Þjóðólfur - 27.08.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.08.1897, Blaðsíða 3
165 pólitík sína gegnuiu þingið. Það var þó viðkunnanlegra fyrir þá að falla knéskít heldur en að veita alveg um koil með inn- limunar prógrammið sitt, í þessari glímu, Ær sótt var af svo miklu kappi af þeirra Bálfu, að „þjóðviljinn“ og „þjóðarósóminn“ tóku höndum sam&n í fyrsta sinni á æfi sinni, og blésu svo ákaflega í sama her- lúðuriun, að allir ahorfendu stóðu agudofa, og hugðu heimsendi kominn vera, því að slík firn þóttust menn aldrei fyrri séð ué heyrt hafa. Hvað segir þjóðin? Hin eina von Valtýsliðanna er nú fólg- in í því, að stjórnin (eða réttara sagt kon- ungurinn) muni leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga að vori, og þá ætla þeir, að þjóðiu verði svo barnaleg að taka tveim höndum á móti dauðu tiugnnni, og játa sig undir ríkieeininguna dönsku, gegu því að fá að nafuinu til sérstakan ráðgjafa, sem alls ekki getur heitið sérstakur fyrir ísland, meðan haun situr í hinu danska ríkisráði og ber sérmál ísiands þar upp undir atkvæði embættisbræðra sinna, döusku ráðgjafanna. Allar þingsáiyktanir um ólögmæta setu ráðgjafans í ríkisráðinu og öll mótmæli frá þiugsins hálfu um það efni eru algerlega þýðingarlaus, samhliða lögformlegri samþykkt i frumvarpsformi, er gengur í gagnstæða átt, og heimiiar þegjandi þessa ólöglegu yenju. SJík sam- þykkt af löggjafarþingi Islendiuga verður að teijast og mundi áv»Ut verða talin aí dönsku stjórninni, sem fullkomiega bind- andi og endileg staðfesting þess, að ís- lendingar hefðu játazt undir yfirráð ríkis- ráðsins óskorað, þrátt fýrir allar yfirlýs- ingar og áskoranir, er beint væri tii stjórn- arinnar eptir samþykktina. Þess vegna verður þing og þjóð að gæta þess vand- lega. að láta eigi negla sig við Dani fast- ar en orðið er, að herða eigi 4 ríkisráðs- hnútnum með bindandi samþykkt, heldur standa duglega í stigreipinu og láta eigi blekkjast af einskisverðum íviinunum, er enga tryggingu veita fyrir hagfelldara stjórnarfyrirkomulagi, og ails engar íviln- anir eru í raun réttri, heldur að eins grímuldœddar tilraunir til að færa stjórnina út úr landinu yfir til Kaup- minnahafnar og tryggja innlimun íslands við ritcishdililina traustum böndum. Og svo bætist ofan á allt saman, að sá bögg- ull á að fylgja 8kammrifi, ef íslendingar verða svo lítillátir að þiggja þcssa mikil- vægu (!) réttarbót, að þá þykist stjórnin haía leyst svo liendur sínar, að stjórnar- bótarmál Islands sé með því tii lykta leitt fyrir fullt og sllt. Og þótt slík ákvæði frá stjórnarinnar hálfu geti eigi verið bind- andi fyrir oss, með því &ð hún hefur ekk- ert vald til að skipa oss að þegja um þetta mál og hreyfa því aldrei framar, þá sýnir þetta samt hið sanna hugarfar stjórn- arirmar og hvað húu gefur oss fyrirheit um í framtíðinni, ef vér beygjum oss nú. Ef hún getur feugið þing og þjóð til að ganga að þessu Valtýs-boði, sem lands- höfðingi segir, að stjórninni sé áhugamál, þá þykist hún hafa komið svo vel ár sinni fyrir borð með innlimun íslands í ríkis- heildina, að þá sé ekki framar að tala um alinnlenda stjórn hér á iandi, hversu lengi sem íslendingar klifi á því, með því að þeir hafi einu sinni með löglegri samþykkt játazt undir ríkiseininguna, og það verði ekki úr skafið; þeir séu áður íallnir frá kröfum sínum um innlenda stjórn, með því að hafa samþykkt ákvæði, er gekk í þveröfuga átt 0. s. frv. Slík og þvílík svör eigum vér vís, ef Valtýs-bleðillinn verður viðurkenndur af þjóðinni, sem heppileg skóbót