Þjóðólfur - 07.05.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.05.1897, Blaðsíða 1
Árg. («0 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jöli. Uppsögn, bnndin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Þ J 0 Ð 0 L l1 U R XLIX. árg. Þingmál í sumar. n. Meðal stórmála þeirra, er næsta þing á um að fjaila er stjórnarskrármálið auð- vitað efst á blaði. Það hlýtur að vera öndvegismál þjóðarinnar, þangað til því er ráðið til þeirra lykta, er þjóðin getur sætt sig við. Að sleppa nú öllum tökum og fresta máli þessu til óákveðins tíma nær engri átt, enda mun fáum slík örþrifráð í hug fljúga. Hinn óhappalegi ágreiningur í máli þessu á síðasta þingi, ætti að verða til þess að sameina nú kraptana, einkum þá er sú raun hefur á orðið, að vegur sá, er sumir fulltrúarnir hugðu svo happasælan i hitt eð fyrra, hefur eigi leitt að neinu takmarki. E>að er hérumbil útséð um, að nokkurt svar komi frá stjórninni upp á þingsályktunartillöguna, enda gat það naumast komið samkvæmt eðli tillögunnar í sjálfu sér, að minnsta kosti eigi lögform- lega, þannig að nokkuð væri á því að hyggja frá þingsins hálfu. Að þessi þögn standi í nokkru sambandi við væntanlega ráðaneytisbreytingu í Danmörku mun á litlu byggt, mun aðeins vera fyrirsláttur einn. Hefði stjórn sú, er nú situr að völd- um viljað sinna tillögunni á annað borð, mundi hún hafa svarað henni á einhvern hátt, of hún hefði talið sér það skylt, án tillits til þess, hverja skoðun nýtt ráða- neyti mundi hafa á málinu, auk þess, sem það er mjög hæpið, að nýtt ráðaneyti verði skipað þar bráðlega. En sjálfsagt er hið núverandi nokkuð valt i sessi, og það ætti að vera hvöt fyrir oss að slaka nú ekki á klónni, heldur krefjast einhuga þess, sem vér höfum verið að berjast fyrir, því að steypist ráðaneytið af stóli bráðlega get- um vér gert oss vonir um, að nýjar skoð- anir komi með nýjum herrum, að því er stjórnarbaráttu vora snertir, og skiptir þá miklu, að m&lið liggi þá fyrir hinni nyju stjórn í því formi, sem œskilegast er oq hezt samsvarar kröfum þjöðarinnar og er enginn efi á þVf, að hið óbreytta endur- skoðunarfrumvarp frá 1893 og 1894 er hinn heppilegasti og viðfeldnasti búningur, sem stjórnarbótarkröfur vorar geta verið klæddar, eigi aðeins gagnvart hinni ís- Reykjarík, föstndaginn 7. maí 1897. lenzku þjóð, heldur einnig gagnvart stjórn- inni, því að það mun sannast, að eitthvert nýtt tildur og tillöguhringl verður mál- inu að eins til falls og foráttu í heild sinni. Eins og Benedikt Sveinsson hefur tek- ið fram í athugasemdum sínum um sjálf- stjórnarmálið, fer því mjög fjarri, að vér höfum gert skyldu vora í alvarlegri og einbeittri framsókn þessa máls. í raun- inni höfum vér ekki samþykkt endurskoð- unarfrumvarpið til fullnustu nema tvisvar- sinnum nfl. á aukaþingunum 1886 og 1894, því að samþykkt frumvarpsins á þingunum 1885 og 1893 er í sjálfu sér ekki nema bráða- birgðarsamþykkt, er síðar var lögformlega og til fullnustu staðfest á aukaþingunum. Hvar í víðri veröld mundi það vera talin fullnaðartilraun gagnvart yfirstjórn einhvers lands, þótt stjórnarbótarkröfur landsmanna hefðu að eins tvisvarsinnum og með