Þjóðólfur - 11.06.1897, Side 1

Þjóðólfur - 11.06.1897, Side 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. ÞJÖÐÓLFUE. Uppsögn, bnndin viö áramót, Agild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. XLIX. árg. Reykjarík, föstndaginn 11. júní 1897. Nr. 38. Frá næstkomandi nýári (1898) yerður Þjóðúlfur í stærra broti en ísafold. — Verð úbreytt. Frá útlöndum hafa borizt fréttir til 3. þ. m. Viðsjár allmiklar voru þá enn með hvorumtveggj- um Tyrkjum og örikkjum, en þó talið líklegra, að friður mundi komast á, og voru stórveldin um það leyti að setjast á rök- stóla til að gera samningana. En það ber mest á milli, að Tyrkir vilja ógjarnan sleppa Þessaiíu, en þess krefjast stórveld- in eindreigið, en viJja Játa Tyrki íá ein- hverjar herkostnaðarskaðabætur. Var jafn- vel talað um, að Rússar mundu gera Grikkjum þann greiða, að gefa þeim her- kostnaðarskaðabætur þær, er Rússar áttu að fá hjá Tyrkjum eptir ófriðinn þeirra á milli 1877—78, en aldrei hafa goldizt, og slyppu Grikkir þá vel úr klípunni, en Tyrkir hefðu ekkert upp úr krafsinu nema þennan skuldajöfnuð, og er mælt, að þeir muni því iila una. En Rússar eru fyrir löngu hættir að vonast eptir að fá nokk- urn eyri hjá Tyrkjum, svo að það eru lítil útlát fyrir þá að gefa Grikkjum ófáanlega skuld. Soldán lætur í veðri vaka, að ef hart verði sorfið að Tyrkjum í friðarskil- málunum, þá geti hann ekki gengið að þeim, með því að það mundi leiða til upp- reisnar í öllu Tyrkjaveldi, og eigi því stór- veldin á hættu. að allt komist í bál og brand. En Rússar hafa gefið soldáni bend- ingu um, að vera eigi ailt of óþægur í samningum, á þann hátt, að þeir hafa haldið nokkru af flota sinum frá Sevastopol til Sæviðarsunds, og ætla menn, að soldán líti illu hornauga til þess flutnings. Enn er því óséð, hvort fuilur friður kemst á, en talið er víst, að stórveldin muni róa að því öllum árum, því að vel mega þau vita, hvað annars er í húfl. — Allmikil óánægja er á Grikklandi yfir því, hversu krónprinzinum hafi farizt herstjórnin ó- hönduglega, og er mestallri skuldinni fyr- ir ófarirnar skellt á hann, og þorir hann naumast að láta sjá sig í Aþenu. Ensk- ur hernaðarfregnriti, er staddur var þar suður frá meðan á bardögunum stóð, segir og, að krónprinzinn sé sá duglausasti hers- höfðingi, er hann hafi þekkt, og kveðst muni taka blaðið betur frá munninum, er hann sé kominn heim til Englands. Segir hann, að Grikkjum hafi farizt mjög illa við fregnrita erlendra blaða, hafi rifið upp bréf þeirra, og breytt frásögninni, ef hún var eigi þeim í vil o. s. frv. — Allmikill kurr er og gegn Grikkjakonuugi meðal þegna hans, og sagði eitt blað í Aþenu meðal annars í lok ófriðarins: „Ef við hefð- um haft konung, sem vildi láta líf sitt fyrir þegna sína, þá gæti enginn óvinaher bugað oss. En þú ert enginn Kodros né Leonidas, og vér krefjumst ekki beldur þessarar fórnar af þér, heldur þess, að þú kveðjir alla Grikki til vopna“. Ekki aukast frægðarfarir Spánverja á Kúba, og verður þeim líklega ekki hald- samt á henni héðan af. En svo varð snarpt orðakast á dögunum