Þjóðólfur - 15.10.1897, Blaðsíða 2
196
ismark en svo, að þeir misbeiti stöðu
sinni og valdi til að brugga ískyggileg
launráð á bak við þjóðina, eða ganga í
leynisambönd, er miða til að sundra og
spilla velferðarmálum landsins, jafnframt
því sem almannafé, ef til vill, er varið
til að koma slíku í kring.
„Allt er hreinum hreint" segir mái-
tækið. Þingið á sérstaklega að kosta
kapps um að hafa „hreint borð“, hvar
sem litið er. En framkoma þess upp á
síðkastið virðist ekki bera vott um, að
það sé svo ákaflega hreint, eða hinn póli-
tiski skjöídur þess svo skær og skínandi,
sem æskilegt væri. Afreksverk þess í
sumar eru að nokkru leyti nægilega kunn,
en að nokkru leyti eigi fyllilega, og ætla
menn, að þær athafnir þess, sem enn eru
eigi lýðum ljósar, séu eigi öllu „betri við
beinið“, eða frægilegri til frásagnar, en
hinar, sem kunnar eru.
Þess skal þegar getið, til að koma
í veg^ fyrir misskiining, að þótt hér sé
talað um þingið og athafnir þess, þá nær
það eigi til ailra þingmanna jaínt, því að
enginn mun neita því, að þeir menu eru
þó til í þeim flokki, og eigi allfáir, sem
eigi hafa látið leiðast á glapstigu, menn,
sem vandir eru að virðingu sinni. Þetta
snertir ekki heldur eingöngu hina 2 flokka
í stjórnarskrármálinu: Valtýsliða og and-
stæðinga þeirra, því að þótt Valtýsliðun-
um haíi sjálfsagt stórum yíirsézt í póli-
tíkinni, þá væri ranglátt, að stimpla þ&
alla sem miður virðingarverða menn, eins
og það væri rangt, að skoða liina alla
sem engia, þótt þeir hafi haft heilbrigð-
ari sjón á þessu máli. tívo ósanngjarn er
Þjóðólfur eigi. En um hitt sakar hann
alla Valtýsliðana undantekningarlaust, að
þeir hafi beitt ótiihlýðilegum ofsa og ó-
skynsamlegum þverhöfðaskap í þessu máli,
með því að fallast eigi á hið upprunalega
frumv. neðri deiidar, með ríkísráðsspurn-
ingunni, og lofa því þannig að koma fyr-
ir augu stjórnarinnar. Með því hafa þeir
stórum spillt málstað sínum hjá þjóðinni,
auk þess sem öll framkoma þeirra við
sprengingu ávarpsfnndarins í neðri deild
var póiitískt axarskapt og sjálfum þeim
til mikillar vanvirðu.
Að vestan.
(Bréf úr Önundarfirdi 28. sept.).
Kæri Þjóðólíur minn!
Þú nýtur syo aimennrar hylli og ert svo fjöl-
lesinn af oss Vestíirðínguna, að pað gengur minnk-
un næst, hvað sjaldan pér eru sendir fréttapistiar
héðan úr fjörðunum. Eg vil þvi leyfa mér að ríða
á. vaðið og senda þér nokkrar línur, Bem eg bið
pig að færa lesendum þínum við fyrsta tækifæri.
Hér á Vestfjörðum hefur m&tt heita versta tíð
frá þvi um veturnæíur í fyrra liaust og allt til
þessa dags. Skepnuhöld urðu þar af leiðandi með
allra versta móti hér síðastl. vor, sumpart af því,
að menn urðu heylausir fyrir heimskulega glæfra-
legan ásetning í fyrra vetur, og sumpart af því,
að hey voru svo iétt og mikilgæf undan hinu
óminnilega slæma sumri í fyrra, svo að jafnvel þeir,
sem annars nóg hey höfðu að vöxtunum, misstu
samt akepnnr sínar, ýmist úr bráðapest, lungna-
pest eða þessari allt of almennu uppdráttarsýki,
sem menn mundu nefna hor, ef ólukku horfellis-
lögin eigi heimtuðu annað nafn á þeim kvilla.
