfur - 02.04.1897, Page 3
63 á stofn eins konar landbúnaðarháskóli í Eeykjavík eða á næstu grösum, er yrði nokkurskonar yfirskóli hinna eða allsherj- ar búnaðarskóli, er hefði tæki á að gera efnafræðislegar tilraunir um næringarefni fóðurjurta, áburð o. s. frv. En af því að fé mun þykja skorta til þes3 fyrirtækis nú í bráð, nær hugmyndin líklega ekki leugra en á pappírinn fyrst um sinn. En enginn efi er á því, að með tímanum verður slík stofnun sett hér á fót, því að hún gæti orðið afarþýðingarmikil fyrir búnaðarfram- farir i&ndsins. Þá er maður rennir augunum yfir hin fegurstu og frjóvsömustu héruð hér á landi, hlýtur manni að blöskra, hversu jörðinni er lítill sómi sýndur, og hversu mikil flæmi af landiau liggja óyrkt. Pað er alls eng- um vafa bundið, að í stað 70,000 sálna gætu lifað hér 700,000, ef Iandið væri nokkurn veginn vel yrkt, eða eitthvað á borð við það, sem önnur lönd eru. En það þurfa snörp og dugleg átök til að kippa þessu í viðunanlegt horf. í ritgerð sinni um ísland í „Deutsche Rundschau" fer dr. Heusler meðal annars þessum orðum um framtíð íslands í bún- aðarlegu tilliti og hvað gera eigi til að hrinda landinu áleiðis í þessa stefnu: „Til þess að jörðin á íslandi gefi það af sér, sem hún getur geflð og til þess að búskapurinn verði þjóðinni, það sem hann gæti orðið, þyrfti að þurka upp votlendið og rækta mýrarnar í stórum stýl, svo eigi gæti framar að líta að eins þessa litlu grasgarða (túnin), heldur margar fer- hyrningsmílur af ágætum engjalöndum í óslitinni röð eptir láglendinu og dölunum. íslendingum sjálfum er fullljóst, hversu afarþýðingarmikið þetta verkefni er. Orðið „jarðabætur" er einkennisorð, er sjá má nálega í hverju tölubiaði dagblaðanna. í verklegri framkvæmd eru einnig tilraun- ir gerðar í þessa átt. Spyrji einhver að því, hvers vegna þetta gangi ekki fljótar, hvers vegna svo lítið beri á þessum um- bótum, þá svara íslendingar: ‘pað vantar vinnukraptinn’. Og svo rekur að því, að hugsunin snýst í hring utan um þessa setningu: Hin ræktaða jörð er eigi stærri, af því að fólkið er of fátt — fólkið er ekki fleira, af því að frjólendið er ekki stærra. En eigi einhver breyting á þessu að verða, þá getur fólksfjölgunin eigi verið upphaf hennar!“ Þannig farast þessum útlendingi orð, og hann hefur einmitt rétt að mæla. Vér hljótum að búa að því, sem vér höfum, vinna með þeim kröptum, sem fyrir hendi eru. Vér megum ekki Iáta hugfallast sakir fólksfæðarinnar, þótt hún sé óneitan- lega hinn versti þröskuldur allra verklegra framfara á þessu landi samfara fátækt og framtaksleysi. En hvað á þá að gera til þess, að landið taki verulegum stakka- skiptum, að því er jarðrækt snertir? V. (Slðasti kafli). Með gamla laginu — landsjóðsstyrkn- um til búnaðarfélaganna — miðar oss svo lítið áfram, að þess sér naumast staðina. Á síðustu árum hafa og heyrzt raddir um, að svona löguð fjárveiting til margra bún- aðarfélaga væri óheppileg, og mundi miklu betur til fallið, að sýslufélögunum væri veitt lán til jarðabótaframkvæmda, því að þá mætti búast við, að fénu yrði varið betur og hyggilegar og þá mundi í meira ráðizt og eigi jafn dreift, sem nú. Hefur Jón alþingism. á Sleðbrjót fyrst hreyft þessari uppástungu opinberlega og ýmsir stutt hana, enda er mjög sennilegt, að þessi aðferð yrði notadrýgri til frambúðar en verðlaunin til búnaðarfélaganna, er að vísu hafa hvatt menn til að vinna eitthvað að jarðabótum, en opt með lítilli þekkingu eða forsjá og þess vegna stundum til lít- illa nota, eins og eðlilegt er, þá er um- sjón og yfirstjórn vantar. Því miður