út af Kúba milli for- sætisráðgjafans á Spáni þar í þinghússtig- anum og þingmanns eins, að það endaði með því, að ráðgjafinn gaf þingmanninum á hann. Gerðardómi í Venezuelamálinu milli Englendinga og Vesturheimsmanna hafa Vestmenn nú hrundið. Búinn er sá að vera. Heldur er að þrútna um úfana með Englendingum og Transvaalsmönnum. Þó hefur það ekki farið í hart enn. Þar munu og flest ráð fara nokkuð dulin. Englend- ingar eru undirhyggjumenn, en Krúger gamli, forseti Transvælinga, er heldur ekki allra bokkur. Englar vita og, að hér verða þeir að fara varlega, að bæði Þjóðverjar, Rússar og Frakkar gefa illt, auga öllum framgangi þeirra í Suðurálfu. Farin eru nú að berast böndin að Chamberlain, að verið hafi hann i vitorði með dr. Jameson um óspektina í Transvaal. Er nú kallað, að fundizt hafi skeyti nokkur frá Cham- berlain um það efni, rituð nokkrum huidu- rúnnm. Þó er sagt, að flest af þeim sé horfin aptur. Ur RúsBlandi þykir það nú mestum tíðindum sæta, að tekinn var þar maður einn fyrir skömmu, er ætlaði að vinna á Rússakeisara, og kvaðst hafa ætlað að geta sér með því æfinlegan orðstír. „Ó- skemmtileg æfi mun vera, ekkert sér til frægðar að gera“., Ráöa neytisbreytingin í Danmörku. Það fór ekki eins og spáð var, að Estrúp gamli mundi setjast aptur að völd- um og taka við forustu danska ráðaneyt- isins. Hann var á þönum hálfsmánaðar- tima til að koma nýju ráðaneyti á lagg- irnar, og tókst það loksins, með því að helmingur ráðgjafanna sat kyr, og hinn helmingurinn veik burtu, þeir Reedtz-Thott ráðaneytisforsetinn og utanrikisráðgjafi, Schnack hermálaráðgjafl, Sehested land- búnaðarráðgjafi, og Lúttichau fjármálaráð- gjafi. Hinn nýi ráðaneytisforseti og jafn- framt fjármálaráðgjafi er Hugo Edmund Hörring, er áður var innanrikisráðgjafi. Hann er urtakramarason úr Kaupmanna- höfn (f. 1842). Hinir eru: Rump dóms- málaráðgjafi og íslandsráðgjafi, Ravn sjó- málaráðgjafi og utanríkisráðgjafi til bráða- birgða, Bardenfleth innanrikisráðgjafi (áður kirkju- og kennslumálaráðgjafi). Þessir allir úr gamla ráðaneytinu. Hinir nýju eru: H. V. Styhr biskup á Falstri kirkju- og kennslumálaráðgjafi, Álfred Hage land- búnaðarráðgjafi og C. F. Tuxen ofursti hermálaráðgjafi. Vantar þá einn mann í ráðaneytið, utanríkisráðherrann. Spáð er því, að ráðaneyti þetta muni ekki eiga sér langan aldur, og er því óséð, hversu lengi vér íslendingar eigum Rump’s að njóta. ________ Fréttaþráður til íslands. Þau stórtiðindi komu nú með „Vesta“, að „Norræna fréttaþráðarféiagið mikla“ („Store Nordiske Telegrafselskab") í Kaup- mannahöfn hafi afráðið að leggja frétta- þráð hingað til lands að sumri komanda, ef alþingi veitir einhvern ákveðinn ársstyrk til þess, og ríkisþingið danska meiri hluta þess, sem þá vantar til þess að fyrirtæk- ið geti staðizt. Ætla menn, að ríkisþing- ið verði fúst til að leggja fé þetta fram, og þá mun eigi standa á alþingi að sín- um hluta, samkvæmt því, hvernig þing- menn tóku í það mál í hitt eð fyrra, þá er Englendingurinn Mitchell var hér í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.