Sérstaklega lagðist þó uppdráttarsýki þessi þungt
á fénað eins af fyrirmyndarbændunum hér í næsta
firði, og var þetta því leiðinlegra til afspurnar,
sem hann er búfræðingur úr fjarlægu dugnaðar-
plássi, nýskeð farinn að búa, og liafði þegar gefið
mönnum beztu vonir um, að hann mundi hér inn-
leiða nýtt og betra búskaparlag. Það er sannar-
lega Vítavert, að mönnum skuli haldast uppi með
slíka harðýðgis-meðferð á skepnum sínum, óhegnt.
Afli varð bæði lítill og stopull hér í ölium veiði-
stöðum, nema utan til við ísafjarðardjúpið, og sama
er að segja um þilskipaafla, nema á hákarlaskipum,
sem flest fiskuðu mæta vel.
Grasspretta varð í lakara meðaliagi og töður
náðust óvíða inn óBkemmdar.
Af verzluninni hér vestra er fátt gott að segja;
þó má Þingeyrar-verzlun í Dýrafirði að mörgu leyti
heita lofsverð undantekning, því það mun víða
mega leita að jafn vandaðri allri vöru, sem þar,
sem þó er heidur ódýrari öðrum verzlunum hér,
enda er verzlunarstjórinn, herra Wendel, lipur og
kurteis maður, sem hefur flesta þá kosti til að
bera, sem verzIunarBtjórar þurfa að hafa, og ber í
sannleika ægishjálmj yfir öðrum stéttarbræðrum
sínum hér vestra. Það mun með sanni mega segja,
að hvergi hér í fjörðnnum sé þó verzlunin eins
erfið og slæm, eins og hér á Önundarfirði. Hér er
ein selstaðan eða útibúið frá stórkaupmanni Á.
Ásgeirssyni á ísafirði, og allt selt yfirgnæfanlega
dýrt, og það sem verst er, vörurnar allt annað
en góðar. Önnur verzlunarnefna reis hér upp
í vor, en þykir lítið hafa bætt úr neyðinni^
með því að hún hefur aldrei svo sem neinar
vörur haft. Hingað hafa í sumar komið 3
lausakaupmenn, Markús Snæbjörnsson frá Patroks-
firði, sem fáir vildu verzla við, bæði vegna þess, að
vörur hans þóttu lélegar og dýrar, sama verð og
hjá kaupmönnum hér. Ennfremur kom hingað
Pétur Bjarnason frá ísafirði, sem var jafnfjarri því
að bæta úr verzlunareinokuninni hér, sem hinn.
Það átti í fyrstu að heita svo, sem hann væri 6-
dýrari en kaupmenn, en endirinn varð allur annar.
Þriðji lausakaupmaðurinn, sem hingað kom, og
sem menn höfðu svo almennt gert sér binar beztu
vonir um og beðið eptir með vörur sínar langt
fram á sumar, var hinn Iipri og einkar vinsæli
kaupmaður Thor Jensen á Akranesi, sem heita
mátti, að verzlaði hér meðfram allri vesturströnd-
inni á tveimur skipum, enda iðraði vist enga þess,
að þeir biðu eptir hónum, því það má með sanni
segja, að hann bætti stórum verzlunina alstaðar,
þar sem hann kom. Það mun láta sönnu næst, að
hann hafi náð i helminginn af allri ársverzluninni
hér á Önnndarfirði, þá fáu daga, sem hann dvaldi
hér, og líkaði öllum ágætlega við hann að skipta,
hið sama er og að frétta um verzlun hans annars-
staðar, þar sem hann kom. Það er fágætt hér, að
sjá bændur og aðra með jafnmikilli ánægju skipta
vöru sinni við kaupmenn, sem hér átti sér stað,
enda lét hann sér eigi síður annt um, að skilja við
skiptavini sína ánægða, en um hitt, að ná sem
mestri verzlun hjá þeim. Vorar beztu óskir fylgja
honum með ósk um, að hann eigi geri ferðir sín-
ar í verzlunarerindum til vor Vestfirðinga enda-
sleppar, helzt sem fyrst að vori, því svo mikið sem
hann verzlaði hér í sumar, þá hefði hann þó náð í
miklu meiri verzlun, ef hann hefði komið hér fyr.
