Þjóðólfur - 30.11.1897, Blaðsíða 2
224
rætt á fundi í stúdentafélagmn 6. nóvember
BÍðastl., og voru þar mættir nálega allir
félagsmenn, — þó ekki dr. Valýr sjálfur,
og var þó fundurinn settur fyr, en vant
er, til þess að hann gæti mætt þar og
talað sínu máli, því að seinna um kvöld-
ið átti hann að halda fyrirlestur í „Stud-
entersamfundet", hér í bænum, — en um
þann fund seinna. — Umræðurnar hóf
Bogi cand. Melsteð, og sýndi haun ljós-
lega fram á, að frumv. dr. Valtýs yrði
til þess, að draga valdið í hinum sérstöku
málum íslands út úr landinu og niður til
Kaupmannahafnar, þar sem þó íslending-
ar nú í full 65 ár hefðu barizt fyrir því,
að draga valdið inn í landið. Jafnframt
Býndi hana sögulega fram á það, að bezt
hefði okkur ætíð veguað, þegar við sjálíir
hefðum ráðið mestu um málefni vor. Ali-
fjörugar umræður urðu á eptir, og að
lokum samþykkt með 28 atkv. gegn 2
fundarályktun, er mótmælti sterklega þess-
ari nýju stefnu í málinu. Ennfremur var
samþykkt, að birta skyidi þessa ályktun
í blöðunum íslenzku.
Eius og að framan er getið, hélt dr.
Valtýr þetta sama kveld — 6. nóv. —
fyrirlestur í „gtudentersamfundet" —sem
er íélag frjálslyndra danskra stúdenta —
um það „hvað ísland vilji“, og einkum er
þess getandi við fund þennan, að þar
voru viðstaddir nokkrír þingmenn Dana,
sem létu álit sitt í ljósi um málstað ís-
Iendinga. Dr. Valtýr gat þess, hve mikl-
um framfórum ísland hefði tekið síðan það
fékk stjórnarskrána 1874, en jaínframt
sýndi hann fram á þá miklu annmarka,
sem á henni eru, og kvað frumv. sitt að
miklu leyti ráða bót á þeim, en eins og
fram kom í umræðunum á eptir, þá var
nú doktorinn einn um þá skoðnn sina.
Allir þeir, sem töluðu þar, tóku það skýrt
fram, að þetta frumv. dr. Valtýs væri
apturför frá sjálfstjórnarstefnu íslendinga
hingað til. Meðal þeirra, er töluðu, var
Octavius Hansen, landsþingismaður og
hæstaréttarmálafærslumaður; hann furð-
aði sig á því, hve lítilþœgur dr. Valtýr
vœri í krö/um sínum, sem mundu leiða
til þess, að sérmál íslendinga mundu ftytj-
ast enn þá meir, en nú er, út úr landinu
og inn í „rauðu byqginguna“, —þ. e. a. s.
ráðaneytisbygginguna í Kaupmannahöfn —,
og þegar íslendingar nú um 16 ár heíðu
fylgt íast fram þeim kröfum, að fá að
ráða sínum eigin málum í landinu sjálfu,
þá þœtti sér undarlegt, að þeir nú færu
að breyta kröfunum t þá átt, sem mundi
leiða til þess, að fiytja þungapúnktinn
hinqað til Kaupmannáhafnar; og þegar
þeir nú hefðu getað beðið í 16 ár, þá
ættu þeir að geta beðið í nokkur ár enn,
því ekki væri það víst, að alltaf réði sú
stjórnarstefna, sem nú hefði völdin hér í
Danmörku, og hvað dönskum þingmönnum
viðviki, þá kvaðst hann viss um, — að þar
sem íslendingar hefðu sýnt, eins og dr.
