Þjóðólfur - 16.07.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.07.1897, Blaðsíða 2
136 ráðdeildarsama eða áhugamikla að græða o. s. frv. Hann telur nauðsynlegt, að breyta nokkrum atriðum í fátækralöggjöf- inni, afnema vinnuhreppiun en setja í stað- inn heimilishreppinn, það er að segja, nema úr giidi þau lagaákvæði, að þar skuli menn sveitfastir, er þeir eptir 16 ára aldur hafa unnið samfleytt 10 ár, án þess að þiggja sveitarstyrk, en leiða í lög, að þar skyldi hver maður sveitlægur eptir 16 ára aidur, er hann er heimilisfastur, þá er hann þarín- ast sveitarstyrks. Jafnframt vill hann lögskylda hverja sveitarstjórn að leggja 1 Söfnunarsjóðinn í Reykjavík árlega ein- hverja ákveðna upphæð af tekjum sveit- arinnar, t.d. 1—4 af hundraði,og mætti það vera á sveitarstjórnarinnar valdi, hvort hún legði fyrir hæstu eða iægstu upphæðina eða upphæðirnar þar á milli. Allar upp- ástungur, er miða tii þess, að ráða bót á þessu þjóðarböli — sveitarþyngslunum — ættu að íhugast vandlega og þessi hug- vekja séra Þorkels felur í sér mikilsverð- ar bendingar og leiðbeiningar í rétta átt, að því er þetta máiefni snertir. 4. Um fiskirannsóknir 1896. Skýrsla til landshöfðingja eptir Bjarna Sæmuuds- son cand. mag. Þetta er löng og ítarleg lýsing á skoðunarferðum höfundarins fram með ám og vötnum í Árness- Rangárvaiia- og Kjósarsýslum og með sjó fram austan frá Yík í Mýrdal og vestur eptir, kringum Reykjanesskaga og til Innnesja. Er það einkar fróðleg skýrsla og margt á henni að græða um allskonar veiðiskap. Er þar fyrst langur kafli um silungsvötn og silungsveiði, þá um laxveiði, og síðast um fiskveiðar í sjó. Eins og höf. segir, er þessi ferð hans hin fyrsta tilraun af hálfu íslendinga sjálfra til að kynna sér ítar- lega flskilíf og fiskiveiðar landsins, og hann bætir því við: „Nú sem stendur er varla neitt til, sem getur heitið íslenzk fiskifræði, því að mest allt, sem menn vita í þá átt, er fólgið hjá athugulum og reyndum fiskimönnnm og þeirn fróðleik verður að safna, því að hann er, jafnhliða vísindalegri fiskifræði og rannsóknum, sá grundvöllur, sem íslenzk fiskifræði verður að byggjast á“. 5. Úr fátœkraföggjöf annara landa. Ept- ir Jón Magnússon landritara. Það er stutt en skipulega samið yfirJit yfir helztu ákvarðanir í hinui núgildandi íátækralög- gjöf nágranmlanda vorra; Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Englands, og er gott að hafa þetta þarna í einu lagi til sam- anburðar og athugunar, þá er breytt verð- ur fátækralöggjöf vorri, sem margir eru nú farnir að krefjast. Eins og höf. tekur fram að síðustu, „fer hin yngri fátækra- löggjöf annara landa í þá átt, að herða heldur á framfærsluskyldu frænda, veuzla- manna, húsbænda o. s. frv. og gera fram- fylgd laganna í þeim efnum greiðari, að stytta þann tíma, er til þess þarf að vinna sveitfesti og að öðru leyti að fyrirbyggja sem mest fátækraflutninga, sem þykja valda óþörfum kostnaði og að ýmsu leyti óheppilegir og að láta eigi ávallt styrk, sem veittur er þurfamanni, valda missi borgaralegra réttinda fyrir hann“. 