Þjóðólfur - 02.07.1897, Blaðsíða 2
126
töluðu snjallt og rækilega í því máli. í
sömu átt töluðu Jón prófastur á Stafafelli,
séra Eyjólfur á Staðarbakka og séra Þor-
valdur á Melstað, er allir létu þá ósk í
Ijósi, að sambandi þjóðkirkjunnar og rík-
isins væri slitið sem fyrst, en lektor Þór-
hallur vildi fara varlega og fresta álykt-
unum í því, þangað til málið yrði betur
rætt og undirbúið á prestastefnum. Séra
Þorkell Bjarnason kvaðst vera hlynntur
fríkirkju, en talaði þó heldur á móti henni.
Á móti fríkirkjuhugmyndinni og fram-
kvæmd hennar í verki talaði mest séra
Jón Helgason prestaskólakennari, en má)
hans studdu séra Pétur Jónsson og séra
Jóhann Lúter. Tók að færast nokkur hiti
í klerkana, þá er séra Jón Helgason lýsti
því yfir, að trúarlífinu hér á laudi væri
að stórhnigna, að hér væri enginn lifandi,
sannur kristindómur, enda vantaði klerka-
stéttina sjálfa brennandi áhuga á máiefni
kristindómsins og væri því ekki við góð-
um ávöxtum að búast o. s. frv. Þá stóð
fyrst upp séra Jóhann íStafholti ogsíðan
hver af öðrum (séra Jóh. Lynge, séra Sig.
Gunnarsson, séra Árni á Kálfatjörn, séra
Eyjólfur Kolbeins, séra Þorvaldur á Mel-
stað), og mótmæltu allir meira og minna
ummælum séra Jóns, sögðu, að hann brysti
kunnugleika til að kveða upp slíka dóma,
og vantaði íslenzka reynslu til að byggja
á o. s. frv. Tók þá séra Jón að ókyrrast
nokkuð svo, er skeyti drifu að honum
hvaðanæva, en svaraði þó stillilega að síð-
ustu og kvaðst byggja dóm sinn um hnign-
un trúarlífsins á skýrslum, einkum á
skýrslum um altarisgöngur. Séra Þór-
hallur gat þess, að hann hefði ýmislegt í
fórum sínum áhrærandi altarisgöngumálið
og orsakirnar til þess, að þetta sakramenti
væri vanrækt hér á iandi. Þóttist hann
hafa fengið vitneskju um, að margir mundu
Kalvínstrúar í þessu efni. Yildu sumir láta
ræða mál þetta á framhaldsfundi presta-
stefnunnar næsta dag, en biskup og sumir
aðrir eyddu því. Yar lengi þingað um
það, hvort halda ætti „áfram lengra eða
hætta", og fór svo, að ályktað var að láta
þar staðar numið. Bæði biskup og surnir
prestarnir höfðu öðrum hnöppum að hneppa
daginn eptir, heldur en að sitja á „syno-
dus“ og ræða kirkjumál.
Jafnvel þótt prestastefna þessi stæði
eigi lengur yfir en 8—9 klukkustundir,
þá var samt dálítið meira lífsmark með
henni, eu áður hefur verið. Það var ekk-
ert svefnmók yfir samkomu þessari í þetta
sinn, og átti fríkirkjumáiið mestan þátt í
því, enda mun varla unnt að hleypa fjöri
í umræður um kirkjuleg áhugamál, ef jafn
stórfellt og þýðingarmikið mál, sem að-
skilnaður ríkis og kirkju, getur það ekki.
Það duldist víst engum, er hlustaði á ræð-
ur klerkanna á þessu prestaþingi, að frí-
kirkjumálið átti marga og áhugamikla for-
mælendur í þeim hóp, og sá flokkur fjölg-
ar eflaust fremur en fækkar, þá er fram
líða stundir, því að málið er framtíðarmál,
byggt á fögrum hugsjónum og trúnaðar-
trausti á því, að þessi breyting yrði til
glæðingar kristilegs lífs hér á landi, og
guðs ríki til eflingar meðal vor.
Útlendar fréttir
hafa borizt hingað til 17. f. m. Friðar-
samningum millum Tyrkja og Grikkja var
þá enn eigí að fullu lokið, en líklegast
talið, að Tyrkir mundu sætta sig við, að
fá 6 miljónir pd. sterl. (72 miljónir króna)
í herkostnaðarskaðabætur, halda Krít, en
sleppa tilkalli til Þessalíu, með þeim skil-
málurn að fá fleiri vígskörð þar i fjöllun-
um, og öruggari landvarnarlínu. Samt
sem áður halda Tyrkir stöðugt áfram að
senda nýjar hersveitir til Grikklands, til
að vera við öllu búnir, og er mælt. að
þeir hafi 350,000 manna undir vopnum í
Þessalíu, Albaníu og Makedoníu. Vil-
hjálmur „Iitli“ Þýzkalandskeisari er hjálp-
arhella soldáns og spillir samningum öll-
um að sögn, en England, Frakkland og
Ítalía spyrna á mótí, og vilja eigi unna
Tyrkjanum hársbreiddar af Grikklandi.