Valtýr líka hefði tekið fram í fyrirlestri sín-
um, að þau yfirráð, sem þeir hefðu feng-
ið með stjórnarskránni 1874, hefði orðið
þeim til góðs ogframfara, — aðþeirmunda
vera fúsir til að styðja að, að kröfum ís-
iendínga væri sinnt, sérstakiega þar sem
þeir væru vissir um, að það mundi efia
velvild milli þjóðanna. Þar sem sér
hefði fundizt dr. Valtýr leggja svo mikla
áherzlu á ráðgjafaábyrgð þá, sem til væri
tekin í frumv. hans, þá gætu danskir
þingmenn frætt hann á því, að ábyrgðin
gegn dönskum ráðgjöfum hefði hingað til
ekki reynzt annað en dauður bókstafur,
og sér fyndist ekki, að íslendingar þyrftu
að láta hugfaliast, þó þeir ekki hefði
fengið síuum kröfum fullnægt strax, og
þessi nýja stefna minnti siq óþægilega á
það, þegar danskir þinqmenn fyrirgerðu
rétti sínum gagnvart ráðaneyti Estrups
með sœttunum 1894. — Af íslendingnm
töluðu á fundi þessum auk Valtýs, þeir
Jón Sveinbjörnsson stud. jur. og Bogi
Melsteð cand. mag., og hjuggu hart í
garð doktorsine. Ennfremur tók Herman
Trier, varaforseti í þjóðþinginu danska,
til máls, eindregið í sömu stefnu, og lagði
sérstaklega áherzlu á það, að dr. Valtýr,
með þessu frumvarpi sínu væri að draga
valdið út úr íslandi; gat hann þess, að
sér fyndust yfirhöfuð sjálfstjórnarbröfur
íslendinga mjög sanngjarnar og eðliiegar,
og sagðist hann ekki sjá það, &ð Danir
hefðu nokkra ástæðu til þess, að. sinna
þeim ekki. Öldungis í sama strenginn
tók dr. Edvard Larsen, prívatdócent við
háskólann. Rördam læknir, þjóðþiugis-
maður úr flokki miðlunarmauna, kvað
frumvarp dr. Valtýs ef til vill hafa dá-
litla þýðing, en efast sagðist hann um, að
íslendingar létu sér nægja slíkt, og því
yrði ekki neitað, að innlenda valdið yaist
ekki við það.
Félag ísleuzkra stúdenta í Kaup-
mannahöfn hofur saroþykkt svoiátandi
fundarályktuu:
„í 65 ár hafa ísleudingar starf'að að
því með meiru eða minna fylgi, að flytja
yfirráð hinna sérstaklegu mála sinna iun
í landið. Frá stefnu þessari víkja breyt-
ingartiliögur þær á stjórnarskrá vorri, sem
þingmaður Vestmauneyja, ar. Valtýr Guð-
mundsson, flutti á aiþingi í sumar og all-
margir þingmanna hafa fallizt á. Aðal-
atriðið i þeim er, að flytja æzta ianlenda
valdið út úr landinu og fá það í hendur
ráðgjafa, er sitji í Kaupmannahöfn og
hundinn sé yfirráðum dönsku stjórnarinn-
ar. Þetta teijum vér, félag ísienzkra
stúdenta í Kauptuímnahöfn, skaðlegt fyrír
fósturjörð vora, og þess vegna mólmælum
vér §tjórnarskrárbreytiiigum þeim, sem
hér ræðir um, og ölium þeim breytingum,
sem að því miða að rýra innlenda valdið,
þann vísi tií heimastjórnar, sem vér höf-
um fengið með stjórnarskránni 1874, held-
ur skorum vér á alla að h&lda fast við
heimastjórnarstefnuna, og styrkja að því
og tryggja innlenda valdið, sem mest er
unnt, meðal annars gagnvart áhrifum
þeim og afskiptum af stjórn sérmála ls•
lands, sem koma utan að“.
Þannig samþykkt á fundi 6. þ. m. með
28 atkvæðum gegn 2.
Kaupmannahöfn, 8. nóvember 1897.
Ágúst Bjarnason
núv. forseti.
Pústskipíð „Laura“ kom hingað að
kveldi 26. þ. m., og með henni nokkrir
farþegar, þar á meðal Holgeir Clausen
kaupm., og nýr yfirmaður Hjálpræðishers-
ins, Bojsen að nafni með konu sinni, og
eiga þau að taka við forustu hersins í
Btað Eriksens, er fer burtu héðan, alfarinn
til Hund-Tyrkjans að sögn. Ennfremur
komu 6 íslendingar frá Ameríku alkomn-
ir, þar á meðal (frá Chicago) Guðmundur
Einarsson frá Flekkudal í Kjós, er fór
úr öðrnm bekk latinuskólans vestur til.
Ameríku í fjrra vor.
„Bragð er að þá barnið fmnur“ má
segja um undirtektir málsmetandi Dana
undir Valtýskuna, eptir því sem skýrt er
frá á öðrum stað hér í blaðinu. Þá er
jafnvel Danir sjá og viðurkenna “hurobug-
ið“ í Valtýsírumvarpinu, og farða rig á,
að nokkur íslendingur skuli gotu gert
sig ánægðan mcð þ&ð, þá fer nú heldur
að „kárna fyrir Árna“. Reyndar þurfti
ekki Dani til þess að segja oss, hvíiíkur
pólitiskur óskapnaður Valtýskan er, því
að oss var það fullljóst. Eu það hlýtur
að vera óþægilegt fyrir Valtý, að sam-
(Jandar haus (Danir) skufi vera frjálslynd-
ari og víðsýnni í þessu máli ea haun-
/Því hefur hann eflaust ekki búizt við.