Þjóðólfur - 15.10.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.10.1897, Blaðsíða 3
197 á stærð og íbúarnir eru um 8000. í ráð- inu eru 20 aðalsmenn, 20 borgarar og 20 bændur og hafa 2 af meðlimum þess stjórnina á hendi; þar er einnig her og herforingjarnir eru valdir af hinum hæstu og þrekmestu hermönnum. Þjóðveldis- stjórinn útbýtir tignarmerkjum og nafn- bótum. í þjóðveldinu Andorra, sem liggur í Pyrenæafjöllunum eru enu færri íbúar heldur en í Sau Marino, en er aptur tölu- vert stærra um sig, eða 8Va □ mílur. í- búarnir eru að eins 6000 og stjórnin er í höndum 24 manna ráðs, sem valið er af þjóðinni; þar er einnig dómari og 2 prest- ar, sem ýmist eru skipaðir af Frakkastjórn eða biskupinum í Urgel. Montenegro er eitt af þeim smáfursta- dæmum, sem getur stært sig af því að eiga sögu, sem göfugri þjóð er samboðin. E»ó það sje minnst ríkjanna á Balkan- skaganum, er það þó alls ekki hið ómerk- asta, og landsbúar, sem eru sterkir og hávaxuir fjallabúar, hafa hingað til getað haldið öllum réttindum sínum gagnvart Tyrklandi og Austurríki. Montenegro er 164 □ mílur á stærð, og íbúarnir 220,000. Sérhver karlmaður, sem orðinn er fullra 17 ára er skyldur til herþjónustu, en herinn allur er 30,000 manna. Alexander III. Rússakeisara þótti mikið varið í Níkita fursta f Montenegro og kallaði hann hinn „eina vin sinn“. í samanburðl við Mont- enegro eru furstadæmin Lichtenstein og Monaco hrein og bein kotríki. Lichtenstein liggur við Efri-Rín, milli Tyrol og Sviss, og þó það sje undir yfir- stjórn Austurríkis, er það þó algerlega sjálfstætt. tsað er 2*/^ □ mílur á stærð og íbúarnir eru 10,000, og mega teljast með hinum sælustu borgurum, þar eð þeir eru lausir við alla skatta og varnar- skyldu. Jóhann fursti hinn annar ríkir yfir þessu volduga ríki, þar sem tekjurn- ar oru 880,000 kr. og gjöldin 90,000 kr. Monaco þekkist um allan lieim, af því að Monte Carlo er þar; það er mjó land- ræma milli Frakklands og ítalíu, */* □ míla ummáls með 15,000 íbúum. Herinn er 126 menn, sem hafa víst aldrei verið í öðrum ófriði en þeim, sem þeir fiafa sjálfir vakið í spilahúsinu. Spilabankinn nýtur sérstakra hlunninda af ríkinu, en það liefur aptur á móti tekjur af honum. Albert fursti í Mónaco kvæntist 1869 lafði Mary Douglas Hamilton, dóttur hins 11. hertoga af Hamilton, en þegar páfinu lýsti því yfir 1880, að það hjónaband væri ólöglegt, kvæntist hann aptur hertogainn- unni af Richelieu. Áður en þýzka keisaradæmið var stofn- að 1871, voru á Þýzkalandi fjöldi smá- ríkja, sem síðan hafa komizt í samband við aðalríkið. Furstadæmið Wáldeck í Saxlandi, er að eins 20 □ mílur með 57,283 íbúum. Fjárhagsáætlun þess hljóðar upp á 1,080,000 kr„ og gjöldin eru 1,980,000 kr. Stór- hertogadæmið, Mechlenburg-Strélitz er stærra, eða 53,2 □ mílur með 97,978 íbúum. Það virðist svo, sem þar sé ekki hin bezta regla á öllu, þar eð engin fjár- hagsáætlun er þar gerð, en þó ætla menn, að fjárhagurinn sé í góðu lagi. í Mið-Ameríku og Suður-Ameríku eru mörg þjóðveldi, þar sem hinir hvitu íbúar eru ekki floiri en í enskri meðalborg, en sem ná yfir ákaflega mikið svæði. Nic- aragua, hið stærsta af þjóðveldunum í Mið-Ameríku, er t. d. 250 □ mílum stærra heldur en England, en íbúarnir eru 310, 000 og þar af eru 2/s kynblendingar, en hitt Indíánar. Honduras er V/2 sinnum stærra en Skotland, og íbúarnir eru 440,000, og mestur hluti þeirra eru Iudí- ánar. Sandvíkureyjarnar, sem nú eru einnig þjóðveldl, eru 