mun því svo varið, að stjórnir sumra búnaðar- félaganna hafi ekki gert vart við sig ann- arstaðar en á pappírnum. Öruggasta ráðið til þess, að ræktun landsins tæki tiltölulega skjótum fram- förum er að vorri ætlun þetta: að lands- sjóður ánafnaði árlega allmikla upphæð til jarðabótaframkvæmda í stað styrks- ins til búnaðarfélaganna, þannig, að sýslu- félögin gætu fengið verkamenn til að vinna að stórfeldum jarðabótum allt sumarið, þar sem brýnust nauðsyn væri, gegn því, að eigendur jarðanua, eða þeir sem bein- línis nytu góðs af umbótunum legðu nokk- uð til að sínum hluta, annaðhvort ákveðna fjárupphæð eða vinnukrapt. Það sýslu- félag eða sýslufélög, er sæktu um þennan styrk til jarðabótaframkvæmda í sinni sýslu, yrðu að styðjast við álit eða umsögn macns, er hefði þekkingu á verki því, er nm væri að ræða, og mundi eigi veita af því að hafa sérstakan landbúnaðarráðanaut fyrir allt land, er eigi hefði annað starf á hendi en að ferðast um landið og segja álit sitt um, hvað gera þyrfti og hvar brýnust nauðsyn væri til bráðra atgerða. Hvort hinn launaði mannvirkjafræðing- ur hr. Sigurður Thoroddsen gæti tekið þetta starf að sér, skulum vér láta ósagt, en líklegt er, að honum mundi fal- ið það á hendur fyrst um sinn og sýnist ekkert á móti því. En það er sjálfsagt, að landstjórnin verður ekki að eins að hafa tryggingu fyrir því, að verkið sem vinna á, sé gott og gagnlegt í sjálfu sér, held- ur einnig fyrir því, að það sé vel af hendi leyst, og yrðu því æfðir verkstjórar að sjá um alla framkvæmd. — Með þessu fyrirkomulagi myndi innan skamms ein- hver vegsummerki sjást í jarðabótum hér á landi, að minnsta kosti í þeim héruðum, sem bezt eru fallin til ræktunar. En nú sem stendur baukar hver í sínu horni og hvergi sér staðina að neinum mun. Uppástunga þessi um breytingu búnað- arstyrksins er að eins til athugunar fyrir næsta þing. Og þótt ganga megi að því vísu, að það sjái sér eigi fært að sinni að gera nokkra breytingu á þessu fyrirkomu- lagi, þá mun þess samt eigi langt að biða, að loitað verði annara ráða til að efla land- búnað vorn, en hingað tii hefur átt sér stað, og þá eflaust í sömu átt, sem þessi uppástunga fer. Áður en vér skiljumst við þetta mál- efni að þessu sinni, skal þess getið, að vér teljum mjög æskilegt, að almennur búfræðingafundur yrði haldinn bráðlega til að ræða og gera ályktanir um helztu landbúnaðarmál vor, því að búast mætti við, að slíkur fundur yrði ekki öldungis þýðingarlaus. Það er sérstaklega hlutverk hinna búfróðu manna vorra, að leggja á ráðin og gefa leiðbeiningar um, hvernig búnaðinum á að kippa i lag svo skjótt og greitt, sem framast er unnt. Oss er kunnugt um, að þess hefur þegar verið farið á leit við einhvern elzta og helzta búnaðarfræðing vorn um, að kveðja til þessa allsherjarfundar sem fyrst, en hann mun hafa færzt undan að gera það fyr en t. d. árið 1900. En engin ástæða virðist vera til að draga það til þess tíma. Gæti fund- ur þessi gert eitthvert gagn, sem ekki er að efast um, þyrfti hann að haldast sem allra fyrst, því að tíminn er dýrmætur, og eigi sízt þá er um ákvarðanir í þýðingar- miklu velferðarmáli er að ræða. Síðan grein þessi var rituð hefur oss borizt í hendur 6. tölubl. „Bjarka“, þar sem Jón alþm. á Sleðbrjót gerir ítarlegri grein fyrir uppástungum sínum og setur þær að lokum fram í frumvarpsformi. Kveðst hann muni bera upp frumvarp þetta á næsta þingi, og er eigi ólíklegt, að það fái góðan byr, því að flestir munu viðurkenna, að það sé breyting til bóta,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.