6. Síðasta ritgerðiu í þessa árs Andvara er eptir D. Thomsen farstjóra: um mark- aði fyrir sauðfénað og saltaðan fisk eink- um í Frakklandi, í Belgíu og á Hollandi, og hefur þessarar skýrslu verið áður getið. í Andvara er engin pólitisk ritgerð að að þessu sinni, ogmunu ýmsir sakna þess, en að því slepptu er efni þessa árgangs með bezta móti, svo að félagsmenn mega við það allvel una. í Dýravininum eru ýmsar góðar sög- ur að vanda eptir ýrnsa kunna höfunda, myndir frá Súlnaskeri við Vestmanneyjar, mynd af íslenzkum fjárhóp á Englandi o. fl. Dýravinurinn er góð bók og einkar hentug til lestraræfinga handa börnum, því að jafnframt, sem efnið er við þeirra hæfi, innrætir það þeim velvild og vorkunsemi við skynlausu skepnurnar. Almanakið 1898 flytur nú meðal ann- ars myndir af Friðþjóf Nansen, Sverdrup, Konráð Maurer og W. Fiske, ennfremur myndir af ÖJfusá, Gullfoss, Skóga- foss, Heklu og Geysi. Þar er og æfi- saga Maurers rituð af vini hans dr. B. Ólsen. Þá eru ýmsar skýrslur, helzt um fiskveiðar á þilskipum, nokkrar skor- inorðar smágreinar eptir Tryggva Gunn- arsson, einkum að því er sjávarútveg snertir m. fl., og eru þær greinar hinar þörfustu, því að það veitir sannarlega ekki af að brýna fólkið, og það má Tryggvi eiga framar flestum öðrum, að hann hefur bæði einbeittan áhuga og framtakssemi til verklegra framkvæmda. Fiskveiöa-gufuskip í Þjóðólíi í vetur sem leið var fyrst vakið máls á því, að vér íslendiugar ættum að fylgjast með öðrum þjóðum í því að hafa gufubáta til fiskveiða í stað seglskipa, og skorað á alþingi að styðja það mál. Nokkrir þingmálafundir hafa tekið mál þetta til athugunar og ráðið þinginu til að sinna því, þar á meðal þingmálafundur á Egilsstöðum á Völlum, er skoraði á þingið, að það veitti einstökum mönnum eða félögum 80,000 kr. lán til að kaupa fiskigufuskip, og er það samhljóða uppá- stungunni í Þjóðólfi. Nú á þingi hefur mál þetta komið til umræðu, og talaði dr. Valtýr einkum fyrir því, og skírskotaði til þess, er um það hefði verið ritað, er hann kvaðst, alveg samþykkur. Sagði hann, að þetta spor yrði stígið síðar, og hvers- vegna skyldi það þá ekki gert nú þegar, og hlaupið yfir milliliðinn (seglskipin). Færði hann þar góðar röksemdir fyrir sínu máli og mun sjávarútvegsnefndin taka það til athugunar. Nú síðast í fyrra dag hefur hr. kaupm. Þorst. Egilson í Hafnarfirði ritað gagnorða grein um þetta efni i einu blað- inu hér og færir rök fyrir því, að gufu- bátar til fiskveiða með lóðum séu miklu hentugri en seglskip m. fl., og ættu menn að lesagrein þessa með athygli. Það er því komin gleðileg hreyfing á þetta mál, er sýnir, að véríslendingar erum ennþá ekki dauðir úr öllum æðum eða vonlausir um framtíðiua. En auðvitað á veruleg fram- kvæmd þessa enn nokkuð langt í land., eins og hver önnur stór framfaraspor. Það verður ekki allt í einni svipan. En tíminn mun sýna það, og sjálfsagt von bráðara, að þessi stefna í fiskveiðamálum vorum er einmitt hin rétta framtíðarstefna. Alþingi. III. Fjárkláðamál. Nefnd sett til að í- huga málið: Þorl., Guðm., Guðl. Guðm., Sighv. Árn., Ben. Sveinsson, Jón Jónsson (frá Múla). Sjávarátvegurinn. Nefnd: Jón Þór., Jön Jens., Sk. Thoroddsen, Tr. Gunnars., Jens Pálsson. Menntamál Nefnd: Jón Þór., Sig. Gunnarss., Jón Jónsson (A.Skaptf.)- Ól. Briem, Jens Pálsson. Hafnsögugjald í Reykjavík. Stjórn- arfv. um breyting á því, fellt í efri deild. Horfellismál (flutniugsm. Sig. Stef.). Nefnd: Sig. Stef., Kr. Jónss., Þork. Bjarnas., Þorl. Jóns., Jón Jónsson. Gagnfræðakennsla við lærða skólann. Nefnd: J. A. Hjaltalín, Jón Jakobsson, Hallgr. Sveinss., Sig. Jenss., Sig. Stofánss. Mæliug vega (flutningsm. Einar Jónss.) [Mæla skal vegi alla, er ákveðnir eru samkvæmt lögum um vegi 13- apr. 1894,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.