TJm menntun og framfarir get eg verið fáorð-
ur. Helztu framfarirnar eru, ef kastað er steini úr
götu að vorinu, eða húskoíi reistur við aptur, sem
dottið hefur inn. Vér Önfirðiugar erum einna mest
upp með okkur af vegi þeim, er Ellofsen hvalveiða-
maður hefur stutt oss til að leggja hér inn með
firðinum, en það er gallinn á, að hann er allt of
mjór, og mundi þykja lítt brúklegur i sveitum, þar
sem nokkuð er um vegalagning.
Jarðabœtur eru hér litlar eða engar og peðrar
þó„ Ólafsdalsskólinn drjúgum úr sér búfræðingum
hér um firðina, en þeir virðast ekki lesa búfræði
til þess að stunda jarðabætur á eptir, heldur til að
kenna börnum á vetrum. Vitanlega eru þeir hvorki
ver né betur til þess starfa fallnir en hver annar
vinnumaður, en þeir eru ódýrari, en menn sem fær-
ir eru um þann starfa, og bændur þá ekki almennt
Iengra á veg komnir sjálfir i menntunarlegu tilliti
en svo, að þeir álíta þá góða og bera lítt skyn-
bragð á, hvort lærdómskák þeirra kemur að nokkru
eða engu haldi.
Um pólitík verður eigi annað sagt, en að alltaf
sé hjakkað ofan í sama farið, jórtruð sama ómolta
tuggan upp aptur og aptur, utan að lærðar þulur
um stjórnarbót, háskólamál, prestafækkun, kvenn-
frelsi, einkennisbúning fyrir hreppstjóra, Hólmgeir
og sjónauka og þess konar nauðsynjamál.
Læt eg svo hér með sitja með fréttir að sinni,
Þjóðólfur minn, en skal hugsa til þín seinna við
tækifæri.
Vestfirðingur.
Húnavatnssýslu 29. sept.: „Heyskapartíð-
in yfirleitt óhagstæð og þreytandi, jörð snöggslæg
nálega alstaðar, og þar eð mannfæð, óhagstæð tið
og grasbrestur hefur hjálpast að, eru engin undur,
þó hey séu fremur litil.
Engin von um markað. Verzlun verður líklega
sú aumasta fyrir sveitavöru, sem dæmi eru til,
gefa kaupmenn upp 6—10 aura pr. kjötpund. Pen-
ingar bókstaflega ekki til.
Sýslumaður vor kvaddi 5. þ. m. Höfum vér
þar að sjá á bak lipurmenni og allgóðum dreng, og
er mörgum eptirsjá í.
Loks erum við búnir að fá aukalækni á Blöndu-
ós. Sigurði Pálssyni mun veitt það embætti og er
seztur þar að. Minnist eg eigi að haía séð þess
getið i blöðunum. — Pólitíkin hefur ekki pláss, en
dýrt verður aukaþingið, ef það ekki borgar sig, til
að geta losnað við geitfé af þingi, er hleypur í
felur, þá er til húsa skal“-
Smáríki. San Marino er ef til vill
hið minnsta þjóðveldi í heimi; það er
innilukt af fjöllum nálægt Rimini við
Adríahaf, og er sagt, að það hafi ver-
ið stofnað á 4. öld af ráðvöndum múrara
frá Dalmatiu. San Mariuo er 2 □ mílur