Þjóðólfur - 02.07.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.07.1897, Blaðsíða 3
127 kjörnir til að sækja fundinn, er stðð um 11 klukku- stundir. Yar þar rætt af miklu kappi um lands- mál, en meBt um stjðrnarskrármálið og samgöngu- málið. í stjðrnarskrármálinu var samþykkt svo- látandi ályktun: „Komi einhver tilboð frá stjórninni, kai£ þing- menn óbundnar hendur í málinu. En komi engin slík tilboð frá stjórnarinnar hálfu, skorar fundur- inn á alþingi að semja frumvarp, sem gangi lengra í sjálfstjörnarkröfum vorum, en frumv. undanfar- inna þinga. En kanu. leggur þó mikla áherzlu á einingu og samheldni jiiugsins i þessu máli“. Um samgöngumálið voru samþykktar 5 álykt- anir eða áskoranir til þingsins: 1. að svo mikil fjárupphæð sé veitt af landsfé til fréttaþráðarins til íslands, sem landssjóður framast orkar. 2. að sinnt 8é hvreju góðu tilboði, sem þinginu kunni að berast, um að annast samgöngur vorar á sjð og umhverfts strendur landsins og milli landa, en landssjóður taki þær að öðrum kosti á herðar eptir þvi sem hann orkar. 3. að samþykkt séu lög um brúargerð á Einhleyping á Lagarfljóti, og alþingi leggi fram nauðsynlegt fé úr landssjóði til þess. 4. að lagt sé fram fé til vcgabóta hér á landi, eins og áður, en það látið koma sem jafnast niður á landsfjórðungana, þó svo, að fénu megi miðla milli fjórðunga, ef um sérstök stórvirki sé að ræða, svo sem brúargerð á ár o. s. frv. ð. að ferðum pósta af Seyðisiirði verði hagað svo, að þær geti staðið 'í nánu sambandi við sunnanpóst. Um alþýðumenntunarmálið var samþykkt, að hæfilegur styrkur yrði veittur Flensborgarskólanum til þess að þar geti farið fram kennarafræðsla. í lœknaskipunarmálinu voru samþykktar þrjár ályktanir: að læknaskipun í Múlasýslum verði á- kveðin, eins og hún var samþykkt af hlutaðeigandi sýslunefndum, að ákveðnir verði fastir læknabústað- ir, að veitt verði fé af landssjóði til að koma á stofn landsspítala í Reykjavík. Um fiskiveiðamálið samþykkt að skora á þingið, að það veiti einstökum mönnum eða félögum 80,000 kr. lán til að kaupa fiskigufuskip gegn veði í skip- unum sjálfum. Lá voru samþykktar ályktanir um víns'ólubann (héraðasamþykktir), búnaðarmálið, afnám Maríu- og Péturslamba, um landsbankaútibú á Seyðisfirði, um gjaldfrehi utanþjóðkirkjumanna, um milli- þinganefnd til að íhuga fátœkralöggjöfina o. fl. k’á var samþykkt að skora á þingið að sam- þykkja enn á ný 7 lög, er stjórnin hefur áður synjað staðfestingar: um lagaskóla eða háskóla, um afnám hæstaréttar í íslenzkum málum, um eptirlaun, um prestkosningar, um fjárráð kvenna, um frímerkjagerð og um borgaralegt hjónaband. Eins og ráða má af þessu ágripi, hefur fundur þessi líklega verið einhver hinn rækilegasti og til- þrifamesti þeirra þiugmálafunda, er í þetta skipti hafa haldnir verið. Þingmaiafundur Reykvíkinga var ákveðinn 25. f. m. í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs, en að eins 20 manns sóttu hann, og þótti nokkuð fátt 5 sjálfum höfuðstaðuum. Var því afráðið að fresta fundinum til næsta dags, og auglýsa hann betur en gért hafði verið, enda varð hann þá dável sótt- ur. Vai fyrst rætt um stjórnarskrármálið, og tal- aði þingmaður Reykvíkinga eindregið í miðluuar- áttina, og vildi láta þingið taka tveim höndum við ráðgjafa, er sæti á alþingi, en Þorbjörg Sveiusdóttir yfirsetukona andmælti ræðu þeirri einarðlega, og benti á, að henni þætti nú kveða nokkuð við ann- an tón hjá þingmanninum í þessu máli, heldur en áður, þá er hann hefði verið að hugsa um þing- mannssætið hér í höfuðstaðnum. Dr. Valtý Quð- mundsByni og Guðl. Guðmundssyni var leyft að taka til máls í þessu máli samkvæmt ályktun fundarstjóra (Þórh. Bjarnarsonar), en litlu voru menn bættari fyrir þær ræður, Það var auðheyrt á dr. Valtý, að hann þóttist vita jafnlangt nefi sínu um vilja stjórnarinnar, og var laundrjfigur yfir einhverjum nýjum fagnaðarboðskap, er birtast mundi í fyllingu tímans, það er að segja þá er á þing væri komið. Einar Benediktsson ritstjóri t.alaði snarp- legá gegn öllu þessu pukri og pólitiska negiingi, og mun doktornum hafa verið nóg boðið, en Guð- laugur reyndi að verja hann og virtist þó ekki vera honum að öllu samþykkur, en vilja