307 □ mílur, og íbúarnir um 100,000, en af þeim eru að eins einn */* hvítir eða af hvítum ætt- stofni. Brjóstmylkingíirnir og pipraði lijól- hesturinn. í smábænum Lanzato á ítal- íu er einkennilegt líkneski af Maríu mey, og flytja menn þangað sjúklinga um lang- an veg, svo að þeir geti fengið bót meina sinna hjá Maríu. Einkum er mikil að- sókn að líkneskinu frá Tyrol. Fyrir skömmu tóku tollþjónarnir á Iandamærum Ítalíu eptir því ,að fjöldi tyrólskra kvenna, er komnar voru þar á tollstöðina á leið til Lanzato, báru hver um sig ungbarn á handlegguum. Þetta virtist tollgæzl- unni nokkuð kynlegt, og tók að rann- saka þetta nánar. Kom þá í Ijós, að þessi guðhræddi pílagrímahópur var leik- inn tollsmyglaflokkur. Ungbörnin voru ekki annað en sykur toppar, sem konugarm- arnir höfðu búið í barnsgerfi, til þess að lauma sykrinum þannig yfir landamærin. En i þetta skipti tókst það ekki. — Önn- ur tollsvikasaga jafn einkennileg í sinni röð, gerðist á landamærum Belgiu og Frakklands. Einn góðan veðurdag sá toll- gæzlan hjólríðara nokkurn þeytast á fleygi- ferð yfir landamærin. Sýndist toliþjónunum lopthriugirnír á reiðskjóta hans einkenni- lega uppblásnir, og handsömuðu riddarann, ungan slátrarasvein. Við nákvæma skoð- un kom það í ljós, að lopthringirnir voru ekki eingöngu fylltir lopti, heldur úttroðn- ir af pipar. Slátrarinn ætlaði sér að lauma þessu kryddi yfir landamærin, svo að sem minnst bæri á. Ea honum varð leik- urinn harla dýr, því að hann var dæmd- ur í 6 mánaða fangelsi og 1000 kr. sekt, auk þess, sem hann varð að sjá á bak hjólhestinum sínum, og hefur honum líklega fundizt nógu mikið piparbragð að öllum þeim „trakteringum“. Óhæfilegt athæfi er það, sem Heim- dellingar bera Keflvíkingum á brýn, að þeir hafi gefið 3 euskum botnverplum merki með ljósum, þá er þeir ætluðu að sigla í greipar Heimdalli, en gátu forðað sér í tíma sakir merkjanna. Eru Heim- dellingar mjög gramir yfir slíku athæfi, eins og eðlilegt er, og segja, að þýðingar- laust sé að hafa varðskip hér við land, þá er landsmenn sjálfir taki höndum sam- an við þessa spillvirkja og hjálpi þeim til að umflýja réttmæta refsingu laganua. Ætla sumir, að það sé jafnvel félag þar syðra, er vinni að þessu virðulega marki(!) gegn drjúgri þóknun að sjálfsögðu, og er það fremur loflegur atvinnuvegur eða hitt þó heldnr. Þeir Keflvíkingar, sem eigi taka þátt í slíku, ættu að birta nöfn þeirra pilta, er þessa atvinnu stunda, og kæra þá fyrlr yfirvöldunum, því að það er leið- inlegt fyrir heilt þorp, að láta brenni- merkja sig vegna nokkurra einetaklinga. Annars geta menn álitið, að allur þorri íbúanna sé flæktur við þetta, ef enginn þorir að hreyfa sig eða ýta við ósóman- um. Kjötverð hér í bænum er nú 14—18 aura pundið eptir gæðum, hefur heldur hækkað nú upp á síðkastið. Flestir rekstr- ar hafa komið úr Rangárvallasýslu, og nokkrir úr Vestur-Skaptafellssýsiu, allt austan af Síðu, en fremur fátt úr Árness. og Borgarfirði, og er líklaga beðið eptir Thor- dahl, en hann er ókominn enn, og þótt hann komi, er hæpið, að rnikið verði úr fjár- kaupum hans. Sagaa um peningageymslu hans í landsbankanum, er borizt mun hafa upp um sveitir, er eudiieysa ein, og hefði bankastjórinn átt þegar fyrir löngu að aug- lýsa það opinberlega, svo að fólk léti ekki blekkjast af þeirri flugufregn. Sæmdarvottur. í minningu þess, að skáldíð Steingrímur Thorsteinsson yfir-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.