alllöngu millibili verið lagðar fyrir ríkisstjórnina á löglegan hátt, og eigi feng- ið áheyrn? Og hvernig getur nokkur stjórn borið virðingu fyrir jafn þróttlítilli og hvikulli baráttu, þar sem vopnin eru bæði deig og höggin máttlaus? Það er þá alveg eins gott, að láta hendurnar síga, falla fram og kyssa á klæðafald þess, sem menn voru að krukka í. En óneitanlega er það dálítið drengilegra að láta sér eigi allt í augum vaxa og hvika eigi, þótt við harða mótspyrnu sé að eiga. Nú ættu „leglarnir11 að minnast yflr- lýsinga sinna frá síðasta þingi, og taka nú stranglega í taumana, þá er aðferð þeirra hefur reynzt algerlega árangurslaus. Það tjá engin útbrot eða vífilengjur til að draga fjöður yfir jafn skýlaus ummæli. Hvorki Valtýs-flugan né „stjórnarráðið“ hans öuðlaugs geta réttlætt neitt fráhvarf frá þessum yfirlýsingum,því að hvorttveggja er jafn staðlaust, og óaðgengilegt, auk þess sem launungarmál Valtýs mun þegar dauðadæmt og uppástungu öuðlaugs var þannig háttað, að maðurinn hafði auðsjá- anlega ekki skilið sjálfan sig, eins og „Dagskrá“ hefur áður með rökum sýnt fram á, og þarf ekki að eyða mörgum orðum að slíkum og þvílíkum útbrotum, sem aðeins virðist vera varpað fram til að “segja eitthvað“, og laumast með hægð Nr. 23. burtu frá öðru, er menn þykjast áður of- talað hafa, og tryggja sér með því und- anhaldið, svona fyrirfram eða til vonar og vara. Betur, að þessu væri ekki þann- ig varið, og að allir „leglarnir" stæðu fyllilega við yfirlýsingar sínar á síðasta þingi, því þá gætu menn ekki lengur sak- að þá um hálfvelgju eða óheilindi í þessu velferðarmáli voru. Samkvæmt því, sem nú horfir við og með sérstöku tilliti til væntanlegrar stjórn- arbreytingar í Danmörku innan skamms virðist tvímælalaust, að næsta þing eigi að samþykkja óbreytt endurskoðunarfrumv. frá 1893 og 1894, með því að enn sem komið er, hefur eigi tekizt að finna ann- an heppilegri grundvöll til að byggja stjórn- arbótarkröfur vorar á, auk þess sem þetta form og ekkert annað mun vera næst skapi þjóðarinnar, og ættu allir þingmálafundir í vor, að leggja sérstaka áherzlu á, að þing- ið fylgdi einmitt þessari stefnu í málinu, er afiarasælust mun verða að þessu sinni að minnsta kosti. Ef vér fáum þriðju neitunina frá nyrri stjórn að afloknu auka- þingi 1898, þá gæti ef til vill komið til tals að leita annara ráða. Þjóðmálefni og þmgmálafundir. Eptir Sighv. alþm. Arnason. VI. Þó eg hafi lítilsháttar hugleitt fleiri breytingar á fátækrareglugerðinni, þá ætla eg samt að láta hér með staðar numið um sinn og sjá til, hverjar undirtektir þessar tillögur mínar fá, en setja þær fram að endingu, til nánari glöggvunar, í frumvarps- formi, á þann hátt, að tæma 6. gr. reglu- gerðarinnar. Frumvarp til laga um framfærslurétt þurfamanna. 1. gr. Hver sá, sem hér eptir verður þurfa- maður, skal hafa framfærisrétt í þeim hreppi eða bæjarfélagi, sem hann á aldr- inum frá 16 til 56 ára hefur löglega dvalið lengst í, án þess að hafa þegið óendur- goldinn styrk af fátækrafé, sem sé að minnsta kosti 3 ár, hvort þau hafa verið samfleytt eða ekki, og hafi hann dvalið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.