ganga eínhverja nýja launstigu, og sést nú brátt, hverjir þeir verða. Að lokum var samþykkt með meíri hluta atkvæða svoiátandi ályktun i stjórnarskrár- málinu: „Komi fram vissa fyrir því á þinginu, að stjórn- in sé fús til samkomulags um verulegar umbætur á stjórnarfyrirkomulaginu, skorar fundurinn á þing- ið að hafna eigi slíku, enda þótt ailar kröfur vor- ar hingað til eigi fáist í einu, en án þess þó að gefa upp neitt af réttarkröfum vorum“. Um samgöngumál samþ. fundurinn að skora á þingið að fresta um sinn eimskipaútgerð landssjóðs til miililandaferða, en leitast við að komast að samningum við eitthvert félag, en landssjóður kosti að öilu 2 strandferðabáta. — Til fréttaþráðarins vildi fundurinn láta þingið greiða sæmilegan árs- styrk — Um holdsveikisspítalann urðu allmiklar umræður, einkum hvar hann ætti að standa, hér inn i bænum eða utanbæjar, en engin ályktun um það náði samþykki fundarins. „Vesta“ kom hingað á ákveðnum degi 27. f. m. norðan og vestan um land. Hafði hvergi orðið vör við hafís á leiðinni. Um 80 farþegar voru með henni, þar á meðal nokkrir þingmenn. Hún fór héðan til Englands 30. f. m. Oddur Oíslason cand. jur. er skípaður 2. assistent í íslenzku stjórnardeildinni í Höfn, í stað Steingrims Jónssonar, er hef- ur verið settur sýslumaður í Þingeyjar- sýslu. Sigldi Oddur héðan með „Vestu“ 30. f. m. _____________ Embættispróf á prestaskólanum tóku þessir stúdentar í f. m.: 1. Jón Porvald8Son.......1. eink. 86 st. 2. Sigtryggur Guðlaugsson 2. — 76 — 3. Þorvarður Þorvarðarson 3. — 55 — Einn stúdent stóðst ekki prófið. Þetta er í fyrsta skipti, sem próf er haldið sam- kvæmt hiuni nýju reglugerð skólans. Til ágætiseinkunnar útheimtist 98 stig minnst, til 1. eink. 78 stig, til 2. eink. 59 stig og til 3. eink. 39 stig minnst. Prestaskólinn er50 ára gamall núíár, og má ætla, að forstöðumaður hans sjái svo um, að þessa afmælis verði minnst að einhverju leyti, t. d. með minningarriti, eða skýrslu um starf hans þessi 50 ár. Það er hreinasta ómynd, að eigi skuli hafa verið prentuð nein skýrsla um skólann síðan 1855! Að láta sem alira minnst bera á tilveru æðri menntastofnana hér á landi, virðist hafa verið og vera enn meg- inregla stjórnendanna, en þesskonar hirðu- leysi og áhugaleysi á eigi að haldast uppi óátalið. Vonandi, að prestaskólinn og læknaskólínn fari að ganga í endurnýjungu lífdaganna eptirleiðis, svo að almenníngur viti, að þessar stofnanir séu til og starfi eitthvað. Útskrifaðir stúdentar frá lærða skól- anurn í fyrra dag: Eink. 8tig. 1. Jón Þorláksson . . . ágætl. 109 2. Sigurjón Jónsson . . . ágætl. 107 3. Sigurbjörn Ástv. öíslasou I 103 4. Árni Pálsson .... . I 101 5. Halldór öunnl&ugsson . . 1 97 6. Eggert Claesen . . . . I 96 7. Ásgeir Torfason . . . . I 94 8. Sigfús Sveinsson . . . . I 93 9. Gísli Skúlason .... . I 93 10. Guðmundur öuðmundsson . I 90 11. Ólafur Dan Daníelsson . 11 83 12. Eiríkur Kérúlf . . . . II 83 13. Bernharð Laxdal . . . . II 82 14. Ólafur Briem .... . II 78 15. Jóhannes Jóhannesson . . II 77 16. Jón Ad. Proppé . . . . II 75 17. Böðvar Bjarnason . . . H 75 18. Elinborg Jacobsen . . . II 69 19. Einar öunnarssson . . . hi 43 Utanskóla: 20. Sigurður Júl. Jóhannesson iii 60 Nr. 18 er hinn fyrsti kvennstúdent hér á landi, dóttir Jacobsens skósmiðs hér í bænum. Nýdáinn er Jón ólafsson útvegsbóndi í Hlíðarhúsum á 62. aldursári (f. 7. nóv. 1835). Hann var son QJafs bónda í Hlíð- arhúsum Arnórssonar i Bigg-garði Snorra- sonar í Engey Sigurðssonar í Engey (f 1774) Gnðmundssonar. Jón heit. var dugnaðarmaður og allvel efnaður. Bremnæs, strandferðabáturinn austfirzki, kom hingað sunnan um land 28. f. m. Með honum komu margir farþegar, þar á meðal Guttormur YigfÚBson alþin., prestarnir séra Pétur Jónsson á Kálfufollsstað og séra Þorsteinn Benediktssou í Bjarnanesi, Þorgrímur læknir Þórðarson á Borg- um með konu, Eggert Benediktsson fyrv. verzlunar- stj: með konu, tengdamóður og börn, alfluttur hingað austur að Laugardælum i Flóa, er hann hefur keypt; Jón Runólfeson aýsluskrifari af Eskifirði, Björn Eiríksson frá Karlsskála, Guðrún Jafetsdóttir spítalaforstöðukona úr Rvík, ungfrúrnar Eanna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.