Er mælt, að íriðarsamningafundir stórveld-
anna hafi verið nokkuð háværir upp á síð-
kastið.
Banatilræði var Felix Faure forseta
Frakka sýnt 13. f. m., er hann ók um
Boulogneskóginn. Úr skógarrunni við veg-
inn var hleypt af skoti á vagn hans, en
forseta sakaði ekki. í runni þessum fannst
eins konar vítisvél, mjög ófullkomin, og
ætla menn, að hún hafi aðeins verið fyllt
púðri. Þar fannst og miði, er á var ritað.
„Aftaka Felix Faure“, og „Felix Faure
er dæmdur". En forseti tók þessu öllu
rólega, og sagði, að í þetta sinn hefði það
ekki verið neitt alvarlegt. 16. s. m. sprakk
regluleg vítisvél hlaðin ryðguðu naglarusli,
á Konkordíutorginu, en enginn meiddist og
flugu þó naglabrotin um 50 faðma braut,
en brot af vítisvélinni skullu á veggjum
Tuilerihallarinnar á 12 faðma færi.
Jarðskjálfti allmikill varð í Calcutta
á Indlandi 12. f. m., einhver hinn snarpasti,
er komið hefur þar um slóðir. Mörg hús
hrundu algerlega til grunna, og mörg
skemmdust, en fjöldi fólks beið bana, að
því er síðustu fréttir segja. Margar þús-
undir manna hafa orðið húsvilltar og það
var í ráði, að láta hátíðahöldin við 60 ára
ríkisstjórnarafmæli Viktoríu drottningsr
niður falla, en verja fénu, sem til þess
var ætlað, til að hjálpa hinum bágstöddu.
Jarðskjálfti þessi náði yfir stórt svæði.
Sandvíkureyjarnar hafa með samn-
ingsgerð gengið í fulíkomið bandalag við
Bandaríkin, og stafar það af því, að Jap-
anar voru farnir að gerast nokkuð uppi-
vöðslusamir við þetta litla ríki þar úti
í Kyrrahafinu. Fulltrúar Japaus mót-
mæla samning þessum, hvað sem stjórnin
þar gerir. Ætla sumir, að af þessum neista
geti meira leitt.
Oscar Dickson fríherra, híuu nafn-
kenndi auðmaður í Gautaborg, er latinn 74
ára garnall. Hann varð bráðkvaddur af
slagi í rúmi sínu á hvítasunnunótt, á bú-
garði sínum Almnás í Vesturgautlandi.
Dickson er einkum naínkunnur fyrir það,
hversu örlátlega liann varði auð síuum til
að styrkja vísindalegar rannsóknarferðir,
sérstaklega í norðurhöfum. Það var hann,
sem lengst og bezt studdi Nordenskjöld
ásamt Óskari konuugi og rússneska auð-
manninum Sibiriakofi. Það er og kunnugt,
að Dickson seudi dr. Þorvaldi Thoroddsen
eitt árið fé til jarðfræðisrannsókna hér á
landi, þá er alþingi hljóp undan merkjum.
Þingmálafundiriiir.
Þeir hafa víðast hvar verið fremur
laklega sóttir í Þettá sinn, og ályktanir
þeirra nokkuð á reiki, einkum í stjórnar-
skrármálinu, er mun stafa af því, að menn
hafa vonazt eptir einhverjum svörum frá
stjórninni, og þótt það viðurhlutamikið að
álykta fyrirfram, að öllum boðum frá
hennar hálfu skyldi hafna, hvernig sem þau
væru úr garði gerð. En vitanlega mátti
ganga að því vísu, að stjórnin mundi
engin boð bjóða, er viðunanleg væru,
enda mun það sjást, þá er sá boðskapur
birtist, hversu mikils verður hann er, og
hvort ástæða sé fyrir þiugið að slaka
nokkuð til í kröfum sínum sakir þess.
En þótt einhver þingmaður laumi einhverj-
um uppástungum inn á þing og þykist hafa
stjórnina að bakhjalli, þá ætti þingið okki
að taka mikið tillit til slíks.
JÞingmálafundur Múlasýslna beggja
var haldinn á Egilsstöðum á Völlum 2. júní. Voru
þar samankomnir 60 menn og voru 20 þeirra