á stjórnarskrá vora. Leysi stjórnin upp alþingi að þessu sinni, verður hún að bjóða þjóðinni aðgengi- legri boð en hún gerði fyrir munn Valtýs. Að öðrum kosti getur hún ekki gert sér neinar vonir nm, að þjóðin vilji líta við annari eins afmán, hversu fagurlega sem málstaður stjórnarinnar verður túlkaðnr af sumum, og hversu miklar æsingar, sem hafðar verða í frammi til að telja þjóð- inni hughvarf og flækja hana í þessu nýja þorskanetl dönsku stjórnarinnar, er dr. Valtýr flutti með sjer frá Kaupinhafn og lagði fyrir þingið. Skyldi ekki verða uokkuð erfitt að telja fólki trú um, að þetta Valtýs-brall miði til þess að færa stjórniaa inn í landið og tryggju rétt vorn gagnvart Dönum? f Gunnlaugur E. Briem, verzlunarstjóri i Hafuarfirði, and&ðist 24. þ. m. eptir langvinnar og þungar þjáning- ar af krabbameiui i maganum, að eins fimmtugur að aldri. Haim var fæddur á Melgraseyri á Langadalsströnd 18. ágúst 1847, og bjuggu þar þá foreldrar hans Eggert Gunulaugsson Briem, þáverandi sýslutnaður í ísafjarðarsýslu, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns Sverris- sonar. Hann var lengi forraðamaður fyr- ir búi föður síus í Skagaíirði, og fórst það suilldarlega úr hendi. Fiutti síðau til Reykjavíkur (1882) og var þar við verzl- unarstörf nokkur misseri. Var þingmaðnr Skagfirðinga 1883 og 1885. Tók 1885 við forstöðu verzlunar P. C. KnudtzoDS & Sön í Hafnarfirði, og gegndi því vandasama starfi með stakri e!ju og dugnaði. Hann var kvæntur danskri konu, Frederikke Claesen, og eiga þan einn son, Ólaf. — Gunnl. Briem var stakur ráðdeildar- og dugnaðarmaður, manna liprastur í um- gengni og glaðlyndastur, og haíði á sér almenningsorð fyrir Ijúfmennsku og dánu- mennsku í hinni v&udasömu og erfiðu stöðu, er hann átti að gegna, og mun mörgum þykja skarð hans þar vandfylit. t Frú Herdís Benedictsen, ekkja Brynjóifs Bogasonar Benedictsen kaupmanns í Flatey (f 1870), andaðist hér í bænum 23. þ. m. á 77. aldursári. Húu var fædd í Fiatey 22. sept. 1820, og voru íoreldrar hennar Guðmundur B. Scheving agent, fyrrum sýslumaður í Barðastrandar- sýslu (f 1837) og Halidóra Benediktsdótt- ir frá Staðarfelii Bogasonar í Hrappsey. Hún giptist 1838, og eignaðist með manni sínum 14 börn og döu 13 þeirra á barns- aldri, en ein dóttir(Ingileif) lézt rúmlega tvítug. Frú Herdís flutti hiugað til Reykja- víkur eptir lát manns síns, og dvaldi hér síðan. Hún var merkiskona, höíðingleg sýnum, hjartagóð, hreinlynd og tápmikil, ðg hefur reist sér loflega minningu, með því að gefa mestan hluta eigna sinna, lík- lega svo tugum þúsuuda skiptir, til kvenna- skólastofnunar á Vesturlandi. Kórona Yaltýskuimar — Pólitiskt gerræði. Dað er víst íullkomlega eins dæmi í þingsögunni, að þjóðkjörnir þingmenn hafi farið eins að ráði sínu, eius og þeir Val- týsliðar gerðu í neðri deild í gærmorgun. Svo stóð á, að neðri deild hafði samþykkt að; senda konungi ávarp, eins og venja heíur verið, og voru þeir Ben. Sveinssou, Kl. Jónsson og Guði. Guðmundssou kosnir til að semja það. Nú með því að Guðl. var þar einn í miani hluta, gat iiana ekki við þvi sporuað, að ávarpið væri samið út frá skoðuu meiri hlutaus i n. d. Nú voru góð ráð dýr. Minni hlutinn hafði ekki atkvæðaafl til að hiudra samþykkt þessa ávarps í deitdiuni, og þess vegna hugkvæmdist honum það sæmdarbragð(!), að sprengja íundinn með Ijarveru siuni, því að ef eigi eru fullir a/» deiidaniíanna á fundi, er ekki unut, samkvæmt þiugsköp- um að taka neina löglega ályktun. Þann-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.